Morgunblaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 59
ÞÓR HF | Reykjav ík: Ármúla 11 | Sími 568-1500 | Akureyr i : Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor. is
GÓÐAR VÉLAR Í GARÐINN OG SUMARBÚSTAÐINN
Garðsláttuvélar
Enskur eðalgripur
Sláttutraktorar
12,5 - 18 hö
Verð frá 170.000
Garðsláttuvélar
Þýskar gæðasláttuvélar
Rafm.sláttuvélar
1000W - 1200W
Garðsláttuvélar
3,5 hö - 6 hö
Vandaðar vélar
og öflugir
mótorar
Sú vinsælasta
á góðu
verði
Fyrir þá sem
gera kröfur
um gæði
Fyrir þá sem
gera kröfur
um gæði
SKÁKFÉLAG Akureyrar fékk
á sínum tíma Jón Þ. Þór, sagn-
fræðing og skákmann, að rita sögu
skákar á Akureyri í eina öld. Bók-
in, Skák í hundrað ár,
kom út árið 2001 en
þá var öld liðin síðan
Taflfélag Akureyrar
var stofnað. Því félagi
varð ekki auðið
margra lífdaga og
lagði niður laupana ár-
ið 1903. Skáklíf norð-
an heiða varð síður en
svo útdauða með
þessu og árið 1919 var
Skákfélag Akureyrar
stofnað. Félagið hafði
frumkvæði að því að
Skáksamband Íslands
var stofnað á fundi á
Blönduósi árið 1925.
Einnig er athyglisvert
að um þetta leyti gerðist Stefán
Ólafsson, einn sterkasti skákmað-
ur landsins, vatnsveitustjóri á Ak-
ureyri. Stefán þessi varð m.a. Ís-
landsmeistari árin 1919, 1921 og
1922 og lét hann brátt kveða að
sér í skáklífi norðanmanna þegar
hann varð efstur á Skákþingi Ak-
ureyringa árið 1924 ásamt Ara
Guðmundssyni og Jóni Sigurðs-
syni. Á skákfundi í janúar 1925
tefldi hann eftirfarandi skák við
Ara Guðmundsson en hún birtist
m.a. það ár í aprílhefti breska
skáktímaritsins British Chess Ma-
gazine.
Hvítt: Stefán Ólafsson
Svart: Ari Guðmundsson
1. e4 e5 2. Rc3 Rc6 3. f4 exf4 4.
Rf3 g5 5. d4 g4 6. Bc4 gxf3 7. 0-0
d5 8. exd5 Bg7 9. dxc6 Bxd4+ 10.
Kh1 fxg2+ 11. Kxg2 Dg5+ 12.
Kh1 Bh3 13. De2+ Re7 14. cxb7
Hd8 15. Bxf4 Bxf1 16. Hxf1 Dg6
17. Rd5 Bc5 18. Rxc7+ Kf8 19.
Bh6+ Kg8
Hvítur hefur telft snarplega til
sigurs sem tryggt hefur honum
gjörunnið tafl. Næsti leikur bindur
enda á skákina með listilegri hætti
en 20. Bxf7+.
vegismaður vann mótið nítján
sinnum, síðast árið 1975, einu ári
áður en hann lést. Í ár lenti A-
sveit félagsins í fjórða sæti í 1.
deild Íslandsmóts skákfélaga og
sigur vannst á sveit Íslandsmeist-
ara Hellis í vináttukeppni í hrað-
skák. Minningarmót Jóns Björg-
vinssonar tókst afar vel upp en
Jóhann Hjartarson og Jón Viktor
Gunnarsson urðu hlutskarpastir á
því. Fyrir skömmu var haldið
hraðskákmót til að heiðra minn-
ingu Gunnlaugs Guðmundssonar
en hann var í forystuliði skák-
félagsins um langt árabil. Haldnar
voru í vetur reglulega æfingar fyr-
ir börn og unglinga ásamt því að
KB banka barnamótið fór fram í
janúar sl. þar sem nokkrir tugir
krakka mættu til leiks. Fyrir
tveimur árum komu félagar úr
Skákdeild eldri borgara úr
Reykjavík í heimsókn til Akureyr-
ar og öttu kappi við félaga úr
Skákfélagi Akureyrar sem eru 60
ára og eldri. Á síðasta ári fóru svo
norðanmenn suður og 29. maí
næstkomandi munu þessi tvö lið
tefla í vináttukeppni sem fram fer
á Akureyri. Fimmtudaginn 26. maí
næstkomandi verður farið yfir við-
burði vetrarins á uppskeruhátíð og
eru allir velunnarar félagsins
hvattir til að mæta. Nánari upplýs-
ingar um hana og aðra starfsemi
félagsins er að finna á vefsíðunni
www.skakfelag.is.
