Morgunblaðið - 19.06.2005, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 43
MINNINGAR
Elsku amma. Þú
varst mesta brandara-
kona í heimi. Ég sakna
þín og brandaranna
þinna og ísbíltúranna. Það var alltaf
gott að fara í nammiskúffuna þína og
fá sér svo appelsín með namminu.
Þú saumaðir mikið í. Þú varst dug-
leg í handavinnu. Þú saumaðir
kodda sem ég gleymi aldrei. Þú bak-
aðir bestu kökur heims. Ég elska
þig.
Þitt barnabarn
Valtýr Snæbjörn.
Þegar ég minnist ömmu þá dettur
manni strax í hug súkkulaðikaka, því
að enginn gerir súkkulaðiköku eins
og amma þó margir hafi reynt. Enda
var alltaf til kaka þegar gestir áttu
leið um.
En stundirnar okkar ömmu hófust
eiginlega ekki fyrr en hún flutti á
Sólhlíðina eftir að afi dó. Þá labbaði
maður við og fékk köku og mjólk og
þá gátum við setið tímunum saman,
bara við tvær, og spjallað um allt
milli himins og jarðar. Hún amma
var nefnilega þannig að maður gat
sagt henni allt. Svo eftir að hún flutt-
ist inn á Elló þá hélt maður áfram að
kíkja inn og þá með Arnar með sér
og honum fannst mesta sportið að
koma og fá karamellur og „sleikju“
eins og hún orðaði það alltaf.
Idolkvöldin okkar, þar sem við
gátum komið og horft á Idolið hjá
þér, eru ógleymanleg og þó þú hafir
ansi oft verið orðin þreytt á okkur þá
vissum við innst inni að þú varst
þakklát fyrir félagsskapinn. Ég á
eftir að sakna þess að koma við og
geta horft með þér á næstu syrpu af
Idolinu og fá nýjustu upplýsingar
um það hvað er búið að gerast í
Glæstum vonum þessa vikuna, nú er
það mitt að fylgjast með fyrir þig,
amma, og láta þig vita um framhald-
ið þegar við hittumst aftur.
Amma virkaði oft köld á mann og
sagði það sem henni fannst án þess
að skafa af hlutunum. Sem betur fer
tóku þeir sem þekktu hana því ekki
illa og við hefðum ekki viljað hafa
hana öðruvísi. Þegar ég settist niður
nú um daginn og skoðaði úrklippu-
bækurnar hennar sem hún hafði
haldið um í nokkur ár sá ég betur
hversu ljúf og yndisleg hún amma
var. Þegar ég hélt að allar teikning-
arnar mínar og kortin sem ég bjó til
handa þeim í tonnatali hefðu allar
farið beinustu leið í ruslið sá ég að
hún hafði geymt þetta allt saman.
Amma fylgdist líka alltaf svo vel
með því sem við vorum að bardúsa
og núna síðustu ár var alltaf spurt
þegar ég kom við hvernig skólinn
gengi og hvað ég ætti mörg ár eftir í
náminu. Svo voru ræddar fram-
kvæmdir á húsinu og við pældum í
því hvað hægt væri að gera næst en
ég hef svo sem ekki átt langt að
sækja það að vera framkvæmdaglöð
miðað við sögurnar sem maður fékk
að heyra frá því þú reifst niður veggi
ef þér fannst afi vera of lengi að
koma sér að verki.
Ég er svo þakklát og stolt yfir að
hafa fengið að kynnast þér og hugsa
með bros á vör um stundirnar okkar
saman. Ég vona að ég eigi eftir að
vera alveg eins og þú, aldrei kvartað
yfir neinu og þú varst alltaf með
húmorinn á réttum stað, jafnvel eftir
að þú varst komin upp á spítala og
ég sat hjá þér, bara við tvær, þá
gastu haldið áfram að skemmta mér
þó svo að mér fyndist að það ætti að
vera öfugt.
Takk fyrir allt, amma.
Þóra Gísladóttir.
ERLA
GÍSLADÓTTIR
✝ Erla Jóhanna El-ísabet Gísladóttir
fæddist á Sólbakka í
Vestmannaeyjum 27.
október 1927. Hún lést
á Heilbrigðisstofnun
Vestmannaeyja 10.
júní síðastliðinn og var
jarðsungin frá Landa-
kirkju í Vestmanna-
eyjum 18. júní.
Elsku amma. Nú er-
um við að kveðja þig,
mikið verður erfitt að
hafa þig ekki lengur
hjá okkur. Það var allt-
af svo gott að koma til
þín og afa á Kirkjó, og
líka eftir að þú fluttir á
Hraunbúðir, þú nennt-
ir alltaf að hlusta á
mann. Svo áttir þú allt-
af eitthvað gott að
borða fyrir litla munna
og stóra, þú bakaðir
heimsins bestu brún-
tertu, ef mann langaði í
bita horfði maður ein-
faldlega upp á skáp þar sem kakan
var geymd og mændi á hana þangað
til þú sagðir: „Viltu bita, Erla mín?“
Það var eiginlega alveg sama hvað
þú tókst þér fyrir hendur, baka,
elda, þrífa, sauma, mála, rífa niður
veggi, þú gast allt og gerðir allt svo
vel.
