Morgunblaðið - 04.07.2005, Side 27

Morgunblaðið - 04.07.2005, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2005 27 MINNINGAR ✝ Bergþóra Guð-leif Jónsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 23. mars 1921. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 25. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Ingi- björg Bergsteins- dóttir og Jón Guðna- son. Systkini Bergþóru voru Ragnheiður, Magnea Lovísa, Kristján, Ágústa og Bergþóra. Þau eru öll látin. Bergþóra giftist 11. september 1948 Birni Svanbergssyni frá Grænumýrartungu í Hrútafirði, f. 13. mars 1921, d. 23. okt. 1977. Sonur Bergþóru og Björns er Hrafnkell Björnsson, f. 30. okt. 1948, kvæntur Dag- björtu Aðalsteins- dóttur, f. 4. ágúst 1949. Synir þeirra eru: 1) Aðalsteinn Hrafnkelsson, f. 8. okt. 1972, unnusta hans er Kristín María Guðjónsdótt- ir. 2) Björn Hrafn- kelsson, f. 31. des. 1977. 3) Viðar Hrafnkelsson, f. 31. maí 1981. Bergþóra vann við verslunarstörf hjá ýmsum aðilum jafnhliða húsmóðurstörfum. Síð- ustu starfsárin vann hún við símavörslu á Reykjalundi. Útför Bergþóru verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Allir hafa sitt skapadægur og nú hefur elskuleg amma okkar fengið hvíldina sína. Frá því við munum eft- ir okkur hefur amma Stella verið til staðar og stutt okkur. Við vorum einu barnabörnin hennar og því voru tengslin við hana alltaf náin. Það hef- ur varla liðið úr vika allt okkar líf þar sem einhver okkar var ekki í beinum samskiptum við hana. Við minnumst með hlýhug heimsóknanna í Hjálm- holtið þar sem hún bjó og á það ekki síst við um jóladag, en þá var amma vön að elda gómsætt hangikjöt með uppstúf og fengum við með malt og sinalco blandað saman. Var það aðal- máltíð ársins í okkar huga. Amma brýndi alltaf fyrir okkur að stunda heilbrigða lífshætti og að við borðuðum hollan mat. Okkur bar að klæða okkur vel og ekki síður lagði hún hart að okkur að vera beinir í baki sem var kannski eitthvað sem henni fannst ábótavant hjá okkur stóru strákunum sínum. Sjálf var hún fyrirmynd annarra í þessum efn- um og jafnvel þess vegna náði hún að standa af sér alls kyns erfiða sjúk- dóma um ævina. Amma var stolt af því að vera Vestmannaeyingur og reikaði hugur hennar oft til bernskuáranna í sam- ræðum hennar við okkur. Hún lærði að synda í sjónum við Heimaey og alla tíð var sund ein hennar uppá- halds iðja. Eins tók hún þátt í hesta- mennsku fjölskyldunnar á árum áður og var gæðingurinn Lýsingur henni kær. Amma var sjálfstæð kona og stóð jafnan fast á skoðunum sínum. Hún lét ekki bjóða sér hvað sem er og dæmi um það er þegar öll fjölskyldan var í sumarleyfi á Benidorm þá varð hún eitthvað hvumsa þegar fullorð- inn maður á sundlaugarbakkanum benti henni á að barnalaugin væri örugglega hentugri fyrir hana. Tók hún karlinn á orðinu, þá 68 ára göm- ul, og stakk sér með tilþrifum út í djúpu laugina hún væri nú ekki það gömul! Vorum við bræðurnir stoltir af ömmu þar. Amma hefur nú kvatt þennan heim og er haldin til endurfunda við afa Bjössa eftir langan aðskilnað. Við þökkum henni fyrir samfylgdina og minning hennar lifir í hjörtum okkar. Hvíli hún í friði. Aðalsteinn, Björn og Viðar. Ein besta vinkona mín, Bergþóra Jónsdóttir frá Dal í Vestmannaeyj- um (Stella eins og hún var alltaf köll- uð) er látin, 84 ára gömul. Vinskapur okkar Stellu hefur varaðrúmlega hálfa öld, eða síðan Björn heitinn Svanbergsson, maður hennar, kynnti hana fyrir okkur sem verðandi eig- inkonu