Morgunblaðið - 27.05.2005, Side 1
STOFNAÐ 1913 141. TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Fá›u koss
frá afmælisbarninu
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
N
A
T
24
84
1
0
9/
20
04
.
Viðtökur eins
og vítamín
Hljómsveitin Á móti sól gefur út
Hin 12 topplögin | Fólk
Bílar og Íþróttir í dag
Bílar | Alþjóðleg þolakstursveisla Nýr Suzuki Swift End-
ursmíðaði Willis 46 Streita á rauðu ljósi Íþróttir | Keflavík
lagði KR Liverpool fær ekki að vera með Andri hetja ÍA
París. AFP, AP. | Jacques Chirac, forseti
Frakklands, skoraði á Frakka að samþykkja
stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins
(ESB) í lokaákalli til landsmanna í beinni
sjónvarpsútsendingu í gær, þremur dögum
fyrir þjóðarat-
kvæðagreiðslu
um sáttmálann.
„Á sunnudag-
inn kemur verður
framtíð Frakk-
lands að nokkru
leyti undir ykkur
öllum komin,“
sagði Chirac í tíu
mínútna ávarpi.
Hann lagði
áherslu á að áhrif
Frakka innan ESB myndu minnka ef þeir
felldu stjórnarskrársáttmálann. Birtar voru
tvær skoðanakannanir sem benda til þess að
andstaðan við sáttmálann hafi aukist um tvö
prósentustig frá því um helgina. 54–55%
þeirra sem tóku afstöðu sögðust ætla að
greiða atkvæði með sáttmálanum en 45–46%
á móti. Um 20% hafa ekki gert upp hug sinn.
„Gert að fríverslunarsvæði“
Forsetinn varaði við því að ef Frakkar
felldu stjórnarskrársáttmálann tæki við
„tímabil klofnings, efasemda og óvissu“ í
Evrópusambandinu. „Ef Frakkland veikist,
ef fransk-þýska parið veikist, ef Evrópa
klofnar, þá verða það öfga-frjálshyggju-
mennirnir sem ráða ferðinni í Evrópu …
Evrópusambandið verður gert að einskæru
fríverslunarsvæði.“
Hafni Frakkar stjórnarskrársáttmálanum
verður Chirac fyrsti franski forsetinn sem
bíður ósigur í þjóðaratkvæðagreiðslu frá
árinu 1969. Chirac hefur sagt að hann hygg-
ist ekki fara að dæmi Charles de Gaulle sem
sagði af sér sem forseti eftir ósigurinn 1969.
Talið er hins vegar að stokkað verði upp í
stjórninni og Jean-Pierre Raffarin láti af
embætti forsætisráðherra felli Frakkar
stjórnarskrársáttmálann. Chirac skoraði á
Frakka að nota ekki þjóðaratkvæðagreiðsl-
una til að refsa stjórninni. „Þetta er ekki
spurning um stuðning eða andstöðu við
stjórnina,“ sagði hann. „Það sem er í veði er
framtíð ykkar sjálfra, barnanna ykkar, fram-
tíð Frakklands og Evrópusambandsins.“
Öll aðildarríkin 25 þurfa að samþykkja
sáttmálann til að hann geti tekið gildi.
Varar við
klofningi
Jacques Chirac ávarp-
ar frönsku þjóðina.
Jacques Chirac
skorar á Frakka að
samþykkja stjórnar-
skrársáttmálann
NORSK-ÍSLENSKA síldin er
byrjuð að veiðast innan íslensku
fiskveiðilögsögunnar. Gullbergið
kom í gærdag inn til Neskaupstaðar
með 230 tonn af mjög vænni síld
sem fékkst um 160 mílur austur af
Dalatanga. Sjómenn segja að síldin
virðist vera á vestur- eða suðvest-
urleið og hafi að líkindum ekki áður
verið innan íslensku fiskveiðilögsög-
unnar í jafnmiklu magni og nú frá
því að hún fór að ganga á Íslands-
mið á nýjan leik í lok síðasta áratug-
ar eftir þrjátíu ára hlé.
Síldarskipin voru í gær að veiðum
rétt innan landhelgislínunnar milli
Íslands og Færeyja. Nótaskip hafa
fengið afla síðustu daga en fram að
því hafði síldin aðeins fengist í troll.
„Það er fremur rólegt yfir þessu
en við höfum þó aðeins orðið varir.
