Morgunblaðið - 04.07.2005, Síða 12
LÍTILL húsbíll fauk út af veginum
við Böðvarsholt á Snæfellsnesi á
fimmta tímanum í gær. Samkvæmt
upplýsingum lögreglunnar á Ólafs-
vík voru fimm manns í bílnum en
þeir sluppu án teljandi meiðsla.
Bíllinn er hins vegar gerónýtur.
Skömmu fyrr, eða um fjögur
leytið, fauk bifhjól út af veginum í
Kollafirði. Ökumann bifhjólsins
sakaði ekki en hjólið skemmdist lít-
illega.
Þá valt jeppabifreið út af veg-
inum við Hvammsvík á áttunda
tímanum í gær en mjög hvasst var
á þessum slóðum þegar óhappið
varð. Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar í Reykjavík var þrennt
var í bílnum og sluppu þau öll án
teljandi meiðsla en bíllinn er ger-
ónýtur.
Hvassviðri gerði ökumönnum á
Snæfellsnesi og við Kjalarnes erfitt
fyrir í gær en lögreglan í Reykja-
vík varaði fólk við því að vera á
ferð á Kjalarnesi að nauðsynja-
lausu. Þannig mældist vindhraði í
mynni Kollafjaðrar yfir þrjátíu
metrar á sekúndu.
Morgunblaðið/ÞÖK
Jeppi fauk útaf skammt frá Hvammsvík í Kjós um kvöldmatarleytið í gær.
Umferðarslys í miklu roki
12 MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FERÐAMENN sátu fyrir á mynd í Kerinu þegar ljós-
myndari Morgunblaðins átti leið um Grímsnesið í gær.
Þó að veðrið væri ekki upp á marga fiska létu ferða-
mennirnir það ekki raska ferðaáætlunum sínum, enda
getur útivera í roki og rigningu verði afar hressandi en
í hóflegum mæli þó. Kerið er ein af 12 eldstöðvum í
Grímsnesinu en það er talið vera um fimm þúsund ára
gamall sprengigígur. Hljómburður þar þykir vera með
eindæmum góður enda hefur Kerið verið nýtt til tón-
leikahalds.
Myndataka í Kerinu
Morgunblaðið/ÞÖK
Umræðan
á morgun
HEILDARTEKJUR ríkissjóðs
námu 136,6 milljörðum króna
fyrstu fimm mánuði ársins og
hækkuðu um tæpa 27,4 milljarða
frá sama tíma í fyrra, eða um
25,1%. Þar af námu skatttekjur rík-
issjóðs um 121,2 milljörðum króna
sem er hækkun upp á 19,5% frá
sama tíma í fyrra, nokkru meira en
gert var ráð fyrir í áætlunum. Al-
mennt verðlag hækkaði um 4,1% á
sama tímabili þannig að skatttekjur
hækkuðu að raungildi um 14,8%.
Breyting á handbæru fé frá
rekstri var jákvæð um
11,2 milljarða króna á tímabilinu,
sem er 14,2 milljörðum króna hag-
stæðari útkoma heldur en fyrir
sama tímabil í fyrra. Þá er útkom-
an 25,1 milljarði betri en áætlanir
gerðu ráð fyrir.
Fram kemur í vefriti fjármála-
ráðuneytisins, að skattar á tekjur
og hagnað námu 42,2 milljörðum
króna sem er 17,5% meiri inn-
heimta miðað við sama tíma í fyrra.
Þar af jókst innheimta tekjuskatta
einstaklinga um 10,1% en lögaðila
um 6,5%. Innheimta fjármagns-
tekjuskatts jókst töluvert meira,
eða um 54,4% sem jafngildir um
48,3% raunhækkun milli ára. Inn-
heimta tryggingagjalda nam rúm-
lega 12,8 milljörðum króna sem er
13,1% aukning að raungildi frá
fyrra ári. Á sama tímabili hækkaði
launavísitala Hagstofunnar um
6,5%.
Veltuskattar ríkissjóðs jukust
einnig töluvert, eða um 18% sem er
13,4% aukning að raungildi en þar
munar mestu um innheimtu tekna
af virðisaukaskatti sem jókst um
19,9%. Vörugjöld af ökutækjum
skiluðu jafnframt töluvert meiri
tekjum en í fyrra eða um 74,9% en
á fyrstu fimm mánuðum ársins hef-
ur innflutningur bifreiða aukist að
verðmæti um 85% frá fyrra ári.
Þessi þróun endurspeglar styrk
krónunnar og aukin umsvif í efna-
hagslífinu.
Gjöld hækkuðu um 12%
Greidd gjöld námu 126,8 millj-
örðum króna og hækkuðu um 13,5
milljarða frá fyrra ári, eða 12%.
Þar af skýrast 5,7 milljarðar af
hækkun vaxtagreiðslna þar sem
stór flokkur spariskírteina kom til
innlausnar í apríl sl. Að vöxtum
frátöldum hækkuðu gjöldin um
7,5% milli ára.
