Morgunblaðið - 27.05.2005, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 37
MINNINGAR
símanum. Þannig er Gísla best lýst.
Hann var mikill vinur vina sinna, ein-
lægur og gladdist yfir litlu. Þessum
síðustu samskiptum okkar Gísla
skaut upp í kollinn á mér, þegar mér
barst sú harmafregn að Gísli vinur
minn og frændi væri látinn. Ekkert
nema tómleiki blasir við á svona
stundu. Æskuvinur er hrifsaður frá
okkur í blóma lífsins.
Það var bara einn Gísli. Hann var
sérstakur og engum líkur. Hann
hafði afburða hæfileika í öllu sem
hann tók sér fyrir hendur, hvort sem
það var í líkamlegu eða andlegu at-
gervi. Hann varð snemma efnilegur
íþróttamaður og átti mikilli vel-
gengni að fagna á sínum knatt-
spyrnuferli. Hann þurfti síðan að
leggja skóna á hilluna vegna meiðsla.
Þegar Gísli var annars vegar, var
ekkert hálfkák á hlutunum. Ef hann
á annað borð ætlaði að leggja stund á
eitthvað, þá lagði hann sig allan í
það. Alveg sama hvað það var. Með
þetta í huga reikar hugurinn aftur í
tímann þegar við sátum við eldhús-
borðið á æskuheimili Gísla á Hafn-
argötunni. Við spiluðum fótbolta
með þremur fimmeyringum, þar
sem markmið var að senda alltaf á
milli tveggja þangað til að í mark var
náð. Mér er minnisstæð baráttan og
leikgleðin í Gísla. Hann hafði þennan
einstaka hæfileika og ástríðu til að
gera alltaf sitt besta. Hann hafði
óbilandi metnað sem ávallt smitaði
út frá sér.
Okkar leiðir lágu saman í gegnum
bridsinn, eftir að knattspyrnuferli
Gísla lauk. Það voru fagnaðarfundir
þegar við félagarnir komum saman,
og við nutum hverrar stundar, hvers
augnabliks í okkar ófáu bústaðar-
ferðum gegnum árin. Gísla hafði
góða nærveru, hafði þann háttinn á
að ávarpa mann sem ,,minn“. Það
undirstrikaði einlægni Gísla og
hjartalag hans.
Nú er félagi Gísli horfinn á braut.
Eftir stendur söknuður og minning-
in um sómadreng, minningin um
mann sem var útvörður drengskapar
og vináttu.
Ég votta Rósu og Torfa, Magnúsi
og hans fjölskyldu og öðrum að-
standendum mína dýpstu samúð.
Hjálmtýr R. Baldursson.
Gísli Torfason starfaði við Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja í 25 ár, fyrst
sem stærðfræðikennari og frá árinu
1992 einnig sem námsferilsstjóri. Í
því starfi fólst meðal annars umsjón
með eldri nemendum skólans. Líf
hans snerti marga. Hann sinnti ýms-
um öðrum ábyrgðarstörfum innan
skólans í gegnum árin og leysti öll
verk af alúð og lagni.
Gísli var bráðgreindur húmoristi
og einstaklega hjartahlýr. Honum
þótti vænt um nemendur skólans og
sýndi þeim mikla umhyggju. Nem-
endur gengu alltaf fyrir. Hann leit-
aði að sterkum hliðum nemendanna
og fann þar ósjaldan eitthvað sem
hægt var að byggja á til að fleyta
þeim áfram, jafnvel þó öðrum virtist
að í algjört óefni væri komið. Nem-
endur skólans, bæði núverandi og
fyrrverandi, hafa haft samband við
skólann undanfarna daga til að
minnast Gísla. Einn skrifaði í tölvu-
skeyti: „Það var alveg sama hvaða
hindranir maður var búinn að búa til
sjálfur, Gísla tókst alltaf að hjálpa
manni að jafna þær út.“
Hann var einnig góður samstarfs-
maður, jákvæður og ósérhlífinn og
hugsaði í lausnum. Með góðlátlegri
stríðni og gríni skapaði hann þægi-
legt andrúmsloft á kennarastofunni.
