Morgunblaðið - 27.05.2005, Page 26

Morgunblaðið - 27.05.2005, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI Fossvogur | Það er svo sannarlega ekki hægt að segja að lífið sé rólegt þessa dagana í Ræktunarstöð Reykjavíkur, sem staðsett er á svæði gömlu skógræktarinnar í Fossvogi. Þar hamast nú hópur starfsmanna undir stjórn Rögnu Sigursteinsdóttur að gera klárar sumarplöntur fyrir beð og skraut- svæði borgarinnar, kál og krydd fyr- ir skólagarðana, trjáplöntur fyrir ný framkvæmdasvæði og blómaker sem fara víða um bæinn. Mikið og fjölbreytt starf er unnið í Ræktunarstöðinni. Alls útbýr Ræktunarstöðin 200.000 blómplöntur og 40.000 tré og runna fyrir borgina á ári hverju. Í stöðinni vinna sjö garðyrkjufræð- ingar í föstu starfi, en á sumrin bæt- ast við um 20–30 sumarstarfsmenn úr hópi námsmanna. „Það kemur þeim mjög á óvart hvað þetta er lík- amlega krefjandi starf og þau eru oft algerlega uppgefin eftir fyrsta daginn,“ segir Ragna og bætir við að engu að síður sé starfið gríðarlega fjölbreytt. „Það má segja að við vinnum hvert verk einu sinni á ári, en það eru þúsund verk sem þarf að vinna á hverju ári, svo eftir tólf ár ertu bara búinn að gera sama verkið tólf sinnum. Þetta er mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf og nóg að gera árið um kring. Þetta er mikil þol- inmæðisvinna og í raun umönn- unarvinna, því við erum að hlúa að plöntunum á mismunandi stigum.“ Þrestir skemmtilegir grannar Sumarblómin eru ræktuð í pott- um inni í gróðurhúsum og síðan sett út til að herða þau áður en þau fara út í garða Reykjavíkur. Þá rækta Ragna og samstarfsfólk hennar upp græðlinga af alaskavíði og sá furu, reynitrjám og fleiri tegundum í potta og hlúa að þeim til að hægt sé að planta þeim víða um borg. Starfs- menn Reykjavíkurborgar voru í óða önn að sækja plöntur til að prýða borgina þegar blaðamaður heimsótti stöðina. Við hlið Ræktunarstöðvarinnar er stærsta starrabækistöð á landinu og eru starrarnir að sögn Rögnu afar skemmtilegir nágrannar. „Þeir fara á fætur við sólarupprás og hafa mjög hátt á meðan þeir eru að hópa sig saman og svo fljúga þeir út í svörtum skýjum út í Vesturbæ, Laugardal og út um alla Reykjavík. Síðan þegar sólin sest koma þeir aft- ur í gríðarstórum svörtum hópum og fara að spjalla saman í skóginum,“ segir Ragna og bætir við að þó séu skógarþrestirnir mun meiri grannar starfsfólksins, því þeir trítli um við fætur þeirra þegar verið er að gramsa og grafa í moldinni. „Þeir eru ótrúlega gæfir og bíða alltaf eft- ir að við mokum upp og borða þá skordýrin. Þeir eru stundum alveg við lappirnar á okkur og við erum farin að gefa þeim nöfn í gríni.“ Ætíð næg verkefni hjá Ræktunarstöð Reykjavíkur Morgunblaðið/Golli Margarítur Ragna vökvar í gróðurhúsunum gular margarítur sem án efa munu prýða marga fagra garða. Sumarplönturnar á leiðinni út Reykjavík | Skipulagsráð samþykkti á fundi sínum sl. miðvikudag tillögu Dags B. Eggertssonar, formanns skipulags- og byggingarnefndar, að stofna stýrihóp um gerð ramma- skipulags vesturhluta Ártúnshöfða. Hópurinn mun hafa það hlutverk að undirbúa skipulagsvinnu, gera áætl- un um samráð við íbúa og hagsmuna- aðila og hafa yfirumsjón með fram- gangi verkefnisins með það fyrir augum að framlengja bryggjuhverf- ið inn í Elliðavog og jafnvel eru