Morgunblaðið - 19.06.2005, Side 57

Morgunblaðið - 19.06.2005, Side 57
Þ að getur brugðið til beggjavona þegar tónlistarmenn úrólíkum áttum taka samanhöndum – oftar en ekki eru menn svo fastir hver á sínum bás að útkoman af samstarfinu verður ekki skemmtileg, ekkert nýtt verður til. Þegar menn aftur ná saman getur niðurstaðan verið bráðskemmtileg og forvitnileg líkt og er með samkrull Anticon félaga úr Themselves og liðs- mönnum úr Notwist sem þeir kjósa að kalla 13 & God. Fyrsta stuttu kom út breiðskífa samnefnd sveitinni. And-svik Vestur í Kaliforníu starfar félags- skapur sem kallar sig Anticon, sem nafnið má útleggja sem and-svik, anti-con. Upphafsmenn þess eru ung- ir tónlistarmenn sem tóku til við tón- list sem kalla má hiphop, þótt það sé talsvert frábrugðið því sem menn annars kalla hiphop – óhlutbundið hiphop hafa sumir kallað það, fram- úrstefnurokk segja aðrir og bölvað rugl segja enn aðrir. Félagsmenn Anticon eru nokkrir, þar fremstir í flokki höfuðpaurarnir Doseone og Sole – sá fyrrnefndi kemur við sögu í þessum pistli, en betri grein verður gerð fyrir hinum síðarnefnda á næstu dögum enda er hann á leið til Íslands, leikur á tónleikum í Grand Rokk á miðvikudaginn með Anticon-félögum sínum Pedestrian og Telephone Jim Jesus. Það er til siðs innan Anticon- hópsins að vera í mörgum hljóm- sveitum samtímis. Fyrir vikið er það til að æra óstöðugan að reyna að henda reiður á þeirri býsn hljómsveita, mis- fjölmennra, sem starfa undir merkj- um Anticon, en ein af þeim þekktari er Themselves sem skipuð er þeir Adam „Doseone“ Druckner, Jeffery „Jel“ Logan og Dax Pierson. Einskonar tilraunarokk Austur í Þyskalandi er svo að finna rokksveitina Notwist sem starfað hefur alllengi. Tvíburabræðurnir Markus og Michael Acher stofnuðu Notwist 1989 við þriðja mann. Fram- an af léku þeir kraftmikið pönk en smám saman hefur sveitin þróast í einskonar tilraunarokk og þegar þeir kynntust raftónlistarmanninum Martin Gretschmann, sem starfað hefur undir nafninu Console tóku þeir stefnu enn lengra frá rokkinu án þess þó að segja skilið við það. Síð- asta breiðskífa Notwist var Neon Golden, sem fékk frábæra dóma víða um heim. Sagan hermir að Themselves hafi verið á tónleikaferðalagi með Notw- ist á síðasta ári þegar það óhapp varð að kviknaði í tónleikarútunni. Þar brann nauðsynlegt tölvudót og fyrir vikið ekki hægt að halda áfram ferð- inni. Þetta varð skammt frá Toronto yfir allar Anticon-plötur. Það segir sitt um tónlistina sem Anticon menn hafa framleitt í gegnum tíðina að Markus segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir væru að spila hiphop. Ekki búið enn Síðasta haust hittust þeir félagar svo allir í Munchen, heimaborg Notwist, til að semja tónlist og taka upp, en upptökur fóru fram í borginni fornu Weilheim í Þýskalandi. Áður en að þessu kom höfðu þeir skipst á hugmyndum og lagt drög að nokkr- um lögum (það er að vissu leyti í takt við þversku þeirra Anticon-manna að Netið var ekkert notað til að koma hugmyndum á milli, engar zipskrár í tölvupósti eða vefsíður með MP3 – allt var sent með bréfpósti). Allt gekk að óskum og ekki tók það þá nema tvær vikur að vinna efni á heila breið- skífu, taka upp, hljóðblanda og gera frumeintak. Þá var einn dagur tekinn í æfingar og svo hélt sveitin sína