Hann lét okkur vita hversu vænt
honum þótti um okkur og það er okk-
ur nú mikils virði. Hann var okkur
fyrirmynd í því sem öðru. Fyrir fáum
dögum hélt hann dyrunum opnum
fyrir mig og sagði: „Fæ ég ekki prik
fyrir þetta?“ Ég svaraði: „Gísli minn,
þú átt orðið svo mörg prik að þau
hrúgast upp.“ „Já, ég veit það,“ sagði
Gísli. Ég held að hann hafi vitað hvað
okkur þótti vænt um hann og hve
mikils við mátum hann.
Gísli var mér ekki aðeins góður
samstarfsmaður heldur einnig náinn
vinur frá unglingsárum og reyndist
mér afar vel þegar ég þurfti á hjálp
að halda.
Skólinn hefur misst einn sinn
besta mann og samfélag okkar einn
af sínum bestu sonum. Mestur er þó
missir fjölskyldu og ástvina. Elsku
Rósa og Torfi. Guð veri með ykkur í
erfiðri raun. Minningin um góðan
dreng lifir.
Fyrir hönd Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja,
Oddný Harðardóttir
skólameistari.
Líf okkar er fullt af andstæðum og
líklega koma þær hvergi jafn glöggt
fram sem í gleði og sorg. Á það vor-
um við svo illyrmislega minnt laug-
ardaginn 21. maí sl. Skólaslit FS,
stærri hópur en nokkru sinni – hátíð
í bæ og gleði svífandi yfir vötnum.
Sem hendi væri veifað snýst gleði-
stundin upp í andhverfu sína og helsi
hinnar þyngstu sorgar leggst yfir.
Hann Gísli Torfa er allur. Svo
snöggt, svo óvænt, svo fjarlægt. Í
tómleikanum hvá menn dofnir og
skilja hvorki upp né niður. Hægt og
hljótt kvikna spurningar um tilgang
lífsins, réttlætið eða öllu fremur
óréttlætið. En svo leitar hjartað
huggunar með því að draga upp
myndir af Gísla í starfi og leik.
Smám saman færist bros yfir og
maður ornar sér við ljúfar hugsanir
af einstökum manni. Og það hefði
hann viljað.
Gísli Torfason var enginn venju-
legur maður. Í raun afreksmaður á
flestum sviðum. Afburða námsmað-
ur. Landsliðsmaður í handbolta og
fótbolta. Bridgemeistari og skák-
meistari. Svo eitthvað sé nefnt.
Hann var í raun einn þeirra sem gat
allt sem hann vildi. Í hinni fjöl-
breyttu flóru hæfileika valdi Gísli sér
þann starfsvettvang að vinna með
ungu fólki. Það var í raun hugsjón
hans enda maðurinn einn þeirra er
kalla mátti kennara af Guðs náð.
Hundruð nemenda sáu loksins hjá
honum ljósið í talnaflækjum stærð-
fræðinnar því Gísli bjó yfir þeim
meginkostum hins góða kennara að
setja mál sitt fram á einfaldan, skýr-
an og hvetjandi hátt. Þá ekki síður
varð hann vinsæll sem ráðgjafi um
námsval en í raun miklu meira.
Margir nemendur leituðu í smiðju
hans til að sækja sér styrk og ljós.
Fundu þar traustan vin, hlýjan,
ráðagóðan og iðandi af húmor. Þess-
ir sömu eiginleikar birtust á kenn-
arastofu eða hvar sem Gísli Torfa
fór.
Nú hefur hann kvatt okkur.
