Morgunblaðið - 27.05.2005, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 27.05.2005, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 53 DAGBÓK lifun tímarit um heimili og lífsstíl – 04 2005 s v e i t o g b o r g s u m a r b l ó m i n n i o g ú t i p u l l u r o g p ú ð a r á p a l l i n n l u k t i r o g ö n n u r l ý s i n g a t h y g l i s v e r t s u m a r h ú s a r k i t e k t s í t a l s k u r m a t u r á í s a k ö l d u l a n d i r ó s i r o g m e l g re s i m e ð m e i r u Tímaritið Lifun fylgir laugardagsblaði Morgunblaðsins fyrir fagurkera á öllum aldri Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Listmuna- og hand- verkssýning stendur yfir 27., 28. og 30. maí frá kl. 13–17 alla dagana. Ás- geir Ásgeirsson, klassískur gítarleik- ari, tekur á móti gestum. Í dag er há- tíðarbingó kl. 14, Inga Backman og litli kórinn í Neskirkju, kl. 15 veislukaffi. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, Smíði/ útskurður kl. 13–16.30, bingó kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, böðun, hárgreiðsla, fótaaðgerð, frjálst að spila í sal. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dag- blöð, kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist spiluð í kvöld, föstudag kl. 20.30 í Gjábakka. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Opið í Garðabergi frá kl. 12.30–16.30. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar. Kl. 10.30 létt ganga um nágrennið. Frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 12 leggur Gerðubergskórinn í ferðalag um Norðurland, m.a. Akur- eyri, Húsavík, Blönduós og fl. Félagsþjónustan Hraunbæ 105 | Kl. 9 amenn handavinna – bútasaumur, út- skurður, hárgreiðsla og bað, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 12 hádegismatur, kl. 14 bingó, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi rabb og kaffi kl. 9, leikfimi í Bjarkarhúsinu kl. 11.30, bridge kl. 13, dansleikur 60 ára og eldri kl. 20.30. Hvassaleiti 56–58 | Frjáls aðgangur að opinni vinnustofu – postulínsmáln- ing. Hádegisverður. Fótaaðgerð- arstofa s. 588 2320. Hárgreiðsla s.517 3005. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll- um opið. Gönuhlaup kl. 9.30. Bridge í Betri stofu kl. 13.30. Fundur um fé- lagsstarfið kl. 14. Skráning í hópa og námskeið næsta haust. Kosning í not- endaráð. Vorsýning opin kl. 13–16. Upplýsingar í síma 568 3132. Norðurbrún 1, | Kl. 9–12 myndlist, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–14.30 hannyrðir, kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13.30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurbjargar, kl. 14.30–16 dansað við lagaval Sigvalda. Gott með kaffinu. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, leirmótun og hárgreiðsla kl. 9, morgunstund og fótaaðgerðir kl. 9.30, leikfimi kl. 10. Bingó kl. 13.30. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Æfing fermingar- barna kl. 16. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Kirkja unga fólksins, samkoma kl. 20:00, bænastund kl. 19:30 fyrir samkomu. Allir velkomnir. www.filo.is. Mezzó-sópran söngkonan Dóra Steinunn Ármannsdóttir og Kolbrún Sæmundsdóttir píanóleikari halda einsöngstónleika í Langholtskirkju á morgun. kl. 16. Dóra Steinunn þreytir nú í vor burtfararpróf í ein- söng frá Söngskólanum í Reykjavík og eru tónleikarnir liður í því. Á efnisskránni eru íslenskir ljóða- söngvar eftir Sigvalda Kaldalóns, Árna Thorsteinson og Karl O. Run- ólfsson og auk þess lög eftir unga nútímahöfunda, Dagbjörtu Jóns- dóttur, samnemanda Dóru Stein- unnar við Söngskólann og Hreiðar Inga Þorsteinsson. Dóra Steinunn syngur