Morgunblaðið - 27.05.2005, Síða 28

Morgunblaðið - 27.05.2005, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Nýr og girnilegur uppskriftavefur á mbl.is Aðferð: Hrærið gerið saman við ylvolga mjólkina, látið standa í 5 mín. Öllum þurrefnum blandað saman með hnoðaranum. Bætið öllum vökva saman við ásamt eggi, beikoni og ólífum. Hnoðið deigið í 5 mín. Takið úr skálinni, mótið í snittubrauð og skerið síðan í 2 cm þykkar sneiðar. Þetta ættu að verða 15-20 hleifar, um 40 g á þyngd. Látið hefast í 20 mín. við stofuhita. Stráið rifnum parmigiano osti yfir brauðið og bak- ið við 200°C í 20 mín. Skvettið 1 dl af vatni í ofninn um leið og bakstur- inn hefst. Beikon- og ólífubrauði lí Hráefni: 650 g hveiti 4 tsk. þurrger, sléttfullar (1 bréf) 1 tsk. lyftiduft, sléttfull 2 tsk. salt, sléttfullar 75 g smjör 1-1/2 dl mjólk, ylvolg 1-1/2 dl vatn, ylvolgt 150 g beikon í strimlum, þurrsteikt og hakkað 70 g svartar ólífur, sneiddar 70 g gænar ólífur, sneiddar 1 egg 100 g parmigiano ostur Hún amma mín yrði hissa efhún sæi til mín núna,“ segirGuðrún brosandi. Þar á hún við prestsfrúna Áslaugu Ágústs- dóttur, konu sr. Bjarna Jónssonar Dómkirkjuprests, sem hélt stórt heimili í Reykjavík sem oft var notað fyrir kirkjulegar athafnir. „Amma er mér ákveðin fyrirmynd og hefur hjálpað mér mikið. En það var það síðasta sem mér datt í hug þegar ég var á kafi í pólitíkinni og Rauðsokka- hreyfingunni að ég færi í fötin henn- ar,“ segir Guðrún þar sem hún situr á heimili sínu í Stokkhólmi sem jafn- framt er notað fyrir opinberar at- hafnir. Guðrún og Svavar Gestsson, sendiherra í Svíþjóð, halda ósjaldan boð í sendiherrabústaðnum í Stokk- hólmi og það er reglan frekar en undantekningin að Guðrún sjái um veitingarnar. Blaðað í nóbelsbókinni Í Svíþjóð er fjallað sérstaklega um einn kvöldverð á hverju ári, þ.e. nób- elskvöldverðinn 10. desember. Mat- seðillinn og samkvæmiskjólarnir vekja mikla athygli og sýnt er beint frá veislunni í sænska ríkissjónvarp- inu. Matreiðslubók, Nobelfesten, með uppskriftum af völdum réttum allt frá árinu 1901 hefur verið gefin út í Svíþjóð og er hún ein af þeim bókum sem Guðrún hefur bætt í ört vaxandi safn matreiðslubóka á und- anförnum árum. „Já, ég átti þrjár matreiðslubækur þegar ég byrjaði í þessum bransa en nú á ég bóka- safn,“ segir Guðrún brosandi og blaðar í nóbelsbókinni. „Ég nota þessa bók mikið og forrétturinn frá 1901 stendur svo sannarlega fyrir sínu.“ Þar á hún við laxasalat sem var einn af smáréttunum sem boðið var upp á í fyrstu nóbelsveislunni ár- ið 1901. Eftirréttinn frá því ári hefur Guðrún einnig gefið gestum sínum við góðar undirtektir. Sá getur verið erfiður í fyrsta skipti en Guðrún seg- ir ekkert að óttast og um að gera að prófa. Laxasalat 3 tómatsneiðar 3 sneiðar soðnar möndlukartöflur 75 g reyktur lax í þunnum sneiðum 1 dl olía 2 msk. rauðvínsedik 1 msk. sinnep 1 tsk. sykur 1 msk. smátt saxaður graslaukur 1 msk. smátt saxaður rauðlaukur Leggið saman tómatsneiðar, soðnar möndlukartöflur í sneiðum og reyktan lax. Hrærið saman olíu, rauðvínsediki, sinnepi og sykri. Hell- ið yfir. Stráið svo graslauk og rauð- lauk yfir. Guðrún notar glært hun- ang í stað sykurs. Apríkósutartalettur með ís handa 6 2 smjördeigsþynnur (keyptar frosnar í pakka) 6 ferskar aprík- ósur eða 12 hálfar úr dós 1 dl rifsberja- eða reyni- berjahlaup 6 dl vanilluís Fylling: 150 g möndlumassi (marsipan) 75 g smjör 2 egg 1 tsk. hveiti tsk. sykur ½ dl rjómi Apríkósusósa: 5 ferskar apríkósur eða 10 hálfar úr dós msk. sítrónusafi 2 msk. sykur Þíðið smjördeigsþynnurnar og breiðið út í tvöfalda stærð. Stillið ofninn á 175ºC. Fylling: Hrærið sykur og smjör hvítt og létt. Rífið möndlumassann á rifjárni. Bætið í eggjum, hveiti, möndlumassanum og rjómanum. Skiptið smjördeiginu í 6 bita. Fóðrið 6 ofnföst form með deiginu með, jafnið með hnífi á köntunum (það gengur sérlega vel ef formun- um er skellt inn í frysti dálitla stund áður en skorið er). Fyllið formið að 3⁄4 með möndlumassadeiginu. Bakið í u.