Morgunblaðið - 21.05.2005, Page 64
64 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Leikhúsgestir munið glæsilegan matseðil S: 568 0878
Geirmundur Valtýsson
og hljómsveit í kvöld
Stóra svið
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau
Lau 28/5 kl 20 - Síðasta sýning
HÉRI HÉRASON snýr aftur -
Fyndið - ferskt - fjörugt - farsakennt
BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA
- gildir ekki á barnasýningar!
Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Einleikur Eddu Björgvinsdóttur
Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20 - UPPSELT,
Fö 27/5 kl 20, Lau 28/5 kl 20,
Su 29/5 kl 20, Fi 2/6 kl 20,
Fö 3/6 kl 20
HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar
eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar
Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20 - Síðustu sýningar
DRAUMLEIKUR eftir Strindberg
Samstarf: Leiklistardeild LHÍ
Fö 27/5 kl 20
Síðasta sýning
KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren
Í samstarfi við Á þakinu
Su 22/5 kl 14 - UPPSELT, Lau 4/6 kl 14 - UPPSELT,
Su 5/6 kl 14 - UPPSELT, Su 12/6 kl 14,
Su 12/6 kl 17, Lau 18/6 kl 14,
Su 19/6 kl 14, Su 26/6 kl 14
THE SUBFRAU ACTS – GESTALEIKSÝNING
The paper Mache og Stay with me
Fi 26/5 kl 20,
Fö 27/5 kl 20
99% UNKNOWN - Sirkussýning
CIRKUS CIRKÖR FRÁ SVÍÞJÓÐ
Þri 14/6 kl 20, Mi 15/6 kl 20,
Fi 16/6 kl 20, Fö 17/6 kl 20
Aðeins þessar sýningar
25 tímar Dansleikhús/samkeppni
LR og Íd í samstarfi við SPRON
Fi 9/6 kl 20 - kr. 2.500
Einstakur viðburður
EDITH PIAF
Á AUSTURLANDI
1. OG 2. JÚNÍ!
Stóra sviðið kl. 20:00
DÍNAMÍT – Birgir Sigurðsson
7. sýn. í kvöld lau. 21/5, 8. sýn. fim. 26/5 örfá sæti laus, 9. sýn. fös. 3/6, 10. sýn. lau.
11/6, 11. sýn. sun. 12/6.
KLAUFAR OG KÓNGSDÆTUR – H.C Andersen
Sun. 22/5 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 28/5 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 5/6 kl.
14:00. Síðustu sýningar í vor.
EDITH PIAF – Sigurður Pálsson
Sun. 22/5 uppselt. Síðasta sýning í vor.
ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA – Hallgrímur Helgason/leikgerð Baltasar Kormákur
Fös. 27/5 nokkur sæti laus, lau. 28/5, lau. 4/6 nokkur sæti laus, fim. 9/6, fös. 10/6.
Aðeins örfáar sýningar vegna fjölda áskorana.
MÝRARLJÓS – Marina Carr
Sun. 29/5. Allra síðasta sýning
Litla sviðið kl. 20:00
KODDAMAÐURINN – Martin McDonagh
Mið. 25/5 nokkur sæti laus, fim. 26/5 örfá sæti laus. Síðustu sýningar í vor.
Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin.
Smíðaverkstæðið kl. 20:00
RAMBÓ 7 – Jón Atli Jónasson
Sun. 22/5 örfá sæti laus, fös. 27/5, lau. 28/5
Valaskjálf Egilsstöðum:
EDITH PIAF Á AUSTURLANDI – söngdagskrá
Mið. 1/6 kl. 20:00, fim. 2/6 kl. 20:00. Miðasala á Bókasafni Héraðsbúa.
Opið alla virka daga frá kl. 14-19. Sími 471 1546
. .
sýnir
ENGINN MEÐ
STEINDÓRI
- fjölskyldusplatter
í Möguleikhúsinu
Sunnud. 22. maí kl. 20.00.
Föstud. 27. maí kl. 20.00.
Laugard. 28. maí kl. 20.00.
Síðustu sýningar!
Miðasala í s. 551 2525
og á www.hugleikur.is
Sýningin hentar ekki börnum.
