Morgunblaðið - 09.08.2005, Qupperneq 1
Íþróttir í dag
Ragnhildur og Ottó meistarar
Besti árangur ársins í hástökki
kvenna Fram vann Val
Brasilía. AFP. | Þjófar komust undan með 65 milljónir
dollara (rúmlega 4 milljarða króna) í stærsta banka-
ráni sem framið hefur verið í sögu Brasilíu um
helgina, en upp komst um glæpinn í gærmorgun.
Höfðu þjófarnir grafið sér 200 metra löng göng til
að komast inn í peningageymslur Central-bankans í
borginni Fortaleza í norðausturhluta landsins. Í
kringum peningageymslurnar, sem eru 500 fm að
flatarmáli, eru tveggja metra háir, sérstyrktir
steypuveggir.
Höfðu þjófarnir búið sér aðsetur í húsi einu í
grennd við bankann þaðan sem þeir þóttust starf-
rækja garðyrkjuþjónustu. Þannig vakti það litlar
sem engar grunsemdir er þeir losuðu sig smátt og
smátt við mikið magn af jarðvegi, en göngin liggja á
4 metra dýpi.
Það bankarán sem hingað til hafði verið það
stærsta í Brasilíu var framið árið 1999, en þá var 16
milljónum dollara (rúmlega 1 milljarði króna) stolið.
Stærsta banka-
rán Brasilíu
STOFNAÐ 1913 212. TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Mikilvæg
viðurkenning
Gítarleikari fær styrk úr minning-
arsjóði um Jacquillat | Menning 21
Sígaunakona
býður upp á te
Geislar af orku og hamingju og
vill bæta heiminn | Daglegt líf 20
Madríd. AP. | Spænska fótboltaliðið Real Madrid hef-
ur hafnað rúmlega 300 beiðnum fjölskyldna sem
vilja dreifa ösku látinna ættingja yfir keppnisvöll
liðsins.
Þegar liðinu hafði
borist töluvert magn af
slíkum beiðnum, ráð-
færðu yfirmenn þess
sig við embættismenn í
ráðhúsi Madrídarborg-
ar um hvort einhver lagaleg höft væru til fyrir því að
ösku væri dreift yfir íþróttasvæðið. Sögðust emb-
ættismennirnir ekki sjá neitt því til fyrirstöðu þar
sem um væri að ræða opið svæði.
Yfirmönnum liðsins þótti þó tilhugsunin um ösku-
dreifingu á vellinum óþægileg og ákváðu að hafna
öllum beiðnunum til þess að koma í veg fyrir að völl-
urinn yrði að „endastöð fyrir pílagríma“ sem litu á
sparkvöllinn sem hið fyrirheitna land.
Dreifa ekki
ösku látinna
fylgismanna
SEX hundruð þúsund króna launa-
þak Fæðingarorlofssjóðs hefur haft
áhrif á rúmlega 4% umsækjenda um
greiðslur úr sjóðnum, frá því laga-
breytingar um hámarkslán úr sjóðn-
um tóku gildi 1. janúar sl. Þakið hef-
ur áhrif á orlofsgreiðslur mun fleiri
karla en kvenna skv. upplýsingum á
vef Tryggingastofnunar. Eftir breyt-
ingarnar getur mánaðarleg greiðsla
til foreldris í fullu orlofi ekki orðið
hærri en 480 þúsund kr. eða 80% af
600 þúsund króna meðallaunum.
Á vef TR kemur fram að 50 feður
og 11 mæður með sex hundruð þús-
und kr. meðallaun á síðustu tveimur
árum sóttu um fæðingarorlofs-
greiðslur á fyrstu 6 mánuðum ársins.
„Feður sem sóttu um greiðslur úr
Fæðingarorlofssjóði á þessu tímabili
eru 1.421 og því hefur 600 þúsund
króna launaþakið, sem kom til fram-
kvæmda um síðustu áramót, haft
áhrif til lækkunar á greiðslum hjá
3,5% feðra. Mæður sem sóttu um
fæðingarorlof á fyrri hluta ársins
eru 1.549 og launaþakið hefur haft
áhrif á 0,7% þeirra,“ segir á vef TR.
Árni Magnússon félagsmálaráð-
herra sagði í gær að lögum um fæð-
ingarorlof væri ætlað að ná ákveðn-
um grundvallarþáttum. „Einn þeirra
þátta er að tryggja börnum sam-
vistir við báða foreldra og þá á staða
foreldris eða tekjur ekki að skipta
máli. Annar þátturinn er að jafna
stöðu kynjanna. Það myndi vinna
þvert gegn því markmiði ef stjórn-
endur fyrirtækja eða þeir sem eru
launahæstir hefðu minni rétt til or-
lofs en aðrir.“
Benedikt Sigurðarson, formaður
stjórnar KEA, segir að fæðingar-
orlof sé ekki orsök hvað varðar
starfslok fráfarandi framkvæmda-
stjóra KEA. Hins vegar hafi frá-
gangur málsins verið miðaður við
það að hann ætti þennan rétt og
gengið hafi verið frá samkomulagi
varðandi starfslok hans. | 10
Launaþak hefur
áhrif á fleiri karla
PRÓFANIR á nýju hugbúnaðarkerfi, Link
16, sem Kögun hf. vann fyrir bandaríska her-
inn eru nú á lokastigi og er stefnt að því að
kerfið verði afhent í lok mánaðarins. Link 16
er þráðlaust og stafrænt samskiptakerfi sem
herir Atlantshafsbandalagsríkjanna auk Jap-
ans eru að taka í notkun. Starf Kögunar fólst
m.a. í að laga þetta nýja samskiptakerfi hers-
ins að íslenska loftvarnakerfinu.
