Morgunblaðið - 19.06.2005, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 19.06.2005, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 31 leikur á því að velgengni Ólafs Elíassonar á þar nokkurn hlut að máli, en hann líkt og Björk Guðmundsdóttir á sviði tónlistar, hefur orðið til þess að vekja áhuga á því umhverfi sem þau spretta úr og vísa til í list sinni. Það eitt og sér dugir þó vitaskuld ekki til, og var Listahátíð í ár að einhverju leyti próf- steinn á það hvort Íslendingar hafa bolmagn til að taka þátt í hringiðu hinnar alþjóðlegu myndlistar og standa undir þeim væntingum sem þar eru gerðar til fólks. Sú var án efa raunin, þótt augljóslega hafi ýmislegt mátt betur fara í framkvæmdinni sem heild. Ekki má gleyma að þetta er í fyrsta sinn sem Listahátíð er haldin með þessum hætti og í raun var verið að „prufukeyra“ ýmsa þætti – svo sem hið nána samstarf við sveitarfélög landsbyggðarinnar, skoðunarferð hringinn í kringum landið sem farin var á einum degi, kynningarferlið, möguleika til tekjuöflunar og ýmislegt fleira. Sú reynsla sem nú hefur aflast er ómetanleg og forsenda frekari framfara á þessu sviði. Rétt eins sú reynsla sem Listahá- tíð hefur safnað á sviði tónlistar og annarra sviðslista hefur verið forsenda framfara á þeim sviðum þá áratugi sem liðnir eru síðan hátíðin fór fyrst fram. Íslenskir myndlistarmenn, hvort heldur sem þeir tóku þátt í formlegri dagskrá hátíðarinn- ar, eða nýttu sér viðburðinn til þess að koma sér á framfæri á meðan svo margir voru á landinu til þess að skoða myndlist, stóðu fylli- lega undir væntingum – sýndu og sönnuðu að þeir eiga fullt erindi með verk sín og hug- myndafræði inn á hvaða vettvang sem er. Margir þeirra íslensku myndlistarmanna er tóku þátt í hátíðinni komu fram á sjónarsviðið með verk sem mega teljast meðal þeirra sterkustu. Það sýnir svo ekki verður um villst að alþjóðlegur rammi á borð við þann sem þarna var lagður til grundvallar er vel til þess fallinn að veita innblástur, hollt aðhald og meðvitund um faglegar kröfur. Og jafnvel þótt íslenskir myndlistarmenn hafi verið í minni- hluta þeirra sem sýndu á hátíðinni, er ávinn- ingurinn fyrir heildina ótvíræður. Því ef vilji er til að þróa þennan þátt listahátíðar frekar annað hvert ár, er ennfremur ljóst að tími fleiri mun koma með mismundandi – og von- andi sem fjölbreyttustum – áherslum ólíkra sýningarstjóra. Hvað framtíðin á eftir að bera í skauti sér að þessu leyti, breytir þó ekki þeirri stað- reynd að Jessica Morgan, sem Listahátíð í Reykjavík valdi til starfa sýningarstjóra, stóð sig með eindæmum vel við að stýra þessari frumraun. Hún er enda margreynd á sínu sviði; fyrrverandi yfirsýningarstjóri við ICA (Institut of Contemporary Art, í Boston) og núverandi sýningarstjóri í Tate Modern í Lundúnum, og hefur einnig starfað í MoMa í New York. Með samböndum sínum, sem hún hefur lagt áherslu á að spanni sem flestar heimsálfur og „jaðarsvæði“ tókst henni að fá hingað til lands afar áhugaverðan hóp lista- manna af ýmsu tagi. Henni tókst að skapa myndlistarþættinum umgjörð sem ekki var stæling á öðrum slíkum; m.a. með góðri sam- vinnu við Björn Roth son myndlistarmannsins Dieters Roth, en sýningar á verkum Dieters sköpuðu hátíðinni hugmyndafræðilega um- gjörð sem jafnframt var kjölfesta hátíðarinnar sem heildar. Dieter Roth hafa aldrei verið gerð þessi skil á