Morgunblaðið - 27.05.2005, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 27.05.2005, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BÚIÐ er að semja við sterkan er- lendan skákmeistara um að heyja einvígi við Bobby Fischer hér á landi fyrir árslok en nafn hans hef- ur ekki enn verið gefið upp. Form- legt tilboð um þátttöku í einvíginu var lagt fyrir Fischer á fundi í gær en hann féllst ekki á að skrifa undir þar sem hann var ekki tilbúinn til að fallast á þann mótherja sem hafði verið valinn. Alex Títomírov, auðkýfingurinn sem hyggst leggja fram verð- launafé, sagði að engir samningar væru komnir á um einvígi á Íslandi. Allt væri mögulegt í þessum efnum. „Ég verð að koma aftur eftir tvær vikur eða svo, og þá sjáum við til,“ sagði hann. Títomírov sagðist mjög mikill áhugamaður um skák, með einvíginu væri hægt að vekja at- hygli á framförum í skákinni og sérstaklega á slembiskák Fischers. Slíkt einvígi hefði gildi fyrir alla heimsbyggðina. Einar S. Einarsson, formaður stuðningsmannahóps Fischers, sagði að skákmeistarinn væri í hópi sterkustu skákmanna heims en hann gæti ekki greint frá nafni hans, með því væri hann að rjúfa trúnað. Þá væri fleiri en eitt nafn uppi á borðinu. Líkt og fyrr var Boris Spasskí ekki tilbúinn til að ræða fyrirhugað einvígi milli Fischers og hins ónafn- greinda skákmeistara en sagði að- spurður að aldrei hefði komið til tals að hann myndi heyja einvígið við Fischer. Spasskí sagðist mjög ánægður með að hafa fengið tæki- færi til að hitta sinn gamla vin og keppinaut. Þeir hefðu hist síðast í Búdapest árið 1994 en ekki í Svart- fjallalandi árið 1992 eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær. Aðspurður sagðist Spasskí afar ánægður með ákvörðun íslenskra stjórnvalda að veita Fischer rík- isborgararétt. „Þetta er kraftaverki líkast því nú nýtur hann verndar. Hann var í slæmri stöðu og ég hafði miklar áhyggjur af honum þegar hann var handtekinn. Grundvöllur- inn fyrir handtökunni var mjög skrítinn. Og það versta var að skák- heimurinn gat alls ekki haldið verndarhendi yfir honum,“ sagði hann. Fáir hefðu barist fyrir hönd Bobbys, sjálfur hefði hann reynt að leggja sitt af mörkum með skrifum í skáktímarit sitt. „Margir eru mjög ánægðir með að Ísland hjálpaði honum, því annars hefði hann ekki haft neina möguleika á að sleppa úr þessari gildru,“ sagði Spasskí. Hann vonaðist til að koma fljótlega aftur til Íslands og þá með eig- inkonu sinni. Hann kynni vel við loftslagið á Íslandi og hrósaði sér- staklega íslenskum rækjusamlokum sem hann sagði á háu gæðastigi og hló við. Aðspurður sagðist Spasskí ekki búast við að koma aftur til einvíg- isviðræðna við Fischer. Hann hefði nóg að gera, einkum vegna starfa sinna sem ritstjóri skáktímarits sem gefið er út í Moskvu og dreift til áskrifenda í öllum fyrrum lýð- veldum Sovétríkjanna. Þó að upp- lagið væri ekki mikið, 18.000 eintök, væri tímaritið mikilvægt í að við- halda skákþekkingu meðal ungra skákmanna. Spasskí sagðist ánægð- ur með tímaritið, hann græddi ekk- ert á því en með því gæti hann lagt sitt af mörkum til skákarinnar. Snýst um andstæðinginn Einar S. Einarsson, formaður stuðningsmannahóps Fischers, sagði að þó að ekki hefði verið skrifað undir viljayfirlýsingu um einvígi væri jákvætt að tekist hefði að koma á fundi Fischers og Títom- írov. „Bobby Fischer hefur staðfest með þessum fundi að hann er að íhuga það sterklega að koma að skákborðinu á nýjan leik og tefla sína nýju útgáfu af slembiskák Fischers. En málið snýst þá meira um hver verður andstæðingur hans,“ sagði hann. Hvorki væri hægt að greina frá nafni andstæð- ings hans né mögulegri verðlauna- fjárhæð. „Þetta er í hálfgerðum vé- fréttastíl í augnablikinu og það er ekki hægt að greina nákvæmlega frá því en það er frétt