Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Bagdad. AP. AFP. | Sendiherra
Egyptalands í Írak, Ihab al-Sharif,
var rænt í Bagdad síðdegis á laug-
ardag, aðeins mánuði eftir að hann
kom til borgarinnar til að taka við
embættinu.
Sjónarvottar
segja sendiherr-
ann hafa stöðvað
bifreið sína til að
kaupa dagblað.
Þá hafi átta
vopnaðir menn
umkringt hann.
Einn mannanna
hafi slegið hann í
höfuðið með
byssuskefti sínu og hinir hafi
hrópað að honum að hann væri
„bandarískur njósnari“. Mennirnir
hafi því næst troðið sendiherran-
um í skottið á bifreið sinni og þotið
af stað.
Í tilkynningu sem utanríkisráðu-
neyti Egyptalands sendi frá sér í
gær kemur fram að ráðuneytið
geti ekki staðfest mannránið, hver
standi að baki því eða hvers vegna,
öryggi sendiherrans sé þó fyrir
öllu og nauðsynlegt að reyna að
tryggja það. „Ráðuneytið hefur
haft samband við stjórnvöld í Írak
og alla aðra sem að málinu koma
til að staðfesta áreiðanleika þeirra
fregna sem nú berast um hvarf
sendiherrans. Utanríkisráðherra
Egyptalands vonast til að málið
skýrist brátt og hægt verði að
tryggja öryggi sendiherrans, sem
hefur verið falið að styrkja tengsl
milli frændþjóðanna, Egyptalands
og Íraks.“
Getur haft mikil
neikvæð áhrif
Al-Sharif er fyrsti sendiherra
Arabaríkis í Írak eftir fall Sadd-
ams Husseins í apríl árið 2003.
Flest þeirra kölluðu sendiherra
sína heim eftir að Saddam réðst
inn í Kúveit 1990. Það er ekki
lengra um liðið en vika síðan for-
sætisráðherra Íraks lofaði Egypta
fyrir að taka af skarið og senda á
ný sendiherra til Bagdad-borgar.
Mannránið gæti grafið undan
viðleitni Bandaríkjamanna til að
hvetja ríkin í nágrenni við Írak til
að senda háttsetta embættismenn
til Bagdad, en litið er á það sem
mikilvægt skref í átt að aukinni
trú á nýrri ríkisstjórn Íraks, sem
berst við uppreisnarmenn úr röð-
um súnní múslima.
Virt samtök súnníta og Flokkur
múslima í Írak kröfðust þess í gær
að al-Sharif yrði sleppt „tafar-
laust“. Einnig fordæmdi sendi-
herra Íraks í Egyptalandi mann-
ránið og skellti skuldinni á
„hryðjuverkamenn sem eru trú-
lausir, vonlausir og hafa engan til-
gang“.
Rúmlega 270 erlendir gíslar, frá
37 löndum, hafa verið teknir í Írak
frá því uppreisnin braust út í apríl
2004 en Ihad al-Sharif er annar
egypskra embættismanna til að
vera rænt eftir að ríkisstjórn
Saddams féll. Hinn var Mohamm-
ed Mamdouh Helmi Qutb, sem þá
var þriðji hæst setti stjórnarer-
indreki landsins. Honum var rænt
23. júní 2004 og sleppt mánuði
seinna eftir að egypsk stjórnvöld
hétu því að senda ekki herlið til
Íraks.
Stöðugar árásir í landinu
Þrjár sprengjuárásir voru einnig
gerðar í Bagdad í gær. Sú fyrsta
varð þremur íröskum lögreglu-
mönnum að bana, önnur særði tvo
bandaríska hermenn og tveir hátt-
settir lögreglumenn sluppu naum-
lega undan þeirri þriðju. Þar að
auki var sjíta-klerkurinn Adil al-
Janabi skotinn til bana ásamt líf-
verði sínum. Þessar árásir voru
gerðar degi eftir að 27 manns fór-
ust í tveimur árásum í Bagdad og
Hillah.
Sendiherra Egypta-
lands rænt í Írak
Ihad al-Sharif
Tirana, Albaníu. AP. AFP. | Þingkosningar voru
haldnar í Albaníu í gær, þær sjöttu síðan fjöl-
flokkakerfi var komið á í landinu árið 1991. Kosn-
ingarnar eru prófsteinn á það hvort þetta litla ríki
á Balkanskaga hafi getað losað um hlekki fortíðar
undir stjórn kommúnista og haldið frjálsar og lýð-
ræðislegar kosningar.