Link 16 er umfangsmesta hugbúnaðar-
verkefni sem Kögun hefur ráðist í. Heildar-
kostnaðurinn nemur um 30 milljónum banda-
ríkjadala, en Kögun kemur að því sem
undirverktaki og er hlutur fyrirtækisins um
500 milljónir króna. Tvö ár eru liðin frá því að
samningar um verkefnið voru undirritaðir.
Þrjátíu manns komu að því þegar mest var og
jafnast vinnustundirnar á við tæplega 800
mannmánuði.
Kenny Kniskern, majór í bandaríska flug-
hernum og aðgerðarstjóri ratsjármiðstöðv-
arinnar, segir að með tilkomu kerfisins verði
væntanlega fleiri æfingar haldnar á og við Ís-
land með þátttöku flugvéla frá Bandaríkj-
unum og Evrópu.
Bjarni Birgisson, framkvæmdastjóri þró-
unardeildar Kögunar, segir ekki síst reynsl-
una af því að halda utan um svo stórt og flókið
hugbúnaðarverkefni vera verðmæta fyrir
Kögun. | 22–23
Samskiptakerfi Bandaríkjahers lagað að íslenska loftvarnakerfinu
Morgunblaðið/Eyþór
Starfsmenn Kögunar og flughersins við prófanir á Link 16-kerfinu, en Kögun stefnir á að afhenda bandaríska hernum kerfið í lok mánaðarins.
Heræfingum gæti fjölgað
RÍKI Evrópu segja „alvarlegt hættu-
ástand“ hafa skapast er írönsk
stjórnvöld tilkynntu í gær að um-
breyting úrans væri hafin í landinu á
ný undir eftirliti Alþjóðakjarnorku-
málastofnunarinnar (IAEA). Kölluðu
þau eftir samhentum viðbrögðum al-
þjóðasamfélagsins við ástandinu.
Bandaríkjamenn vilja draga Írana
fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna og beita refsiaðgerðum gegn
þeim.
Í umbreytingarverinu við Isfahan í
Íran er úrangrýti umbreytt, en það
er nauðsynlegt til að unnt sé að auðga
það. Auðgað úran er svo hægt að nota
til að knýja kjarnakljúfa eða búa til
kjarnorkuvopn. Hófst umbreyting í
verinu á ný í gær, stuttu eftir að eft-
irlitsmenn IAEA höfðu komið upp
fjölda eftirlitsmyndavéla í verinu og
fjarlægt innsigli af tækjabúnaði þar.
Við það jókst til muna sú spenna
sem þó var nokkur milli Írans og
Vesturlanda, sem snýst um kjarn-
orkuáætlun þeirra fyrrnefndu.
Óttast að Íranar
smíði kjarnavopn
Íranar segjast hafa fullan rétt á því
að auðga úran og nýta kjarnorku í
friðsamlegum tilgangi og sá réttur sé
verndaður af samningnum um bann
við frekari útbreiðslu kjarnavopna
(NPT). Nú síðast á laugardaginn
höfnuðu þeir tilboði Evrópuríkja þess
efnis að írönsk yfirvöld legðu fram
tryggingu fyrir því að þau hefðu ekki
í hyggju að smíða kjarnavopn gegn
efnahagslegri aðstoð frá ESB.
Halda írönsk stjórnvöld því stað-
fastlega fram að kjarnorkuáætlun
þeirra miði aðeins að því að framleiða
rafmagn almenningi til handa en á
Vesturlöndum er óttast, að þau ætli
sér að framleiða kjarnavopn. Hafa
Bandaríkjamenn meðal annars bent
á að Íranar, sem sitja á næstmestu
gas- og olíuauðlindum veraldar, hafi í
raun enga þörf fyrir að nota kjarn-
orku sem orkugjafa.
Það var í nóvember sem Íranar
hétu því að láta af kjarnorkuáætlun
sinni meðan á viðræðum við ESB
stæði. Er það kallað Parísar-sam-
komulagið. Spennan hefur þó stig-
magnast eftir að harðlínumaðurinn
Mahmood Ahmadinejad tók við emb-
ætti forseta Írans í síðustu viku.
ESB-ríkin, sem þegar hafa átt í
viðræðum við Írani í níu mánuði,
höfðu þegar kallað eftir neyðarfundi
með stjórn IAEA í dag, þriðjudag.
Íranar hefja á ný
umbreytingu úrans
Eftir Jóhönnu Sesselju Erludóttur
jse@mbl.is
♦♦♦