Morgunblaðið - 27.05.2005, Side 56
RÓMANTÍSKA gamanmyndin Monster-in-Law
leiðir saman Jennifer Lopez og Jane Fonda á
hvíta tjaldinu en Fonda snýr aftur eftir 14 ára hlé
frá kvikmyndum. Charlie (Lopez) er í leit að
manni, sem kann að meta hana. Hún fæst við
margt, gengur með hunda, málar, hannar föt og
svarar í símann á læknaskrifstofu.
Michal Vartan úr Alias leikur Keith, sem virðist
fullkominn fyrir Charlie. Hann er læknir, sem
nýtur velgengni í starfi, heillandi og ástfanginn af
henni. Keith er búinn að biðja Charlie en það er
eitt vandamál; mamma hans, Viola, sem Jane
Fonda leikur, er algjör martröð.
Viola er þekkt sjónvarpskona, sem varð fyrir
áfalli þegar yngri kona tók við af henni. Keith er
henni allt, ekki síst nú þegar ferillinn er ekki eins
glæstur og hann var. Henni finnst Charlie ekki
nógu góð fyrir soninn og ætlar að gera hvað hún
getur til að stía þeim í sundur. Til þess fær hún
hjálp aðstoðarkonu sinnar, Ruby, leikinni af
Wöndu Sykes. Á meðal þess sem Viola gerir er að
gera lítið úr störfum tilvonandi tengdadótturinnar
og býður gömlum kærustum sonarins í heimsókn.
Leikstjóri myndarinnar er Robert Luketic, sem
er þekktur fyrir myndirnar Legally Blonde og
Win a Date with Tad Hamilton.
Frumsýning | Monster-in-Law
Jane Fonda leikur móður sem er ekki tilbúin
að sleppa takinu af syninum og sjá á eftir
honum í hendur tilvonandi tengdadóttur,
sem Jennifer Lopez leikur.
Ferleg tengdamóðir
ERLENDIR DÓMAR
Metacritic.com 32/100
Roger Ebert Guardian Hollywood Reporter 20/100
Empire 40/100
Variety 30/100 (skv. metacritic)
56 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Það er gott að
rækta garðinn sinn ...
Glæsilegur blaðauki um garðinn fylgir
Morgunblaðinu föstudaginn 10.júní.
Grænir fingur, blómabörn og grillmeistarar eru á leiðinni út í
garð og nú er lag að minna þau á þig.
Meðal efnis í blaðinu eru nýjungar í blóma- og trjáframboði,
garðhúsgögn, glóðheitar grilluppskriftir, matjurtarækt,
heitir pottar, hitalampar á verandir, pallaefni og margt fleira.
Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 þriðjudaginn 7. júní
Allar nánari upplýsingar
veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105 eða
kata@mbl.is
Lagið „Klikkaði froskurinn“ eða„Crazy Frog“ sem þykir ákaf-
lega pirrandi farsímahringing, virðist
ætla að fara í
efsta sæti breska
smáskífulistans
um helgina.
Coldplay hafði
vonast til að fara
beint í fyrsta sæt-
ið með lag sitt
„Speed of Sound“
en plötuverslanakeðjan HMV segir
að fjórar smáskífur af „Crazy frog“-
laginu með þýska danstvíeykinu Bass
Bumber’s, hafi selst á móti hverri
Coldplay-smáskífu.
„Crazy frog“ var upphaflega hug-
arsmíð Daniel Malmedahl, ungs Svía,
sem var að reyna að herma eftir
hljóðum bílvéla. Árið 2004 var það
markaðssett af Þjóðverjum sem
hringitónn. Það varð undarlega vin-
sælt meðal farsímanotenda um alla
Evrópu.
Bass Bumbeŕs fléttar saman hin-
um svokallaða texta „Crazy frog“ við
lagið „Axel F“ úr myndinni Beverly
Hills Cop.
Ef einhvern langar til að syngja
með þá er hér texti lagsins:
„Beh-ding ding ding ding dididing
ding bing bing pscht
Dorhrm bom bom bedom bem bom
bedom bom bum ba ba bom bom
Bouuuuum bom bom bedahm, Bom
be barbedarm bedabedabedabeda
Bbrrrrrimm bbrrrrramm
bbbrrrrrrrrraammmmm ddddddra-
ammm
Bah bah baah baah ba wheeeeeee-
eeeee-eeeee!“
Oliver Martinez, kærasti KylieMinogue, hefur neyðst til að
setja kvikmyndaferil sinn á ís til þess
að geta veitt kærustu sinni fullan
stuðning í veik-
indum hennar.
Minogue
greindist með
brjóstkrabbamein
fyrir rúmri viku
og gekkst þegar
undir aðgerð.
Martinez átti að
hefja tökur á
bandarísku myndinni The Snow
Goose á næstu dögum en hefur farið
fram á að þeim verði frestað.
Kylie hefur lýst sárum vonbrigðum
sínum með að þau hafa þurft að fresta
áformum sínum um barneignir um
fimm ár vegna veikindanna, en þau
hafa undanfarið verið að reyna að
eignast sitt fyrsta barn saman. Min-
ogue er núna 37 ára gömul og verður
því orðið 42 ára þegar þau geta á farið
að huga að barneignum.