Íslandi fyrr og slík yfirlits- sýning var löngu tímabær, eins og Morg- unblaðið benti á í ritstjórnargrein í tilefni af sýningu á verkum hans í Schaulager í Basel fyrir tveimur árum. Nú hefur verið bætt úr því sinnuleysi sem Íslendingar hafa sýnt arf- leifð Dieters Roth hér á landi með þeim hætti sem væntanlega hefði hugnast honum vel; tengingu við lifandi listir hins líðandi augna- bliks. Tvíæringurinn í Feneyjum Strax nokkrum dög- um fyrir opnun Fen- eyjatvíæringsins – á foropnunardögum helguðum fagfólki á sviði myndlistar – var ljóst að framkvæmdin við þátttöku Íslands var með öðrum hætti en áður. Sýningarskráin var til að mynda eitt dæmi um faglegri vinnu- brögð en menn eiga að venjast héðan, því fram að þessu hefur það ekki verið sjálfgefið að gefin væri úr sýningarskrá sem staðið get- ur undir nafni sem slík, sem þó er afar mik- ilvægur þáttur í öllu kynningarstarfi út á við. Jafnframt var augljóst að annað kynningar- starf hafði skilað sér – hugsanlega einnig vegna þess hversu framfarir voru miklar við framkvæmdina á sýningu Rúríar fyrir tveimur árum miðað við fyrri tíð – svo eftirvæntingin lá í loftinu um leið og fólki var hleypt inn á svæðið. Raunin var líka sú að þessa opn- unardaga var íslenski fulltrúinn, Gabríela Friðriksdóttir, önnum kafin við að svara fyr- irspurnum og veita viðtöl. Á sjálfan opnunar- daginn var síðan tekið vel á móti öllum boðs- gestum og mikill mannfjöldi á staðnum. Daginn eftir var loks haldið veglegt hóf ís- lenska listamanninum til heiðurs, og var það rómur manna að þar hefði með einstakri gest- risni tekist að kynna fulltrúa Íslands með sómasamlegum hætti að þessu sinni. Þótt eflaust verði einhverjir til að fetta fing- ur út í slík veisluhöld og spyrja hvaða tilgangi þau eigi að þjóna, er vert að hafa í huga að það er sama í hvaða geira samfélagsins verið er að starfa; vinnan sem innt er af hendi með beinum hætti, samböndin og síðast en ekki síst viðskiptin eru treyst til mikilla muna með gestrisni og skemmtilegum umbúnaði. Það gefur þó augaleið að til þess að markmiðunum með slíkri veislu sé náð þarf að vita hverja ætlunin er laða til sín – svona veislur eiga hreint ekki að vera til þess að verðlauna emb- ættismenn eða aðra sem unnu vinnuna sína með viðunandi hætti. Þær eiga að þjóna því markmiði að laða að sem flest áhrifafólk og endurnýja það blóð sem fyrir hendi er; vekja áhuga og athygli þeirra sem hugsanlega vilja leggja eitthvað af mörkum til íslenskrar myndlistar, eða geta skapað henni skilyrði til að vaxa og dafna frekar á einhverju sviði. Í Feneyjum eru slíkar veislur nýttar til að koma söfnurum, sýningarstjórum, safnstjór- um, galleríistum og fjölmiðlamönnum í þau tengsl sem skapað geta frekari samstarfs- grundvöll. Það var því einstaklega ánægjulegt að sjá að þarna var margt um manninn og að tekist hafði að opna glugga út fyrir hinn þrönga hóp íslensks menningarlífs. Vinna þarf frekar á því sviði næst því slíkt á án efa eftir að skila sínu til þátttakandans hverju sinni – og þá ekki síður til íslenska ríkisins sem mun arðbærari fjárfesting til framtíðar, en fram- kvæmdin hefur verið fram að þessu. Í raun má segja að í ár hafi verið horfið frá þeirri stefnu að eyða lágmarksfjármunum í þátttöku á tvíæringnum sem augljóslega skil- ar litlu eða engu til baka, til þeirrar stefnu að fjárfesta með þeim hætti að allar líkur eru