Morgunblaðið - 07.08.2005, Síða 39

Morgunblaðið - 07.08.2005, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 2005 39 MINNINGAR Þrátt fyrir að ég vissi að Þormóður væri haldinn illum sjúkdómi og mér væri sagt, síðast þegar ég var á Siglufirði, að það væri bara spursmál um hvenær hann kveddi þennan heim, brá mér, eins og sjálf- sagt fleirum, er ég heyrði um andlát hans. Frá því ég fyrst frétti af veik- indum Þormóðs hafði ég alltaf búist við því að hann hresstist og ynni bug á sjúkdómnum, slíkur baráttumaður og jaxl sem hann var, en því miður fór ekki svo. Við Þorri kynntumst fyrst er við, ásamt Jóa galfýr frá Ólafsfirði, stál- umst til að sjússa okkur á ginpela sem einhverjum hafði áskotnast, þá enn í Gagnfræðaskólanum á Siglu- firði. Síðan lá leið okkar saman á siglfirsku togurunum. Þar nutum við sjómannslífsins, galsans og gleðinn- ar sem því lífi fylgja, og fjörsins, sem aldrei var fjarri þegar Þorri var ann- ars vegar. Stríðinn var hann og glettinn og naut þess út í ystu æsar. Hann var stundum svo orðheppinn í borðsalsumræðunum að menn sátu ÞORMÓÐUR BIRGISSON ✝ Þormóður Birg-isson fæddist á Siglufirði 8. ágúst 1951. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 22. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Siglufjarðarkirkju 30. júlí. kjaftstopp og bærist talið að knattspyrnu var hann sem alfræði- bók. Hann var mikill KS-ingur og þegar hann ræddi um KS kom glöggskyggni hans á tölur honum að góðum notum og man ég sérstaklega eftir því eitt sinn er hann með ótrúlegri mælsku og talnarunu næstum því sannfærði mig, og fleiri, um að KS væri langbesta knatt- spyrnufélag landsins. Ágiskanir hans og talnafærni komu þó ekki að gagni er við, ásamt fleira góðu fólki, buðum fram Þ-listann, lista venju- legs fólks, til bæjarstjórnarkosninga á Siglufirði. Við fengum aðeins 58 at- kvæði sem ekki nægði fyrir manni. Þorri aflaði sér stýrimannsrétt- inda í Vestmannaeyjum og var ágæt- ur stýrimaður og skipstjóri. Hann var lengi stýrimaður á togurum Þor- móðs Ramma á Siglufirði og farn- aðist ágætlega. Þegar kveðja á slíkan öðling sem Þorri var verður fátt um orð og það eina sem ég get gert fyrir hann héð- an af er að biðja algóðan Guð um gott pláss fyrir hann á himinfleyjunum, stýrimannsstaða held ég að væri honum að skapi. Að lokum vil ég votta Eyrúnu, eig- inkonu Þormóðs, börnum þeirra og barnabörnum mína dýpstu samúð. Kristján Elíasson. Elsku Þorri. Það var sárt að heyra að þú værir farinn eftir hetjulega baráttu við þennan illvíga sjúkdóm. Og nú sitjum við hér og skrifum kveðjubréf. Hvernig er hægt að kveðja merkan mann eins og þig? Mann sem átti við erfið veikindi að stríða en lét það ekki á sig fá. Þú sýndir og kenndir okkur æðruleysi, það er alveg sama hvað bjátar á þá heldur lífið áfram og því skal lifað og notið á meðan það er. Elsku vinur, hjá okkur leikfélögunum varstu í lykilhlutverki ásamt því að leika lög- regluþjóninn í „Silfri hafsins“ og vitnum við nú í leikskrána: „Lög- reglumaður er leikinn af Þormóði Birgissyni nýliða hjá LS. Þormóður hinn rammi er ekki við eina fjölina felldur hjá LS, er hvíslari á æfingum, áhættuleikari (sá eini sinnar tegund- ar hjá LS), stuðningsmaður leik- stjóra í hönnun og gerð leikmyndar. Þormóður hvar varstu áður?