Morgunblaðið - 19.06.2005, Side 48
Mímí og Máni
Kalvin & Hobbes
HÉR KEMUR SPORT-
BÍLLINN Á 200 KÍLÓMETRA
HRAÐA!
HÉRNA KEMUR
STEYPUBÍLLINN!
VARIÐ YKKUR!!
OG HÉRNA KEMUR
FLUTNINGABÍLL FULLUR
AF HÆTTULEGUM
EITUREFNUM!
ÚTKOMAN
VERÐUR
SKEMMTILEG
Risaeðlugrín
UMFERÐARSTJÓRI! ... ÞETTA ER HRÆÐILEGT ...
ÉG SÉ AÐ HANN ER AÐ GERA GRÍN AÐ MÉR ....
OGGGG .... ÉG GET EKKI EINU SINNI SEKTAÐ
HANN FYRIR OF HRAÐAN AKSTUR
© DARGAUD
Dagbók
Í dag er sunnudagur 19. júní, 170. dagur ársins 2005
Víkverji sigldi á dög-unum með Nor-
rænu frá Seyðisfirði
til Danmerkur með
viðkomu í Þórshöfn í
Færeyjum, Leirvík á
Hjaltlandi og Björgvin
í Noregi. Í maga Nor-
rænu voru mótorhjól
Víkverja og tveggja
félaga hans. Fámennt
var á leiðinni frá Seyð-
isfirði til Færeyja en
þá fjölgaði farþegum
umtalsvert og líf og
fjör var í skipinu.
x x x
Ámeðal þeirra semkomu um borð var færeyska kú-
rekafélagið. Meðlimir þess voru
klæddir að hætti villta vestursins og
settu m.a. upp litla verslun með slík-
um fatnaði um borð og komu fyrir
ótömdu óðu nauti á efsta þilfari. Það
gekk að vísu fyrir rafmagni en var
óárennilegt engu að síður. Um
kvöldið var síðan mikil skemmtan og
dansaður línudans út í eitt. Fær-
eyingarnir kunnu sannarlega að
skemmta sér, svo ekki sé dýpra í ár-
inni tekið, og kögrið sveiflaðist í allar
áttir. Þeir tóku nokkuð hressilega á
því, eins og sagt er, og voru hinir
hressustu en allt fór það þó vel fram.
Víkverja varð þó ljóst
morguninn eftir að það
getur verið hægara
sagt en gert að finna
káetu sína í endalaus-
um ranghölum Nor-
rænu á tíunda glasi
enda sváfu margir
Færeyinganna fasta-
svefni í stólum, horn-
um og skúmaskotum
víða um skipið. Sá sem
síðastur kom sér í koju
var sofandi á stól þétt
við útgöngudyrnar á
útsýnisþilfari töluvert
fram yfir hádegi þrátt
fyrir mikinn umgang.
Engin vandræði og óþægindi voru
þó vegna þessarar veislu og svefn-
venja Færeyinganna en upp í huga
Víkverja komu minningar um sveita-
böll fyrri áratuga heima á Íslandi.
x x x
Og rétt eins og Færeyingarnirvoru fjörugir þá ber Þórshöfn
fjörleikanum vitni í allri sinni lita-
dýrð og fjölbreytileika, með alla
vega húsum og götum. Allt öðru var
aftur á móti að heilsa þegar lent var í
Leirvík á Hjaltlandi í þungskýjuðu
veðri og mistri, hvert einasta hús
hlaðið úr brúngráleitum múrsteini
svo þunglyndislegt var yfir að horfa.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Laugardalur | Páll Óskar & Monika munu halda hina árlegu Sólstöðutónleika
á Café Flóru, grasagarðinum í Laugardal í kvöld kl. 22.00. Forsala að-
göngumiða er í Café Flóru s. 866-3516 og við innganginn á tónleikadegi.
Páll Óskar & Monika hófu samstarf sitt árið 2001 og fyrsta afurð þess sam-
starfs var geislaplatan „Ef ég sofna ekki í nótt“ og tveimur árum síðar sendu
þau frá sér jólaplötuna „Ljósin heima“.
Morgunblaðið/Sverrir
Sólstöðutónleikar
á Café Flóru
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Þreytumst ekki að gjöra það sem gott er, því að á sínum tíma munum
vér uppskera, ef vér gefumst ekki upp. (Gal. 6, 9.)