hug- myndir um að bryggjuhverfi rísi hin- um megin við Geirsnefið. Dagur B. Eggertsson og Andri Snær Magnason voru tilnefndir fulltrúar Reykjavíkurlista en Guð- laugur Þór Þórðarson var tilnefndur fulltrúi Sjálfstæðisflokks. Á fundin- um bókuðu fulltrúar Sjálfstæðis- flokks óánægju sína með þær að- stæður sem íbúum Bryggjuhverfis hefur verið boðið upp á undanfarin ár. Sagði þar m.a. „Þremur árum eft- ir að Reykjavíkurlistinn auglýsti að búið væri að hreinsa allar strendur borgarinnar var enn opið skolpræsi við hverfið og varað er við umgengni í nálægum fjörum vegna skolpmeng- unar. Aðkoma að hverfinu er mjög erfið fyrir íbúa og nábýlið við nálæga atvinnustarfsemi skapar augljóslega vanda.“ Ólafur F. Magnússon, áheyrnar- fulltrúi F-lista tók í sinni bókun und- ir nauðsyn þess að bæta úr umhverf- ismálum íbúa Bryggjuhverfisins. Fulltrúar Reykjavíkurlista sögðu þá sjálfstæðismönnum ganga illa „að temja sér hinn nýja og jákvæða tón sem talsmenn flokksins hafa boðað undanfarna daga“. Með útvíkkun Bryggjuhverfis og íbúðabyggð við Elliðaárvog gæti orðið til eitthvert skemmtilegasta íbúasvæði borgar- innar. „Henni er sannarlega ætlað að leysa á köflum erfiða sambúð grófrar atvinnustarfsemi og íbúahverfis,“ sagði m.a. í bókun fulltrúa R-listans. Bryggjuhverfið framlengt til vesturs Kópavogur | Biðlaunaákvæði hefur verið tekið úr starfssamningi bæj- arstjóra Kópavogs og mun Gunnar Birgisson, verðandi bæjarstjóri, því ekki þiggja biðlaun síðasta mánuð sinn í starfi. Þetta var samþykkt á bæjarstjórnarfundi þ. 25. maí sl. Það voru fulltrúar Samfylkingar- innar sem lögðu til að ákvæði um mánaðar biðlaun eftir starfslok félli niður og var sú tillaga samþykkt með 10 atkvæðum á fundinum. Eftir fyrirspurn frá Samfylking- unni upplýsti Gunnar að hann hygð- ist taka laun sem þingmaður næstu fjóra mánuði eða til 1. október, en hann tekur við starfi bæjarstjóra 1. júní nk. Fulltrúar Samfylkingar gagnrýndu það fyrirkomulag og lögðu m.a. fram eftirfarandi bókun: „Við teljum það óeðlilegt að bæj- arstjóri sem hefur kr. 768.854 í föst laun auk fríðinda gegni öðru laun- uðu fullu starfi næstu fjóra mán- uði.“ Kom fram í máli Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokks, að Gunnar hygðist sinna þingmannsstarfinu í frítíma sínum. Gunnar Birgisson segir áherslur samfylkingarmanna á þessi mál sýna málefnafæð þeirra í bæjar- stjórn. Hann sé ekki í stjórnmálum til að græða peninga, enda væri tímakaupið lágt, ef hann reiknaði það fyrir vinnu sína, sérstaklega í bæjarmálum. „Þinglaunin sem ég þigg eru sumarfrí sem ég hef unnið mér inn og síðan störf í haust sem ég var búinn að skuldbinda mig í, m.a. fundir EFTA-nefndarinnar í Liecthenstein, þannig að það er ekki eins og ég sitji auðum höndum og taki laun fyrir,“ segir Gunnar. Engin biðlaun STOFNFUNDUR samtaka um fjöl- breytta atvinnuuppbyggingu í Eyja- firði verður haldinn í Deiglunni á laugardag, 28. maí, kl. 14. Frummælendur á fundinum eru Ingólfur Ásgeir Jóhannesson formað- ur Samtaka um Náttúruvernd á Norðurlandi, Bergþóra Aradóttir, starfsmaður hjá ferðaþjónustuklasa, Jón Kristófer Arnarson, fram- kvæmdastóri Skógræktarinnar í Kjarna, Haraldur Ingi Haraldsson, frumkvöðull í bláskeljarækt í Eyja- firði, Ragnheiður Þorláksdóttir frá Náttúruvaktinni og Ingi Rúnar