Morgunblaðið - 19.06.2005, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 45
MINNINGAR
Mig langar með örfáum orðum að
minnast Sigrúnar systur minnar.
Hún kvaddi þennan heim nú í byrjun
sumars þegar grasið er að grænka,
trén að laufgast og sumarblómin að
skarta sínu fegursta. En það er ekki
spurt um stund og stað. Skyndilega
er ástvinur hrifinn burt úr þessum
heimi og honum ætluð önnur verk á
ókunnum slóðum. Ég bið Guð að
geyma þig með eftirfarandi bænar-
orðum.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Valgeir bróðir
og fjölskylda.
SIGRÚN ERLA
GUÐMUNDSDÓTTIR
✝ Sigrún Erla Guð-mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
20. desember 1953.
Hún lést á gjör-
gæsludeild Landspít-
ala við Hringbraut 4.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
eru: Guðmundur H
Jónsson, f. 23. janúar
1920, d. 16. febrúar
1984, og Sólborg K
Jónsdóttir, f. 29. des-
ember 1921. Systkini
Sigrúnar Erlu eru
María Guðmunds-
dóttir, f. 6. desember 1940; Jónína
Margrét Guðmundsdóttir, f. 26.
október 1944; og Valgeir Ólafur
Guðmundsson, f. 7. nóvember
1947.
Útför Sigrúnar Erlu fór fram í
kyrrþey.
Kveðja til litlu systur
minnar.
Veit náð þinni hugg-
un, styrk, líkn og lækn-
ingu inn í líf þeirra sem
eru sjúk á sál og lík-
ama, vitja þeirra sem
lifa við brostnar vonir
og þeirra sem mæta
nýjum degi í sársauka,
veit krafti og von inn í
líf þeirra, þess biðjum
við þig, Drottinn.
Hinsta kveðja.
Jónína Margrét
(Maddý).
Með fáeinum orðum langar mig til
að kveðja móðursystur mína, hana
Sigrúnu Erlu Guðmundsdóttur er
varð bráðkvödd hinn 4. júní síðastlið-
inn.
Ég minnist marga símtala er hún
átti við mig um lífið og tilveruna.
Hún vildi fylgast úr fjarlægð með
fjölskyldu sinni og nánasta frænd-
garði því vegna vanheilsu sinnar
valdi hún það að vera ein og óáreitt af
sínum nánustu, nema að hún kaus að
hafa samband til að fá fréttir eða að-
stoð við ýmis smám viðvik.
Fyrir rúmum 15 árum fluttist hún
á Skúlagötuna og bjó sér þar fallegt
og snoturt heimili er hún hélt við af
kostgæfni og alúð. Það var gott að
þiggja kaffi og eða kóksopa á ferðum
mínum á Skúlagötuna í ýmsum snún-
ingum og stússi fyrir hana frænku,
en því miður með árunum fækkaði
ferðunum en þrátt fyrir það þá hélst
alltaf símasambandið við frænku.
Ég veit og finn að söknuður og
sorg ömmu minnar er mikil við að
horfa eftir yngstu dóttur sinni yfir
móðuna miklu, og því bið ég góðan
Guð að vaka yfir og veita henni styrk
í dótturmissi hennar. En nú er hún
frænka farin og komin á betri stað,
laus við allt andlegt og líkamlegt böl
og hvílist í öruggum faðmi Guð-
mundar föður síns.
Með þessum orðum kveð ég
frænku mína hana Sigrúnu Erlu.
Guð geymi þig.
Björgvin Björgvinsson.
hús. Lóa, elsta dóttir hans, var þá
uppkomin og var farin á ballið með
einhverjum jafnöldrum sínum. Þeg-
ar Alli kom inn heyrði hann að ung-
lingarnir voru eitthvað að gantast
við Lóu – að ekki mundi nú pabbi
hennar láta sig vanta í glauminn.
Hann heyrði dóttur sína svara
stundarhátt: – Mér er alveg sama
hvað þið segið. Áreiðanlega á ekkert
ykkar betri pabba en ég. Hver skyldi
hafa verið stoltasti faðir á Flateyri
það kvöld? Og lífið veltist áfram eins
og bátur í stórsjó. Vinir og kunningj-
ar Alla héldu því fram að hann hlyti
að hafa níu líf eins og kötturinn eða
kannski einu fleira. Óteljandi skipti
lenti hann í lífsháska og óhöppum.
Hann var næstum drukknaður þeg-
ar hann var að bjarga bátnum sínum
sem var að reka frá höfninni. Öðru
sinni strandaði hann. Hann var
næstum orðinn úti á Breiðadalsheiði.
Hann varð fyrir voðaskoti. En allt
svamlaði hann í gegnum. Gamla fólk-
ið hefði sagt að hann væri ekki einn í
ráðum og líklega hefur það verið svo.
Alli hafði líka svokallað sjötta skiln-
ingarvit. Hann fann fiskinn eftir sín-
um eigin leiðum sem aðrir ekki
þekktu. En þetta gat hann ekki
nema hann væri einn á sjó. Ég taldi
það traustsyfirlýsingu að hann
skyldi vera að segja mér, landkrabb-
anum, frá þessu. En það var í eina
skiptið sem ég heyrði hann nefna
Guð. Kannski hefur það verið óvart.
Síðari árin urðu Alla rósamari.
Hann fluttist þá frá Flateyri til Pat-
reksfjarðar, þar sem Lóa og fleiri
barna hans bjuggu þá, og keypti litla
íbúð af bróður sínum sem aldrei
hafði farið langt frá æskustöðvunum.
Þar bjó hann um hríð með kettinum
Felix og gætti nafna síns og dótt-
ursonar eftir því sem hann kom við
vegna vinnu.