Skarðið er stórt og vandfyllt. Sökn-
uður mikill. En í anda Gísla ber okk-
ur að hugsa um hið jákvæða og
skemmtilega sem tengist minning-
unni um hann. Og er þar af gnægð að
taka. Í raun verður ekki til hans
hugsað öðruvísi en að láta sér líða vel
og jafnvel örlar á brosi. Þannig vil ég
kveðja Gísla Torfason.
Rósu, konu hans og besta vini,
Torfa, augasteini þeirra og ætt-
mennum öllum votta ég dýpstu hlut-
tekningu. Blessuð sé minningin um
Gísla Torfason.
Hjálmar Árnason.
Í dag kveðjum við Gísla Torfason,
samstarfsmann okkar og vin. Gísli
var að ljúka 25. starfsári sínu við
Fjölbrautaskóla Suðurnesja þegar
hann var kallaður burt, aðeins fimm-
tugur að aldri. Gísli og Rósa hófu
störf við skólann þegar hann var enn
í mótun og verður framlag þeirra
hjóna til skólans seint fullþakkað.
Gísli starfaði við skólann sem stærð-
fræðikennari og síðar náms-
ferilsstjóri þar sem hann var ráðgjafi
og talsmaður nemenda. Þessum
störfum sinnti hann af einstakri alúð
og metnaði og þar nýttust gáfur hans
og mannkostir vel; rökhugsun og
greind í stærðfræðinni en næmi og
samkennd í ráðgjafastarfinu. Gísli
naut ómældrar virðingar og vin-
sælda meðal nemenda skólans sem
og samstarfsmanna sinna. Allir þeir
sem lærðu stærðfræði undir hand-
leiðslu hans eða leituðu til hans eftir
góðum ráðum voru sammála um
hæfni hans og færni en ekki síst þá
mannúð og tilfinningar sem hann
lagði í störf sín.
Við sem kynntumst Gísla og störf-
uðum með honum minnumst hans
fyrst og fremst sem góðs vinar.
Hann var fjölskyldumaður, íþrótta-
maður, húmoristi og hrekkjalómur.
Hvert okkar á margar minningar um
Gísla; um skemmtilegu sögurnar,
uppörvandi orð í erli dagsins, góðlát-
legu hrekkina og jafnvel faðmlag
þegar hann sá að þess var þörf.
Við sendum Rósu og Torfa okkar
innilegustu samúðarkveðjur um leið
og við minnumst Gísla með þakklæti
og virðingu.
Starfsfólk Fjölbrautaskóla
Suðurnesja.
Gísli Torfason var ljúflingur. Góð-
ur félagi er glæddi umhverfi sitt töfr-
um, einlægni og gleði. Örvaði feg-
urðina í kringum okkur með húmor
og hlýju. Honum var skammtaður
naumur tími en var trúr verki sínu. Í
augum hans voru allir jafnir – að
okkar mati snerist allt líf Gísla um
eina spurningu og eina spurningu
aðeins: Hvað er fólgið í því að vera
manneskja?
Gísli lifði og starfaði í anda þeirrar
fullvissu „að samlíðunin er upp-
spretta hins æðsta söngs“. Honum
var annt um fólk og sýndi þá sam-
hygð en var dulur sjálfur. Þessar
andstæður í fari hans gerðu allt fas
hans hrífandi og laðaði fólk að hon-
um. Hann var sannur vinur og það er
mestur mannkosta. Við söknum vin-
ar í stað.
Hugur okkar er hjá Rósu og
Torfa.
Alda, Elísabet, Hulda,
Jórunn, Karen, Kristrún,
Sara, Svanhildur og Þórunn.
Það er ekki orðum aukið að ég hef
þekkt hann Gísla frá því hann fædd-
ist. Hann var yngri bróðir Magga
Torfa, vinar míns, og allir ólumst við
upp á Hafnargötunni í Keflavík.