einnig söngva úr söng- leikjum eftir Kurt Weill og Óperu- draugnum eftir Andrew Lloyd Webber, en þar kemur samnemandi Dóru Steinunnar við Söngskólann, Bjarni Atlason barítón til liðs við söngkonuna. Þá flytur hún einnig aríur úr óperum eftir Mozart og Rossini. Dóra Steinunn hefur stundað söngnám frá 1998 við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harð- ardóttur og Kolbrúnu Sæmunds- dóttur. Hún hefur sótt „master- class“ námskeið, m.a. hjá Kristni Sigmundssyni og Jónasi Ingimund- arsyni og hjá Robin Stapleton, þar sem hún fékk tækifæri til að syngja fyrir Dame Kiri Te-Kanawa. Dóra Steinunn hefur sungið með Nemendaóperu Söngskólans, m.a. Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós eftir W.A. Mozart, Prakkarann í L’enfant et les sortiléges eftir Maurice Ravel og Maddalenu í Rigoletto eftir G. Verdi. Í Íslensku óperunni hefur hún m.a. sungið Stúlkuna í Stúlk- unni í vitanum, eftir Þorkel Sigur- björnsson og 3. dreng í Töfraflaut- unni eftir W.A. Mozart. Með Sumaróperu Reykjavíkur söng hún Norn í Dido og Æneas eftir Henry Purcell og Amore í Krýningu Popp- eu eftir Monteverdi. Hún tók þátt í frumflutningi á óperunni Gretti eftir Þorkel Sigurbjörnsson á Wagner ungmennahátíð í Bayreuth sl. sumar og flutningi á Elijah eftir Mendels- sohn í haust í Carnegie Hall undir stjórn Garðars Cortes. Íslenskir ljóðasöngvar, söngleikjalög og aríur Brosgretta. Norðu ♠G9 ♥ÁKG10 S/Allir ♦K63 ♣K432 Vestur Austur ♠D10874 ♠K652 ♥D72 ♥653 ♦D105 ♦842 ♣G7 ♣D106 Suður ♠Á3 ♥984 ♦ÁG97 ♣Á985 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 1 grand Pass 3 grönd Pass Pass Pass Vörnin hefur yfirleitt það forskot á sagnhafa að sjá strax hvernig legan er í lykillitum. Þegar legan er sagnhafa í hag, getur verið skynsamlegt að þyrla upp ryki með óvæntri spilamennsku til að leiða sagnhafa af eðlilegri braut. Við höfum skoðað nokkur slík dæmi á síð- ustu dögum og hér er enn eitt af svip- uðum toga. Vestur kemur út með spaða gegn þremur gröndum. Sagnhafi reynir gos- ann í borði, en drepur svo kóng austurs með ás. Nú er spaðinn galopinn, svo sagnhafi þarf að hirða níu fyrstu slag- ina, sem er einfalt með því að svína í hjartanu. En suður er góður spilari, sem ekki vill setja öll eggin í sömu körfuna strax. Hann ákveður að prófa tígulinn fyrst, taka kóng og ás. Kannski kemur drottningin önnur úr vestrinu og þá má fá fjóra slagi á tígul með því að svína fyrir tíu austurs. Nú skulum við setjast í sæti vesturs. Hann horfir á ÁKG10 í hjarta í borði og sjálfur á hann drottningu þriðju. Ekki gæfulegt. Þegar sagnhafi fer að fikta í tíglinum ætti vestur því að setja upp gildru með því að láta drottn- inguna falla undir tígulkónginn. Sagn- hafi mun ganga í þá gildru með bros á vör – fara inn í borð á hjartaás og svína tígulníu. En þá breytist hið einlæga bros í grettu. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is JPV-útgáfa hefur sent frá sér í kilju bókina Ellefu mínútur eftir Paulo Coehlo í þýðingu Guðbergs Bergs- sonar. Bókin kom út í innbundinni út- gáfu hjá JPV síðastliðið haust og hlaut afbragðs móttökur samkvæmt útgefanda. Listamaðurinn kom til Ís- lands í tilefni af útgáfunni þá. „Ellefu mínútur segja frá Maríu, ungri brasilískri stúlku sem er tilfinn- ingalega niðurbrotin eftir reynslu sína af fyrstu ástinni. Hún er á við- kvæmum aldri og sannfærist um að hún muni aldrei finna sanna ást og að henni fylgi ekkert nema þjáning, von- brigði og kvöl. Hún fer til Genfar þar sem hana dreymir um að verða fræg og rík en verður þess í stað vændiskona,“ segir í kynningu um bókina. Bók
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.