Morgunblaðið - 19.06.2005, Side 21

Morgunblaðið - 19.06.2005, Side 21
’ Ég hef aldrei verið í vafa umhæfi mitt í þessu máli.‘Halldór Ásgrímsson á fréttamannafundi um minnisblað Ríkisendurskoðunar þar sem staðhæft var að Halldór hefði ekki verið vanhæfur til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. ’ Varðandi Ríkisendurskoðun,þá starfar hún undir hand- arjaðri þingsins og á að hafa skjól af þinginu í aðhaldseftirliti sínu gagnvart framkvæmda- valdinu og þar með sjálfsagt ráðherrum landsins. Að hún skuli láta þá, og þann ráðherra sem rannsóknin beinist gegn, kynna skýrsluna er svo æv- intýralegt að menn skortir lýs- ingarorð.‘Ögmundur Jónasson í t i lefni af sama fréttamannafundi. ’ Þegar ég hugsa um þá semhafa fallið, næstum 1.700 manns, auk þeirra 12.000 sem hafa særst, þá finn ég til.‘Walter Jones, þingmaður Repúblik- anaflokksins, sem var á sínum tíma í for- svari fyrir því að franskar kartöflur yrðu kallaðar frelsiskartöflur í mötuneytum opinberra bygginga í Washington. Hann hefur nú snúist gegn stríðinu í Írak. ’ Réttlætið sigraði. Maðurinner saklaus. Hann var það raun- ar alltaf.‘Verjandi Michael Jacksons eftir að hann var sýknaður af öllum ákæruatriðum í einu umtalaðasta dómsmáli síðari ára í Bandaríkjunum. ’ Það er annað að vera tekinnmeð eiturlyf en að vera sakaður um að níðast á börnum. Stór hluti þjóðarinnar mun alltaf álíta hann sekan.‘Gary Bongiovani , ritstjóri tónlistar- tímaritsins Pollstar, af sama tilefni. ’ Náttúruvaktin vonar aðmálningin hafi verið umhverf- isvæn og bendir á að hafi spjöll verið unnin eru þau fullkomlega afturkræf sem er annað en segja má um fyrirhugaða aðför álrisanna að Jökulsám Skaga- fjarðar, Skjálfandafljóts, Langasjó, Þjórsárverum og há- lendingu norðan Vatnajökuls.‘Náttúruvaktin í fréttatilkynningu eftir mótmæli við alþjóðlega álráðstefnu í Reykjavík þar sem hluti mótmælenda, sem Náttúruvaktin sagði ekki vera á sín- um vegum, sletti grænum vökva yfir ráð- stefnugesti. ’ Öryggislögreglan njósnarum alla stjórnmálaflokka í land- inu.‘Talaat Sadat , systkinabarn Anwars Sad- ats, fyrrverandi forseta Egyptalands, ti l- kynnti á fimmtudag að hann hygðist bjóða sig fram til forseta. ’ Það verður hver og einn aðeiga þetta við sína samvisku og standa skil á því gagnvart sín- um yfirmönnum eða stofn- unum.‘Haraldur Sverrisson , skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu og formaður ferða- kostnaðarnefndar, segir að engar reglur séu til hérlendis um fyrirkomulag á ferðalögum ráðherra, embættismanna og alþingismanna. Spurt var vegna umræðna um að Dorrit Mousaieff forsetafrú þáði far með einkaþotu á vegum Baugs Group frá Feneyjum til Íslands. ’ Dæmi eru um að menn semgeta drukkið heilt glas af mjólk og skilað henni gegnum augn- tóftirnar nokkrum sekúndum síðar.‘Jakob Frímann Magnússon segir að heimamenn á hverjum stað verði hvattir til að stíga fram með atriði í tónleikaferð Stuðmanna hringinn í kringum landið í ti lefni af því að nú eru 30 ár l iðin frá því að fyrsta plata hljómsveitarinnar, Sumar á Sýrlandi, kom út. ’ Sem landfræðilegt heimilifjölmiðlanna er Fleet Street nú skyndileag mannlaust þorp en minningar leynast í hverju skúmaskoti.‘David Meara kanúki í athöfn, sem haldin var í St. Bride kirkjunni í t iefni af því að þegar Reuters-fréttastofan flutti þaðan á miðvikudag hvarf síðasti stóri fjölmiðill- inn brott úr Fleet Street í London, sem í mörg hundruð ár var hjarta breskrar blaðamennsku. ’ Ef þetta yrði leyft stefnir alltí stórkostlegt umhverfisslys.‘Kristján Bersi Ólafsson , varaformaður umhverfisnefndar Hafnarfjarðar, óttast afleiðingarnar fái Clint Eastwood að taka stríðsmynd í Krýsuvík. ’ Ég er ekki dýr lengur. Nú áég nýja vini og hef sagt skilið við fortíðina.‘Mike Tyson eftir að hafa beðið ósigur í bardaga sem margir bjuggust við að hann ynni, og ákveðið að hætta hnefaleikum. Ummæli vikunnar Reuters Mike Tyson var lengi ósigrandi í hringnum og rotaði andstæðingana á augabragði. Nú var hann sleginn kaldur. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 21 FLUGSTÖ‹ LEIFS EIRÍKSSONAR For›ist bi›ra›ir á flugvellinum Vegna aukinna öryggisrá›stafana á flugvöllum og til hæg›arauka hvetjum vi› farflega til a› mæta tímanlega í Leifsstö› flegar fari› er úr landi. Vi› mælum me› a› farflegar mæti í flug- stö›ina tveimur klukkustundum fyrir brottför. Ókeypis sætafer›ir frá BSÍ kl. 4.30 á morgnana í bo›i Flugstö›var Leifs Eiríkssonar. Ókeypis sætafer›ir frá BSÍ kl. 4.30 Gef›u flér tíma í Leifsstö› Finni› rúturnar me› okkar merki Athugi› a› innritun í Flugstö›inni hefst kl. 5.00. Tilbo›i› gildir frá 1. júní - 31. ágúst 2005 M Á T T U R IN N O G D † R ‹ IN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.