Útsaumuðu myndirnar og allt
annað föndur sem ég á eftir þig eru
hreinir dýrgripir, allt svo vel gert og
fallegt.
Þú varst nú ekki lengi að redda
litlu stelpuskotti, þegar var komið til
þín og sagt að hana vantaði nýjar
buxur eins og allir ættu, eða kápu og
hvaðeina, þú reddaðir því í snar-
hasti, sast og saumaðir nýjar flíkur
eins og aðrir drekka vatn. Það voru
mörg sælubros á litla skottinu þegar
var farið frá þér í nýjustu tísku.
Síðasta vetur voru fastir liðir að
fara á föstudagskvöldum í Idolpartý
til þín, þá var gott fyrir langömmu-
stelpurnar þínar að eiga svona svala
ömmu sem hafði stöð 2. Herbergið
þitt fylltist af grislingum á öllum
aldri, sem skemmtu sér og nutu þess
að hitta þig. Það var það fyrsta sem
Birtu datt í hug þegar ég sagði henni
að þú værir dáin: „Mamma, nú verða
engin Idolpartý.“
Mikið eru þessi partý dýrmætar
minningar fyrir okkur öll sem eftir
erum.
Takk fyrir allt.
Þín
Erla.
Amma, þú ert besta amma í heimi.
Ég elska þig.
Þín
Birta.
Með nokkrum orðum langar mig
að kveðja tengdamóður mína og
þakka henni fyrir samfylgdina síð-
astliðin 40 ár. Margs er að minnast
eftir svo langan tíma og þær minn-
ingar mun ég geyma með sjálfri mér
og deila með afkomendum hennar.
Hún Erla kenndi mér margt og
reyndist mér vel á fyrstu búskapar-
árum mínum með syni hennar og
reyndar alla tíð. Alltaf reiðubúin til
hvers sem var og fór létt með það.
Og hvort það var að sauma flík eða
mála stofu, – slíkt var henni eins og
eðlilegasti hlutur í heimi. Hún Erla
var ein af þeim sem allt lék í hönd-
unum á.
Síðustu æviár sín bjó hún á
Hraunbúðum, dvalarheimili aldr-
aðra í Eyjum, og var iðin við ýmiss
konar handverk á föndurstofu stofn-
unarinnar. Þar er hennar sárt sakn-
að af vinkonum hennar og okkur
starfsfólkinu og minnst af góðu einu.
Þegar kemur að leiðarlokum verð-
ur kveðjustundin alltaf erfið. Hún
Erla var ein af mínum bestu vinkon-
um og ég á eftir að sakna hennar
nærveru. En hún hafði skilað sínu
dagsverki, mátt þola mótlæti og
meðlæti eins og gengur í lífi fólks og
kvaddi sátt við allt og alla.
Takk fyrir allt, elsku Erla.
Þín tengdadóttir,
Hanna Þórðardóttir.
Í dag kveðjum við okkar kæru
frænku Erlu, Erlu hans Valla. Erla
og Valli voru oftast nefnd í sömu
setningu hjá okkur á Heiðarvegi 13.
Minningar um þau og krakkana
þeirra eru órjúfanlega tengdar
minningu æskuáranna heima í Eyj-
um, en við og hún vorum systkina-
börn.
Fyrstu minningar Víu, sem er
okkar elst, um Erlu eru þegar Júlía
var að koma í heiminn og hún kom til
að sjá um börn og bú, hún söng og
trallaði, sauð svartfuglsegg og var
alsæl við uppvaskið með Valla sinn
sér við hlið. Þau voru glæsileg hjón,
hann stór og myndarlegur, hún lág-
vaxin, nett, glettin og grallaraleg,
hann með bros á vör og blik í auga,
og þau voru alltaf ástfangin.
Erla var mörgum kostum prýdd,
mikil kjarnakona og dugnaðarfork-
ur, allt lék í höndunum á henni,
hannyrðir og saumaskapur, enda
átti hún ekki langt að sækja það til
Evu móður sinnar.
Hún var húsmóðir af guðs náð,
snyrtimennskan og myndarskapur-
inn voru í hávegum höfð hjá hjón-
unum í Hergilsey. Þar var ekki beðið
með að gera hlutina heldur drifið í
þeim, helst strax.
