Morgunblaðið - 27.05.2005, Side 61

Morgunblaðið - 27.05.2005, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 61 AKUREYRI KEFLAVÍKKRINGLANÁLFABAKKI   Sýningatímar 27. maí HOUSE OF WAX kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 HOUSE OF WAX VIP kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 CRASH kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 HITCHHIKER´S GUIDE... kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 THE WEDDING DATE kl. 4 - 6 - 8 - 10 HOUSE OF WAX kl. 3.30-5.45-8-9.15-10.20-11.30 B.i. 16 THE WEDDING DATE kl. 5 - 7 - 8 HITCHHIKER´S GUIDE... kl. 10 THE ICE PRINCESS kl. 4 - 6 HOUSE OF WAX kl. 8 - 10 THE WEDDING DATE kl. 8 HITCHHIKER´S GUIDE... kl. 10 THE ICE PRINCESS kl. 6 SVAMPUR SVEINSSON kl. 6 House of Wax kl. 5.50 - 8 - 10.10 Star Wars - Episode III kl. 5 - 8 - 10.45 THE JACKET kl. 10.30 B.i. 16 SAHARA kl. 6 - 8.15 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 4 THE PACIFIER kl. 4 H Á D E G I S B Í Ó 400 KR MIÐAVERÐ Á ALLAR MYNDIR KL.12 Á SUNNUDAGINN Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI ELISHA CUTHBERT CHAD MICHAEL MURRAY BRIAN VAN HOLT PARIS HILTON JARED PADALECKI RAGNHILDUR Óskarsdóttir, sem fæddist í Reykjavík árið 1940 og gekk ávallt undir nafn- inu Róska, lifði róttækara og óvenjulegra lífi en þekktist á þeim tíma og í því samfélagi sem hún er sprottin úr. Þessi hæfileikaríka lista- og hug- sjónakona fór sínar eigin leiðir bæði í lífi sínu og list, og bjó stóran hluta ævi sinnar í Róm þar sem heimili (og önnur aðsetur) hennar og lífs- förunautarins Manricos Pavolettoni urðu að opnum vettvangi fyrir samskipti listamanna og pólitísks hugsjónafólks sem hafnaði borg- aralegum gildum og vildi umskapa heiminn í réttlátari mynd. Róska var jafnframt hluti af umbyltingarafli SÚM-hreyfingarinnar, en greindi sig um leið sterklega frá samferðafólki sínu með því að skapa sér mjög persónulega og síðar harðpólitíska rödd í listsköpun sinni. Ný heimildamynd kvikmyndaleikstjórans Ásthildar Kjartansdóttur og meðhandritshöf- undarins Lóu Aldísardóttur veitir áhrifaríka innsýn í líf og hugarheim Rósku. Í myndinni er tekin sú stefna að fjalla um manneskjuna Rósku fremur en t.d. „listmálarann“ Rósku, enda er vart hægt að finna skýrara dæmi um mann- eskju sem lifði lífi sínu í þágu listarinnar, sköp- unarinnar og hugsjónanna en hana. Hún skilur eftir sig sögu sem er uppfull af fegurð og ljót- leika, ást og öfgum, ósveigjanlegum hugsjónum og ef til vill óumflýjanlegu skipbroti. Í viðleitni sinni við að segja þessa sögu leggja þær Ást- hildur og Lóa upp í eins konar ævintýraleit, bæði um slóðir Rósku á Íslandi og Ítalíu, og um þá slóð sem hún skilur eftir sig í listaverkum og minningum fólks sem kynntist henni. Kortlagningin á æviferlinum er ekki upptekin af smáatriðum heldur er smám saman byggð upp sterk mósaíkmynd sem spannar vítt svið, og rekur ævi- og listferilinn í heild. Í stað þess að setja myndina saman úr fullunnum viðtölum við „talandi“ hausa er gengið um götur, heim- ilisföng og dyrabjöllur leituð uppi, gömul skjöl grafin upp og fylgst með því þegar ítalskur vin- ur Rósku og Manricos hringir til að „redda“ leyfi til að taka upp á tilteknum stað. Rætt er við fólk sem þekkti Rósku bæði í æsku og síðar á ævi hennar, á Íslandi og ekki síst Ítalíu, en tíma- bilið sem hún dvaldi þar skipar veigamikinn sess í myndinni. Það er áhugavert að fá innsýn í þær róttæku hugmyndalegu hræringar sem Róska var hluti af á Ítalíu, og mótuðu listsköpun hennar og ekki síst kvikmyndagerð á sjöunda og áttunda áratugnum. Frásagnir viðmælend- anna eiga það sameiginlegt að vera einlægar og ævintýralegar, sumir fyllast skáldlegum inn- blæstri þegar þeir minnast Rósku („Róska minnti mig á eldfjallaeyjuna. Hún brosti þann- ig“) og aðrir draga upp skrautlega mynd af því hvernig lífinu var háttað í kommúnunum á Ítal- íu, þar sem