Nótabátarnir hafa flestir fengið
eitthvað en trollskipin eru þó að
gera betur. Á meðan einn og einn
nótabátur er að reka í síld er þetta í
lagi. En það sem er ánægjulegast
við þetta er að síldin heldur sig núna
réttum megin við strikið. Hún er
núna rétt innan landhelginnar en
virðist vera að fikra sig í suðvest-
urátt, sem er mjög góðs viti. Von-
andi heldur hún sínu striki áfram og
lengra inn í landhelgina,“ sagði
Kristinn Hauksson, stýrimaður á
Súlunni EA.
Eyjólfur Guðjónsson, skipstjóri á
Gullberginu VE, sagði að síldin sem
þeir lönduðu á Neskaupstað í gær
væri mjög góð. Hún væri öll yfir 300
grömm og þær stærstu eitthvað vel
á fimmta hundrað grömm, en svo
stór síld var kölluð demantssíld hér
í eina tíð. „Það kemur glampi í aug-
un á gömlu körlunum hérna sem
upplifðu síldarárin,“ sagði Eyjólfur.
Hann sagði að aflinn hefði fengist
að mestu í einu kasti. Erfitt væri að
segja til um hve mikil síld hefði ver-
ið á svæðinu, en eitthvað væri um
hana á svolitlu svæði. Fleiri skip
hefðu verið þarna að veiðum, en
þeim hefði gengið misjafnlega, enda
væri síldin stygg. Hann sagðist telja
að síldin væri að koma í miklu meira
magni inn í íslensku lögsöguna en í
nokkuð mörg ár.
Gríðarlega mikilvægt
Björgólfur Jóhannsson, formað-
ur Landssambands íslenskra út-
vegsmanna, segir það skipta gríð-
armiklu að síldin veiðist innan
lögsögunnar. „Það er mjög mikil-
vægt fyrir samningsstöðu okkar í
viðræðum um skiptingu kvóta úr
stofninum, sérstaklega gagnvart
Norðmönnum. Staða okkar er orðin
mun sterkari og þetta sýnir að þeir
hafa farið villir vegar.“
Norsk-íslenska síldin veiðist
innan íslenskrar lögsögu
Eftir Helga Mar Árnason
og Hjálmar Jónsson
Washington. AFP. | George W. Bush
Bandaríkjaforseti ræddi við Mahm-
oud Abbas í Hvíta húsinu í gær og
var það fyrsti fundur hans með leið-
toga Palestínumanna í rúm fjögur
ár, eða frá því að Yasser Arafat fór
til Washington í janúar 2001.
Á fundinum í gær lofaði Bush pal-
estínsku heimastjórninni fjárhags-
aðstoð að andvirði 50 milljóna doll-
ara, sem samsvarar 3,2 milljörðum
króna, til uppbyggingar á Gaza-
svæðinu, meðal annars til úrbóta í
húsnæðismálum. Abbas hafði varað
við því að friðarumleitanirnar í Mið-
Austurlöndum gætu farið út um þúf-
ur fengi ekki palestínska stjórnin
meiri stuðning.
Bush áréttaði einnig þá stefnu
sína að stofnað yrði lífvænlegt Pal-
estínuríki. Hann sagði að Ísraelar
þyrftu að stöðva stækkun byggða
ísraelskra landtökumanna á Vestur-
bakkanum og forðast hvers konar
aðgerðir sem gætu stefnt friðarum-
leitunum í hættu.
Bush lofar Abbas aðstoð
AP
Bush og Mahmoud Abbas á blaða-
mannafundi í Washington í gær.
Liverpool. AFP. | Hundruð þúsunda manna söfn-
uðust saman á götum Liverpoolborgar í gær til
að taka á móti nýkrýndum Evrópumeisturum.
Leikmenn Liverpool héldu á Evrópubikarn-
um á þaki strætisvagns sem ekið var um götur
borgarinnar. Að sögn fréttavefjar BBC í gær-
kvöldi var alls rúm milljón manna á götunum til
að fagna liðinu eftir sigur þess á ítalska félaginu
AC Milan í spennandi úrslitaleik Meistaradeild-
ar Evrópu í fyrrakvöld.
Fimmtungur allra launþega í Liverpool til-
kynnti forföll vegna veikinda eða af öðrum
ástæðum í gær eftir sigurinn. Talsmaður at-
vinnurekenda sagði að um 20% launþeganna
hefðu skrópað eða tilkynnt forföll af ýmsum
ástæðum, en sú tala næði ekki til þeirra sem
tóku sér frí fyrirfram. „Augljóslega mættu
margir stuðningsmenn Liverpool ekki í vinn-
una vegna timburmanna en talsvert var líka um
að stuðningsmenn Everton tækju sér frí til að
forðast sigurhlakkandi starfsfélaga.“ | D1 | 16
Reuters
Rúm milljón manna hyllti lið Liverpool