Morgunblaðið - 19.06.2005, Side 10
10 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Níutíu ár eru liðin frá þvíkonur, sem náð höfðufertugsaldri, fengukosningarétt og kjör-gengi til Alþingis.
Stjórnarskrárfrumvarp um kosn-
ingarétt kvenna var samþykkt á Al-
þingi árið 1913. Tveimur árum síðar,
nánar tiltekið hinn 19. júní 1915, sam-
þykkti Kristján X konungur stjórn-
arskrána. Konur fengu síðan fullan
og skilyrðislausan kosningarétt og
kjörgengi til Alþingis árið 1920 þegar
ný stjórnarskrá vegna sambands-
laganna frá árinu 1918 gekk í gildi.
Þar með höfðu þær jafnan rétt og
karlar til að kjósa og bjóða sig fram
til þings.
Fyrsta konan, Ingibjörg H.
Bjarnason, skólastjóri Kvennaskól-
ans í Reykjavík, var kjörin á þing árið
1922, en hún skipaði efsta sæti
Kvennalistans. „Á þeim átta árum,
sem Ingibjörg sat á þingi, leiddi hún
Landspítalamálið fram til sigurs. En
hún átti aðild að ýmsum ólíkum mála-
flokkum og batt sig engan veginn við
sérhagsmunamál kvenna,“ er rifjað
upp í bókinni Veröld sem ég vil, eftir
Sigríði Th. Erlendsdóttur sagnfræð-
ing.
Tæpum sjö áratugum síðar sátu
þrjár konur á Alþingi. Fram að þeim
tíma höfðu þær verið ein, tvær eða
þrjár og stundum engin. Konum
fjölgaði hins vegar nokkuð eftir kosn-
ingarnar 1983, en þá buðu Samtök
um Kvennalista fram í fyrsta sinn til
Alþingis. Kvennalistinn náði þá
þremur konum inn á þing. Sex konur
voru kjörnar af listum annarra
flokka. Samtals níu konur náðu því
kjöri í kosningunum. Hlutur kvenna á
þingi varð þar með 15%. Hann jókst
jafnt og þétt fram yfir kosningarnar
árið 1999. Þá náðu 22 konur kjöri og
hlutur þeirra varð tæplega 35%.
Hann minnkaði hins vegar í síðustu
alþingiskosningum. Þá náðu 19 konur
kjöri. Síðan þá hefur ein kona bæst í
hópinn, eftir að aðalmaður, karl, lét af
þingmennsku. Tuttugu konur eiga
því sæti á Alþingi um þessar mundir
og 43 karlar. Hlutur kvenna er þar
með 31,7%.
Auður Auðuns, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, var skipuð dóms- og
kirkjumálaráðherra árið 1970, fyrst
íslenskra kvenna. Hún gegndi því
embætti í tæpt ár, eða þar til ný ríkis-
stjórn tók við völdum. Engin kona
gegndi ráðherradómi næstu tólf árin
eða þar til Ragnhildur Helgadóttir,
þingmaður Sjálfstæðisflokks, var
skipuð menntamálaráðherra árið
1983. Hún gegndi ráðherradómi í
fjögur ár. Þar af var hún heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra í tvö ár.
Ein til þrjár konur hafa setið í ríkis-
stjórnum eftir það. Í núverandi ráð-
herraliði eru þrjár konur og níu karl-
ar. Hlutur kvenna í ríkisstjórn er þar
með 25%.
Aðferðirnar heppilegar?
Ástæðan fyrir því að konum fjölg-
aði ekki á þingi fyrr en raun bar vitni
liggur hjá stjórnmálaflokkunum, seg-
ir dr. Auður Styrkársdóttir, stjórn-
málafræðingur og forstöðumaður
Kvennasögusafns Íslands. „Ætli
maður að grennslast fyrir um ástæð-
una verður maður að skoða stjórn-
málaflokkana og val þeirra á fram-
bjóðendum,“ segir hún. „Ég held að
kjósendur hafi alla tíð verið tilbúnir
að kjósa konur. Þeir verða hins vegar
að hafa eitthvað að kjósa um. Það var
lengi vel ekkert boðið upp á það hér á
landi, nema í gegnum Kvennalistann
gamla.“ Hún bendir á að konum hafi
fyrst fjölgað á þingi þegar Samtök
um kvennalista fóru að bjóða fram
1983. Aðrir flokkar hafi brugðist við
kvennaframboðinu, strax í kosning-
unum 1987, með því að setja fleiri
konur í örugg framboðssæti.
Auður segir aðspurð að konum hafi
almennt ekkert gengið verr í próf-
kjörum en körlum. Miklu færri konur
en karlar gefi þó kost á sér í próf-
kjörum. Ástæðan sé m.a. sá fjárhags-
legi kostnaður sem fylgi því að taka
þátt í þeim. „Gífurlegt fjármagn þarf
til þess að taka þátt í prófkjöri, sér-
staklega á Reykjavíkursvæðinu.“
Jafnframt segir hún að konur hafi
ekki jafn greiðan aðgang að fjár-
magni og karlar.