Leikfélag Húsavíkur
sýnir
SAMBÝLINGA
eftir Tom Griffin
í Bæjarleikhúsinu
MOSFELLSBÆ
Föstudaginn 27. maí kl. 20
Laugardaginn 28. maí kl. 14
Laugardaginn 28. maí kl. 18
Aðeins þessar þrjár sýningar
Miðapantanir í síma 464 1129
HÉR leiða saman hesta sína tveir
þeir leikhúsmenn íslenskir sem hvað
mestar vonir eru bundnar við nú um
stundir, höfundurinn, Jón Atli Jón-
asson, og leikstjórinn, Egill Heiðar
Anton Pálsson. Jón Atli vakti veru-
lega athygli í íslensku leiklistarlífi í
fyrra en þá voru frumsýnd eftir
hann þrjú leikrit: Brim með Vest-
urportshópnum og Draugalest sem
Leikfélag Reykjavíkur setti upp,
bæði frumsýnd í febrúar, og Krád-
plíser sem Hið íslenska listaleikhús
sýndi svo í júlí.
Verk Jóns Atla eiga það sam-
merkt að höfundur leggur meiri
áherslu á persónurnar en eiginlega
framvindu. Söguþráðurinn er not-
aður til að vinda ofan af ytri lögum
karaktersins uns komið er að innsta
kjarna og áhorfendur fá að fylgjast
með viðbrögðum persónanna við
óvæntum ytri aðstæðum. Það kemur
nokkuð á óvart að af þeim fjórum
verkum sem minnst hefur verið á
hér eru þau best heppnuð sem hefð-
bundnust eru í byggingu og ná um
leið að túlka ákveðna menning-
arkima í íslenskum veruleika sem
þorri áhorfenda fær sjaldnast að
kynnast. Uppsetningu Vesturports-
ins á Brimi, sem Hafliði Arn-
grímsson leikstjóri fór um nær-
færnum höndum, hefur verið boðið á
þrjár leiklistarhátíðir en leikritið er
ágeng nærmynd af lífi um borð í
fiskiskipi sem skoðað er vægðarlaust
í gegnum aðdráttarlinsu. Rambó 7
er í eðli sínu stofudrama en í stað
þess að miðstéttarpersónur ræði sín
mál af rökfestu og stillingu og missi
svo einstaka sinnum stjórn á sér
vaða hér uppi fulltrúar kynslóðar
sem hefur mistekist að finna hefð-
bundna staðfestu í daglegu lífi held-
ur býr stjórnlaus á jaðri samfélags-
ins í eilífri baráttu við eigin hvatir.
Höfundur nær orðfærinu ótrúlega
vel og í því felst styrkur verksins;
það fer ekkert á milli mála að hér er
á ferðinni nútímafólk sem kærir sig
kollótt um reglur og siði í daglegum
samskiptum og bókmenntaarfinum
er gefið langt nef. Samt er textinn í
eðli sínu sæt lítil saga um strák sem
hittir stelpu og um hvernig þau
byggja upp samband sitt í glímu við
örðugar og afar dramatískar að-
stæður. Inn í þetta er blandað þema
sem Jón Atli kom inn á í Krádplíser,
um fólk sem dýrkar ofbeldi rétt eins
og það birtist í bandarískum has-
armyndum og sem titill verksins vís-
ar klárlega í. Leikritið gerist bæði í
daglegum hlutveruleika þessa fólks,
eins brenglaður og hann nú er, og
fyrir hugskotssjónum aðalpersón-
unnar, Johnnys, og eins og búast má
við er sá hluti mun ýktari en hinn.
