Morgunblaðið - 19.06.2005, Side 34
34 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
w w w . a u s t u r l a n d . i s
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR HJÁ
FASTEIGNA- OG SKIPASÖLU AUSTURLANDS EHF. Í SÍMA 580 7905
Karlsstaðir í Berufirði
Til sölu er eignarjörðin Karlsstaðir, gegnt
Djúpavogi við norðanverðan Berufjörð, um
630 ha að stærð. Ræktuð tún eru um 25
ha. Sérstaklega fallegt landslag er á Karls-
stöðum og er fagurt útsýni þaðan. Húsa-
kostur er góður, mjög gott einbýlishús frá
1976, eldra íbúðarhús byggt 1927, notað
sem sumarhús, bílskúr, fjós, tvö fjárhús
ásamt heyhlöðum og geymslu. Enginn full-
virðisréttur fylgir þessari jörð en fé var
skorið niður vegna ætlaðrar riðu 1989.
Nýrri fjárhúsin voru ekki endurnýjuð að
innan fyrir sauðfé á ný, þar er núna véla-
geymsla og aðstaða fyrir stórgripi. Eldri fjárhús eru óhreinsuð. Gott vatnsból, berjaland, mikil
gæs á haustin. Friðlýst æðarvarp, ágæt höfn frá náttúrunnar hendi og falleg fjara.
Eftir opinberri skráningu er fasteignamat alls 12.806.000 og brunabótamat alls
kr. 52.620.000. Tilboð óskast í þessa eign.
Lagarás 4, 700 Egilsstaðir. S. 580 7905 ● Búðareyri 15, 730 Reyðarfjörður. S. 580 7907
Hilmar Gunnlaugsson, lögg.fasteignasali.
! "#
$%
SUMARHÚS - GRÍMSNES!
Fallegt nýbyggt frá grunni sumarhús ásamt 1 hektara eigna-
lóðar á þessu friðsæla og eftirsótta landsvæði í Grímsnesi -
Svínavatnslandi. Sumarhúsið er með 70 fm. girtri verönd all-
an hringinn utan um húsið. Tvö rúmgóð svefnherbergi með
fallegum beikiskápum. Baðherbergi sem er sérstaklega rúm-
gott. Sturtuklefi, upphengt klósett og innrétting undir vaski
og spegill, tengi fyrir þvottavél og 100 lítra vatnstankur inn af baðherbergi. Eldhúsið er opið inn í
rúmgóða stofu og er beikiinnrétting. Góð stofa með gluggum á þrjár áttir, halogenlýsing í loftum
í stofunni. Eign sem er mjög vönduð ásamt góðri eignalóð. Verðtilboð óskast!
Laugarnesvegur
Mjög fallegt og mikið end-
urnýjað 103 fm einbýlis-
hús, kjallari, hæð og ris
auk 30 fm sérstæðs bíl-
skúrs. Eignin skiptist m.a.
í hol, samliggjandi bjartar
parketlagðar stofur, eldhús
með nýlegum eikarinnrétt-
ingum, rúmgott sjónvarps-
hol, 3 herbergi og endur-
nýjað flísalagt baðherbergi.
Gler og gluggar endurnýj-
aðir og einnig lagnir. Ræktuð lóð með hellulögn. Laust fljótlega. Verð
27,9 millj.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali.
Stekkjarsel 2
Opið hús frá kl. 14-16
Vandað og vel skipulagt 244 fm
einbýlishús á tveimur hæðum með
29 fm innbyggðum bílskúr og
aukaíbúð á jarðhæð. Eignin skiptist
í forstofu, sjónvarpshol, borðstofu
(2 herb. á teikn.), samliggjandi stof-
ur með útgangi á hellulagða ver-
önd með skjólveggjum, stórt eld-
hús með vönduðum eikarinnréttingum og nýjum tækjum, eitt rúmgott
herbergi með góðum skápum og flísalagt baðherbergi, þvottaherbergi
og geymslu auk 2ja herb. séríbúðar á neðri hæð. Marmaralagður steypt-
ur stigi á milli hæða. Falleg ræktuð lóð.
Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16.
Verið velkomin.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali.
Suðurlandsbraut - Til leigu
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.
www.valholl.is
Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30.
Jarðhæð sem er samtals 856 fm en mögulegt er að skipta henni upp í ca.