“ Við viljum þakka þér fyrir tímann sem við áttum með þér. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Með þessum línum viljum við votta Þormóði Birgissyni virðingu og þakkir Leikfélags Siglufjarðar fyrir ómetanlegt starf hans við sýningu og uppsetningu á „Silfri hafsins“. Jafn- framt vottum við eiginkonu hans, Eyrúnu Pétursdóttur, börnum þeirra, barnabörnum og öðrum vandamönnum innilega samúð okk- ar. Félagar úr Leikfélagi Siglufjarðar. Elsku besti frændi í öllum heiminum er farinn og ég sé hann aldrei aftur. Ég skil ekki af hverju ég fæ ekki að sjá þig aftur. Ég trúi þessu ekki. Ég á margar góðar minningar um mig, þig og fjölskylduna. Ég man þegar þú komst og varst hjá okkur þegar þú fórst í skólann á Hólum. Þú varst svo góður. Svo HJÁLMAR VAGN HAFSTEINSSON ✝ Hjálmar VagnHafsteinsson fæddist á Ísafirði 25. apríl 1971. Hann lést 9. júlí síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Ytri- Njarðvíkurkirkju 15. júlí. eignaðist þú hund sem þú gafst nafnið Móa en þú gast ekki haft hana svo við pössuðum hana fyrir þig og þú komst stundum norður og kíktir á okkur og Móu. En þetta ár er ég ekki búin að sjá þig oft. Og þegar við komum suður 8. júlí síðastliðinn þá var það í síðasta sinn sem ég sá þig. Ég trúi því ekki að ég sjái þig aldrei framar. En svona er lífið og því miður getum við engu breytt. Ég vildi að þetta hefði aldrei gerst. Þín frænka Hafrún Ýr. Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj, s. 691 0919 Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Bróðir minn, KRISTBJÖRN BENJAMÍNSSON frá Katastöðum, Núpasveit, lést á dvalarheimilinu Hvammi, Húsavík, þriðju- daginn 2. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Snartarstaðakirkju laug- ardaginn 13. ágúst kl. 14.00. Ólafía Benjamínsdóttir og fjölskylda. Kær vinkona, HALLDÓRA GUÐRÚN JÓELSDÓTTIR, Skúlagötu 40A, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 30. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. ágúst kl. 15.00. Fyrir hönd frændfólks og vina, Inga Jóelsdóttir, Björn Guðjónsson og fjölskylda. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GEIR JÓHANN GEIRSSON vélstjóri, lést á heimili sínu þriðjudaginn 2. ágúst. Útför hans fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 9. ágúst kl. 13:00. Eybjörg Sigurðardóttir, Nína Geirsdóttir, Þorvaldur Geirsson, Geir Helgi Geirsson, Helga Guðjónsdóttir, Lovísa Geirsdóttir, Valgerður Geirsdóttir, Viktor Arnar Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát föður míns, HELGA HALLGRÍMSSONAR húsgagna- og innanhússarkitekts. Rut Helgadóttir og fjölskylda. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir, mágkona og frænka, GRÉTA MJÖLL STORM JAKOBSEN, Ærtebjerggårdvej 62, Odense, Danmörku, lést þann 15. júlí á Odense Sygehus og var jarðsett 22. júlí í Broby Kirke, Odense. Minningarathöfn verður haldin laugardaginn 20. ágúst í Grundarkirkju, Eyjafjarðarsveit kl. 14.00. Henning Storm Jakobsen, Patrick Storm Jakobsen, Alexander Storm Jakobsen, Steinþór Oddsson, Gréta Guðvarðardóttir, Harpa Jónsdóttir, Guðjón Eiríksson, Hallur Reykdal, Kirsten Reykdal, Oddur Steinþórsson, Medha Steinþórsson, Guðvarður Steinþórsson, Saichon Khlaiput, Heiðbrá Steinþórsdóttir, Rúnar Eiríksson, og systkinabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.