Morgunblaðið - 27.05.2005, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 57
FYRIR síðustu jól gaf hljómsveitin Á
móti sól út tökulagaplötuna 12 ís-
lensk topplög. Það skipti engum tog-
um að platan sú seldist á örskammri
stundu í 8.000 eintökum og varð mest
selda plata sveitarinnar frá upphafi.
Platan þar á undan, Fiðrildi, sem út
kom vorið 2003, gekk þó líka harla vel
og seldist í 4.500 eintökum.
12 íslensk topplög var sú fimmta á
ferli sveitarinnar sem hefur nú verið
starfandi síðan 1995 og mun því fagna
tíu ára starfsafmæli í haust. Sjötta
plata sveitarinnar kemur svo út í dag
og kallast hún Hin 12 topplögin. Eins
og nafnið gefur til kynna lýtur hún
sömu lögmálum og síðasta verk en af
lögum sem hana prýða má nefna „Þú
og ég“, „ Þrisvar í viku“, „Bíólagið“,
„Fyrsti kossinn“ og „Hjálpaðu mér
upp“.
Heimir Eyvindarson, hljómborðsleikari sveitarinnar,
segir aðspurður að lögin hafi ekki verið tekið upp á sama
tíma og fyrir hina plötuna en oft er það svo að „fram-
haldsplötur“ eru gefnar út vegna gríðarlegra vinnuaf-
kasta á einhverju tímabili (Amnesiac með Radiohead,
Reload með Metallica t.d.).
„Nei, við tókum nú bara upp fimmtán lög fyrir síðustu
plötu,“ segir Heimir. „Við ætluðum ekkert að gera
meira. En tilurð þessarar plötu er m.a. vegna þess að við
ætluðum að spara við okkur hress partílög á síðustu
plötu. En grínuðumst svo með það að gefa út plötuna 12
íslensk partílög í sumar.“
Liverpool og kommúnismi
Heimir segir að vinnan við síðustu plötu hafi verið
mjög skemmtileg en þeir hafi þó verið efins lengi vel um
hvort leggja ætti í aðra eins. En svo hafi loks verið
ákveðið að koma þessari „frá“ og það bara sem fyrst.
„Og það er svo sem enginn blæbrigðamunur á þessum
tveimur plötum. Þetta þróaðist þannig að þessi plata er
nákvæmlega eins og hin að upplagi.“
Frumsamin lög hafa verið að fæðast meðfram þessu
tökulagaæði meðlima. Nokkrir grunnar eru þegar til-
búnir og má búast við skífu með slíku efni á næsta ári.
Heimir er þó ekki viss að þessum nýju grunnum verði
haldið, þeir verði mögulega orðnir úreltir. Heimir hefur
hingað til verið höfuð-lagasmiðurinn en hann segir að
Magni söngvari sé einnig að koma sterkur inn.
Svo virðist sem Á móti sól sé þétt og gott vinaband og
Heimir staðfestir það. Það sé vissulega undarlegt að
fimm menn geti þolað hver annan, helgi eftir helgi í mörg
ár en þetta sé fyrst og síðast svo rosalega gaman að það
sé í raun engin leið að hætta eins og segir í laginu.
„Við höldum líka allir með Liverpool og það hjálpar
mikið,“ segir Heimir. „Og erum auk þess með svipaðar
pólitískar skoðanir, hálfgerðir kommúnistar allir. En svo
hjálpa góðar viðtökur, eins og við síðustu plötu, alltaf
mikið. Þær virkuðu sem eins konar vítamínsprauta á
bandið.“
Hinir eiginlegu útgáfutónleikar verða í dag á Rás 2, en
á milli kl. 15og 16 mun sveitin leika lög af plötunni. Svo
verða tónleikar á Players í kvöld og á Gauknum á morg-
un.
Tónlist | Á móti sól gefur út Hin 12 topplögin
Þetta eru toppmenn
Á móti sól: Annar skammtur af íslenskum topplögum kemur í búðirnar í dag.
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
www.amotisol.is
UPPSELT er á tónleika Bubba
Morthens sem verða í Þjóðleik-
húsinu 6. júní næstkomandi.
Hefur því verið ákveðið að bæta
við öðrum tónleikum daginn eft-
ir. Tónleikarnir eru haldnir í til-
efni af tuttugu og fimm ára
starfsafmæli tónlistarmannsins
og mun Bubbi fara í gegnum
feril sinn ásamt hljómsveit undir
stjórn Eyþórs Gunnarssonar.
Auk tónleikanna gefur Bubbi út
tvær nýjar plötur á afmælisdag-
inn, Ást og Í sex skrefa fjarlægð
frá paradís. Þetta mun vera í
fyrsta skipti sem íslenskur tón-
listarmaður gefur samdægurs út
tvær sjálfstæðar plötur.
Miðasala er hafin í Þjóðleik-
húsinu á seinni tónleikana sem
verða 7. júní. Miðaverð er 2.900
krónur.
Bubbi í sjónvarpsþættinum Á líðandi stundu.
Aukatónleikar
haldnir
mbl.issmáauglýsingar