Morgunblaðið - 19.06.2005, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 19.06.2005, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 25 Það er ekki stressinu fyrir aðfara. Klukkan er stundar-fjórðung gengin í átta aðmorgni og enn bólar ekkert á Jóni Þór Júlíussyni. Ég er mættur í veiðihúsið á Rjúpnahæð við Norðurá og ætla að fylgja honum eftir við veiðar um morguninn. Jóni Þór liggur greini- lega ekkert á. Hann er búinn að ná úr sér mesta vorhrollinum. Þær þrjár vaktir sem hann er búinn að veiða hef- ur hann náð fjórum löxum. Það verður að teljast gott, ef haft er í huga að hin- ar ellefu stangirnar í Norðurá náðu níu löxum saman, á sama tíma Um hálf- átta birtist hann brosandi. „Veiði á að vera afslöppuð, ef þig langar að sofa út þá áttu að gera það. Það á ekki að vera kvöð að næta á bakkann klukkan sjö hvern morgun,“ segir Jón Þór. Það er heitt í Norðurárdalnum. Vaxið hefur í ánni um eitt til tvö fet. Stíf norðanáttin rýkur niður dalinn og gerir fluguveiðimönnum lífið leitt. Ferðinni er heitið að Laxfossi. Jón Þór byrjar á að renna maðki í Klingenberg. Þar hafa komið laxar á land síðustu daga. „Vatnshækkunin í nótt hefur sett fiskana af stað upp laxa- stigann, þeir eru allavega ekki hér núna,“ segir hann. Óbilandi veiðiáhugi „Ég er búinn að veiða alla ævi. Frá því að ég gat staðið og haldið á stöng. Ég fór oft með mömmu og pabba í úti- legur þar sem tjaldvagninn var settur upp við eitthvað vatn og svo var bara staðið útí næstum allan sólarhringinn og vatnið barið. Ég held ég hafi fæðst með bakteríuna og síðan hefur ekki einu sinni komið gelgjupása,“ segir Jón Þór og hlær. „Ég hef unnið í Nóatúni alla ævi. Var lengi hjá pabba í Mosfellsbænum en var síðan fluttur í Austurver til að auka sjálfstæði mitt. Það þurfti ekki að biðja mig um þann flutning tvisvar. Jón Þorsteinn frændi minn var að vinna þar og var með óbilandi veiði- áhuga, svo er Stangaveiðifélag Reykjavíkur á efri hæðinni. Það var stutt að fara að fá fréttir og kaupa sér veiðileyfi. Kaffistofan mín var eigin- lega uppi hjá Stangó. Þegar ég var í vinnu með skólanum og í sumarvinnunni, þá vildi ég, í stað þess að safna mér fyrir einum degi í Norðurá, fara fimm sinnum í Korpu og Elliðaárnar. Bara komast oftar. Ég veiddi Korpu oft áður en ég fékk bíl- próf. Mér var skutlað uppeftir að morgni og sóttur að kvöldi. Þá var ég yfirleitt búinn að labba meðfram allri ánni á kvöldin í heila viku áður en ég átti leyfið og vissi þessvegna nákvæm- lega hvar fisk var að finna.“ Korpa hefur gefið mér mikið Ég spyr Jón Þór hvernig það vildi til að hann, þá 19 ára gamall, tók Korpu á leigu. „Hún tilheyrði Áburðarverksmiðj- unni vegna vatnstökuréttar. Þegar Haraldur í Andra keypti Áburðar- verksmiðjuna þá barst þetta í tal hjá honum og pabba í heita pottinum. Ég var búinn að vera að sverma aðeins fyrir ánni. Við pabbi stofnuðum félagið Hreggnasa ehf. sem tók sprænuna á leigu. Ég var of ungur til að eiga einka- hlutafélag sjálfur og naut þess að hafa pabba sem bakhjarl en fékk að stjórna þessu sjálfur. Ég fór að eyða stærð- fræðitímum í skólanum í að teikna veiðistaði og skipuleggja lagfæringar og breytingar.“ Áhuginn skín af Jóni Þór og það er greinilegt að hann hefur fastmótaðar skoðanir á öllu sem viðkemur veiði. „Það er mjög þunn lína milli þess að breyta veiðistöðum og að eyðileggja þá. Þú ferð ekki bara með gröfu úti í á og grefur hyl án þess að kynna þér málið í þaula, hrygningastaði og fleira. Þú veist ekkert hvað þú kannst að eyðileggja. Korpa hefur gefið mér mikla reynslu í þessum málum. Hún er eins og smækkað líkan af laxveiðiá, frábær skóli. Til að læra að veiða og til að kynnast hvernig lífríkið virkar.“ Jón Þór tekur nú flugustöngina og kastar á Skerin og Brotið. Enginn lax sést á svæðinu og við pökkum þá sam- an og höldum niður með ánni. Það prófað á Bryggjunum, við Einbúa og í Myrkhyl. Þar setjumst við í skjóli. „Ég hef auðvitað lært af ýmsum. Ég veiddi mikið með pabba og Jóni Þor- steini frænda mínum. Þeir eru skólaðir af gömlu færum sjónrennslismönnum með maðkinn. Ég las svo allt sem ég komst yfir. Alla veiðibæklinga, bækur, allar veiði- tölur í ánum og hyljunum sem ég var að veiða. Ég lá inni á herbergi á kvöld- in og var að lesa um svæðin sem ég átti daginn eftir og kortlagði fyrir mér hvað ég ætlaði að gera. Síðan er þetta bara æfing.