Kosningarnar skipta sköpum fyrir mögulega
aðild Albaníu að Atlantshafsbandalaginu (NATO)
og Evrópusambandinu (ESB). Margir óttast öldu
ofbeldis í landinu ef ofstækismenn hafna úrslit-
unum. Frjálsar og lýðræðislegar kosningar eru
frumskilyrði fyrir því að Albanir geti skrifað undir
samkomulag um aðild að ESB á þessu ári, sem
yrði fyrsta skrefið í átt að fullri aðild árið 2014.
Kosið var milli 27 flokka en Sósíalistaflokkur-
inn, flokkur Fatos Nano, núverandi forsætisráð-
herra, og Lýðræðisflokkurinn, flokkur Sali Ber-
isha, fyrrverandi forseta landsins, eru þeirra
stærstir.
Báðir voru leiðtogarnir sigurreifir. „Í dag mun
framtíðin sigra, ekki fortíðin,“ sagði Fatos Nano.
„Þetta er sögulegur dagur,“ sagði Sali Berisha.
„Albanir láta í dag í ljós að þeir vilja breytingar,“
sagði hann. Skoðanakannanir hafa sýnt að fylgi
flokkanna er hnífjafnt, en báðir hafa leiðtogarnir
hótað að segja af sér fari flokkur þeirra ekki með
sigur af hólmi. Eftir að kjörstöðum lokaði í gær
fögnuðu leiðtogar beggja flokka og sögðu sinn
flokk hafa sigrað.
„Sigur okkar er afgerandi,“ sagði Berisha. „Við
höfum unnið meirihluta þjóðarinnar.“ Talsmaður
sósíalista sagði sinn flokk hins vegar hafa sigrað
með 60-70% atkvæða. „Við höfum sigrað. Sigur
okkar er afgerandi,“ sagði hann.
Fatos Nano hefur gegnt embætti forsætisráð-
herra í þrjú kjörtímabil og vonast til að verða sá
sem leiðir Albaníu, þetta fátæka ríki, sem er að
mestu byggt múslimum, inn í Evrópu. Hann hefur
þó sætt hörðum ásökunum um spillingu og skipu-
lagða glæpastarfsemi frá andstæðingi sínum í hat-
rammri kosningabaráttu.
Embættismenn ESB voru óánægðir með fram-
gang sveitastjórnarkosninga í Albaníu í fyrra og
lögðu áherslu á að yrði ekki staðið rétt að einu og
öllu í þingkosningunum nú, myndi það tefja aðild-
arviðræður. Kosningar í landinu hafa, síðan
kommúnistastjórnin féll snemma á tíunda ára-
tugnum, verið litaðar af ásökunum um svik, mót-
mælum og ofbeldi. Minnipokamenn hafa aldrei
játað ósigur og því hefur þróun í landinu verið
hæg.
Utanríkismálastjóri ESB, Javier Solana, sagði
kosningarnar mikilvægan mælikvarða á það
„hvort Albanía hafi náð þeim lýðræðislegu mark-
miðum sem Evrópusambandið gerir kröfu um.“
„Ég er svartsýnn,“ sagði Edi Rama, borgar-
stjóri Tirana, höfuðborgar Albaníu. „Það er nær
öruggt að sá sem tapar, hvor sem það nú verður,
mun ekki sætta sig við úrslitin,“ sagði hann.
Mikilvægar kosningar í Albaníu
Eftir Jóhönnu Sesselju Erludóttur
jse@mbl.is
keppni“ á vetrarhátíð í Queenstown á Nýja
Sjálandi sem stendur yfir þessa dagana.
Snýst keppnin út á það að þátttakendur
ögra lögmálum náttúrunnar sem segja að
ANTHONY Rewcastle, í búningi „Kapteins
Plánetu“, svífur á meðal fuglanna og Suður-
Alparnir tróna í baksýn.
Rewcastle er þátttakandi í „fuglamanna-
menn geti ekki flogið. Þeir hanna og smíða
sína eigin „vængi“ eða flugbúninga og
„fljúga“ af bryggjunni út í ískalt Wakatipu-
stöðuvatnið.
Reuters
Fljúgandi
furðufugl
unina um að hrekja Saddam Hussein
frá völdum og þetta hafi verið gert
áður en Colin Powell, þáverandi ut-
anríkisráðherra, hafði séð gögnin.
Prinsinn nefndi eins og í framhjá-
hlaupi að Sádi-Arabar vonuðust til
að geta aukið olíuframleiðsluna til að
koma í veg fyrir að bensínverð
hækkaði. Hann bað síðan um að fá
að hitta Bush forseta að máli og var
þegar orðið við þeirri beiðni, að sögn
Woodwards.
Lauk herskólanámi í Bretlandi
Bandar prins er 56 ára gamall,
menntaður í herskóla í Bretlandi.