sína. Síðan hefur einlæg vin- átta verið á milli okkar heimila, enda höfðu þeir Jónsteinn og Björn verið miklir vinir síðan þeir eyddu mörg- um árum saman á sjúkrahúsi eða frá bernsku til unglingsára, en þar styrktust vináttubönd þeirra sem ekkert gat rofið nema dauðinn. Sú saga væri bókar virði. Síðar unnu þeir reyndar í mörg ár á sama vinnustað – Þjóðviljanum. Björn lést skyndilega um aldur fram aðeins fimmtíu og sex ára. Eftir það bjó Stella ein í fallegri íbúð er þau hjón höfðu komið sér upp í Hjálm- holti 9. Við dáðumst oft að því hvað hún átti auðvelt með að búa ein og láta lífið ganga sinn gang. Stella hafði mikla ánægju af ferða- lögum, bæði innanlands og utan. Stundum þegar við komum til Stellu og höfðum drukkið úr kaffibolla tók hún fram myndaalbúmin með mynd- um úr ferðalagi okkar til Kaup- mannahafnar og síðan til A-Þýska- lands 1959. Auk þess að ferðast þar um, til Berlínar og víðar, dvöldum við á hvíldarheimili í nokkrar vikur. Það voru henni og okkur ógleymanlegir dagar. Oft var minnst á sjálfsbjarg- arviðleitni okkar í heimsborginni Kö- ben, t.d. viðbrögðum danskrar stúlku er þjónaði okkur við morgunverðinn á hótelinu og henni fannst danskan okkar kannski ekki sú allra-besta, svo henni varð að orði: „Af hverju tal- ið þið ekki íslensku?“ Hún hafði dval- ið tvö ár á Akureyri. Saman fórum við líka margar ferð- ir hér innanlands með tjald og nesti. Ein ferð er sérstaklega minnisstæð en hún var ráðgerð austur í Skafta- fell. Við áðum undir háum björgum, sem nóg er af á þessum slóðum, en þar sem við erum að taka saman dót okkar hrundi skriða úr berginu og lenti á baki Stellu. Þeirri ferð lauk með sjúkrabíl til Reykjavíkur, á Borgarspítalann. Nú seinni árin lenti hún aftur og aftur á sjúkrahúsi vegna hjartveiki og svo kom að því að hjart- að gaf sig. Reyndar hafði Stella átt við veikindi að stríða frá unga aldri og fór hún eitt sinn til Edinborgar í Skotlandi í skurðaðgerð og náði hún nokkuð góðri heilsu eftir þá aðgerð. Sund var hennar uppáhalds lík- amsrækt, synti hún mjög fallega, svo eftir var tekið enda var Stella með fallega líkamsbyggingu, hnarreist svo af bar. Hún var einnig góður göngumaður. Eyjarnar voru Stellu mjög kærar og talaði hún oft um þær. Er mér minnisstætt þegar dóttir okkar Haf- dís, þá fimm ára gömul, sagði eitt sinn við Stellu: „En ef Eyjarnar fara nú að gjósa?“ „Engin hætta á því, þær eru útdauðar fyrir þúsundum ára,“ ansaði Stella og hló við. Þetta er sagt 1956 en 17 árum seinna vildi svo til að Stella átti pantað far með Flug- félaginu til Eyja daginn fyrir gos, en það gerði brjálað veður svo það komst enginn til eða frá Eyjum þann 22. janúar 1973. Þess vegna var Stella ekki þar þegar gosið varð í „út- kulnuðum“ Eyjunum. Við erum þakklát fyrir þær góðu stundir sem við höfum átt með fjöl- skyldunni. Vinátta við Stellu og Björn á meðan hans naut við, fram- lengdist síðan til Hrafnkels og Dag- bjartar og þeirra sona. Höfum við alla tíð litið á þau sem hluta af okkar eigin fjölskyldu. Við hjónin og fjölskylda okkar kveðjum Stellu og þökkum henni fyr- ir allt sem hún var okkur. Innilegar samúðarkveðjur til Hrafnkels, Dag- bjartar og sona þeirra, Aðalsteins, Björns og Viðars. Hún var eins og reyrinn, svo há og bein í baki. Gekk með reisn um bæinn fagurt fljóð með silfurhvíta haddinn. Halldóra H. Kristjánsdóttir. BERGÞÓRA G. JÓNSDÓTTIR Elsku, elsku frændi minn og vinur. Mér þykir það afar sárt að kveðja þig núna, aðeins 15 ára að