hversdagsleikinn vék fyrir lífs- nautnum og eftirfylgni við pólitískar hugsjónir. Listaverkum eftir Rósku, einkum lýrískum og persónulegum teikningum hennar og mál- verkum, er skotið inn í frásögnina á einkar næman hátt, þannig að ekki þarf sérstakrar túlkunar við, innsýnin sem veitt er í líf og hug- myndaheim Rósku í samspili við myndirnar tal- ar sínu máli. Gjörningur sem Róska flutti á Ný- listasafninu árið 1996 og fól í sér uppgjör listakonunnar við eigið líf fær sérstaka athygli í myndinni, en hann verður að nokkurs konar leiðarstefi sem kallast á við það endurlit yfir liðna ævi sem heimildamyndargerðin óhjá- kvæmilega er. Með því að byrja og enda á gjörningnum, þar sem Róska athafnar sig innan um tómar vínflöskur, er vikið að skugganum sem vofði yfir í lífi Rósku, vímuefnaneyslunni og veikindunum sem stuðluðu að því að hún lést langt fyrir aldur fram, tveimur vikum eftir að hún flutti gjörninginn. Eins og Ásthildur Kjartansdóttir benti á í umræðum að frumsýningu myndarinnar lokinni er aldrei hægt að finna hina einu réttu nálgun í ævisögulegri heimildamynd, og ekki hægt að líta á afraksturinn sem annað en tiltekna mynd sem brugðið er upp af viðfangsefninu. Sú mynd sem hér kemur fram er frjálsleg og opin, laus við upphafningu en um leið svo næm og skap- andi að manni finnst eins og kjarni Rósku nái að skína í gegn. Líf og list Rósku KVIKMYNDIR Tjarnarbíó – Reykjavík Shorts & Docs Stjórnandi: Ásthildur Kjartansdóttir. Handrit: Ást- hildur Kjartansdóttir og Lóa Aldísardóttir. Heim- ildarmynd, 80 mín. Litla gula hænan, 2005. Róska  Heimildarmynd Ásthildar Kjartansdóttur og meðhandritshöfundarins Lóu Aldísardóttur „veitir áhrifaríka innsýn í líf og hugarheim Rósku“, segir í dómi um myndina. Heiða Jóhannsdóttir MYNDBANDIÐ við lag Emilíönu Torr- ini „Sunnyroad“ hefur verið tilnefnt til verðlauna á CADS05 verðlaunahátíð- inni sem haldin verður 1. júní. Mynd- bandið er tilnefnt í flokknum besta teikning í myndbandi. Þessi hátíð mið- ar að því að verðlauna það sem fram úr hefur skarað á sviði sköpunar og hönnunar í gerð kynningarefnis á tón- list en CAD stendur fyrir „Creative and Design Awards“. Eru þar m.a. veitt verðlaun fyrir kvikmyndatöku, framleiðslu, leikmynd, búninga, klipp- ingu og leikstjórn á tónlistarmynd- böndum auk hönnunar á umbúðum og öðru kynningarefni. Emelíana er um þessar mundir á tónleikaferðalagi og leikur m.a. á nokkrum tónlistarhátíðum í sumar m.a. í Írlandi. Nú síðast var tilkynnt að hún mundi koma fram á Orange Music Ex- perience tónlistarhátíðinni í Ísrael. Há- tíðin fer fram við Haifa-höfnina í Jerú- salem dagana 28.–30. júní en auk Emelíönu koma fram Keith Emerson, Bjorn Again, Faithless, Earth Wind and Fire og Stereo MCs. Morgunblaðið/Golli Emilíana gerir víðreist um þessar mundir. Myndband Emilíönu tilnefnt til verðlauna Grínleikarinn Eddie Murphy og AdamSandler verða meðal leikenda í næstu mynd Quentins Tarantinos. Ekki verður þó um grínmynd að ræða heldur stríðsmynd, sem gerist í seinni heimsstyrjöldinni og mun heita Inglorious Bastards. Einnig leika stór hlutverk í myndinni nokkrir af hirðleikurum Tar- antinos, þ. á m. Tim Roth og Michael Madsen en báðir léku þeir í fyrstu mynd hans Re- servoir Dogs, Roth lék einnig í Pulp Fiction og Madsen í Kill Bill-myndunum. Tarantino er búinn að skrifa handritið en tökur á myndinni eru ekki enn hafnar. Gert er ráð fyrir að mynd- in verði frumsýnd á næsta ári. Einn virtasti kvikmyndaframleiðandisamtímans, hinn indverskættaði Ismail Merchant er látinn, 68 ára gamall. Merch- ant framleiddi flestar myndir breska kvik- myndagerðarmannsins James Ivory en sam- an gerðu þeir fjölda margverðlaunaðra mynda, unnu m.a. til 6 Óskarsverðlauna, en kunnar Merchant-Ivory-myndir, eins og þær eru jafnan kallaðar, eru A Room with A View, Howards End og Remains of the Day. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.