Ponomarjov óvænt
efstur í Búlgaríu
Mikið líf og fjör hefur verið í
skákum keppenda á ofurskákmóti
Mobiltel sem fram fer þessa dag-
ana í Sofíu í Búlgaríu. Yngsti og
stigalægsti keppandinn, Ruslan
Ponomarjov (2695), hefur unnið
tvær skákir í röð og þar með skot-
ist úr neðsta sætinu í það efsta. Í
fimmtu umferð hafði hann hvítt
gegn heimamanninum Veselin
Topalov (2778) sem fórnaði drottn-
ingu sinni snemma tafls. Úkraínu-
maðurinn kaus að gefa drottningu
sína til baka en varð við það
skiptamun yfir. Þegar 23 leikjum
var lokið kom eftirfarandi staða
upp:
24. Rh6+!
Glæsilega mannsfórn sem bygg-
ist á því að biskup svarts verður
leppur það sem eftir er skákarinn-
ar og að hvítum tekst að hafa báða
hróka sína á áttundu reitaröð.
24. ...gxh6 25. Bxh6 Hf7 26.
Hd8 Re7 27. Hc7!
Hvítur hótar nú 28. Hxe7.
27. ...Rg6 28. Hcc8 e5 29. f4
Bd7 30. Ha8 Bh3 31. Kf2 b5 32.
Hdb8 exf4 33. gxf4 Bd7 34. h4!
Bc6 35. h5 Bxa8 36. hxg6 hxg6
37. Hxa8 f5 38. Kg3 a6 39. Kh4
Hg7 40. Kg5 og svartur gafst upp
því að fyrr eða síðar lendir hann í
leikþröng og þá verður hann
manni undir. Að loknum sex um-
ferðum var staða mótsins þessi: 1.
Ruslan Ponomarjov 3½ v. 2.–5.
Vladimir Kramnik (2.753), Mich-
ael Adams (2.737), Judit Polgar
(2.732) og Veselin Topalov (2.778)
3 v. 6. Viswanathan Anand (2.785)
2½ v. Hægt er að fylgjast með
gangi mála í beinni útsendingu á
Netinu, annars vegar á skákþjón-
inum ICC og hinsvegar á heima-
síðu mótsins, www.mtelmasters-
.com.
Skáklíf á Akureyri fyrr og nú
SKÁK
Skákfélag Akureyrar
Skák í hundrað ár
Ljósmynd/Hrönn Einarsdóttir
Gylfi Þórhallsson, formaður SA, teflir hér við Stefán Bergsson.
HELGI ÁSS GRÉTARSSON
daggi@internet.is
20. Dg4!
Ekki má þiggja drottninguna
þar sem svartur yrði mát eftir 20.
...Dxg4 21. Bxf7#.
20. ...Rf5 21. Bxf7+! Kxf7 22.
Hxf5+ og svartur gafst upp. Illu
heilli gat Skákfélagið ekki notið
krafta Stefáns lengi þar eð hann
veiktist af berklum og lést árið
1928. Starf félagsins
hélt þó að sjálfsögðu
áfram og er sögu þess
gerð góð skil í fyrr-
nefndri bók. Af bók-
inni að dæma hefur
slagkrafturinn í starf-
seminni verið mis-
mikill í áranna rás en
þó hefur félagið alltaf
verið miðstöð skáklífs
norðan heiða. Fyrir
tilstilli þess hafa verið
haldin sterk alþjóðleg
skákmót og einnig
hefur það verið upp-
eldisstöð margra
sterkra skákmanna.
Þorri þessara skák-
manna hefur haldið tryggð við fé-
lagið þó að þeir hafi flust búferl-
um. Þannig hefur félagið getað
notað krafta þeirra í keppnum á
borð við Íslandsmót skákfélaga en
á síðasta Íslandsmóti hafði félagið
tvö lið í efstu deild. Barna- og ung-
lingastarf hefur alltaf skipað veg-
legan sess í starfi félagsins og fyr-
ir 15 árum tókst samstarf milli
félagsins og Kiwanisklúbbsins
Kaldbaks. Á hverju ári hafa verið
haldin fjölmenn mót fyrir krakka
þar sem Kiwanisklúbburinn hefur
gefið verðlaun og viðurkenningar
en skákfélagið séð um skákstjórn.
