Morgunblaðið - 19.06.2005, Síða 8

Morgunblaðið - 19.06.2005, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Karlar eru í meiri-hluta í nefndumog ráðum á Land- spítala – háskólasjúkra- húsi (LSH) og fara mun oftar með formennsku. Engu að síður eru konur um átta af hverjum tíu starfsmönnum sjúkra- hússins. Þetta kemur fram í skýrslu LSH um stöðu jafnréttismála árin 2003 og 2004. Árið 2004 voru karlar formenn í 67% nefnda og 54% nefndarmanna. Guðlaug Rakel Guð- jónsdóttir, fyrrum formaður jan- fréttisnefndarLSH og einn höf- unda skýrslunnar, segir að þessar niðurstöður hafi komið á óvart og að engar skýringar liggi fyrir. Það sé athyglivert að á vinnustað þar sem konur eru í svo miklum meirihluta séu nefndir og ráð í öf- ugu hlutfalli. Vilhelmína Haraldsdóttir, sviðsstjóri lækninga á lyflækn- ingasviði II, fór nánar yfir stöð- una í framhaldi af skýrslunni en hún bendir á að nefndirnar dreif- ist ekki jafnt yfir starfsstéttirnar. „Þetta skiptist svolítið eftir því hvað nefndirnar eru að fjalla um. Það eru mjög margar nefndir með jöfnu hlutfalli karla og kvenna en svo eru aðrar þar sem hlutafallið er öðruvísi.“ Vilhelmína segist ekki hafa skýringu á hvers vegna karlar eru oftar formenn nefnda en kon- ur. „Mig grunar að þetta sé eitt- hvað sem yfirmenn þurfa að huga betur að,“ segir Vilhelmína en útilokar ekki að aldur og starfs- aldur geti haft einhver áhrif. „Því lengur sem þú hefur gegnt starfi hjá stofnuninni því líklegra er að þú verðir beðinn um að vera for- maður í einhverri nefnd.“ Heildarlaun karla 60% hærri Í skýrslunni er farið yfir launa- tölur fyrstu níu mánuði áranna 2003 og 2004. Bæði árin voru meðalheildarlaun karla tæpum 60% hærri en kvenna. Árið 2004 voru karlar með 556 þúsund kr. að meðaltali á mánuði en konur aðeins með 351 þúsund. Kynja- hlutföll eru hins vegar mjög mis- munandi milli starfa og oft eru heilu starfstéttirnar eingöngu skipaðar konum. Vilhelmína bendir á að inni í heildarlaunatölum sé ekki tekið mið af vinnuframlagi, menntun, stöðu og álagi. Hún segir að 40% karla sem starfa á LSH séu læknar en aðeins 4% kvenna. „Það er ótrúlega mikil kynja- skipting á milli starfa sem gerir þetta svolítið snúið. Kannski end- urspeglar Landspítalinn þjóðfé- lagið að einhverju leyti,“ segir Vilhelmína og vísar til þess að körlum fjölgar því hærri sem launin eru. „Ef maður skoðar kynjadreifinguna er hún allt öðruvísi hjá yngra fólki en þeim sem eldri eru. Í kandídatahópn- um, sem eru nýútskrifaðir læknar, eru konur t.d. meira en helmingur en eftir því sem ofar dregur í aldri og menntun eru konurnar færri,“ segir Vilhelm- ína. Í skýrslunni eru annars vegar skoðuð laun eftir starfsheitum en hins vegar eftir stéttarfélögum. Guðlaug Rakel segir að þegar horft er til stéttarfélaganna sé launamunur milli kynjanna tölu- verður en að innan þeirra sé fólk í mjög mismunandi stöðum. „Þeg- ar horft er til stöðuheita er launa- munurinn mjög lítill sem verður að teljast jákvætt fyrir Landspít- alann. En auðvitað má velta upp ýmsum spurningum eins og t.d. hvort karlar hafi meiri möguleika á yfirvinnu en konur,“ segir Guð- laug og bætir við að höfða þurfi til þeirra sem fara með ráðningar- vald varðandi hvernig fólk raðast í stöður. „Það væri t.d. mjög fróð- legt að skoða þessar tölur fyrir mismunandi svið og hvort mun- urinn sé meira áberandi á ákveðnum stöðum.