“ Stóra-Laxá algjör geggjun – En þú hlýtur að vera veiðandi allt sumarið? „Árlegu túrarnir eru í Norðurá, Stóru-Laxá, Grímsá og Laxá í Dölum. Ég veiði út um allt. Það þarf ekki að bjóða mér tvisvar.“ Spurður um hver sé aðaltúrinn á hverju ári er Jón fljótur að svara. „Af öllum þessum ám ólöstuðum þá er Stóra-Laxá alger geggjun. Ég veiddi þar fyrst 1998 um haustið og er búinn að vera sjúkur síðan. Efsta svæðið, í gljúfrunum, er magnaðasta vatna- svæði á klakanum. Hún er ekki allra og það eru örugglega margir ósam- mála mér. Annars fer þetta eftir tíma- bilum. Það er t.d. rosalega gaman að vera við Laxfoss hér í Norðurá í góðu vatni og veiða Eyrina eins og hún er núna, en það getur verið ógeðslega leiðinlegt að vera þar í algerri glæru. Uppáhaldsstaðurinn er yfirleitt sá sem situr mest í þér eftir sumarið. Ein- hver ein taka sem þú fékkst. Í fyrra var það Ófærustrengur í Stóru Laxá, því ég fékk svo flottan fisk þar um haustið. Núna í vetur er ég búinn að vera með Viðbjóð í Grímsá fastan í hausnum, ég fékk svo geggjaða töku þar. Það er minn upáhalds fluguveiði- staður á Íslandi núna. Að sjá laxana stökkva í „hitsið“ þar er svakaleg sjón. Viðbjóður er ekki auðveldur, en ég vil hafa fyrir hlutunum. Ég er ekki að keppa við aðra í veiði, bara við sjálfan mig. Síðustu þrjú árin hefur kviknað hjá mér mikill sjóbirtingsáhugi. Sérstak- lega þykir mér vorveiði á sjóbirtingi spennandi kostur, og þá algerlega á þeim forsendum að veiða og sleppa. Ef einhversstaðar ætti að stunda „veiða og sleppa“ þá er það á sjóbirtingsslóð- um eins og í Tungufljóti. Þessi skepna er svo harðger. Maður er að veiða þessa slápa á vorin sem eru með hálfan sporðinn eftir hrygningahasar eða klakaruðninga, búnir að lifa af harðan vetur í ánni. Ég hef engar áhyggjur af þeim, þeir eiga eftir að spjara sig sé þeim sleppt aftur. Þessi fiskur lifir miklu lengur en lax.“ Beitir öllu jafnt Hin síðari ár hafa maðkurinn og spúnninn orðið af víkja úr mörgum laxveiðiám og eingöngu veitt á flugu. Hvað finnst Jóni Þór um þá þróun. „Ég beiti öllu jafnt. Ég hef mjög gaman af að renna maðki á þessum tíma, þegar það er nóg vatn í ánum, og nýir fiskar. En að þverkasta maðki finnst mér alveg hundleiðinlegt. Þá getur maður alveg eins notað stóra túbu. Þegar líður á sumarið hætti ég að nenna að hafa maðkinn með. Norð- urá er í rauninni fluguveiðiá. Það eru nokkrar holur sem gaman er að vaða út að og fá smá fíling með að renna maðkinum.“ Jón Þór hefur stundað leiðsögn und- anfarin ár. „Margir gömlu leiðsögumennirnir voru hálfhissa á því hvað ég gerði mik- ið fyrir kúnnana. Ég hélt kannski á öll- um stöngunum og aflanum fyrir þá, hljóp út úr bílnum til að opna veghliðin og setti í laxa fyrir þá. Þetta snýst bara um það að kúnninn fari brosandi af planinu. Ég er alinn upp í Nóatúni þar sem maður var vanur að gera allt fyrir kúnnann. Ég labbaði um búðina með eldri mönnum og týndi vörur í inn- kaupakörfuna fyrir þá. Þjónustan á að vera góð.“ STANGVEIÐI | VEITT MEÐ JÓNI ÞÓR JÚLÍUSSYNI Ég veiði út um allt Morgunblaðið/Golli „Ég er búinn að veiða alla ævi. Frá því að ég gat staðið og haldið á stöng," segir Jón Þór Júlíusson sem hér veiðir í Myrkhylsrennum í Norðurá. Í hópi helstu veiðileyfa- sala landsins Jón Þór Júlíusson er 24 ára veiðimaður. Hann hefur veitt á stöng frá blautu barnsbeini og er hel- tekinn af veiðibakt- eríunni. Hann hefur stundað veiðileiðsögn í mörg ár og varð auk þess yngsti leigutaki lands- ins, 19 ára gamall, þegar hann með stuðningi föður síns, Júlíusar Jóns- sonar, stofnaði fyrirtækið Hreggnasa ehf. og gerði leigusamning um Korpu. Hann er nú að komast í hóp stærstu veiðileyfasala landsins með nýgerðum leigusamningum á laxveiðiánum Grímsá í Borgarfirði, Svalbarðsá í Þist- ilfirði og Laxá í Kjós. Eftir Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is                                  !"  #$ %!  

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.