Agli Heiðari Antoni Pálssyni gefst
hér tækifæri til að skila í sömu sýn-
ingunni sögu úr daglega lífinu, sem
að vísu gerist jafnt í raunveruleika
og ímyndun, og afbyggingu textans
þar sem reynt er með ýmsum ráðum
að ná til áhorfenda og sýna þeim
nýja fleti á viðfangsefninu. Kjarni
sýningarinnar er frásagan í núinu
um samskipti Johnnys, Stjörnu og
Pésa. Johnny lætur svo hugann
reika, ýmist í vangaveltum um afdrif
bróður síns eða í afturliti til bernsku
þeirra bræðra. Utan um þennan
kjarna er t.d. kvikmynd sem fjallar
um ímynd Júlla bróður í huga rukk-
aranna, hljóðupptaka af samskiptum
rukkaranna og aðalpersónanna
þriggja auk ýmissa annarra leiða
sem leikstjórinn nýtir sér til að auka
áhrif þessarar einföldu sögu með því
að vísa út fyrir hina þröngu sviðsetn-
ingu í stofunni og út til áhorfandans.
Fjölmörg atriði koma áhorfendum á
óvart, skyndilegur hávaði af ýmsum
toga, ljósabreytingar, notkun mynd-
upptöku, auk þess sem þeir vita aldr-
ei hverju þeir mega eiga von á enda
er spuninn veigamikill hluti af hverf-
ikrafti sýningarinnar og virðist oft
sem þeir sem bíða spenntastir eftir
hvað gerist næst séu leikararnir.
Áreiti þeirra við áhorfendur er að
mörgu leyti vel heppnað en mætti
vera grimmilegra til að endurspegla
betur það sem fram fer á sviðinu.
Ólafur Egill Egilsson leikur Jo-
hnny af miklu næmi og skilar frá-
bærlega til áhorfenda tilfinning-
unum sem ólga innra með honum.
Áhyggjunum af bróðurnum, vin-
arþelinu til Pésa, áhuganum á
Stjörnu og svo í bland viðkvæmninni
undir niðri og hörkunni, jafnvel
grimmd, á yfirborðinu er öllu skilað
að því er virðist jafn áreynslulaust
og blátt áfram. Pési er mun firrtari
persóna og Ólafur Darri Ólafsson
lýsir honum hér af áfergju sem við-
kunnanlegum nautnasegg, gungu er
á reynir en fauta ef hann kemst upp
með það. Allt dýpra reynist fals og
þar skilur á milli hans og Johnnys,
sem leyfir sér að sýna sannar tilfinn-
ingar ef færi gefst. Stjarna er vel
heppnuð týpa frá hendi höfundar,
stúlka sem hefur lært að best sé að
fljóta með straumnum og er snill-
ingur að bregðast rétt við í hverri
raun. Nína Dögg Filippusdóttir ger-
ir sér mikinn mat úr einföldu hráefni
og gæðir persónuna þvílíkri þrívídd
að áhorfandinn fær á tilfinninguna
að það sé mun meira í Stjörnu
spunnið en gefið er upp í textanum.
Gísli Örn Garðarsson leikur hlutverk
Júlla bróður, Rambó-aðdáandans
sem hefur haldið í víking á ófrið-
arsvæði heimsins. Gísli bregður upp
snaggaralegri mynd af manni sem
hefur flúið sjálfan sig inn í tilbúinn
heim spennu- og ofbeldismynda,
auðþekktri týpu, en kemur samt á
óvart í óvæntum umskiptum í lokin.
Gísli Galdur Þorgeirsson og Viðar
Hákon Gíslason sjá um afar fjöl-
breytta og skemmtilega tónlist auk
þess að gegna hlutverki statista.
Búningar Þórunnar E. Sveinsdóttur
ná að draga upp örlítið ýkta mynd af
persónunum án þess að vera nokk-
urn tíma ótrúlegir í samhenginu.
Hörður Ágústsson hefur ratað á
óvenjulegar lausnir í lýsingu en full-
komlega í anda við annað í sýning-
unni. Leikmynd Ólafs Jónssonar er
gríðarfallegt og stílhreint verk sem
er í beinni andstöðu við ruslið sem
ægir saman á sviðinu. Hvað áhorf-
endapallana áhrærir hefur greini-
lega verið ákveðið að heildarútlit
rýmisins ætti að vera í fyrirrúmi og
að áhorfendur ættu að upplifa þá
eldraun sem persónurnar ganga í
gegnum í sýningunni á eigin stoð-
kerfi. Það mætti í raun vara við-
kvæmar sálir meðal væntanlegra
áhorfenda við orðbragðinu. Und-
irritaður bíður aftur á móti spenntur
eftir að komast aftur í Smíðaverk-
stæðið um leið og hann treystir sér
til þess líkamlega.