“ Karlhjúkrunarfræðingar fljótari að vinna sig upp Í skýrslunni kemur fram að ár- ið 2004 voru 25% karlhjúkrunar- fræðinga í launahæstu stöðum á móti 13% kvenhjúkrunarfræð- inga. Karlar voru með örlítið hærri grunnlaun, 11% hærri reglubundin mánaðarlaun og 13% hærri heildarlaun. Konur eru þó í miklum meirihluta í stéttinni eða í 862 stöðugildum á móti 23 stöðugildum karla. Guðlaug segir að karlar í hjúkrunarfræðingastétt virðist fljótari að vinna sig upp. „Það er ekki hægt að fullyrða að þetta sé sök Landspítalans eða annarra. Kannski sækjast karlarnir meira eftir stöðuhækkunum en kannski fá þeir meiri hvatningu,“ segir Guðlaug og ítrekar að fara þurfi nánar ofan í þessi mál. Vilhelmína segir að jafnréttis- skýrslan sé gott tæki fyrir yfir- menn og stjórnendur og að með bættu skráningarkerfi megi nálg- ast mun ítarlegri upplýsingar um hvern starfsmann. Í lok skýrslunnar er lögð fram aðgerðaáætlun þar sem m.a. kemur fram að ráða þurfi jafn- réttisfulltrúa á spítalann. Vil- helmína segir ekki líklegt að það verði gert enda hafi spítalinn þurft að hagræða mjög í rekstri undanfarin ár. Fréttaskýring |Mat lagt á stöðu jafnréttismála í skýrslu LSH Karlar oftar formenn nefnda Átta af hverjum tíu starfsmönnum sjúkrahússins eru konur ,,Kannski endurspeglar spítalinn þjóðfélagið.“ Fleiri ófaglærðar konur  Tækjakaupanefnd LSH er skipuð einni konu en sex körlum en í henni sitja tæknifræðingar, verkfræðingar og læknar og í nefnd um list og minjar eigi þrír karlar frá byggingarsviði sæti. Vilhelmína Haraldsdóttir bendir á að á móti komi að í gæðaráði og siðanefnd séu konur í meiri- hluta. „Ég held að þetta hlutfall sé ekki athugavert miðað við að fagstéttirnar sitja frekar í nefnd- um en hér starfa miklu fleiri ófaglærðar konur en karlar.“ Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is „ÞETTA var afar söguleg helgi,“ segir sr. Vigfús Þór Árnason, sókn- arprestur Grafarvogskirkju, þegar hann minnist vígslu Grafarvogs- kirkju fyrir fimm árum, en kirkjan var vígð sunnudaginn 18. júní árið 2000. „Hér var að íslenskum sið allt á síðustu stundu þannig að biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson, neyddist til að seinka vígsluæfing- unni sem fara átti fram á föstudeg- inum fyrir vígslu þar sem enn voru rúmlega hundrað iðnaðarmenn að störfum í kirkjunni að leggja loka- hönd á verkið.“ Vigfús rifjar upp að ekki hafi öll- um litist á kirkjubygginguna meðan hún var í byggingu. „En eftir að kirkjan var vígð og tekin í notkun hefur verið gífurleg ánægja með hana,“ segir Vigfús og bendir á að fjallað hafi verið um kirkjuna í arki- tektatímaritum á borð við Design from Scandinavia. „Og nýverið voru arkitektarnir Finnur Björgvinsson og Hilmar Þór Björnsson tilnefndir til arkitektaverðlauna sem sam- svara „nóbelsverðlaunum“ í arkí- tektúr fyrir hönnun sína almennt. Hvað starfið varðar nýtist kirkjan einstaklega vel,“ segir Vigfús og bendir á að hver krókur og kimi af kirkjunni, sem rúmar fimm hæðir, sé að vetrarlagi að jafnaði í notkun frá því klukkan átta á morgnana þar til langt gengið ellefu á kvöldin. „Kirkjan er þannig bæði falleg og nýtist vel. En þá fyrst verður hún virkilega falleg þegar hún er þétt skipuð af fólki í safnaðarstarfi og guðþjónustu,“ segir Vigfús og bætir við að það eigi raunar við um allar kirkjur. Þakklátur fyrir jákvæðan byr Vigfús hefur sinnt starfi sókn- arprests síðan Grafarvogssókn var stofnuð fyrir 16 árum og hefur á þeim tíma séð sóknina margfaldast og verða að fjölmennustu sókn landsins. „Þegar sóknin var stofnuð voru sóknarbörnin 3.200, en í dag eru þau hins vegar um 20 þúsund. Þannig hefur sóknarbörnum fjölgað um 3,3 á hverjum einasta degi í 16 ár,“ segir Vigfús og segir sóknina með þeim yngstu í tvennum skiln- ingi því um 8 þúsund sókn- arbarnanna eru 16 ára og yngri. Þessi gríðarlega fjölgun sókn- arbarna hefur eðlilega kallað eftir fleiri prestum til starfa, bæði presta og leikmenn. Í dag eru fjórir fast- ráðnir prestar að starfi við kirkj- una, en nýmæli er að svo margir prestar starfi saman í einu presta- kalli. Aðspurður segir Vigfús blómlegt safnaðarstarf að finna í kirkjunni. „Við höfum alltaf fundið fyrir gríð- arlega miklum áhuga sókn- arbarnanna á starfinu og erum við auðvitað afar þakklát fyrir þann já- kvæða byr sem hefur fylgt okkur,“ segir Vigfús og telur að skýra megi það með því hversu fjölbreytt safn- aðarstarfið í raun er. Nefnir hann í því samhengi messur af ýmsum toga, s.s. æskulýðsmessur, popp- messur, barnamessur, auk hefð- bundinna guðþjónusta. Nefnir hann einnig öflugt safnaðarfélag, ferm- ingarstarf, bænahópa, fjölbreytt æskulýðsstarf, barnastarf og starf eldri borgara, svo ekki sé minnst á kórstarfið, en við kirkjuna eru starf- ræktir þrír kórar, þ.e. kirkjukór auk barna- og unglingakórs. „Í raun má segja að kirkjan iði hér af lífi,“ segir Vigfús og bætir við að í sínum huga eigi kirkjan að vera félagslega miðlæg á sama tíma og hún sé hús guðs og allt starfið þar sé unnið guði til dýrðar og manninum til heilla. Þess má að lokum geta að sérstök hátíðarguðsþjónusta fer fram í Grafarvogskirkju í dag kl. 11 í til- efni vígsluafmælisins. Þar munu prestar safnaðarins þjóna fyrir alt- ari og biskup Íslands, hr. Karl Sig- urbjörnsson, prédika. 5 ára vígsluafmælis Grafarvogskirkju fagnað í dag „Kirkjan fallegust þeg- ar hún er full af fólki“ Frá vígslu Grafarvogskirkju fyrir fimm árum. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is HVATNINGARVERÐLAUN og nemendaverðlaun menntaráðs Reykjavíkur voru afhent í þriðja sinn 17. júní sl. Alls hlutu átta verkefni í grunnskólum borg- arinnar viðurkenningu fyrir ný- breytni- og þróunarstarf og 32 grunnskólanemendur nem- endaverðlaun. Verðlaunin eru veitt grunn- skólum í Reykjavík til að vekja at- hygli á því gróskumikla starfi sem þar fer fram og til að stuðla að auknu þróunarstarfi í skólunum. Að þessu sinni hlutu þrír skólar verðlaun: Foldaskóli fyrir verk- efnið útivist, valgrein á unglinga- stigi; Rimaskóli fyrir verkefnið meistarakokkar framtíðarinnar og Víkurskóli fyrir Blogg-projekt. Þá voru veittar fimm viðurkenningar en þær hlutu Ártúnsskóli, Korpu- skóli, Langholtsskóli, Rimaskóli og Seljaskóli. 32 nemendur í grunnskólum Reykjavíkur hlutu nemendaverð- laun en þau eru veitt þeim sem skara fram úr í námi, í félagsfærni, virkni í félagsstarfi eða hafa sýnt frábæra frammistöðu. Hvatningar- og nemendaverðlaun menntaráðs Reykjavíkur Morgunblaðið/Þorkell Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri afhenti hvatningarverðlaun menntaráðs 17. júní. Átta skólar og 32 nemendur hlutu verðlaun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.