Morgunblaðið - 19.06.2005, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
S
ígaunar, eða roma eins
og þeir kjósa að kalla
sig, eru taldir hafa flust
búferlum frá Indlandi
um árið 1000. Hvers
vegna þeir fluttust það-
an er ekki vitað fyrir
víst. Erfitt hefur verið að áætla
fjölda sígaunanna vegna flökkulíf-
ernis þeirra enda eru þeir sjaldnast
taldir í manntölum. Þó er álitið að
um 8 milljónir sígauna búi í Evrópu
og flestir eru þeir í löndum Austur-
Evrópu; en sígaunar eru stærsti
minnihlutahópur Evrópu.
Margir sígaunar búa enn í hús-
vögnum og lifa flökkulífinu sem þeir
eru frægastir fyrir en einnig er al-
gengt að þeir setjist að í yfirgefnum
húsum og búi þar við afar slæmar
aðstæður – atvinnuleysi og mikla fá-
tækt. Um hálf milljón sígauna býr í
Ungverjalandi og líkt og algengt er
með þá sem kjósa að lifa á jaðri sam-
félagsins þá mæta sígaunarnir oft
tortryggni og fordómum samborg-
ara sinna, eru illa liðnir, taldir þjóf-
óttir og hysknir til vinnu og eins að
þeir kjósi helst að leggjast upp á
samfélagið sé þeim það mögulegt.
Því miður þá voru sígaunarnir sem
búa í Nikla engin undantekning hvað
þetta viðhorf varðar.
Á valdatíma kommúnista voru fé-
lagslegar aðstæður sígauna nokkuð
góðar en í áætlunarbúskap komm-
únismans voru ófaglærð störf hlut-
fallslega ágætlega launuð en það
voru einmitt þau störf sem sígaun-
arnir tóku að sér. Við fall komm-
únismans hafa aðstæður sígauna
farið versnandi og í Ungverjalandi
eru liðlega 74% karla og 83% kvenna
úr röðum sígauna án atvinnu. Börnin
fara heldur ekki varhluta af bág-
bornum aðstæðum þeirra en um 44%
barnanna eru í skólum fyrir börn
með námsörðugleika og fæst þeirra
halda áfram námi eftir 12 ára aldur.
Morgunblaðið/Eggert
Þrátt fyrir óblíðar aðstæður virtust sígaunabörnin ansi hamingjusöm.
Sígaunar
Ungverjalands
Það tekur tæplega tvær
klukkustundir að aka frá
Búdapest, höfuðborg Ung-
verjalands, til sveitaþorps-
ins Nikla þar sem Eggert
Jóhannesson ljósmyndari
dvaldist nú á dögunum. Í
útjaðri þorpsins bjuggu, við
eina götu, um 10 sígauna-
fjölskyldur sem vöktu for-
vitni ferðalangsins.
Haldið til fiskveiða úr byggðarlaginu árla morguns. Þegar efnin eru lítil verður
að hafa allar klær úti til að sjá sér og sínum farborða.
Morgunblaðið/Eggert
Hundarnir vöfruðu um þorpið án afskipta mannanna. Svo virtist sem hið forna,
ótamda frelsi og flökkueðli sígaunanna næði til þeirra.
Þeim þótti hann einkennilegur maðurinn með myndavélina.
Þessi glaðbeitti sígauni var á rölti
með heypoka. Hann hefur líkt og
margir landa hans átt erfitt með að
aðlagast óblíðum aðstæðum á vinnu-
markaðinum.
Ömmur eru alls staðar eins, og þessi sígaunaamma hélt stolt á barnabörn-
unum í fanginu og kjassaði þau innilega.
Sígaunakonan brást í fyrstu illa við
ljósmyndaranum en eftir að lítil
fjárupphæð hafði skipt um eigendur
þá sættist hún við hann.eggert@mbl.is