Gert er ráð fyrir að þegar núverandi
konungur, Fahd, sem er háaldraður
og mjög heilsutæpur, deyi muni hinn
raunverulegi leiðtogi Sádi-Arabíu,
Abdullah prins,verða krýndur kon-
ungur en faðir Bandars, sem nú er
varnarmálaráðherra, verði krón-
prins. Mikil reynsla Bandars er sögð
geta valdið því að hann taki við nýju
og mikilvægu embætti í kjölfar
dauða Fahds.
Bandar var í 17 ár í flugher Sádi-
Arabíu, flaug orrustuþotu og er
sagður vera mjög fær flugmaður.
Hann er litríkur persónuleiki, borið
saman við marga aðra diplómata og
jafnvel kallaður glaumgosi og hefur
verið afkastamikill í starfi sínu.
EMBÆTTISMENN í Sádi-Arabíu
hafa staðfest að Bandar bin Sultan
prins, sendiherra landsins í Banda-
ríkjunum, sé að
láta af störfum
eftir um 20 ára
veru í Wash-
ington, að sögn
fréttavefjar
breska rík-
isútvarpsins,
BBC. Prinsinn
þykir vera af-
burða snjall í
sínu fagi og hefur
haft mikil áhrif á
stefnu Bandaríkjamanna gagnvart
Sádi-Arabíu á ferli sínum.
Flest ríki láta sendiherra sína
ekki vera lengur en 3–4 ár í sama
ríki og hefur Bandar prins því haft
heiðurstitilinn doyen (sendiherra
með lengsta starfsaldurinn) í höf-
uðborg Bandaríkjanna um margra
ára skeið. Bandar hefur átt náið
samstarf við alla forseta Bandaríkj-
anna þann tíma sem hann hefur ver-
ið í Washington en ekki síst Bush-
feðgana tvo, George H. W. Bush og
soninn George W. Bush.
Blaðamaðurinn Bob Woodward
segir frá áhrifum Bandars í bók
sinni um aðdraganda innrásarinnar í
Írak 2003. Fullyrðir Woodward að
Bandar hafi verið sagt fyrirfram frá
ýmsum smáatriðum varðandi áætl-
Prins kveður
Washington
Bandar bin
Sultan prins
kjon@mbl.is
Washington. AFP. | Bandarískum sér-
sveitarmanni, sem saknað hafði
verið í fjalllendi í austurhluta Afg-
anistan, hefur verið bjargað.
Bandaríska fréttastöðin CNN
greindi frá þessu í gær. Sagði í
fréttinni að manninum hefði tekist
að komast hjá því að lenda „í hönd-
um óvinanna“.
Hins vegar var ekki greint frá ör-
lögum þriggja félaga mannsins sem
saknað hefur verið í Konar-héraði
frá 28. fyrri mánaðar.
Bjargað í
Afganistan
UTANRÍKISRÁÐHERRAR aðild-
arríkja Afríkusambandsins hafa
náð samkomulagi um að leita eftir
því að þjóðir Afríku fái tvö sæti í
stækkuðu Öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna. Þá vilja Afríkumennirnir
að fimm ríki álfunnar fái tímabund-
ið sæti í ráðinu.
Greint var frá þessu í gær en í
vikunni fer fram í Líbíu leiðtoga-
fundur Afríkusambandsins þar sem
mál þetta verður m.a. rætt. Aðild að
Afríkusambandinu eiga 53 ríki.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, hefur látið
þau boð út ganga að breyta beri Ör-
yggisráði samtakanna þar sem
skipan þess endurspegli horfinn
heim. Nú er ráðið þannig skipað að
fimm ríki hafa þar fast sæti og neit-
unarvald. Tíu ríki sitja síðan í
ráðinu hverju sinni og er kjör-
tímabil þeirra tvö ár. Fjögur ríki,
Þýskaland, Brasilía, Indland og
Japan, hafa lagt fram tillögu um að
ríkjum í Öryggisráðinu verði fjölg-
að um tíu. Sex fái þar fastasæti en
fjögur ríki bætist við þau 10 sem nú
sitja tímabundið í ráðinu. Ríkin
fjögur sem að tillögunni standa
vilja fá fast sæti í Öryggisráðinu en
tillagan kveður á um að tvö ríki frá
Afríku fái einnig fastafulltrúa þar.
Tillaga Afríkuþjóðanna er því
nokkuð frábrugðin þeirri sem fyrir
liggur þótt báðar geri þær ráð fyrir
að álfan fá tvö föst sæti í ráðinu.
Afríkusambandið hefur enn ekki
komið sér saman um hvaða tvö ríki
beri að bjóða fram í þessu sam-
hengi. Nígería, Suður-Afríka og
Egyptaland koma þó helst til álita.
Afríka vill
tvö sæti í
Öryggisráðinu