Morgunblaðið - 27.05.2005, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
OPIÐ Á LAUGARDAG
OFANLEITI 2, 103 REYKJAVÍK • HÖFÐABAKKA 9, 110 REYKJAVÍK
SÍMI: 599 6200 www.ru.is
Umsóknarfrestur
framlengdur
yfir helgina á
www.ru.is
Vegna mikillar aðsóknar verður afgreiðsla Háskólans í Reykjavík
að Ofanleiti 2 opin á morgun, laugardag, milli kl. 10.00 og 14.00.
F
A
B
R
IK
A
N
HÁTT í tvö hundruð konur taka þátt í tengsl-
anetsráðstefnu á Bifröst í dag þar sem 36 fyr-
irlesarar flytja erindi. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir,
prófessor við Háskólann á Bifröst, er frum-
kvöðull ráðstefnunnar en þetta er í annað sinn
sem hún stendur fyrir ráðstefnu þar sem konur
úr ólíkum stéttum koma saman til að efla tengsl-
anet sitt.
Herdís sagði stemmninguna í gær hafa verið
mjög góða en þá voru um 150 konur mættar til
setningarathafnar ráðstefnunnar. Konurnar
gengu á Grábrók og hlýddu m.a. á erindi frá Guð-
rúnu Ásmundsdóttur leikkonu og sr. Auði Eir.
Guðrún fjallaði um Katrínu Einarsdóttur en hún
var móðir Einars Benediktssonar, skálds. Katrín
var fráskilin með mörg börn og að sögn Herdísar
var barátta hennar einstök á þessum tíma. Þetta
rímar vel við eitt af þemum ráðstefnunnar sem er
fjölskyldan og atvinnulífið en Herdís bendir á að
enn mæði mikið á konum í þeim efnum. Herdís
vonast til þess að ráðstefnan verði að árlegum
viðburði og segir einstakt að svona margar konur
skuli leggja leið sína út fyrir borgarmörkin til að
taka þátt. „Þessi ráðstefna eflir konur, ekki bara
samtakamátt þeirra heldur bara hverja fyrir sig.
Þetta laðar að konur úr ólíku umhverfi og þær
efla hver aðra og vinna saman,“ segir Herdís.
Ljósmynd/Þorgerður Gunnarsdóttir
Guðrún Ásmundsdóttir leikkona flutti erindi um Katrínu Einarsdóttur fyrir 130 konur við setningu ráðstefnunnar um tengslanet í gær.
Ráðstefnugestir gengu á Grábrók
TOLLSTJÓRINN í Reykjavík mátti
ekki afla sér upplýsinga úr málaskrá
lögreglu um konu sem sótti um starf
þjónusturfulltrúa í lögfræðideild á
innheimtusviði embættisins. Þetta
kemur fram í úrskurði Persónuvernd-
ar en konan lagði fram kvörtun eftir
að henni var tjáð að hún fengi ekki
starfið, m.a. vegna þess að nafn henn-
ar kom upp í málaskrá.
Konan hafði starfað hjá tollstjóra-
embættinu í sex ár en sótti um aðra
stöðu. Í atvinnuviðtali var hún beðin
að undirrita yfirlýsingu sem heimilaði
tollstjóra að afla upplýsinga úr mála-
skrá lögreglu og tollstjóra. Konan
segist hafa haldið að hún væri að
heimila könnun á sakaskrá en ekki á
málaskrá.
Í sakaskrá eru mál sem lýkur með
dómi, lögreglustjórasátt eða með
frestun ákæru. Í málaskrá lögreglu
eru aftur á móti mun víðtækari upp-
lýsingar um manneskjuna og í úr-
skurði Persónuverndar er bent á að
þær geti verið óáreiðanlegar og jafn-
vel villandi.
Í rökstuðningi tollstjóra fyrir þess-
um kröfum kemur fram að starfa
embættisins vegna sé mjög mikilvægt
að starfsmenn tengist ekki ólöglegri
starfsemi, sérstaklega ekki fíkniefna-
heiminum. T.a.m. hafi starfsmenn að-
gang að innri vef sem inniheldur nöfn
allra tollstjóra en þeir eru annars auð-
kenndir með númerum til að koma í
veg fyrir að þeir verði fyrir aðkasti
eða hótunum eins og áður hefur gerst.
