Morgunblaðið - 04.07.2005, Síða 2
2 MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SENDIHERRA RÆNT
Sendiherra Egyptalands í Írak,
Ihab al-Sharif, var rænt í Bagdad
síðdegis á laugardag, aðeins mánuði
eftir að hann kom til borgarinnar til
að taka við embættinu. Sjónarvottar
segja sendiherrann hafa stöðvað bif-
reið sína til að kaupa dagblað. Þá
hafi átta menn komið að honum og
numið hann á brott.
Þingkosningar í Albaníu
Þingkosningar voru haldnar í Alb-
aníu í gær en þær skipta sköpum
fyrir mögulega aðild Albaníu að Atl-
antshafsbandalaginu (NATO) og
Evrópusambandinu (ESB) en frjáls-
ar og lýðræðislegar kosningar eru
frumskilyrði fyrir því að Albanar
geti skrifað undir samkomulag um
aðild að ESB á þessu ári, sem yrði
fyrsta skrefið í átt að fullri aðild árið
2014.
Fossá flæddi yfir bakka sína
Mikill vöxtur varð í Fossá í Reyð-
arfirði í gær og flæddi áin yfir bakka
sína og stefndi á nærliggjandi
íbúðarhús. Var grafa send á staðinn
til að halda ánni í skefjum, en litlu
mátti víst muna að hún færi á húsin
á staðnum. Þá féllu nokkrar skriður
á veginn um Fagradal um hádegisbil
og lokuðu honum fram á nótt.
Mótmæla stimpilkerfi
Forsvarsmenn Skurðlæknafélags
Íslands hafa farið fram á að tafar-
laust verði hætt notkun á stimpil-
klukkukerfi fyrir skurðlækna á
LSH. Benda þeir á að fyrirkomulag-
ið tíðkist hvergi annars staðar, auk
þess sem stimpilkerfið segi ekkert
til um viðveru lækna. Segja þeir
óánægjuna meira á faglegum for-
sendum en vegna launamála.
Þrír nýir prestar
Þrír guðfræðingar voru vígðir til
prestsþjónustu í Dómkirkjunni í
gær. Brotið var blað í kirkjusögunni
þar sem tveir vígsluvottanna eru
foreldrar eins guðfræðingsins, auk
þess sem fyrsti hjúkrunarfræðing-
urinn hlaut prestsvígslu.
Y f i r l i t
SÓLHEIMAKIRKJA í Grímsnesi var vígð í gær
að viðstöddu fjölmenni en Karl Sigurbjörnsson,
biskup Íslands, vígði kirkjuna. Meðal viðstaddra
var Sigurbjörn Einarsson biskup, sem tók fyrstu
skóflustunguna að kirkjunni ásamt eiginkonu
sinni Magneu Þorkelsdóttur fyrir fimm árum,
Sigurður Sigurðarson vígslubiskup auk presta af
svæðinu og annarra mætra gesta.
Helga Helena Sturlaugsdóttir, prestur í Sól-
heimakirkju, segir kirkjuna vera byggða með það
í huga að hún geti nýst sem tónlistarhús samhliða
kirkjulegum athöfnum. „Við komum til með að
færa eitthvað upp í kirkju af athöfnum okkar sem
við höfum haft annars staðar. Svo ætlum við
náttúrlega að reyna að vera með athafnir og
trúarlegt starf í kirkjunni.“
Hún segir það hafa mikla þýðingu fyrir íbúa
Sólheima að fá sína eigin kirkju enda ríki þar
mikil trúarleg hefð. Að sama skapi ríkir mikil tón-
listarhefð á svæðinu að sögn Helgu og því er afar
ánægjulegt geta nýtt húsið til tónlistarflutnings.
Við vígsluathöfnina flutti Sólheimakórinn lög
undir stjórn Þóru Marteinsdóttur, en tvö lög eftir
Þóru voru frumflutt sem voru sérstaklega samin
fyrir vígsluathöfnina. Marteinn Friðriksson lék
undir á orgel. Ungir tónlistarmenn sungu svo og
léku fyrir gesti. Magnea Tómasdóttir söng ein-
söng og Jón Hafsteinn Guðmundsson lék á tromp-
et. „Þetta er stór stund í okkar lífi, að fá kirkju og
er í tengslum við 75 ára afmælið okkar þannig að
þetta er mikil hátíð hérna,“ segir Helga Helena að
lokum.
Morgunblaðið/ÞÖK
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, við vígslu Sólheimakirkju í gær. Biskupi til hægri handar eru þau Helga Helena Sturlaugsdóttir, prestur Sólheima-
kirkju, Sigurbjörn Einarsson biskup og Inga Jóna Valgarðsdóttir, íbúi á Sólheimum. Sr. Sigurbjörn tók á sínum tíma fyrstu skóflustunguna að kirkjunni.
Sólheimakirkja í Grímsnesi vígð
„Þetta er stór
stund í okkar
lífi að fá kirkju“
Gestirnir létu ekki rok og rigningu aftra sér frá því að vera viðstaddir vígslu Sólheimakirkju.