á því að það skili ótvíræðum ávinningi bæði fyr- ir listamanninn og það umhverfi sem hann sprettur úr – og sem landi og þjóð er jafn- framt sómi að. Ef sama framsýna hugarfarið ríkir að tveimur árum liðnum og reynslan sem nú safnaðist verður nýtt til að halda þessu góða starfi áfram og gera enn betur, verður Feneyjatvíæringurinn loksins sú framkvæmd hér á landi sem hún er annars staðar; meg- invettvangur þjóðarinnar í alþjóðlegu sam- hengi til að sýna hvað hún hefur fram að færa á sviði myndlistar. Margir þættir vinna saman til að skapa lag Það þarf engan sér- fræðing til að sjá að nú er lag fyrir ís- lenska myndlistar- menn og íslenskan myndlistarheim. All- ir þeir grunnþættir í framkvæmd og þróun myndlistarheimsins sem hér hafa verið nefnd- ir vinna að sjálfsögðu saman. Sú staðreynd að nú er er til kynningarmiðstöð fyrir íslenska myndlist hafði sitt að segja við framkvæmd Listahátíðar og sömuleiðis þátttökuna í Fen- eyjatvíæringnum. Öll sú mikla frumkvöðla- vinna sem lögð var í myndlistarþátt Listahá- tíðar í Reykjavík hafði einnig sitt að segja í Feneyjum; fólk sem heimsótti Ísland fyrir tæpum mánuði er enn minnugt reynslu sinnar þaðan þegar það kemur til Feneyja og er þar af leiðandi opnara fyrir því sem landið hefur upp á að bjóða. Það var mikill styrkur fyrir Gabríelu að hafa tekið þátt í Listahátíð svo stuttu áður, og einnig styrkur fyrir myndlist- arlífið í heild að vera jafnvirkur þátttakandi í heimslistunum og raun ber vitni á jafn stutt- um tíma. Enginn vafi leikur á því að það hafa orðið mikil straumhvörf í íslensku myndlistarlífi eins og sagt var hér í upphafi – og þau straumhvörf eru af hinu góða. Myndlistarlífið hér á landi á eftir að breytast í kjölfarið og laga sig að breyttum aðstæðum. Slíkt er bæði eðlilegt og ánægjulegt. Staðreyndin er einnig sú að ekki vilja allir vera þátttakendur í al- þjóðlegum myndlistarheimi, heldur telja hag sínum betur borgið innan heimalista heldur en heimslista. Þannig á það líka að vera í heil- brigðu menningarlífi; þar er pláss fyrir alla sem þar vilja starfa svo sem lengi sem fag- mannlega er að þátttöku þeirra staðið í hverju svo sem hún annars kann að vera fólgin. Ef hægt er að rækta slíkt umhverfi er búið að skapa myndlist það bakland sem hún þarf til að vera mikilvægt hreyfiafl í samfélaginu – sú hugmyndafræðilega orkustöð sem sem hún hefur verið meðal annarra þjóða í gegnum ald- irnar. Ljósmynd/Fríða Björk Gabríela Friðriksdóttir, fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í viðtali við fjölmiðlafólk einn foropnunardaginn. Það þarf engan sér- fræðing til að sjá að nú er lag fyrir ís- lenska myndlist- armenn og íslenskan myndlistarheim. All- ir þeir grunnþættir í framkvæmd og þró- un myndlistarheims- ins sem hér hafa verið nefndir vinna að sjálfsögðu saman. Sú staðreynd að nú er til kynning- armiðstöð fyrir ís- lenska myndlist hafði sitt að segja við framkvæmd Listahátíðar og sömuleiðis þátttök- una í Feneyjatvíær- ingnum. Öll sú mikla frumkvöðlavinna sem lögð var í mynd- listarþátt Listahátíð- ar í Reykjavík hafði einnig sitt að segja í Feneyjum; fólk sem heimsótti Ísland fyr- ir tæpum mánuði er enn minnugt reynslu sinnar þaðan þegar það kemur til Fen- eyja og er þar af leiðandi opnara fyr- ir því sem landið hefur upp á að bjóða. Laugardagur 18. júní

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.