Morgunblaðið - 27.05.2005, Síða 45

Morgunblaðið - 27.05.2005, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 45 MINNINGAR Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, VALGERÐAR FINNBOGADÓTTUR, Bolungarvík. Sigríður Þ. Jakobsdóttir, Finnbogi S. Jakobsson, Álfdís Jakobsdóttir, Flosi V. Jakobsson. Innilegar þakkir fyrir allan þann hlýhug og samúð sem okkur hefur verið sýndur með bréfum og blómum, viðtölum og heimsóknum og á margan annan máta sem við erum mjög þakklát fyrir, vegna fráfalls konu minnar, dótt- ur, móður og systur, SIGRÚNAR HULDU JÓNSDÓTTUR tækniteiknara, Reynihvammi 33, Kópavogi. Bjarni Björnsson, Guðrún Karlsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Berglind Jóhannsdóttir, Einar Hrafn Jóhannsson, Kristín Gyða Jónsdóttir, Inga Dóra Jónsdóttir, Guðjón Már Jónsson. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- mömmu, dóttur, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR MARÍU EIRÍKU EGILSDÓTTUR (Eddu), Fossgötu 7, Eskifirði. Sérstakar þakkir færum við heimahjúkrun heilsugæslunnar á Eskifirði og starfsfólki Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað. Vinátta ykkar er styrkur. Jón Pétur Andrésson, Egill Guðni Jónsson, Hulda Þorbjarnardóttir, Vilhelm Jónsson, Bjarney Aðalheiður Pálsdóttir, Jóhann Jónsson, Svanhildur Jónsdóttir, Jónas A. Þ. Jónsson, Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir, Guðný Þ. Jónsdóttir, Gísli M. Auðbergsson, Egill Egilsson, barnabörn og barnabarnabörn. ar þar sem Inna og Gulli héldu heimili fyrir afa alla tíð. Við munum hvað var gaman að koma í heimsókn í Munka eftir að við urðum stærri og fluttar burt, því þar mættum við alltaf greiða- semi og góðvild. Við munum svo einstaklega vel eftir Innu, þegar hún stóð fyrir framan okkur, dökku augun skutu gneistum, munnurinn mjótt strik og ræddi af eldmóði um kúgun og illa meðferð á konum og hvatti okkur til að láta aldrei nokkurn mann kúga okkur. Já, þá var hún svo sann- arlega í essinu sínu. Hún var mikil kvenréttindakona og studdi baráttu kvenna til jafnréttis alla sína ævi. Við munum gleði hennar þegar Vigdís var kosin forseti og kom fram á svalirnar á heimili sínu í kjól og jakka úr íslenskum lopa, sem Inna hafði hannað og prjónað. Hún var mjög fjölhæf og vandvirk hann- yrðakona, allt frá fínasta útsaumi til útskurðar og einnig vann hún til verðlauna fyrir hönnun og gerð á flíkum úr íslenska lopanum. Við munum líka hvað hún bakaði ótrú- lega góðar kleinur, soðibrauð og bollur. Það gerði enginn betur þótt margir reyndu. Já, við munum þetta og svo margt, margt fleira sem tengdist Steingerði móðursystur okkar. Elsku Gulli, við þökkum þér ást þína og einstaka umhyggjusemi við móðursystur okkar alla tíð og vott- um þér samúð vegna fráfalls henn- ar. Elsku Þorgerður og Valgerður við tökum þátt í sorginni og þökk- um Guði fyrir að hún fékk loks að hvílast. Hún sofnaði friðsæl og fal- leg með ykkur sér við hlið, búin að kveðja alla þá sem henni voru kær- astir. Við sendum ykkur og fjölskyldum ykkar innilegar samúðarkveðjur. Mikilhæf kona er horfin okkur um sinn, en minningin um hana lifir í hjarta okkar. Valgerður Elín, Auður, Gerður, Þórhildur og Kristjana. Elsku pabbi. Það eru svo margar minningar sem koma upp í hug- ann þegar ég hugsa til þín. Þú varst alltaf brosandi og húm- orinn var aldrei langt undan. Þú gast líka allt, alveg sama hvað það var, hvort sem það var að gera við bíla eða flísaleggja. Ég gat alltaf leitað til þín þegar eitthvað bjátaði á. Ég var og er ótrúlega heppin að eiga þig sem pabba. Þú kenndir mér svo margt. Ég man eftir því þegar við bjugg- um á Molastöðum. Þú varst alltaf úti á verkstæði að vinna. Stundum fékk ég að hjálpa þér, t.d. við að gera tæk- in klár fyrir heyskapinn. Ég fékk þá að smyrja vélarnar. Ég var ótrúlega stolt af því að fá skítugar hendur, mér fannst ég vera svo mikill töffari. Ég man líka eftir því þegar þú gerðir upp gamla Rússajeppann. Þú varst svo ánægður með hann. Við Stefán bróðir fengum oft að keyra hann. Leika okkur að festa okkur í snjón- um og moka hann upp aftur. Einnig man ég eftir því þegar við vorum að taka til í hlöðunni. Ég var á Zetorn- um með sturtuvagninn og þú gamla Nallanum og mokaðir heyinu upp á vagninn. Þú varst nýbúinn að kenna mér hvernig ætti að bakka með kerru, þannig nýtti ég mér hvert ein- KRISTINN GUÐLAUGUR HERMANNSSON ✝ Kristinn Guð-laugur Her- mannsson fæddist á Kársnesbraut 95 í Kópavogi 2. apríl 1948. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 13. maí. asta tækifæri til að bakka með kerruna. Alltaf þurfti ég að sýna mig fyrir pabba. Svo fengum við Stefán bróðir stundum að vera í sturtuvagninum þeg- ar þú fórst með gamla heyið upp á Höfða. Þegar þú byrjaðir að sturta létum við okkur alltaf hanga. Skemmti- legast var þegar þú hristir vagninn og við vorum nærri dottin í gamla heyið. Svo eftir vinnuna fórstu stund- um með okkur út á Ketilás og keypt- ir handa okkur ís og pylsu. Já, pabbi minn, ég get endalaust talað um hvað það var skemmtilegt að vera með þér og eiga þig sem pabba. Enda var það mikið sjokk fyrir okkur þegar þú greindist með krabbameinið, því þú varst aldrei veikur. Ég trúi því ekki enn að þú sért farinn frá okkur. Ég bíð alltaf eftir því að þú komir aftur. En það er gott að vita það að þú ert í góðra vina hópi þarna uppi. Ég sakna þín sárt. Þín dóttir Selma Hrönn. Pabbi, ég trúi því varla að þú sért farinn frá okkur. Minningarnar hrannast upp, bros- in og faðmlögin sem þú varst svo óspar á. Ef mér leið illa gat ég alltaf talað við þig. Þú tókst þá utan um mig og sagðir: „Þetta reddast,“ og veistu hvað – það gerði það alltaf! Þegar þú tókst þér eitthvað fyrir hendur þá vildirðu ganga beint til verks. Til hvers að gera eitthvað á morgun sem þú getur gert í dag? Þú hefur kennt mér svo mikið elsku pabbi, þú hefur alltaf verið mín fyr- irmynd. Og hver hefði trúað því að einn hraustasti, sterkasti og yndislegasti maður í heimi skyldi veikjast? Eng- inn. Þú varst alltaf svo sterkur, kvartaðir aldrei, beist bara á jaxlinn og gantaðist. Vinkona mín sagðist hafa lesið einhvers staðar að þegar einhver dæi þá færi sálin úr líkamanum og leystist upp og færi í allt sem til er; blómin, loftið, fjöllin og hafið, bara í allt, „svo pabbi þinn er ekki lengur þar sem hann var heldur alls staðar í kringum þig“. Þessu trúi ég. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var, ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar. Aldrei var neinn, svo ástúðlegur eins og þú, ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt. Liðin er tíð er leiddir þú mig lítið barn, brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði. Ó, pabbi minn, ég dáði þína léttu lund, leikandi kátt, þú lékst þér á þinn hátt. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var, æskunnar ómar, ylja mér í dag. (Þorsteinn Sveinsson.) Elsku pabbi, ég kveð þig með söknuði. Þín dóttir Heiðrún. Elsku pabbi, hérna sit ég nú og hugsa um allar þær skemmtilegu stundir sem við áttum saman. Ég man eftir því þegar þú kenndir mér að hjóla þá var ég um 6 ára og við bjuggum á Hjallabrautinni. Þú varst einstaklega þolinmóður við mig og gerðir þessa hjólaferð mína skemmtilega, það var alveg sama hvað ég datt oft alltaf komstu mér til að hlæja og reyna aftur þangað til ég náði tökum á hjólinu. Þegar ég var 8 ára fluttum við að Molastöðum í Fljótum. Mínar bestu minningar þaðan tengjast fjárhúsunum, ég man að ég gat verið endalaust upp í fjár- húsi og hjálpað þér við að gefa eða vaka yfir þegar sauðburðurinn byrj- aði. Þó var þarna ein kind sem ég hræddist alltaf. Þegar þú sást hvað ég óttaðist hana sagðirðu mér að henni fyndist gaman að sjá mig hlaupa í burtu. Þetta sat í mér að ein kind með stór horn skyldi hlæja að mér svo að ég ákvað að næst skyldi ég ekki hlaupa í burtu og áætlunin tókst, eftir þetta missti kindin áhug- ann á mér. Þetta var þín aðferð til að segja mér að horfast í augu við það sem ég óttast og þetta ráð þitt hefur alltaf hjálpað mér. Og ekki má gleyma heyskapnum, þá var nú oft fjör og mikill gestagangur en þið mamma tókuð á móti öllum með brosi og hlýju viðmóti og oftar en ekki voru gestirnir komnir út á tún að henda böggum upp á vagn. Eftir að ég fluttist að heiman og stofnaði mína eigin fjölskyldu var gott að geta leitað ráða hjá ykkur mömmu. Þú varst alltaf til staðar og tilbúin að koma mér til að hlæja enda var stutt í hláturinn og grínið hjá þér. Þú varst líka alltaf tilbúinn að líta eftir og leika við afabörnin þín þrjú sem munu sakna afa síns sárt. Svona get ég haldið endalaust áfram, elsku pabbi minn, því minningarnar eru margar og góðar. Ég á erfitt með að trúa að þú sért farinn frá okkur, fyr- ir mér ertu bara farinn enn einn túr- inn með Kleifarberginu bara svolítið lengri í þetta skiptið. Ég mun alltaf sakna þín, elsku pabbi. Þín dóttir Sigríður Sóley.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.