Auður nefnir aðra ástæðu fyrir því
að konur vilji síður taka þátt í próf-
kjörum en karlar. „Prófkjörum fylgja
oft ýmiss konar umtal og óþægindi.
Sumar konur sem ég hef rætt við
hafa hreinlega dregið sig til baka út
af því. Það er áhyggjuefni. Ég held að
flokkarnir ættu að huga að því hvort
prófkjör séu góð aðferð.“
Innt eftir því hvort þingkonur hafi í
gegnum tíðina beitt sér fyrir annars
konar málum en þingkarlar segir
hún: „Jú, þær hafa m.a. beitt sér fyrir
auknum réttindum kvenna. Jafnrétt-
islögin, sem tóku gildi árið 1975, eru
sprottin upp úr kvennahreyfingunni
og baráttu kvenna innan þings og ut-
an. Þá má nefna réttindi kvenna á
vinnustöðum, fæðingarorlof og
umönnun barna.“ Hún segir að bar-
áttumál þingkvenna hafi gjarnan
fyrst verið til umræðu í kvenfélögum
eða meðal kvenna, en síðan hafi þing-
konur tekið þau mál upp innan þings-
ins.
Nóg að líta á tölurnar
En hvað segja þeir sem lifa og
hrærast í hringiðu stjórnmálanna um
stöðu kvenna um þessar mundir?
Eiga konur erfiðara uppdráttar en
karlmenn í stjórnmálum? Hafa þær
minni áhuga á stjórnmálum en karl-
menn? Eiga þær erfiðara með að
koma sér á framfæri í fjölmiðlum en
karlar? Komast konur áfram bara af
því að þær eru konur? Og hvernig er
ímynd stjórnmálakvenna? Blaðamað-
ur lagði þessar og fleiri spurningar
fyrir stjórnmálakonur og nokkra
stjórnmálakarla.
Þuríður Backman, þingmaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, svarar því játandi, þegar
hún er spurð hvort hún telji að konur
eigi erfiðara uppdráttar í stjórn-
málum en karlar. „Ástæðurnar eru
fjölmargar,“ segir hún „en fyrst og
fremst vantar konur hvatningu og
sjálfstraust til að berjast fyrir áhrifa-
stöðum innan stjórnmálaflokkanna.
Þær gefa því oftar eftir í sætaskipan
á framboðslista. Margt í þjóðfélags-
gerðinni vinnur einnig gegn þátttöku
kvenna í stjórnmálum. Umönnun
barna og heimilisrekstur er enn t.d.
að mestu á ábyrgð kvenna.“
Sólveig Pétursdóttir, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, telur hins vegar að
konur eigi almennt ekki erfiðara upp-
dráttar í stjórnmálum en karlar, nú á
tímum. „Ég held að kjósendum finnist
það skipta miklu máli að konur jafnt
sem karlar eigi sæti á framboðslistum
flokkanna. Það er þó nokkuð misjafnt
hvernig þessu er háttað með for-
ystusætin. Þar þurfa konur að sjást
meira. Það hefur líka verið rætt um
prófkjörin en þau hafa auðvitað bæði
sína kosti og galla. Í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík fyrir síð-
ustu alþingiskosningar varð bakslag
og konum fækkaði í þingflokknum og
þar með á Alþingi. Þessu verður að
breyta.“ Hún segir að landsþing sjálf-
stæðiskvenna hafi nýverið skorað á
Sjálfstæðisflokkinn að setja konur í
efstu sætin á framboðslistum flokks-
ins. Sólveig tekur fram, í þessu sam-
bandi, að sjálfstæðismenn hafi sýnt og
sannað að þeir vilji bregðast við þess-
um sjónarmiðum. Til að mynda séu
sjálfstæðiskonur formenn þingnefnda,
tvær sjálfstæðiskonur séu ráðherrar
og þá verði sjálfstæðiskona væntan-
lega forseti þingsins í haust. „Þetta er
mjög jákvæð þróun og við þurfum að
halda áfram á sömu braut.“
Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir, formaður Samfylkingarinnar, er
spurð út í þessi mál kveðst hún þeirr-
ar skoðunar að almenningur sé tilbú-
inn til að kjósa konur. Konur eigi hins
vegar erfiðara uppdráttar innan
stjórnmálaflokkanna. Flokkarnir séu
m.ö.o. fremur íhaldssamar stofnanir
og það geti verið erfitt fyrir konur að
rata í gegnum stofnanakerfi flokk-
anna – inn á framboðslistana. Innan
flokkanna sé t.d. gjarnan lagður
mælikvarði á reynslu manna og
ábyrgðarstöður í þágu flokkanna. Sú
ferilskrá geti stundum unnið gegn
konum.
