Morgunblaðið - 21.05.2005, Page 60
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
ÉG ELSKA ÞENNAN
TÍMA ÁRSINS...
SMÁKÖKUR... GJAFIR...
SMÁKÖKUR... FJÖSKYLDAN...
SMÁKÖKUR...
OG FLEIRI
SMÁKÖKUR...
HVER ÁT
EIGINLEGA ALLAR
SMÁKÖKURNAR?
VIÐ
ERUM
NÚMER
EITT!
VIÐ
ERUM
NÚMER
EITT!
VIÐ
ERUM
NÚMER
EITT!
SAMT BARA Í ÞESSUM
HLUTA GARÐSINS
KANNSKI AÐ ÉG ÆTTI AÐ
SEGJA SOLLU AÐ HAFA
AUGUN OPIN FYRIR HOBBES
SOLLA ÉG... ÞÚ HEFUR FUNDIÐ
HOBBES... TAKK FYRIR,
TAKK FYRIR... TAKKTAKK
TAKKTAKKTAKKTAKKTAKK
TAKKTAKKTAKKTAKK
ROSALEGA VAR KALVIN
MIKILL HERRAMAÐUR...
HVER TÓK ALLAR
SMÁKÖKURNAR MÍNAR?!
ÓVINIR OKKAR
ERU ALLT Í
KRINGUM OKKUR
ÞANNIG AÐ
ÞAÐ SKIPTIR
MIKLU MÁLI
AÐ STANDA
VÖRÐ Í NÓTT
HELDURÐU AÐ ÞÚ
GETIR GERT ÞAÐ?
ÉG HELD ÞAÐ, EN ÉG
HEF SAMT ALDREI PRÓFAÐ AÐ
SOFA STANDANDI ÁÐUR
ÞAÐ HLYTUR AÐ
VERA ERFITT AÐ FÁ
BARNPÖSSUN Í
DÝRAGARÐINUM
ÞÚ ERT ÞÁ KOMINN
MEÐ NÝJA KÆRUSTU?
JÁ, ÉG HELD AÐ HÚN
SÉ SÚ EINA RÉTTA
EN ÞÚ HEFUR
ALDREI VERIÐ
SÉRSTAKLEGA
HRIFINN AF ÞVÍ
AÐ SKULDBINDA
ÞIG
NÚNA ER ÞAÐ
ÖÐRUVÍSI... ÉG
SAGÐI HENNI AÐ
ÉG VILDI
SKULDBINDINGU
TIL LENGRI TÍMA
ÆTLARÐU
AÐ GIFTA
ÞIG?
NEI, VIÐ ÆTLUM
AÐ FLYTJA INN
SAMAN
SJÁÐU HVAÐ ÞÚ ERT BÚIN AÐ VERA
FLJÓT AÐ LÆRA Á NÝJU TÖLVUNA
ÞETTA VAR
AUÐVELDARA
EN ÉG HÉLT
TÖLVUPÓSTUR...
LEITARVÉLAR Á
INTERNETINU...
OG...
HVAÐ
KALLARÐU
ÞAÐ SEM
ÉG ER AÐ
GERA?
VAFRA Á
NETINU
HÚN Á EKKI
EFTIR AÐ VERA
EINS EINMANNA
HÉÐAN Í FRÁ
Dagbók
Í dag er laugardagur 21. maí, 141. dagur ársins 2005
Víkverji hyggur áferðalög til út-
landa í sumar, rétt
eins og svo ótal
margir Íslendingar.
Hann fór á dögunum
að leggja drög að
ferðalaginu, ákvað
hvert skyldi halda og
hversu dvölin yrði
löng. Þá var komið
að því að kanna
ferðamöguleika og
kostnað. Þá var það
sem Víkverji hætti
sér inn í flugfar-
gjaldafrumskóginn.
Og villtist.
Víkverji nefnilega settist við
tölvu sína, sló inn áfangastað,
brottfarardag og komutíma og
fékk gefið upp verð. Sem var jú
alveg viðunandi. Ekki stökk Vík-
verji þó á tilboðið, heldur þurfti
hann að bera það undir betri
helminginn. Það tók um það bil
fimm mínútur. Þá endurtók Vík-
verji leikinn, fór inn á heimasíðu
sama flugfélags og sló inn áfanga-
stað, brottfarardag og komutíma.
Og viti menn; hafði þá ekki verðið
hækkað um nærri því helming. Og
það á fimm mínútum.
Ekki gat nú Víkverji alveg sætt
sig við svo gríðarlega verðbólgu,
bölvaði í hljóði og
klagaði í betri helm-
inginn. Sá trúði nú
varla sínum eigin
eyrum og því var aft-
ur haldið á sömu
heimasíðu og í þriðja
sinn sleginn inn sami
áfangastaður, sami
brottfarardagur og
sami komutími. Nú
hafði verðið snar-
lækkað aftur, var
orðið nærri jafn lágt
og í fyrsta skiptið.
„Þetta er með ólík-
indum allt saman,“
hugsaði Víkverji og
ákvað á þessum tímapunkti að
leggjast í rannsóknir. Hann sem
sagt fór aftur og aftur inn á um-
rædda heimasíðu og sló alltaf inn
sömu upplýsingar. Það er
skemmst frá því að segja að hann
fékk aldrei sömu niðurstöðu.
Víkverji er ekki ennþá búinn að
panta sér flugfar, hann er svo
óskaplega hræddur um að mínútu
eftir að hann pantar farið bjóðist
honum lægra verð. Hann veltir því
líka fyrir sér hvað ræður verði á
flugsætum hverju sinni. Það
skyldi þó ekki vera tilviljunum háð
hvað þarf að borga fyrir flugmið-
ann?
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Barnaskólinn á Vífilsstöðum | Útilistaverk sem börnin í barnaskólanum á
Vífilsstöðum hafa unnið að síðustu fjórar vikurnar í samvinnu við listakonuna
Elvu Dögg Kristinsdóttur var vígt í gær.
Listaverkið er stór vindharpa. „Eins konar hús sem við smíðuðum og
hengdum í allskonar járnarusl, potta og pönnur sem spila svo fyrir okkur í
golunni,“ segir Elva Dögg.
Verkið stendur í stóru rjóðri í skóginum við skólann.
Morgunblaðið/Eyþór
Vindharpa á Vífilsstöðum
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Því segir svo: Vakna þú, sem sefur, og rís upp frá dauðum og þá mun
Kristur lýsa þér. (Efes. 5, 14.)