Í þessu starfi hefði konan auk þess
fengið aðgang að viðkvæmum per-
sónulegum upplýsingum um einstak-
linga og fyrirtæki en í sumum tilfell-
um er hægt að breyta upplýsingunum
og skrá inn athugasemdir.
Saklaus uns sekt er sönnuð
Tollstjóri hafnar því að konan hafi
ekki skilið hvað fólst í því að undirrita
samþykki um að leita mætti gagna í
málaskrá og byggir kröfu sína eink-
um á sjónarmiðum um vammleysi rík-
isstarfsmanna. Mikilvægt sé að þjón-
ustufulltrúar séu ekki grunaðir,
ákærðir eða í nánum tengslum við
einhvern sem er á málaskrá vegna
auðgunarbrota, brota á tolla- og fíkni-
efnalöggjöf eða hegningarlöggjöf.
Persónuvernd bendir hins vegar á
að í auglýsingu um starfið hafi ekki
verið tekið fram að tollstjóri færi
hugsanlega fram á þessar upplýsing-
ar þótt það gæti talist eðlilegt að fara
fram á sakavottorð.
Bent er á að samkvæmt stjórnar-
skrá sé sá sem borinn er sökum sak-
laus uns sekt er sönnuð. „Hún bindur
ekki eingöngu dómstóla, heldur einn-
ig aðra handhafa ríkisvaldsins, og fel-
ur í sér að stjórnvöldum er óheimilt að
byggja réttindi og skyldur manns á
því að hann hafi gerst sekur um refsi-
verða háttsemi ef háttsemin er ekki
sönnuð með dómi.“
Óheimilt að leita í málaskrá
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
hallag@mbl.is
UM 96% aðspurðra telja rétt að
gera almenningi kleift að gera til-
boð í Símann og um 76% eru sam-
mála því að hópur almennings sé
myndaður um þátttöku í kauptil-
boði á Símanum.
Þetta kemur fram í skoðana-
könnun sem Gallup gerði fyrir Al-
menning ehf.
Spurt var: Hversu sammála eða
ósammála ert þú hópnum, sem er
undir forystu Agnesar Bragadótt-
ur og Orra Vigfússonar, um að rétt
sé að mynda hóp almennings til að
taka þátt í tilboði um kaup á Sím-
anum frá upphafi? Einnig: Telur
þú rétt eða rangt að gera slíkum
hópi almennings kleift að taka
þátt?
Fyrri spurningunni svöruðu
44,3% á þann veg að þau væru
mjög sammála og 31,7% voru frek-
ar sammála. 12,9% svöruðu hvorki
né, en 6,5% voru ósammála og 4,6%
voru mjög ósammála. 96% svöruðu
síðari spurningunni á þann veg að
þeir teldu rétt að gera slíkum hópi
almennings kleift að taka þátt, en
4% töldu það rangt.
Könnun Gallups var gerð með
símtölum 25. apríl til 5. maí síðast-
liðinn. Úrtakið var 1.150 manns á
öllu landinu á aldrinum 16–75 ára.
Endanlegt úrtak var 1.064 einstak-
lingar. Þar af neituðu 298 að svara
og ekki náðist í 161. Svarhlutfallið
var þannig 56,9%.
96% telja
rétt að al-
menningur
taki þátt
Tilboð í Símann
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær
mann um þrítugt í 18 mánaða fang-
elsi fyrir fíkniefnabrot.
Ákært var fyrir smygl á 300 gr af
amfetamíni til landsins frá Dan-
mörku í desember 2003. Að mati
Hæstaréttar tókst ákæruvaldinu
ekki að sanna innflutning á efn-
unum. Hins vegar var ákærði sak-
felldur fyrir að hafa haft efnið í
vörslum sínum og ætlað að selja
það hér á landi.
Frá refsivist ákærða var 16 daga
gæsluvarðhald, sem hann sætti árið
2003, dregið frá.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Markús Sigurbjörnsson,
Garðar Gíslason, Gunnlaugur
Claessen, Hrafn Bragason og Jón
Steinar Gunnlaugsson. Verjandi var
Hilmar Ingimundarson hrl og sækj-
andi Sigríður J. Friðjónsdóttir frá
ríkissaksóknara.
18 mánuðir
fyrir fíkni-
efnabrot
♦♦♦