þ.b. 15 mínútur í miðjum ofni. Lát- ið kólna. Þá er komið að sósunni. Hrærið apríkósurnar (ekki gleyma að taka úr þeim steininn og afhýða þær!) með sítrónusafanum og sykr- inum þar til þetta er orðið að mauki, þynnið með smásafa af niðursoðnu apríkósunum eða vatni, ef þarf. Hér kemur matvinnsluvél í góðar þarfir. Sneiðið niður það sem eftir er af apríkósunum. Hitið hlaupið. Skiptið apríkósusneiðunum niður á tarta- letturnar. Hellið hlaupinu yfir. Setj- ið sósuna á diska, tartaletturnar þar ofan á og eina vanilluískúlu við hlið- ina. „Fyrir okkur sem þurfum oft að flýta okkur er hægt að svindla með því að kaupa barnaapríkósumauk og bæta í það sítrónusafa og sykri.“ Sænskar kjötbollur Kjötbollur eru einn af þjóð- arréttum Svía. Matreiðsluferill Guð- rúnar hófst einmitt með kjötbollum og hún segist hafa lært margt síðan hún sauð bragðlausar kjötfarsbollur á fyrstu búskaparárunum eða þegar hún ásamt fleiri námsmönnum í Ed- inborg í Skotlandi sveið skoska kindahausa og bjó til sviðasultu. „Á þessu heimili eru aldrei svið handa erlendum gestum og fyrir mér eru kjötfarsbollur alltaf hvunndags- matur. En sænskar kjötbollur geta verið herramannsmatur og oft gríp ég til þeirra þegar gestir koma óvænt.“ Sænskar kjötbollur Hægt er að hafa kjötboll- urnar stórar ef þær eru aðal- réttur og smáar ef þær eru bornar fram sem fingramatur. Þær má hæglega frysta. Fyrir 4–6 450 g nautahakk 1 lítill laukur (helst rauð- ur), smátt saxaður 1 tsk. salt 1–1½ tsk. allrahanda 1 eggjarauða ½ bolli ósætt brauð, lagt í bleyti í ½ bolla af heitu vatni Smjör til steikingar Blandið vel saman hakk- inu, lauknum, saltinu, allra- handa, egginu og brauðinu. Búið til eina bollu og steikið í smjörinu á þykkri pönnu til að athuga bragðið. Bætið við salti og pipar eða allrahanda eftir smekk. Mótið kjötboll- urnar. Það verður auðveld- ara ef þið dýfið höndunum í kalt vatn eða notið tvær te- skeiðar. Steikið bollurnar, 8–10 í einu, í bræddu smjör- inu við miðlungshita. Hristið pönnuna við og við til að bollurnar haldi forminu og brúnið jafnt á öllum hliðum. Guðrún segist vera með allar klær úti eftir góðum uppskriftum að ís- lenskum réttum og segir bækur Nönnu Rögnvaldardóttur hafa verið henni stöðug uppspretta. „Ég hef líka hringt á veitingastaði til að fá uppskriftir.“ Á síðasta ári var sænsku konungshjónunum boðið til kvöldverðar í íslenska sendi- herrabústaðnum í tengslum við op- inbera heimsókn þeirra til Íslands. Og þar voru hvorki soðnar kjötboll- ur né sviðnir kindahausar á boð- stólum, heldur íslenskt lambakjöt meðal annars. „Mér var treyst til að sjá um innkaupin en kokkar frá Hót- el Nordica á Íslandi sáu um elda- mennskuna og bjuggu til guð- dómlega máltíð sem vakti mikla lukku. Og þetta fólk kallar ekki allt ömmu sína,“ segir Guðrún.  MATARKISTAN | Guðrún Ágústsdóttir gluggar í matreiðslubækur í sendiherrabústaðnum í Stokkhólmi Veisluréttir fyrir nóbelsverðlaunahafa Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is Morgunblaðið/Steingerður Guðrún sér oftast sjálf um veitingarnar þegar gestkvæmt er í sendiherrabústaðnum. Apríkósutartalettur og laxasalat eru meðal þess sem er á borðum í mat- arboðum hjá sendiherra- hjónunum í Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.