Við minnumst þess þegar Erlu
langaði til að að taka niður vegg og
stækka aðeins stofuna, hún nefndi
það við Valla sem var ekki alveg
nógu fljótur til svo að einn daginn
þegar hann kom heim frá vinnu var
vinkonan búin að fara með sleggju á
vegginn og þá varð ekki aftur snúið.
Eitt skiptið þegar Erla átti von á
sér var hún að skúra gólf og dreng-
urinn, sem sver sig auðvitað í ættina,
varð að koma strax í heiminn en var
heppinn að lenda ekki í skúringaföt-
unni. Erla rétt hafði að komast í
rúmið áður en Guðni fæddist.
Hjá Erlu og Valla var okkur kom-
ið fyrir ef foreldrar okkar þurftu að
skreppa af bæ og ekki munaði þau
um að taka lítinn frænda og frænku
að sér nokkra daga í senn og þar var
hlúð að okkur eins og þeirra eigin
börnum.
Erla var mikill húmoristi, orð-
heppin, sérlega skemmtileg og hafði
notalega nærveru, á góðum stundum
lét hún allt flakka, þá var glatt á
hjalla og mikið hlegið.
Þær skemmtu sér oft konunglega
saman, mamma og Erla, þegar sá
gállinn var á þeim. Eitt vorið tóku
þær sig til og fylgdu Víu og Hönnu
Möllu í sveit austur í Fljótshlíð og
fengu Jóel og Júlía að fljóta með.
Það var siglt með mjólkurbátnum til
Þorlákshafnar, m.b. Júlía var þá í af-
leysingum fyrir Vonarstjörnuna og
þær notuðu sér fjölskyldusambönd-
in og skelltu sér með. Í minningunni
var skítabræla og mikið um sjóveiki.
Síðan var skrölt með mjólkurbílum
og rútum í grenjandi rigningu á
þvottabrettavegum áleiðis í Fljóts-
hlíðina með viðkomu á Selfossi og
nokkrum bæjum, heilsað upp á
skyldfólkið og gist á Brekkum í
Holtum hjá Finnu frænku og Kjart-
ani. Það var mikið gaman, þær
skemmtu sér vel og fengu góða til-
breytingu enda mikið ferðalag í þá
daga og stelpurnar komust í sveit-
ina.
Erla var hreinskilin, heiðarleg,
trygglynd og hún hafði „sterk bein“.
Ekki ætlaði hún að láta veikindi
síðustu ára buga sig, enda hörkutól
eins og hún á ættir til.
Síðustu árin voru Erlu erfið, veik-
indi og ótímabær missir hennar nán-
ustu settu sitt mark á lífið. Fyrst fór
Valli og síðan Þór svo skyndilega.
Við sendum systkinunum frá Her-
gilsey, fjölskyldum þeirra og systk-
inum Erlu samúðarkveðjur.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Októvía, Jóhanna, Júlía,
Jóel og Mardís.
Vönduð og persónuleg þjónusta
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj,
s. 691 0919
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Helluhrauni 10, 220 Hf.,
sími 565 2566,
www.englasteinar.is
Englasteinar
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Ástkær dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og systir,
SVAVA EGGERTSDÓTTIR
frá Vestmannaeyjum,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 20. júní kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir
en þeim sem vildu minnast hennar er bent á
Sjóð 72, Styrktarsjóð útskriftarárgangs Mennta-
skólans á Akureyri 1972. Reikningsnúmerið er 0515-14-106000 og kt.
210152-4829.
Jóna Guðrún Ólafsdóttir,
Eggert Jón Magnússon, Hildur Björk Leifsdóttir,
Guðrún Björk Magnúsdóttir, Kristbjörn Gunnarsson,
Sigurður Hjalti Magnússon, Íris Aðalsteinsdóttir,
barnabörn og systkini hinnar látnu.
Dóttir mín og systir okkar,
SIGRÚN ERLA GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést laugardaginn 4. júní á gjörgæsludeild
Landspítalans við Hringbraut.
Jarðarförin hefur farið fram.
Þökkum auðsýnda samúð.
Sólborg K. Jónsdóttir,
María Guðmundsdóttir,
Jónína Margrét Guðmundsdóttir,
Valgeir Ólafur Guðmundsson.
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okk-
ur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og út-
för elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
HRANNAR JÓNSDÓTTUR (NÖNNU),
Krummahólum 29,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahjúkrun-
ar og líknardeildar Landakotsspítala.
Hafið alúðarþökk.
Fylkir Þórisson, Bärbel Valtýsdóttir,
Helga Þórisdóttir,
Jens Þórisson, Hrafnhildur Óskarsdóttir,
Jón Þórisson, Ragnheiður Steindórsdóttir,
Konráð Þórisson, Margrét Auðunsdóttir,
Vörður Þórisson,
Þorbjörg Þórisdóttir, Ólafur Ragnar Pálsson,
barnabörn og barnabarnabörn.