Jakob Frímann Magnússon, vara-
þingmaður Samfylkingarinnar, svar-
ar á eftirfarandi hátt, þegar hann er
spurður hvort hann telji að konur og
karlar hafi jöfn tækifæri til að komast
áfram í stjórnmálum: „Slíkt er ekki
endilega háð kyni heldur fyrst og
fremst einbeittum vilja og svo hæfi-
leikunum til að safna liði og hella sér
út í óvissuna. Á hinu gráa svæði óviss-
unnar líður fólki hins vegar misvel,
konum jafnt sem körlum.“ Og hann
bætir við: „Almennt sýnist mér að
konur kjósi frið og öryggi fram yfir
óvissu og óþægindi þess stríðs-
ástands sem einatt ríkir á vígvelli
stjórnmálanna eða hins samkeppn-
isharða atvinnu- og fjármálalífs þar
sem allt kann að vera lagt undir. Það
liggur að líkindum í sjálfu kveneðlinu
að kjósa fremur að vernda hreiðrið og
hlúa að ungunum, í stað þess að
leggja sjálft lífið að veði í blóðugu
stríði um bráðina sem afla þarf til
næringar og viðhalds.“
Birgir Ármannsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, svarar þessari
sömu spurningu á þá leið að hann telji
að kjósendur séu nú á tímum alveg
jafn opnir fyrir því að kjósa konur og
karla. Hann segir að samfélagsgerð
okkar og almenn viðhorf gagnvart
stjórnmálaþátttöku kvenna hafi
breyst mjög mikið á síðustu árum og
áratugum. Meira jafnræði í verka-
skiptingu í barnauppeldi og heim-
ilishaldi styðji við þá þróun. „Stað-
reyndin er sú að á þingi eru mun
færri konur en karlar en ég hef þá trú
að það eigi eftir að breytast í náinni
framtíð. Reynslan sýnir að konur
geta náð góðum árangri í stjórn-
málum.“ Ekki eigi þó að beita aðferð-
um á borð við kynjakvóta eða annað
til að jafna stöðu kynjanna. „Bæði
karlar og konur eiga rétt á því að vera
vegin og metin á grundvelli eigin
verðleika og hugmynda í stjórnmála-
baráttunni en ekki á forsendum kyn-
ferðis.“
Frekja eða keppnismaður?
En hvernig er ímynd stjórnmála-
kvenna? Er hún öðruvísi en karla? Er
komið öðruvísi fram við stjórn-
málakonur en stjórnmálakarla? Mar-
grét Sverrisdóttir, framkvæmda-
stjóri Frjálslynda flokksins, segir að
konum í stjórnmálum sé sýnt mun
minna umburðarlyndi, jafnt meðal
karla og kvenna. Til dæmis sé meira
einblínt á það hvernig þær eru
klæddar heldur en hvað þær eru að
segja. „Það kemur til af því að konur
klæðast ekki þessum einkennisbún-
ingum eins og karlar, þ.e. jakkaföt-
um. Það er því ekki hægt að segja að
þær séu allar eins; hver hefur sinn stíl
og svo framvegis,“ útskýrir hún.
Þuríður Backman tekur í sama
streng. Ímyndirnar séu ólíkar. „Útlit
og klæðaburður kvenna skiptir meira
máli en karla,“ segir hún og bætir við:
„Hjá konum er barátta til pólitískra
áhrifa oft nefnd frekja en keppnis-
skap hjá körlum.“
Dagný Jónsdóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins, telur sömu-
leiðis að örlítill munur sé á ímynd
kynjanna. „Mér fannst sérstaklega
Níutíu ár liðin frá því konur, yfir fertugt, fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis
Konur eru ekki bara konur,
þær eru líka svo margt annað
Fyrstu áratugina eftir að konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi til Alþingis sátu ein, tvær, þrjár og stundum engin kona á
þingi. Sjón sem þessi var því algeng þegar litið var yfir þingsalinn; ein til tvær þingkonur umkringdar fjölda þingkarla.
Siv Friðleifsdóttir
„Konur í stjórnmálum
eru síður en svo að af-
þakka viðtöl í stríðum
straumum.“
Einar Karl Haraldsson
„Ef það er einhver eðlis-
lægur munur á körlum
og konum þá er hann
svo lítill að það skiptir
ekki höfuðmáli.“
Margrét Sverrisdóttir
„… Málin yrðu rædd á
dálítið öðrum nótum ef
fleiri en ein kona yrði
höfð í þáttunum.“
Eiga konur erfiðara upp-
dráttar en karlar í stjórn-
málum? Hafa þær minni
áhuga á stjórnmálum en
karlar? Eru þær teknar fram
yfir karla bara vegna þess
að þær eru konur? Viðmæl-
endur Örnu Schram svara
þessum og fleiri spurn-
ingum, í tilefni níutíu ára
afmælis kosningaréttar og
kjörgengis íslenskra kvenna
til Alþingis.
Guðrún Inga
Ingólfsdóttir
„En stundum þarf að
stíga fram og taka
áhættu.“