Það er ekki annað hægt að segja
en að Egill Heiðar Anton Pálsson
leiti hér allra leiða til að sýna sem
flesta mögulega fleti þessa leikverks
Jóns Atla Jónassonar. Þó að sýn-
ingin kunni að þykja full losaraleg á
köflum og spennufall verði einstaka
sinnum er afar gaman að fylgjast
með hvernig aðstandendur hennar
nýta sér frelsið sem þessi nálgunar-
aðferð veitir þeim. Dramað er leyst
úr viðjum stofunnar og við taka
möguleikar endalausrar víðáttu.
„Þó að sýningin kunni að þykja full losaraleg á köflum og spennufall verði
einstaka sinnum þá er afar gaman að fylgjast með hvernig aðstandendur
hennar nýta sér frelsið sem þessi nálgunaraðferð veitir þeim.“
Stofudramað leyst úr viðjum
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið
Höfundur: Jón Atli Jónasson. Leikstjóri:
Egill Heiðar Anton Pálsson. Leikmynd:
Ólafur Jónsson. Búningar: Þórunn E.
Sveinsdóttir. Ljós: Hörður Ágústsson.
Vídeó: Árni Sveinsson. Tónlist: Gísli Gald-
ur Þorgeirsson og Viðar Hákon Gíslason.
Hljóð: Halldór Bjarnason. Leikarar í hljóð-
upptöku: Egill Heiðar Anton Pálsson, Jón
Atli Jónasson og Rúnar Freyr Gíslason.
Leikarar: Gísli Örn Garðarsson, Nína
Dögg Filippusdóttir, Ólafur Egill Egilsson
og Ólafur Darri Ólafsson. Fimmtudagur
19. maí.
Rambó 7
Sveinn Haraldsson
HJÁ MÁLI og menningu er komin
út ljósmyndabókin Andlit norðurs-
ins með myndum Ragnars Axels-
sonar ljósmyndara á ensku, frönsku
og þýsku. Einnig var að koma 3.
prentun af íslenskri útgáfu bók-
arinnar. Sigurður Svavarsson út-
gáfustjóri segir að forlagið hafi orðið
vart við mikinn áhuga á bókinni er-
lendis frá og allar líkur eru til að
bókin muni koma út á fleiri tungu-
málum í nánustu framtíð.
Ragnar Axelsson hefur um árabil
verið í framvarðasveit íslenskra
fréttaljósmyndara. Hann hefur
starfað við Morgunblaðið frá 1976 og
farið víða um heim í störfum sínum.
Mesta áherslu hefur Ragnar lagt á
að skrá mannlífið í Norður-
Atlantshafi eins og Andlit norðurs-
ins ber með sér, en myndirnar í bók-
inni eru teknar víðsvegar um Ísland,
Færeyjar og á Grænlandi. Á ferðum
sínum um þessar eyjar við Norður-
Atlantshafið hefur Ragnar kynnst
lífi og ólíkum lífsháttum fólksins sem
byggir þær. Myndirnar í bókinni eru
túlkun hans á upplifunum í þessum
þremur löndum og „með þeim tekur
hann lesendur á vit ævintýranna og
leyfir þeim að upplifa veröld sem
breytist hratt og er í sumum til-
vikum alveg að hverfa,“ eins og segir
í kynningu útgefanda.
Ljósmyndir og myndafrásagnir
Ragnars hafa verið birtar í heims-
þekktum blöðum og tímaritum, t.d.
LIFE, National Geographic, Le
Figaro, Stern og TIME. Ragnar
hlaut heiðursviðurkenningu The
Oscar Barnack Award árið 2001, og
Grand Prix á Festival Photo de
Mare, árið 2002. Þá hefur hann hlot-
ið á þriðja tug viðurkenninga á ár-
legum sýningum íslenskra blaða-
ljósmyndara.
Ljósmyndir | Bókin Andlit norðursins
Morgunblaðið/Kristinn
Sigurður Svavarsson og Ragnar Axelsson fletta bókinni.
Mikill áhugi erlendis