Nýi veruleikaþátturinn meðBritney Spears og Kevin Fe-
derline eiginmanni hennar hefur vak-
ið svo litla athygli að framleiðendur
hafa hótað að hætta framleiðslu á
honum aukist áhorfið ekki hið snar-
asta. Þátturinn Britney and Kevin:
Chaotic fjallar um
stormasamt sam-
band þeirra hjóna
og þar ku hin fyrr-
um flekklausa
Spears sýna á sér
nýja og frakkari
mynd konu sem
montar sig út í eitt
af úthaldi sínu í
bólinu – móður hennar Lynne til mik-
ils ama. Þrátt fyrir allt hispursleysið
virðist lítill áhugi vera á þáttunum og
herma fregnir að hún hafi miklar
áhyggjur af þessum dvínandi vin-
sældum sínum.
Fólk folk@mbl.is
HROLLVEKJAN og unglinga-
myndin House of Wax er endurgerð
myndar frá árinu 1953. Margir
þekkti leikarar af yngri kynslóðinni
eru í leikarahópnum og má þar helst
nefna Chad Michael Murrey úr One
Tree Hill og Elizu Cuthbert úr 24.
Einnig leikur hótelerfinginn Paris
Hilton hlutverk í myndinni.
Myndin er endurgerð af hinum
þekktu framleiðendum Joel Silver
(Matrix) og Robert Zemeckis (Back
to the Future). Hún segir frá sex
vinum sem eru á ferðalagi um Flór-
ída en auk áðurnefndra þriggja leik-
ara eru Robert Richard, Jared
Padalecki, og Jon Abrahams í hlut-
verki vinanna.
Hópurinn tjaldar nærri litlum bæ
þar sem yfirgefið vaxmyndasafn
nær athygli þeirra. Þegar hann
rannsakar þetta dularfulla hús kom-
ast krakkarnir að því að ekki aðeins
eru stytturnar úr vaxi heldur allt
húsið. Heldur ógnvekjandi stað-
reynd og ekki bætir úr skák að þeir
hitta tvo heldur skuggalega karakt-
era sem virðast vera eina fólkið bú-
sett á stóru svæði þarna í kring.
Annar safnar dauðum dýrum á þjóð-
vegum og hinn er bensínstöðv-
arafgreiðslumaðurinn Bo (Brian
Van Holt). Bo tekst að lokka krakk-
ana heim til sín og í kjölfarið fylgja
ýmsar blóðugar senur með skærum,
hnífum og öðrum beittum hlutum.
Þeir hitta líka geðveikan bróður Vin-
cent, sem er einnig leikinn af Van
Holt.
Þess má geta að þrátt fyrir að
myndin eigi að gerast í Bandaríkj-
unum var hún öll tekin upp í Ástr-
alíu, sem er að verða vinsælt kvik-
myndatökuland.
Frumsýning | House of Wax
Vandræði með vaxmyndir
ERLENDIR DÓMAR
Metacritic.com 41/100
Roger Ebert Hollywood Reporter 50/100
New York Times 50/100
Variety 20/100 (skv. metacritic)
Jon Abrahams, Chad Michael Murray, Elisha Cuthbert og Jared Padalecki
í hlutverkum sínum.
NÝJASTA mynd
leikstjórans Dags
Kára Péturssonar er
frumsýnd í dag.
Þetta er önnur mynd
hans í fullri lengd en
áður gerði hann verð-
launamyndina Nóa
albínóa. Voksne
mennesker er af öðr-
um toga en hún er á
dönsku og gerist að
mestu í Kaupmanna-
höfn.
Aðalsöguhetjan er
graffitilistamaðurinn
Daniel (Jakob Ceder-
gren), sem lifir á því
að spreyja ástarjátn-
ingar á veggi borg-
arinnar. Hann vill
bara taka að sér svarta vinnu eins
og kemur í ljós á skattayfirliti hans
þar sem hann hefur þénað aðeins
400 krónur síðustu ár. Daniel er
ekki heldur mikið fyrir að gefa upp
kennitöluna sína eða yfirhöfuð taka
þátt í samfélaginu á sama hátt og
aðrir. Hann keyrir um á Fiat 500,
sem er áberandi í myndinni, en
bíllinn er ein af hans fáum verald-
legu eigum.
Líf hans breytist þegar hann
kynnist bakarísstúlkunni Francescu
(Tilly Scott Pedersen). Það flækir
þó málin að besti vinur Daniels,
Roger, kallaður Morfar eða Afi
(Nicolas Bro), er líka hrifinn af
henni. Afi er skrautleg persóna
sem vinnur hörðum höndum að því
að verða dómari í fótbolta. Hann
hefur ekkert á móti því að fylgja
samfélagsreglunum sem Daniel
hunsar.
Saga dómara nokkurs (Morten
Suurballe) fléttast inn í myndina en
hann lifir allt öðruvísi lífi en Dani-
el. Undir lokin verða þó bæði Dani-
el og dómarinn að taka mikilvægar
ákvarðanir í lífi sínu.
Voksne mennesker er gædd sér-
stakri kímni Dags Kára og er mik-
ið af minnisstæðum samtölum í
myndinni. Hún er tekin upp í
svarthvítu, sem gefur henni ákveð-
inn svip.
Fyrir utan eitt lag Franks Si-
natra, „Why Shouldn’t It Happen
To Us“, sem Claus Hempler syng-
ur, er tónlistin eftir Slowblow. Dú-
ettinn, sem leikstjórinn skipar
ásamt Orra Jónssyni, samdi einnig
tónlistina við Nóa albínóa.
Farartæki Daniels, Fiat 500, kemur mikið við sögu
en hér er hann á ferð ásamt Francescu.
Frumsýning | Voksne mennesker
Vaxið úr grasi í borginni
Politiken Berlingske Tidende