Eð- varðsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Að stofnun samtakanna stendur hópur fólks sem vill stuðla að fjöl- breytni í atvinnumálum með áherslu á nýsköpun, þekkingariðnað og há- tækniiðnað á svipuðum nótum og kemur fram í vaxtarsamningi Eyja- fjarðar. Þar er lögð áhersla á mat- vælaiðnað, ferðaþjónustu, heilbrigð- isklasa og menntun og rannsóknir. Hópurinn telur að álver geri það ekki, heldur geti kippt stoðunum undan þeirri starfsemi sem þegar er til stað- ar, t.d. með því að skaða ímynd Eyja- fjarðarsvæðisins sem matvælafram- leiðsluhéraðs og ferðamannastaðar.    Samtök um fjölbreytta atvinnuuppbyggingu Vilja ekki álver Myndlist | Sýningu Gunnars Kr. Jónassonar myndlistarmanns í gömlu kartöflugeymslunni í Gilinu á Akureyri lýkur á laugardag. Sýn- ingin er opin virka daga kl. 16–18 og 20–22 og á laugardag kl. 14–18. LEIKFÉLAG Akureyrar hefur verið sýknað af kröfum fyrrver- andi leikara sem krafðist rúmrar milljónar í bætur af félaginu fyrir uppsögn. Deilt var um gildi upp- sagnarbréfs frá í febrúar 2003 sem leikhússtjóri ritaði leikaran- um. Leikarinn baðst undan því að fara með hlutverk í leikritinu „Uppistand um jafnréttismál“ en hann greindi frá því að fljótlega eftir að æfingar á leikverkinu hóf- ust hefðu runnið á hann tvær grímur og hann haft efasemdir um að rétt væri að gantast með efni sem þetta, ekki síst vegna þess að leikfélagið átti í málaferlum vegna jafnréttismála. Kvaðst hann hafa látið þessa skoðun sína í ljós en þrátt fyrir það afráðið að reyna að æfa verk- ið. Á æfingunum hefði hann hins vegar margoft lýst viðhorfum sín- um og jafnframt látið í ljós efa- semdir um að hann treysti sér til að taka frekari þátt. Að lokum hefði hann gert upp hug sinn um að hann gæti ekki haldið áfram æfingum og í fram- haldi af því greint leikhússtjór- anum frá þeirri ákvörðun sinni, að hann gæti ekki sinnt verkefninu samvisku sinnar vegna. Kvaðst hann hafa haft orð á því við leikhússtjórann að hann yrði eftir atvikum að reka hann úr starfi vegna þessa, en að hann yrði að finna einhverja aðra ástæðu fyrir brottvikningunni, þar eð hann ætti rétt á því sem at- vinnuleikari að segja sig frá til- teknum verkefnum, stríddu þau gegn samvisku hans. Héraðsdómi Norðurlands eystra þótti ósannað að leikarinn hefði haft uppi athugasemdir um gildi eða réttaráhrif ráðningarslitanna. Óumdeilt var að hann tók ekki frekari þátt í leikverkum á vegum félagsins á leikárinu en þáði starfslaun í 6 mánuði eftir ráðn- ingarslitin. Þótti dómnum að leik- arinn hefði sýnt af sér verulegt tómlæti um þann rétt sem hann taldi sig eiga. Var það því nið- urstaða dómsins að hann hefði í verki virt ráðningarslit leikhús- stjórans sem leikhúsráð staðfesti síðar með gildum hætti. LA var sýknað af kröfum leikara ÞRÁTT fyrir kalt vor á Akureyri hefur hrafninn sem verpir árlega í Glerárgili ungað út eggjum sín- um. Hreiðrið er í næsta nágrenni við Glerárskóla og hafa nem- endur farið með kennara sínum til að skoða það en þó er það að- eins hægt frá bakkanum á móti. Staðsetningin er jafnframt rétt við nýtt stöðvarhús Glerárvirkj- unnar, sem risið hefur á bakka árinnar. Vegna kuldanna er varp fugla fremur seint á ferðinni í ár. Hrafninn ungar út eggjum Morgunblaðið/Kristján

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.