Morgunblaðið - 21.05.2005, Síða 67

Morgunblaðið - 21.05.2005, Síða 67
Sýnd kl. 2 og 4 m. ísl. tali kl. 8 og 10.15 B.I 16 ÁRA T H E INTERPRETER   KINGDOM OF HEAVEN ORLANDO BLOOM  HL mbl l Sýnd kl. 4 og 9 B.I 16 ÁRA HL mbl EINSTÖK UPPLIFUN ÍSLENSK TÓNLIST Í 1000 ÁR Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10  SK.dv  Sýnd í Regnboganum kl. 2.30, 5.30, 8.30 og 11.30 Sýnd í Laugarásbíói kl. 3, 4.30, 6, 9 og 12 (POWERSÝNING) - BARA LÚXUS- 553 2075☎ Nýr og betriMiðasala opnar kl. 15.004 Ó.H.T. Rás 2 Sýnd kl. 4 og 9 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15 FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA ÓVÆNTASTA GRÍNMYND ÁRSINS   POWERSÝNINg í laugarásbíóIá stærsta thx tjaldi landsins kl. 12 á miðnætti TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400KR. ATH - sýningar merktar með rauðu Sýnd kl. 2 m. ísl. tali MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 67 FLESTIR lögfræðingar ráðleggja skjólstæðingum sínum að klæða sig fyrir réttarsalinn líkt og þeir væru að fara í kirkju. Dökk jakka- föt og snyrtilegt hár væri upp- skriftin en ekki fyrir Michael Jack- son. Hann klæðist sífellt nýjum fötum í nokkuð sérstökum stíl en litrík vesti og band yfir jakkann um handlegginn einkenna hann. Hann hefur mætt í hvítum jakkafötum, vínrauðum og bláum. Honum til málsbóta má segja að jakkafötin sem hann klæðist eru oftast dökk en litrík vesti draga mjög úr alvörublænum. Jakkarnir sem Jackson klæðist minna á klæðnað sjóherforingja og eru gjarnan með gullskreyttu merki framan á. Stór hluti af fataskáp þessa hrjáða listamanns er hannaður af Willie Scott, hönnuði frá Chicago, en hann hefur hannað föt fyrir Prince, Louis Farrakhan frá Þjóð íslams og NBA-stjörnurnar Isaiah Thomas og Antoine Walker. Áður en réttarhöldin hófust kallaði Jackson hönnuðinn til sín frá Dall- as þar sem hann var staddur vegna vinnu sinnar. Scott fékk ein- ungis nokkurra daga frest til að klára fötin fyrir Jackson. Sniðið á jakkafötununum er vel við hæfi en skrautlegir fylgihlutir eru helsta tískusyndin. Vestin eru úr ísaumuðu skreytiefni með ró- kókó-flúri. Í þessum klæðnaði verður Jackson heldur spjátrungs- legur; trúverðugleiki hans er nú þegar í hættu og hann má ekki við því að verða enn meira ósannfær- andi. Böndin sem Jackson setur um upphandlegg eru líka meira en lít- ið sérstök. Söngvarinn hefur ekki sagt mikið við réttarhöldin en lýsti því einu sinni yfir með stuttu og laggóðu svari að ástæðan fyrir armböndunum væri: „Tíska“. Blaðið Salt Lake Tribune bendir á í grein um réttarhaldatískuna að bönd sem þessi séu yfirleitt ekki tengd tísku heldur sé frekar um að ræða sorgarbönd eða tengingu við pólitíska sannfæringu. Bönd Jack- sons eru oft í stíl við mynstrin í vestunum, líkt og borði af sama efni hafi verið límdur á jakkann. Táknin á jökkunum hans eru líka sérstök en þau eru gjarnan úr breskri hermennsku, tákn ýmissa herdeilda, og hefur það komið þar- lendu fólki mjög á óvart. Jackson gerir einkennisbúning annarra að sínum eigin. Á sama tíma minna þessi skrýtnu föt á að Jackson er ekki venjulegur maður. Með alla sína sérvisku var varla hægt að búast við því að Jackson kæmi klæddur til réttarhaldanna eins og aðrir. Ekki búast samt við því að þessi litríku vesti og bönd komist í tísku á næstunni. Tíska | Michael Jackson klæðist sérstökum fatnaði Litrík vesti og bönd Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Reuters

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.