út af fyrir sig að Bobby gæti hugsanlega hugsað sér að hefja taflmennsku á nýjan leik,“ sagði hann. Ef til einvígis kæmi yrði það haldið á Íslandi fyrir árslok. Einar sagði að mögulega gæti Fischer valið milli tveggja andstæðinga og í hvaða röð hann myndi tefla við þá. Þeir Boris Spasskí og Títomírov héldu af landi brott síðdegis í gær en áður hafði Joel Lautier, forseti Alþjóðasambands skákmanna, flog- ið til baka til Parísar. Morgunblaðið lagði mikla áhersla á að fá að taka mynd af þeim Spasskí og Fischer saman og féllst Spasskí á það án nokkurra málalenginga og sagðist ætla að koma slíkri ósk á framfæri við Fischer. Fischer var á hinn bóg- inn ófáanlegur til vera með á slíkri ljósmynd. Ekki tókst að fá Bobby Fischer til að skrifa undir tilboð um skákeinvígi Fischer ekki tilbúinn til að samþykkja mótherjann Einvígið yrði haldið hér á landi fyrir árslok Morgunblaðið/Sverrir Áður en Spasskí (t.v.) hélt af landi brott skrifaði hann nafn sitt á veggspjöld með skopteikningu Halldórs Péturs- sonar af „Einvígi aldarinnar“. Einar S. Einarsson sýnir hér Alex Títomírov skopmyndirnar. Bobby Fischer var ekki tilbúinn til að skrifa undir tilboð um einvígi. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is SLEMBISKÁK Fischers eða „Fisch- erandom Chess“ er eitt af mörgum afbrigðum við hefðbundna skák sem komið hafa fram í gegnum tíðina. Talsvert er um upplýsingar um þetta afbrigði Fischers á netinu en þó virðist sem menn séu ekki á eitt sáttir um þær reglur sem gilda. Slembiskák Fischers er einnig köll- uð skák 960 þar sem reiknað hefur verið út að mögulegar upphafs- stöður eru 960. „Skák er gengin sér til húðar sem keppnisíþrótt,“ sagði Fischer í við- tali við Morgunblaðið fyrir skömmu. „Það er ágætt fyrir fólk að kaupa sér skáktölvu til þess að þjálfa hug- ann og sem áhugamál er skák ágæt en sem keppnisíþrótt er hún al- gjörlega ónýt.“ Aðalatriðið við slembiskákina er að skákmenn geta ekki og þurfa ekki að læra hverja einustu byrjun utanbókar. Peðin á sama stað Fischer hefur birt reglurnar á heimasíðu sinni og má nálgast tengil á hana á Fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is/ítarefni. Reglur um manngang eru þær sömu og í venjulegri skák, peðunum er stillt upp á sama hátt og fyrr og svartur og hvítur byrja með sömu stöðu. Í upphafi er taflmönnunum fyrir aftan peðin einnig raðað upp á hefðbundinn hátt en síðan er röðinni breytt með hjálp tölvuforrits, þó ekki á algjörlega tilviljanakenndan hátt. Þannig verða hrókar að vera hvor sínum megin við kónginn og annar biskupinn verður að vera á svörtum reit en hinn á hvítum. Sem fyrr má ekki hrókera eftir að kóng- ur eða sá hrókur sem á að nota við hrókeringuna hefur verið hreyfður eða ef það er „skák“ á einhverja reiti á milli hróks og kóngs. Reglur um hrókeringu í slembiskák Fischers eru nokkuð aðrar en í venjulegri skák en í sem stystu máli eru þær eftirfarandi, samkvæmt www.ches- svariant.com: Ef hvítur hrókerar kóngnum til vinstri fara kóngurinn og hrókurinn á sömu reiti og þeir hefðu gert í venjulegri skák. Hið sama á við ef hrókerað er til hægri. Staðan verður sem hér segir: Hvítur hrókerar kóng til vinstri: Kc1, Hd1 Hvítur hrókerar kóng til hægri: Kg1, Hf1 Svartur hrókerar til vinstri: Kc8, Hd8 Svartur hrókerar til hægri: Kg8, Hf8. Nánari skýringar má nálgast á heimasíðu Fischers. Hægt að kasta upp á byrjunarstöðu Fyrir þá sem ekki búa svo vel að eiga tölvuforrit fyrir slembiskák Fischers hafa ýmsir stungið upp á möguleikum til að raða taflmönn- unum í upphafsstöðu með því að kasta teningi. Hans L. Bodlaender hefur stungið upp á þessari aðferð til að stilla upp mönnum hvíts. Athugið að upphafs- staða svarts er spegilmynd af upp- hafsstöðu hvíts.  Kastið teningnum og setjið hvítan biskup á svartan reit samkvæmt þeirri tölu sem kemur upp á ten- ingnum, þ.e.a.s. ef 1 kemur upp á teningnum er biskupinn settur á fyrsta svarta reitinn frá vinstri. Ef 5 eða 6 koma upp á teningnum verður að kasta aftur.  Kastið teningnum og setjið hvítan biskup á svartan reit samkvæmt þeirri tölu sem kemur upp á ten- ingnum. Ef 5 eða 6 koma upp á ten- ingnum verður að kasta aftur.  Kastið teningnum og setjið drottninguna á fyrsta auða reitinn frá vinstri sem kemur upp. Ef drottningin lendir á reit sem biskup stendur þegar á kastið þá aftur. Með þessu móti lendir drottningin á fyrsta auða reitnum ef 1 kemur upp en á þeim auða reit sem er lengst til hægri ef 6 kemur upp.  Setjið riddara á fyrsta auða reit- inn sem kemur upp á teningnum. Ef 6 kemur upp verður að kasta aftur.  Setjið hinn riddarann á þann reit sem kemur upp með teningakasti. Ef 5 eða 6 kemur upp kastið þáaftur.  Setjið hrók á fyrsta auða reitinn (alltaf er talið frá vinstri), hvíta kónginn á annan auða reitinn og þann hrók sem eftir er á þriðja auða reitinn. Reglurnar í slembiskák Fischers Möguleg staða í slembiskák. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík- ur dæmdi í gær þrjá karlmenn í 1–3 ára fangelsi fyrir að smygla tæpum 2,8 kg af amfetamíni og nærri 600 gr af kókaíni til lands- ins Dettifossi í fyrra. Þyngsta dóma hlutu Jón Arn- ar Reynisson, 3ja ára fangelsi, og Hinrik Jóhannsson, 2ja ára fangelsi. Málið komst upp þegar skip- stjórinn á Dettifossi hringdi í lögreglu og lét vita af því að skipverji sem var við störf í skipinu hefði komið auga á að átt hafði verið við innsigli á gámi. Við nánari athugun fann skipverjinn pakkningar í gámn- um, sem innihéldu fíkniefnin. Amfetamín í sorppoka Þeir Jón Arnar og Hinrik voru einnig ákærðir ásamt fjórða manninum fyrir að reyna að flytja hingað til lands að minnsta kosti 400 grömm af am- fetamíni með Dettifossi frá Dan- mörku. Var amfetamíninu kom- ið fyrir í sorppoka í lest skipsins. Hinrik játaði að hafa keypt efnið en Jón Arnar sagðist hafa hætt við flytja það til landsins og féllst dómurinn á það og gerði honum ekki refsingu fyrir það. Fjórði maðurinn neitaði hins vegar alfarið sök og taldi dóm- urinn ósannað að hann hefði gerst sekur um það brot. Guðjón St. Marteinsson hér- aðsdómari dæmdi málið. Verj- endur voru Brynjar Níelsson hrl. fyrir Hinrik, Björn Þorri Viktorsson hrl. fyrir Jón Arnar og Guðrún Sesselja Arnardóttir fyrir meðákærða. Sækjandi var Daði Kristjánsson. Hlutu allt að 3 ára fangelsi fyrir fíkni- efnasmygl HEIMILDALAUS birting á nafni og mynd af sjúklingi sem liggur á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi (LSH) í DV í gær er gróft virðingarleysi við þennan einstakling og fjölskyldu hans, segir Magnús Pétursson, for- stjóri LSH, í grein sem birtist á vef LSH í gær. Tilefni greinarinnar er frétt í DV um mann sem smitaðist af hermannaveiki, þar sem hann er nafngreindur og mynd birt af manninum. Í grein Magnúsar segir að fjölmiðlar hafi fjallað ít- arlega um þetta tilfelli af her- mannaveiki sem hefur greinst hér á landi, og hafi þessi umfjöll- un verið fagleg og yfirveguð, að umfjöllun DV undanskilinni. „Það er almenn sátt í sam- félagi okkar að virða friðhelgi einkalífs hjá fólki sem þarf að dvelja á spítala vegna veikinda sinna. Heimildarlaus birting á nafni sjúklings í blaðinu, svo ekki sé minnst á að birta líka mynd af honum án leyfis, er gróft virðingarleysi við þennan einstakling og fjölskyldu hans. Starfsmenn spítalans leggja sig fram um að virða sjúklinga og réttindi þeirra. Spítalinn gerir um leið kröfur til þess að fjöl- miðlar sýni sjúklingum nær- gætni og virðingu, DV eins og aðrir,“ segir Magnús í grein sinni. Forstjóri LSH um umfjöllun DV Gróft virð- ingarleysi við sjúk- linginn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.