Eitt árið tóku 144 krakkar þátt og
er það met sem erfitt verður að
slá. Núverandi formaður félagsins,
Gylfi Þórhallsson, hefur í gegnum
tíðina unnið afar ötullega fyrir fé-
lagið. Á árunum 1982–1988 gegndi
hann formennsku í félaginu sem
og frá 1999–2002. Nýbakaður
Skákmeistari Norðlendinga, Þór
Valtýsson, hefur einnig unnið mik-
ið starf fyrir félagið en þeir tveir
voru helstu hvatamenn þess að hin
fróðlega bók Jóns Þ. Þórs væri rit-
uð. Þessir tveir reynsluboltar hafa
ásamt nokkrum öðrum mönnum
haldið úti skákstarfi félagsins í
vetur en um þessar mundir fer það
fram í KEA salnum Sunnuhlíð.
Gylfi varð hlutskarpastur á Skák-
þingi Akureyrar sem lauk rétt fyr-
ir páska þegar hann hlaut sex
vinninga af sjö mögulegum en
næstir komu Unnar Þór Bach-
mann, Tómas Veigar Sigurðsson
og Stefán Bergsson með 4½ vinn-
ing. Þetta var í ellefta skipti sem
Gylfi verður skákmeistari Akur-
eyrar en þrátt fyrir það hefur
hann ekki tærnar þar sem Júlíus
Bogason hefur hælana, en sá önd-
Þór Valtýsson
Áskorun á
stuðningsfólk
og nýja stjórn
Samfylkingar
Í TILEFNI af landsfundi Samfylk-
ingarinnar sem haldinn verður í
Reykjavík um helgina skora Höfuð-
borgarsamtökin á stuðningsfólk og
nýja stjórn flokksins að móta „sann-
gjarna og ábyrga stefnu í skipulags-
málum Reykjavíkur og annarra
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu,“ eins og segir í áskoruninni.
Höfuðborgarsamtökin hvetja
Samfylkinguna til að beita sér fyrir
því að innanlandsflug verði flutt úr
Vatnsmýri eins fljótt og það er
tæknilega framkvæmanlegt, t.d. á
nýjan flugvöll í jaðri höfuðborg-
arsvæðisins.
Höfuðborgarsamtökin hvetja
Samfylkinguna til að beita sér fyrir
því að sveitarfélögum á höfuðborg-
arsvæðinu og annars staðar, þar
sem það á við, verði gert kleift að
taka yfir stofnbrautir innan sveitar-
félagamarka sinna, t.d. með sam-
bærilegum hætti og þegar sveit-
arfélög tóku yfir rekstur grunn-
skólastigsins og málefni fatlaðra,
með faglegri og fjárhagslegri
ábyrgð og tilheyrandi tekjustofnum.
Tryggð verði
þjónusta við fötl-
uð börn
FORELDRA- og styrktarfélag
Öskjuhlíðarskóla skorar í ályktun
sem samþykkt var á aðalfundi fé-
lagsins á borgarstjóra að starfsemi
frístundaheimilis ÍTR fyrir nem-
endur 5. til 10. bekkjar Öskjuhlíð-
arskóla næsta skólaár verði tryggð.
Einnig er skorað á félagsmálaráð-
herra að hann beiti sér fyrir því að
skóladagvist verði tryggð fyrir öll
fötluð grunnskólabörn á Íslandi.
Í ályktuninni um Öskjuhlíð-
arskóla er einnig skorað á borg-
arstjóra að frístundaheimili verði í
boði fyrir öll fötluð börn í borginni.
„Frístundaheimilin sinna afar mik-
ilvægu hlutverki í því að koma til
móts við félagslegar þarfir fatlaðra
nemenda í grunnskólum borgar-
innar og eru ein forsenda þess að
skólastefna Reykjavíkurborgar,
skóli án aðgreiningar, geti orðið að
veruleika,“ segir þar m.a.
Kaffidagur Sigl-
firðingafélagsins
HINN árlegi kaffidagur Siglfirð-
ingafélagsins verður haldinn í
Grafarvogskirkju á morgun, sunnu-
daginn 22. maí.
Messa verður í kirkjunni klukkan
13.30 og kaffið hefst klukkan 15.
Félagsmenn sem vilja koma með
kökur og annað meðlæti eru beðnir
að koma með það í kirkjuna kl. 13.
Barnagæsla verður á staðnum.