fyrstu tónleika í Munchen. Ekki er hægt að búast við því að 13 & God lifi lengi, þó sveitirnar nái vel saman eru þær of ólíkar til að það gangi til langframa – þeir hafa sína plötusamninga og skuldbindingar sem þarf að uppfylla. Það má þó kannski bíða smátíma, því í sumar hyggjast þeir félagar ferðast um Evrópu, leika á tónleikum sem víðast, og í haust eru jafnvel frekari upp- tökur framundan, það eru nefnilega hugmyndir sem á eftir að vinna betur úr að því þeir segja. Skemmtilegt samkrull Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Merkilegt samstarf er að finna á fyrstu breiðskífu 13 & God, en á bak við það nafn eru liðsmenn hiphopsveit- arinnar Themselves og þýska tilraunarokksveitin Notwist. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 57 og fimmta ámóta óhapp, það alvar- legasta þó, sem þeir félagar höfðu orðið fyrir í ferðinni. Gera varð hlé á ferðinni, menn voru bókaðir á ódýr hótel og höfðu lítið við að vera í kulda og trekki annað en tala um tónlist. Í því spjalli, sem teygði sig yfir ein- hverja daga, kviknaði hugmyndin að samstarfi milli Anticon-manna og liðsmanna Notwist sem ganga myndi undir nafninu 13 & God. Gagnkvæm virðing 13 & God er skipuð liðsmönnum Themselves og þeim Markus og Micha Acher og Martin Gretsch- mann úr Notwist. Þó 13 & God hafi orðið til á Kanadaferðinni örlagaríku á samstarfið sér lengri sögu því þeir Themselves-félagar leituðu uppi Markus Acher þegar þeir voru á tón- leikaferð um Evrópu að kynna The No Music fyrir þremur árum. Í þeirri ferð hlustuðu þeir víst á fátt annað en Notwist skífuna góðu Neon Golden og fannst upplagt að nota tækifærið til að hitta einn forsprakka sveit- arinnar. Þá þegar voru menn farnir að ræða um að gaman yrði að gera eitthvað saman, eins og tónlistar- manna er siður þegar þeir hafa tottað pyttluna Ekki var bara að Themselves- félagar kynnu að meta Notwist – eins og Markus Acher rekur söguna þá féll hann gersamlega fyrir fyrstu CLOUDDEAD skífunni, segist hafa fallið í stafi yfir því hve fimlega þeir hrærðu saman ólíkum stílum og eftir það gerði hann sér far um að komast BATMAN BEGINS kl. 2 - 3.20 - 4 - 5 - 6.20 - 7 - 8 - 9.20 - 10 - 10.50 BATMAN BEGINS VIP kl. 2 - 5 - 8 - 10.50 THE WEDDING DATE kl. 6 A LOT LIKE LOVE kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 HITCHHIKER´S GUIDE... kl. 8 - 10.10 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 2 - 4 ÁLFABAKKI BATMAN BEGINS kl. 12 - 2.10 - 3.30 - 5.10 - 6.30 - 8.10 - 9.30 - 11 B.i. 12 ára. HOUSE OF WAX kl. 10.30 B.i. 16 ára. THE WEDDING DATE kl. 8 SVAMPUR SVEINSSON kl. 12 - 2 - 4 THE ICE PRINCESS kl. 12 - 6 KRINGLAN BATMAN BEGINS kl. 2 - 5 - 8 - 10.40 STAR WARS - Episode III kl. 3 MR. AND MRS. SMITH kl. 5.45 - 8 - 10.15 BATMAN BEGINS kl. 2 - 5 - 8 - 10.40 A LOT LIKE LOVE kl. 6 - 8 HOUSE OF WAX kl. 10 SVAMPUR SVEINSSON kl. 2 - 4 AKUREYRI KEFLAVÍK  DV  MBL Debra Messing Dermot Mulroney FURÐULEGASTA ÆVINTÝRI ALHEIMSINS HEFST ÞEGAR JÖRÐIN ENDAR  S.K. DV.  ELISHA CUTHBERT CHAD MICHAEL MURRAY BRIAN VAN HOLT PARIS HILTON JARED PADALECKI  Capone XFM  BATMAN EINS OG ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ HANN ÁÐUR ! Powersýning kl. 11 í Sambíóunum Kringlunni Sýningatímar 16 - 19. júní        

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.