SAMNINGANEFND ríkisins
(SNR) hefur frá ársbyrjun 2004 alls
lokið við gerð 34 kjarasamninga við
108 stéttarfélög. Nefndin á nú ólokið
níu samningum við níu stéttarfélög á
yfirstandandi samningstímabili,
samkvæmt upplýsingum úr nýlegu
fréttabréfi fjármálaráðuneytisins
fyrir stjórnendur ríkisstofnana.
Fram kemur til samanburðar að á
árunum 2000–2004 lauk samninga-
nefnd ríkisins við gerð 77 kjara-
samninga við 136 stéttarfélög. Í
fréttabréfinu segir að fækkun samn-
inga á milli tímabila sé jákvæð þróun
sem stafi af auknu samfloti stéttar-
félaga í samningagerðinni.
Þrír samningar við BHM
í stað 24 áður
Sem dæmi hafi nú verið gerðir
þrír samningar við aðildarfélög
BHM en þeir voru 24 árið 2001.
Einn samningur var gerður við
Starfsgreinasambandið í stað fjórtán
áður. Þá er á það bent að fækkun
stéttarfélaga milli tímabila stafi af
sameiningu félaga, af þessum sökum
hafi aðildarfélögum BSRB fækkað
um fjögur og aðildarfélögum Starfs-
greinasambandsins um sextán.
Þau félög sem eru með lausan
samning og enn er ósamið við eru:
Félag íslenskra flugumferðarstjóra,
Félag skipstjórnarmanna, Vélstjóra-
félag Íslands, Félag matreiðslu-
manna, þar af þrjú síðastnefndu
vegna Landhelgisgæslu Íslands og
félög leikstjóra, leikmynda- og bún-
ingahöfunda og hljómlistarmanna
eru með lausa samninga vegna Þjóð-
leikhússins.
Færri kjarasamningar
gerðir nú en áður MAÐUR fannst
látinn á Ketillaug-
arfjalli í Horna-
firði um miðjan
dag á laugardag-
inn. Björgunar-
sveitarmenn
fundu manninn
látinn í fjallinu en
farið var að leita
hans eftir að hann skilaði sér ekki úr
fjallgöngu. Hann hét Egill Jónasson
og var til heimilis að Hagatúni 11 á
Höfn. Egill var sextugur að aldri.
Hann lætur eftir sig eiginkonu og
þrjá syni.
Fannst látinn
á Ketillaugar-
fjalli við Höfn
LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ hef-
ur látið útbúa svonefnda lífsskrá,
skjal sem greinir frá óskum fólks um
meðferð við lífslok, geti það ekki
sjálft tekið þátt í ákvörðunum um
meðferðina vegna andlegs eða lík-
amlegs ástands. Þetta kemur fram á
vef embættisins. Þar segir einnig að
tilgangur slíkrar skrár er að einstak-
lingur fái að deyja með reisn og að
aðstandendur séu eins sáttir við
ákvarðanir sem teknar eru við lífslok
og kostur er. Í lífsskrá eru, að því er
fram kemur á vefnum, tvö mikilvæg
atriði, annars vegar óskir um með-
ferð við lok lífs og hins vegar tilnefn-
ing umboðsmanns sem hefur umboð
til að koma fram fyrir hönd viðkom-
andi, taka þátt í umræðum um óskir
varðandi meðferð við lífslok, hvort
heldur það er að þiggja, hafna eða
draga til baka meðferð.
Fólki gefinn kostur á að taka
afstöðu um líffæragjafir
Í lífsskránni er einnig gefinn kost-
ur á því að taka afstöðu til þess hvort
fólk vill gefa líffæri eða vefi og gefinn
kostur á nánari skýringum þar um.
Ekki er þó þörf á að fylla þennan
hluta út þótt gengið sé frá öðrum
hlutum skrárinnar. Fram kemur að
nefnd á vegum Landlæknisembætt-
isins hefur unnið að gerð lífsskrár-
innar og leiðbeininga með henni.
Einnig hefur sjúkrahúsum og heilsu-
gæslustöðvum verið sent bréf með
beiðni um að kynna starfsfólki þessi
nýmæli. Nálgast má bæði eyðublað
og leiðbeiningar um lífsskrána á vef
embættisins á slóðinni: www.land-
laeknir.is.
Markmiðið að einstaklingur
fái að deyja með reisn
NAUÐGUN var kærð til lög-
reglunnar á Höfn í Hornafirði á
laugardagsmorgun. Maður var
handtekinn vegna málsins og
var honum sleppt að loknum
yfirheyrslum.
Þá lagði lögreglan hald á
nokkur grömm af fíkniefnum
um helgina og þá aðallega hassi.
Um helgina fór einnig fram
Humarhátíð á Höfn í Hornafirði
og fór hún að öðru leyti vel fram
að sögn lögreglu.
Nauðgun
kærð á Höfn
í Hornafirði
Kynning – Morgunblaðinu í dag fylgir
Tímaritið Skinfaxi frá Ungmenna-
félagi Íslands.
Í dag
Fréttaskýring 8 Hestar 28
Vesturland 13 Dagbók 30/33
Erlent 14 Myndasögur 30
Daglegt líf 15/16 Víkverji 30
Menning 17, 33 Staður og stund 32
Umræðan 18/23 Leikhús, bíó 33/37
Forystugrein 20 Ljósvakar 38
Bréf 23 Veður 39
Minningar 24/27 Staksteinar 39
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is