aldri. Það þyk- ir ekki hár aldur. Mig langaði að minnast þín, og ég er búin að vera að rifja upp minningarnar sem ég á um þig. Ég man síðasta sumar, hvar sem ég hitti Eyju þá varst þú þar, alltaf með Eyju. Ykkur þótti svo ofboðslega vænt um hvort annað. Eyja talaði alltaf svo mikið um þig og ég get varla ímyndað mér hve sárt hún mun sakna þín. Ég held að það hafi runnið upp fyrir mér hvað hafði komið fyrir þegar ég sá alla fánana í garðinum daginn sem þú ÞÓRARINN SAMÚEL GUÐMUNDSSON ✝ Þórarinn Samúel(Dóri) Guð- mundsson fæddist 4. febrúar 1990. Hann lést í bílslysi í Öxna- dal 17. júní síðastlið- inn og var jarðsung- inn frá Útskálakirkju 24. júní. varst jarðaður. Það er dagur sem mun seint líða mér úr minni. Þegar ég sá þig síðast þá varstu svo brosmildur og glottir til mín. Ef ég hefði bara vitað að þetta væri síð- asta skiptið sem ég sæi þig þá veit ég nú að ég hefði sagt þér hvað mér þykir vænt um þig, og hvað ég var ánægð að sjá þig brosandi. Ég veit að þú ert farinn frá okkur, en þú munt lifa í hjörtum okkar allra sem þekkt- um þig, þótti vænt um þig og elskuðum þig. Ég bið góðan guð að geyma þig, elsku vinur minn, og styrkja föður þinn, hann Gumma, mömmu þína, hana Bergþóru, Viktor og Eyju. Ég bið guð að veita þeim lífs- vilja og styrk til að halda áfram. Og ég bið góðan guð að veita þeim styrk til að lifa því lífi sem þú hefðir viljað að þau lifðu. Hvíldu í friði, elsku Dóri minn. Við hittumst seinna. Ég lofa því. Inga. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HALLDÓR STURLA FRIÐRIKSSON stórkaupmaður, Haðalandi 20, sem lést á heimili sínu föstudaginn 24. júní verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 5. júlí kl 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktar- og líknarsjóð Oddfellow. Erna Sveinbjörnsdóttir, Friðrik S. Halldórsson, Bergljót Friðriksdóttir, Elínborg Halldórsdóttir, Sveinbjörn Halldórsson, Ingibjörg Erna Sigurðardóttir, Margrét Halldórsdóttir, Jóhann V. Steimann, Erna Gunnþórsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, systir, amma og langamma, RAKEL SÆMUNDSDÓTTIR hárgreiðslumeistari, Stangarholti 28, Reykjavík, sem lést á heimili sínu að morgni föstudagsins 24. júní, verður jarðsungin frá Háteigskirkju miðvikudaginn 6. júlí kl. 13.00. Óskar Hallgrímsson, Jóhann Gunnar Óskarsson, Sigríður Ásmundsdóttir, Kristín Ósk Óskarsdóttir, Sævar Fr. Sveinsson, Óskar Sveinsson, Rakel Sveinsdóttir, systkini, ömmu- og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tendamóðir, amma og langamma, ÁSTA LAUFEY HARALDSDÓTTIR frá Reyni, Krókatúni 18, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðju- daginn 5. júlí kl. 14.00 Helga Jónsdóttir, Diðrik Jóhannsson, Elísabet Jónsdóttir, Jóhann Jóhannsson, Guðrún H. Jónsdóttir, Guðmundur Stefánsson, Haraldur Jónsson, Sólveig Jóhannesdóttir, Guðmundur Páll Jónsson, Sigurlína Júlíusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, RAGNAR FJALAR LÁRUSSON, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi sunnudaginn 26. júní sl. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju þriðju- daginn 5. júlí kl. 15.00. Herdís Helgadóttir, Guðrún Ragnarsdóttir Briem, Eiríkur Briem, Þórsteinn Ragnarsson, Elsa Guðmundsdóttir, Vallý Helga Ragnarsdóttir, Jón Þorvaldsson, Lárus Ragnarsson, Þóra Tryggvadóttir, Ragnheiður Jensína Ragnarsdóttir, Halldóra Anna Ragnarsdóttir, Orri Páll Ormarsson, barnabörn og langafabörn. LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.