En svo gerðist það sem enginn
hafði átt von á. Aftur voraði í lífi Að-
alsteins Grétars Guðmundssonar.
Hann kynntist konu sem átti eftir að
deila með honum ókomnum árum.
Guðbjörtu Ásgeirsdóttur – Stellu í
Látrum, eins og hún er alltaf kölluð,
dóttur Ásgeirs vitavarðar í Látrum
sem margir Vestfirðingar þekktu.
Stella hafði búið um árabil í Reykja-
vík en fluttist heim aftur þegar fjöl-
skyldan þarfnaðist hennar. Skömmu
eftir að þau Alli kynntust missti hún
bæði einkasystur sína og föður sinn.
Þá varð Alli stoð hennar við búskap-
inn á Látrum. Þarna áttu þau góð ár.
Bæði höfðu þau gaman af skepnum
og undu vel úti í náttúrunni. Það var
gaman að heimsækja þau í sveitina
og enginn fór svangur frá Látrum.
Stella er allra kvenna gestrisnust og
það svo að Alla þótti stundum nóg
um, því yfir hásumarið var óstöðv-
andi gestagangur og kaffikannan
kólnaði ekki allan daginn. Undir
niðri mun hann þó hafa kunnað vel
að meta höfðingsskap sambýliskonu
sinnar.
Auðséð var að þau studdu hvort
annað. Hún tók símann ef hann vildi
hafa frið og ró og kallaði ekki á hann
nema um eitthvað nauðsynlegt væri
að ræða. Hann leiddi hana ævinlega
ef hún þurfti að ganga tröppur eða
stiga, en hún hafði skerta sjón. Sam-
band þeirra var hlýtt og gott. Enda
átti eftir að reyna á það, því nú fór
heilsan að bila hjá Alla. Alltof fljótt,
fannst okkur vinum hans. Hjartabil-
un, sem hann hafði lengi fundið til,
ágerðist. Slit og þreyta fóru að segja
til sín. Loks greindist hann með
krabbamein. Það var erfitt fyrir
þennan hrausta mann að verða
óvinnufær og síðan sjúklingur. Aftur
varð heimili hans á Patreksfirði.
Stella annaðist hann með ástúð og
umhyggju. Þolinmæði hennar var
óþrjótandi. Sjálf var hún alls ekki
hraust en harkaði af sér. Fyrir utan
gluggann stóð báturinn sem Alli
hafði látið draga heim á hlað, svo
hann gæti dyttað að honum og haft
sálufélag við hann ef einhver daga-
munur var á veikindunum.
Nú stendur báturinn þar einn og
yfirgefinn og kötturinn Gísli leitar
árangurslaust að besta vini sínum.
Svona er lífið.
Við hjónin vottum Stellu og fjöl-
skyldunni samúð okkar. Við sam-
gleðjumst Alla að vera búinn að taka
sín próf í lífsins skóla og eiga óend-
anlegt sumar framundan.
Ragna Steinunn Eyjólfsdóttir.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
DÓRA F. JÓNSDÓTTIR,
Bjarmalandi 13,
Reykjavík,
andaðist á Grensásdeild Landspítalans
fimmtudaginn 16. júní.
Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju fimmtu-
daginn 23. júní kl. 13.00.
Sigurður Sigurðsson,
Jón Magni Sigurðsson, Guðjóna Ásgrímsdóttir,
Sigurður Pálmi Sigurðsson, Anna Jóna Lýðsdóttir,
Guðný Dóra Sigurðardóttir, Gísli Rafn Guðfinnsson,
Rannveig Sigurðardóttir, Albert Páll Sigurðsson,
Magndís María Sigurðardóttir, Kjartan Steinsson,
Ágúst Orri Sigurðsson, Gerður Rún Guðlaugsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
FRIÐRIK FÁFNIR EIRÍKSSON
frá Hesti,
Ársölum 5,
Kópavogi,
lést fimmtudaginn 16. júní.
Útförin auglýst síðar.
Eiríkur V. Friðriksson,
Sigríður Súsanna Friðriksdóttir, Kjartan Bragason,
Óðinn M. Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Bróðir okkar,
ÓLI ÞÓR INGVARSSON
rafvirkjameistari,
Álftamýri 40,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 16. júní.
Jarðarförin auglýst síðar.
Alfreð Þorsteinsson,
Ingvar Ingvarsson.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
ALDÍS G. EINARSDÓTTIR,
Dalalandi 11,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu-
daginn 16. júní.
Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju föstu-
daginn 24. júní kl. 11.
Birgir Örn Birgis,
Guðrún Hulda Birgis, Kristján Þór Gunnarsson,
Birgir Svanur Birgis, Ragnheiður H. Ragnarsdóttir,
og barnabörnin.
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
KAREN PETRA J. SNÆDAL
frá Eiríksstöðum,
Miðvangi 22,
Egilsstöðum,
sem lést á Sjúkrahúsinu Egilsstöðum þriðju-
daginn 14. júní verður jarðsungin frá Egils-
staðakirkju fimmtudaginn 23. júní kl. 14.00.
Birna Jóhannsdóttir, Ragnar Sigvaldason,
Sigrún Jóhannsdóttir, Björgvin Geirsson,
Snædís Jóhannsdóttir, Guttormur Metúsalemsson,
barnabörn og fjölskyldur.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðjudegi).
Ef útför hefur farið fram eða grein
berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar sem
pláss er takmarkað getur birting
dregist, enda þótt grein berist áð-
ur en skilafrestur rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virð-
ingu sína án þess að það sé gert
með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandend-
ur senda inn. Þar koma fram upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, fæddist, hvar og
hvenær hann lést, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin fer fram og
klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl-
ast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feit-
letraður, en ekki í minningargrein-
unum.
Undirskrift Minningargreinahöf-
undar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Minningar-
greinar