Fljótlega fór þessi litli drengur að
leika sér með bolta, og fyrr en varði
var hann farinn að æfa bæði knatt-
spyrnu og handbolta. Gísli var góður
leikmaður, lék bæði með meistara-
flokki Keflavíkur og landsliði Íslands
í knattspyrnu. Þegar ég hóf minn
þjálfaraferil var Gísli fyrsti maður-
inn sem ég valdi í liðið. Gott var að
hafa Gísla í liðinu sínu, hann var
skarpgreindur og hafði skoðanir á
því hvernig vinna ætti leikina. Á
þessum árum var Gísli enn í námi og
skipti námið hann miklu máli, og
þegar próftímabil hófst bað hann um
frí á æfingum til að læra og var það
auðfengið.
Það var síðan fyrir 25 árum að við
Gísli urðum einnig samstarfsfélagar,
þegar Gísli ásamt Rósu konu sinni
réð sig til starfa hjá FS. Það var mik-
ill happafengur fyrir skólann að fá
þennan frábæra kennara. Gísli var
allan sinn starfsferil einn vinsælasti
kennari skólans, enda bara hann hag
nemenda sinna og árangur þeirra
mjög fyrir brjósti. Ég kynntist því af
eigin raun þegar ég bað Gísla að að-
stoða dóttur mína með stærðfræði.
Við þeirri bón var ljúflega orðið. Ég
vildi ólmur greiða strax fyrir kennsl-
una en Gísli tók það ekki í mál. Eftir
nokkrar þrætur sagði hann: „Jú, þú
mátt borga mér, en ekki fyrr en að
verki loknu ef góður árangur sést á
prófseinkunn.“ Dóttir mín segir að
Gísli hafi kennt henni mikilvægustu
lexíu sem kennari getur kennt nem-
anda, og það er að hafa trú á sjálfum
sér. Ég efast ekki um að aðrir hafi
sömu sögu að segja.
Gísli var líka mikill húmoristi og
fljótur til að sjá skondnu hliðarnar á
málunum. Mér er minnisstætt eitt
sinn er við ræddum saman þegar
sonur minn var nemandi hjá okkur í
FS og ég var eitthvað að tuða um að
það væri miklu sniðugra fyrir hann
að fara að læra eitthvað annað en að
verða íþróttakennari eins og ég. Þá
fékk Gísli blik í augun og sagði við
mig: „Fyrirgefðu, Guðni, en er lífið
búið að vera svona leiðinlegt hjá þér
að þú vilt ekki að sonur þinn feti í þín
fótspor?“
Gísli var mikill fjölskyldumaður og
hjá honum var fjölskyldan alltaf í
fyrsta sæti. Það kom best fram í orð-
um hans ekki alls fyrir löngu: „Ef
fjölskyldan mín hringir og þarf á
mér að halda, þá stend ég upp og fer
heim alveg sama hvernig ástandið
hér í vinnunni er.“ Hann var mjög
stoltur af fjölskyldu sinni og ljómaði
alltaf þegar hann talaði um Torfa son
sinn, m.a. árangur hans í körfuknatt-
leik og væntanlega útskrift hans úr
Verzlunarskólanum.
Síðastliðinn laugardag voru síðan
haldin skólaslit í Fjölbrautaskóla
Suðurnesja. Þar átti að afhenda mér,
Gísla og Rósu konu hans gullmerki
skólans fyrir 25 ára starf. Við Gísli
höfðum mikið gaman af því að fá
gullmerki fyrir að mæta í vinnuna.
Gísli sagði að við skyldum láta Rósu
sjá um að þakka fyrir okkar allra
hönd, því eins og hann orðaði það:
„Heima hjá okkur Guðna eru það
konurnar okkar sem sjá um að tala.“
Þegar kallið kom frá skólameistara
um að tími væri kominn til að taka á
móti viðurkenningunni kom Gísli
ekki. Hann hafði fengið kall frá æðri
stað.
Ég vil þakka þér, Gísli minn, fyrir
allar okkar samverustundir. Betri
vin og samstarfsfélaga er ekki hægt
að hugsa sér. Þín verður sárt saknað.
Elsku Rósa, Torfi, Magnús og aðr-
ir aðstandendur, við Erla og börnin
sendum ykkur innilegustu samúðar-
kveðjur okkar. Megi góður guð
styrkja ykkur í þessari miklu sorg.
Minningin um góðan vin mun lifa að
eilífu.
Guðni Kjartansson.
Lífið er hverfult. Vinur minn og
samstarfsmaður til margra ára er
horfinn. Ekki datt mér í hug þegar
ég hitti þig í síðustu viku í Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja að þetta
væri í síðasta sinn sem ég sæi þig. Þá
heilsaðir þú hlýlega að vanda og
varst í essinu þínu að ræða um, þó
merkilegt sé, verð á traktorum. Þú
varst fljótur að sjá það sem var
óvenjulegt og skondið og gast miðlað
því til annarra á skemmtilegan hátt.
Langur samstarfsferill okkar
geymir margar minningar. Húmor-
inn þinn var sérstakur en aldrei var
honum beitt af illgirni. Í minning-
unni er viðurnefni sem þú gafst mér
forðum og þó það festist ekki við mig
þá er þess enn minnst og vekur bros.
Þetta var á haustönn og einn af ný-
nemunum var að spyrja um mig. Þú
svaraðir að bragði ,,Já, Bigga síld,
hún er hér einhvers staðar.“ Nem-
andinn var forviða mjög og vék sér
að næsta aðila sem leit út fyrir að
geta svarað og spurði hvort hér væri
kennari með nafnið Bigga síld. Nem-
andann hitti ég fyrir nokkrum árum
og við hlógum mjög að þessu.
Þó þú hefðir gaman af spila-
mennsku þá harðneitaðir þú að spila
við mig Ólsen, Ólsen eftir að ég
blekkti þig þannig að mér tókst að
vinna spilið. Það var ekki hinn sanni
keppnisandi í þínum huga. Eftir á
gerðir þú samt grín að sjálfum þér
fyrir að láta mig fara svona með þig.
Nemendum varstu stoð og stytta
og oft tókst þú upp á einhverju
óvenjulegu til að fá þá til að vinna í
tímum. Eitt skipti varstu með hóp
sem var ekki tilbúinn að reikna. Þú
veðjaðir við þá að ef þeir yrðu á und-
an þér að reikna ákveðinn fjölda
dæma þá myndir þú bjóða þeim upp
á kók og prins póló, annars yrðu þeir
að bjóða þér. Nemendur tóku til við
að reikna af kappi og þú reiknaðir
dæmin á töfluna. Þú varst rétt búinn
að ljúka við síðasta dæmið þegar
fyrsti nemandinn sagði ,,búinn“.
Hópurinn stóð sig að sjálfsögðu með
prýði í lok annar.
Það var gott að fá að kynnast þér
og vinna með þér. Þín verður sárt
saknað en minningarnar munu lifa
áfram.
Elsku Rósa og Torfi, ég sendi ykk-
ur mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Þín er ljúft að mega minnast,
mikið gott var þér að kynnast
og gaman var að fá að finnast
og festa vináttunnar bönd
er við tókumst hönd í hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Sigríður Bílddal.
Sumum liggur meira á en öðrum.
Taka lífshlaupið fastari tökum.
Ganga ótrauðir til hvers og eins sem
þeim er boðið. Láta sig ekki vant við
látna þegar þeirra er vænst.
Slíkir menn koma meiru í verk en
aðrir. Sama hvar niður er borið.
Hvort sem það er á velli kappleikja
þar sem hraðinn er í fyrirrúmi. Í
kennslustofu þar sem óþreyja æsk-
unnar ríkir. Í félagsstarfi þar sem
bregðast þarf við hinu óvænta, eink-
um þar sem æskan á í hlut.