Skatttekjur ríkissjóðs jukust um 15% fyrstu fimm mánuðina
25 milljörðum betri útkoma
en áætlanir gerðu ráð fyrir
Daglegt
málþing
þjóðarinnar …
LJÓSLEIÐARI Símans rofnaði um
hádegið í gær vegna aurskriðu á
milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðs-
fjarðar. Bilunin hefur engin áhrif á
talsímasamband Símans á þessu
svæði en útsending Ríkissjónvarps-
ins niðri á Fáskrúðsfirði, Stöðv-
arfirði, Breiðdalsvík og Djúpavogi
en útsending Ríkisútvarpsins var
inni. Rofið hefur einnig áhrif á
gagnaflutninga á Stöðvarfirði, Fá-
skrúðsfirði og Djúpavogi og GSM-
samband á Fáskrúðsfirði.
Ljósleiðari rofn-
aði í nágrenni
Reyðarfjarðar
UM 55% landsmanna vita hver gegn-
ir embætti dómsmálaráðherra, rúm-
lega 52% vita hver er heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, rúmlega
45% þekkja félagsmálaráðherra og
tæplega 42% umhverfisráðherra.
Þegar spurt er hver gegni emb-
ætti dómsmálaráðherra nefna nær
55% Björn Bjarnason, en tæplega
41% segist ekki vita hver gegni emb-
ættinu. Um 3% nefna önnur nöfn.
Rúmlega 52% vita að Jón Krist-
jánsson er heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra, en ríflega 41% segist
ekki vita það. Um 2% segjast vita
það en fara rangt með nafnið.
Rúmlega 45% vita að Árni Magn-
ússon gegnir embætti félagsmála-
ráðherra. Rúmlega 45% vita það
ekki, en 2% fara rangt með nafnið.
Tæplega 42 % vita hver er um-
hverfisráðherra og nefna Sigríði
Önnu Þórðardóttur, auk þess fara
3% rangt með nafn hennar en telja
sig þó vita hver gegni embættinu.
Um 48% segjast ekki vita hver gegni
embættinu.
Þegar skoðað er hverjir það eru
sem vita hverjir gegna embættum
ráðherra kemur í ljós að aldur og
menntun hafa mest áhrif á hversu
vel fólk þekkir til ráðherraembætt-
anna sem spurt er um. Því eldra sem
fólk er því líklegra er að það viti
hver er ráðherra. Einnig má sjá að
fólk með lengri skólagöngu veit
frekar hverjir eru ráðherrar. Nokk-
ur munur er á kynjum og eru karlar
líklegri til að vita hver gegnir emb-
ætti ráðherranna en konur.
Könnunin var gerð dagana 15. til
28. júní. Úrtakið var 1.254 manns á
aldrinum 18 til 75 ára. Svarhlutfall
var 61%.
Um helmingur
þekkir nöfn
ráðherra
VALGERD Svarstad Haugland, menningarmálaráð-
herra Noregs, er í opinberri heimsókn á Íslandi í boði
Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráð-
herra en hún kom til landsins í gær.
Í heimsókninni mun norski menningarmálaráðherr-
ann heimsækja fjölmargar íslenskar menningarstofnan-
ir, m.a. Þjóðminjasafnið, Listasafn Íslands, Listasafn
Reykjavíkur, Listasafn Akureyrar, Gljúfrastein, Reyk-
holt, Snorrastofu, Síldarminjasafnið á Siglufirði, Vest-
urfarasetrið á Hofsósi og Hóla í Hjaltadal. Þá munu
Haugland og Þorgerður Katrín eiga formlegar viðræður
um samskipti ríkjanna á sviði menningarmála meðan á
heimsókninni stendur en henni lýkur á þriðjudag.
Í föruneyti norska menningarmálaráðherrans eru eig-
inmaður hennar Geir Haugland, Helge Sønneland ráðu-
neytisstjóri, Guttorm Vik, sendiherra Noregs á Íslandi,
Stein Sægrov skrifstofustjóri og Kristine Wennberg
fulltrúi.
Menningarmálaráðherra
Noregs í opinberri heimsókn
EMBÆTTI forstjóra Áfengis- og
tóbaksverslunar ríkisins hefur ver-
ið auglýst laust til umsóknar. Fjár-
málaráðherra skipar í embættið til
fimm ára í senn. Gert er ráð fyrir
að skipað verði í embættið frá og
með 1. september nk. Umsóknir
skulu hafa borist fjármálaráðuneyt-
inu í síðasta lagi 25. júlí nk.
Auglýst eftir
forstjóra ÁTVR
LÖGREGLAN í Kópavogi varar
fólk við arineldspýtum af gerðinni
Hart Pro vegna hættu á sjálfs-
íkveikju. Viðskiptavinur í Hag-
kaupum í Smáranum lenti í því fyr-
ir helgi að eldur kviknaði af sjálfu
sér í eldspýtnapakka rétt eftir að
búið var að setja hann í inn-
kaupapoka án þess að pakkning-
arnar hefðu verið opnaðar. Lög-
reglan telur atvik af þessu tagi
alvarleg og hvetur til aðgæslu.
Varað við
arineldspýtum