545 og 311 fm. Mjög góð sameign í snyrtilegu lyftuhúsi. Húsnæðið uppfyllir
allar kröfur um nútíma skrifstofurekstur. Hentar vel fyrir hvers konar þjónustu
og/eða verslun. Góð aðkoma og næg bílastæði. Húsið er mjög vel staðsett og
á áberandi stað. Eigandi er Landsafl sem er sérhæft fasteignafélag.
Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson,
sími 588 4477 eða 822 8242
ÉG ER áhættufælin, ég er
hrædd við að taka ákvarðanir, ég
vinn ekki nógu lengi (takið sér-
staklega eftir þessu orði lengi), ég
vil ekki ábyrgð. Ég hef áhuga á,
kílóum, snyrtingu, tísku, fræga
fólkinu, kjaftasögum og harmsög-
um annarra. Ég þarf að berjast
fyrir að njóta virð-
ingar og virðingin sú
er fallvölt. Ég hef lít-
ið sjálfstraust, fæ efa-
semdir um leið og
einhver setur út á
eitthvað sem ég geri
… ég er… kona!
Ég er snöggur að
taka ákvarðanir, ég
eyði tíma mínum í að-
alatriði og sleppi
smáatriðum, ég vinn
lengi, ég sækist eftir
ábyrgð. Ég hef áhuga
á viðskiptum og póli-
tík, þá sérstaklega efnahags-
málum. Ég er frábær! Um leið og
ég fór að ganga í jakkafötum á
hverjum degi aðeins 25 ára gamall
bugtar samfélagið sig og beygir
fyrir öllu sem frá mér kemur. Ég
nýt virðingar og veit það. Ég er
fullur sjálfstrausts. … ég er …
karl!
Karlar vita sannleikann – um
leið og þeir eru komnir í jakkaföt-
in.
Konur þurfa að láta segja sér
allt hvort sem þær eru í drögtum
eða ekki.
Þær fara á námskeið til að læra
hvernig á að fá fullnægingu,
hvernig á að snyrta sig, hvernig á
að léttast, hvernig á að matreiða
fyrir sykursjúka eiginmenn sína,
hvernig á að ala upp börnin,
hvernig á að leggja saman og
draga frá, hvernig á að ná árangri
í starfi, hvernig á að samræma
vinnu og fjölskyldulíf, hvernig á
að vera hamingjusamur, hvernig á
að…
Karlar eru uppteknir af fót-
bolta, veiðiskap, horfa á fallegar
konur, því að hafa gaman saman.
Slaka á og njóta þess að vera til.
Konur eru uppteknar af því að
láta enda ná saman, af því hvað á
að hafa í matinn í kvöld, drengn-
um sem á eftir að læra fyrir
morgundaginn, hvar þær eiga að
koma líkamsræktinni fyrir, hvað
yfirmaðurinn segi þegar þær
skreppa úr vinnunni til að komast
til sjúkraþjálfara.
Karlar eru ánægðir með um-
ræðuna og áherslurnar. Þeir sjá
ekkert athugavert við það þó ein-
ungis þeirra sjónarhorn komi
fram. Þeirra sjónarhorn er hvort
eð er sannleikurinn. Þeir eru
margir hverjir farnir að þekkja
hver annan. Þegar þeir mæta í
þátt hvort sem er í útvarpi eða
sjónvarpi hitta þeir félaga sína úr
Versló eða KR nema hvort
tveggja sé og eru góðir. Þeir
skilja ekki þetta nöldur kvenna
um að þeirra sjónarhorn vanti inn
í umræðuna.
Konur eru óánægð-
ar með umræðuna og
áherslurnar. Á sama
tíma gerast þær sér-
stakir málsvarar
karla. Það getur ekk-
ert hræðilegra gerst
en að ein kona sé tek-
in fram yfir einn karl
einungis vegna þess
að hún er kona. Karl-
ar eru alltaf hæfastir
til að gegna þeim
stöðum sem þeir fá.
Það er ekki fyrr en
stöðuveitingin á við konu sem það
er ástæða til að hafa uppi hávaða í
málinu. Já konur eru aldrei sann-
færðari og öruggari með sig en
þegar þær taka að sér það hlut-
verk að vera sérstakir málsvarar
karla – þá
eru þær á heimavelli. Þá eru
þær fullar sjálfstrausts – enda
ekki nema von – þær eru í hlut-
verki sem þær þekkja í gegnum
aldirnar.
Konur sem skipta um skoðun
eru svikarar.
Karlar sem skipta um skoðun
höfðu ekki aðra skoðun áður,
a.m.k. tekur enginn eftir því að
þeir skipta um skoðun.