Sumum lætur betur að vinna með
ungum en öðrum. Eða öllu heldur að
geyma æskumanninn innra með sér
og kalla hann fram eftir þörfum.
Kappsemi æskumannsins er kostur
þegar vel er á haldið.
Gísli Torfason verður minnisstæð-
ur fyrir þessa eiginleika. Þann marg-
breytileika sem jafnan einkenndi
hann. Hin sterku tengsl sem hann
myndaði við æskuna og aldrei náðu
að rofna. Unglinginn sem sífellt var á
reiki við hlið hins vaxna og ábyrgð-
arfulla manns og æskufólkið horfir
nú á eftir sem félaga og vini.
Að baki kappsemi sem stundum
mátti halda að ætti sér engin tak-
mörk bjó rólyndur, gamansamur og
elskulegur einstaklingur sem tæpast
mátti aumt sjá. Einstaklingur sem
var sérstaklega boðinn og búinn til
liðsinnis gerðist þess þörf. Heimilið á
Lágmóanum bar þessum eiginleik-
um ákaft vitni. Var gjarnan opið vin-
um og kunningjum þegar knúið var
dyra. Um tveggja áratuga skeið er
stunda að minnast. Gistinátta áður
en lagt var upp í flugför að morgni og
stutt úr Njarðvíkunum á flugvöll.
Eða setu í stofusófanum eða garðs-
horninu þegar gott var að geta látið
sig hverfa úr erli líðandi dags um
litla stund.
Nú hefur honum enn og aftur legið
á. Að þessu sinni til mikilvægari
verka en áður. Flugið var tekið með
óvæntum hætti. Eins og þeirra er oft
vandi sem hafa mikið umleikis og
mörgu að sinna.
Þórður Ingimarsson.
Gísli Torfason er dáinn. Eitt sím-
tal, fjögur orð. Og skyndilega hefur
birta vorsins á sér haustblæ og dökk
ský hrannast upp í sólskininu. Kenn-
arinn, vinurinn, íþróttakappinn og
hvunndagshetjan hefur lokið leik í
blóma lífsins. Hvílík harmafregn.
Þegar leiðir skilja jafn óvænt og
skyndilega sem raun ber vitni, sitj-
um við í sorg og undrun og grátum í
vanmætti okkar. Fráfall Gísla er
þungt áfall fyrir okkur öll en þó eink-
um Rósu og Torfa, fjölskyldu hans
og ættingja. Megi þau finna styrk í
ljúfum minningum um góðan dreng
og góðan föður. Fráfall hans er einn-
ig áfall fyrir nemendur hans, sam-
starfsmenn og skólasamfélagið okk-
ar, sem enn hefur orðið fyrir þungu
og óvæntu höggi.
Við bræðurnir þekkjum ekki til-
veruna án Gísla Torfasonar. Hann
var leikfélagi, nágranni og vinur svo
langt sem við munum og einn þeirra
sem fyrstur kemur upp í hugann
þegar góðs manns er getið. Blessuð
sé minning Gísla og hafi hann þökk
fyrir samfylgdina.
Karl, Eiríkur og Guðmundur
Hermannssynir.
Stærðfræðingurinn
Knöttur
svart og hvítt.
Okkar maður sigrar.
Sigurbrosið í augunum.
Manntafl
svart og hvítt.
Sigrar suma okkar.
Sigurbrosið í augunum.
Reiknað og hugsað.
Hugsað og reiknað.
Hver tækling.
Hver fyrirgjöf.
Hvert peðið fer.
Hvert drottningin fer.
Ekki verður allt hugsað.
Ekki verður allt reiknað.
Þá maður verður peð
á skákborði lífsins
og sér ekki næsta leik.
Leikfléttan kom
öllum á óvart.
Þarna lék einhver á alla.
SJÁ SÍÐU 38