Konur sem vilja fá titil í starfi
eru spurðar hvort þær séu svona
hrifnar af titlatogi.
Karlar sem vilja titil í starfi eru
ekki spurðir neins.
Kona sem býr ein og slær ekki
garðinn er ekki hæf til sambýlis
við aðra.
Karl sem býr einn og slær ekki
garðinn hefur alltaf svo mikið að
gera greyið að hann bara má ekki
vera að því.
Karl sem býr einn með barn er
ótrúlega duglegur og vekur að-
dáun samfélagsins.
Kona sem býr ein með barn er
byrði á samfélaginu.
Giftur karlmaður er fyrirvinna
og þarf góð laun til að framfleyta
sér og sínum.
Gift kona þarf ekki há laun því
hún á mann sem sér fyrir henni
og börnunum.
Karlar eru fylgnir sér og
ákveðnir.
Konur eru frekjur.
Konur sem gagnrýna það sem
er eru neikvæðar.
Karlar sem gagnrýna það sem
er eru framsýnir.
Konur sem sofa hjá mörgum
körlum eru druslur.
Karlar sem sofa hjá mörgum
konum eru upp á kvenhöndina.
Á undanförnum vikum hafa
ýmsir velt því fyrir sér af hverju
miklu færri konur eru í stjórn-
unarstöðum en karlar, af hverju
konur fá að jafnaði lægri laun en
karlar, o.s.frv., o.s.frv. Menn leita
skýringa og velta upp hinum ýmsu
ástæðum þess að staðan í sam-
félaginu er eins og hún er. Stund-
um hef ég reiðst, stundum hef ég
lúmskt gaman að og hlæ að öllu
saman, stundum fell ég í þung-
lyndi yfir hversu stutt á veg við
erum komin. Eitt er ég sannfærð
um – við getum leitað skýringa,
fundið ástæður fyrir öllu. En það
er ekki endilega víst að þær skýr-
ingar eða ástæður leiði sannleik-
ann í ljós. Fyrir mér er sannleik-
urinn ljós. Fyrir mér er þetta
svona einfalt. Samfélagið allt, kon-
ur og karlar líta kynin mismun-
andi augum:
Karlar njóta virðingar.
Konur ekki.
Til hamingju með daginn konur!
Ég er … kona
Signý Sigurðardóttir fjallar um
staðlaðar karl- og kvenímyndir ’Samfélagið allt, konurog karlar líta kynin mis-
munandi augum: Karlar
njóta virðingar. Konur
ekki.‘
Signý Sigurðardóttir
Höfundur er sannfærður jafnréttis-
sinni í fjóra áratugi.
Sturla Kristjánsson: Bráðger
börn í búrum eða á afgirtu
svæði munu naumast sýna
getu sína í verki; þeim er það
fyrirmunað og þau munu trú-
lega aldrei ná þeim greind-
arþroska sem líffræðileg
hönnun þeirra gaf fyrirheit
um.
Kristján Guðmundsson: Því
miður eru umræddar reglur
nr. 122/2004 sundurtættar af
óskýru orðalagi og í sumum
tilvikum óskiljanlegar.
Sigurjón Bjarnason gerir
grein fyrir og metur stöðu og
áhrif þeirra opinberu stofn-
ana, sem heyra undir sam-
keppnislög, hvern vanda þær
eiga við að glíma og leitar
lausna á honum.
Þorsteinn H. Gunnarsson:
Nauðsynlegt er að ræða þessi
mál með heildaryfirsýn og
dýpka umræðuna og ná um
þessi málefni sátt og með
hagsmuni allra að leiðarljósi,
bæði núverandi bænda og
fyrrverandi.
Dr. Sigríður Halldórsdóttir:
Skerum upp herör gegn heim-
ilisofbeldi og kortleggjum
þennan falda glæp og ræðum
vandamálið í hel.
Svava Björnsdóttir: Til þess
að minnka kynferðisofbeldi
þurfa landsmenn að fyr-
irbyggja að það gerist. For-
varnir gerast með fræðslu al-
mennings.
Jóhann J. Ólafsson: „Lýð-
ræðisþróun á Íslandi hefur,
þrátt fyrir allt, verið til fyr-
irmyndar og á að vera það
áfram.“
Pétur Steinn Guðmundsson:
„Þær hömlur sem settar eru á
bílaleigur eru ekki í neinu
samræmi við áður gefnar yf-
irlýsingar framkvæmdavalds-
ins, um að skapa betra um-
hverfi fyrir bílaleigurnar.“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar