Morgunblaðið - 09.08.2005, Side 4

Morgunblaðið - 09.08.2005, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 9-17, laugard. kl. 9-17 og á sunnudögum kl. 10-16). Ver› á mann í tvíb‡li á Maritim Hotel Frankfurt 18.-20. nóv., 20.-22. jan. og 3.-5. mars. Innifali›: Flug, gisting, morgunver›ur, flugvallarskattar og fljónustugjöld. www.icelandair.is/frankfurt Frankfurt VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Nú geta handhafar Vildarkorts Visa og Icelandair notað 10.000 Vildarpunkta sem 5.500 kr. greiðslu upp í fargjaldið. Flug og gisting í tvær nætur Verð frá 39.900 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 29 01 3 0 8/ 20 05 LÁTINN er í Reykjavík Szymon Kuran, fiðluleikari og tónskáld. Hann and- aðist á heimili sínu 6. ágúst. Hann fæddist 16.12. 1955 í Szeligi í Póllandi. Eftirlifandi foreldrar hans eru Stanislawa Kuran og Tadeusz Kuran. Szymon lauk einleik- araprófi frá Tónlist- arskólanum í Varsjá 1975. Hann lauk MGR-gráðu í fiðluleik frá Tónlistarakademíunni í Gdansk 1980 og prófi í fiðluleik og tón- smíðum frá Goldsmith’s College, University of London og National Centre for Orchestral Studies 1984. Hann stofnaði kammersveit- ina Polska Filharmonia Kamerlana og spilaði með henni í 8 ár. Szymon var konsertmeistari með Balt- nesku fílharmóníuhljómsveitinni 1981–1983 og annar konsertmeist- ari með Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 1984–2000. Hann lék einleik við frumflutning fyrsta fiðlukonserts eftir Karol Szymanowski hérlendis með Sinfóníuhljómsveit Íslands 1986, og fiðlukonsert eftir Panufn- ik 1993 einnig með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands og síðar aftur með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Szymon var auk þess einn af stofnendum djasshljómsveitarinn- ar Súldar og einnig Kuran Swing og var konsertmeistari með Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands og með Íslensku óperunni. Hann lék tónlist í nokkrum kvikmyndum, Börnum náttúrunnar, Englum al- heimsins o.fl. Eftir Szymon liggja margar tónsmíðar og útsetningar, m.a.: Elegia fyrir strengi, flutt af Sinfón- íuhljómsveit Íslands 1985, Square, flutt af Kammersveit Reykja- víkur 1985, Sinfónía Consertante, D. Sjost- akovitsj in memoriam, frumflutt af Sinfóníu- hljómsveit Íslands 1987, Konfrontacja, frumflutt af hljóm- sveitinni Súld á Musica Nova-tónleikum 1987, In The Light of Et- ernity, frumflutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands 1991, ,,Live from Reykjavík,“ verk í flutningi Kurankompaní, geisla- diskur gefinn út 2000 ásamt Haf- dísi Bjarnadóttur rafgítarleikara. Requiem, frumflutt í Kristskirkju í Landakoti 29. apríl 2001. Geisla- diskur gefinn út á sama tíma með verkunum Requiem og Post mort- em (Elegia). Ramona prinsessa, gefinn út 2004. Vorið 2005 voru gerðar upptökur af nýju verki eftir Szymon – Veni Creator. Að auki voru gerðar upptökur með samspili þeirra Szymons og Reynis Jónas- sonar. Í samvinnu við Þórdísi Björnsdóttur samdi hann tónlist við ljóð hennar, Ást og appelsínur, sem einnig hefur verið tekið upp. Szymon hlaut ýmsar viðurkenn- ingar, m.a. fyrstu verðlaun á Sacral Music Festival í Póllandi 1978 fyrir tónsmíð og útsetningu. Hann var borgarlistamaður Reykjavíkur 1994. Fyrrverandi eiginkona Szym- ons Kurans er Guðrún Theodóra Sigurðardóttir sellóleikari. Börn þeirra eru: Szymon Héðinn, Anna Kolfinna og Jakob. Stjúpbarn er Esther Talia Casey. Andlát SZYMON KURAN ORKUVEITA Húsavíkur skoðar um þessar mundir grundvöll fyrir hitaveitu í Kelduhverfi. Í haust er fyrirhuguð jarðhitaleit í nágrenni Skjálftavatns og í Arnarneslandi, takist að fjár- magna verkefnið. Leitað hefur verið eftir tilboðum í borverkið og má reikna með að kostnaður við tvær góðar leit- arholur (250 m–350 m) sé rúmlega 9 milljónir króna. Orkuveita Húsavíkur hefur óskað eftir framlagi frá Kelduneshreppi upp á 2 milljónir króna og hefur hreppsnefnd Kelduneshrepps sam- þykkt að leggja fram þá upphæð. Verður fjár- magnið tekið af eigin fé hreppsins. Áhugaverður valkostur Katrín Eymundsdóttir, oddviti Keldunes- hrepps, fagnar þessum áformum. „Það hefur fund- ist heitt vatn á söndunum í Öxarfirði og aðallega austan árinnar,“ segir Katrín. Íslenskar orkurann- sóknir gerðu viðnámsmælingar (T.E.M.-mæling- ar) vestan Jökulsár á síðasta ári og sýndu þær að sögn Katrínar mjög stórt lághitasvæði fyrir botni Öxarfjarðar sem áhugavert væri að bora í og nýta í hitaveitu. „Orkuveita Húsavíkur hefur sýnt þessu áhuga og fengið styrk hjá Orkusjóði til að fara í boranir. Það stendur nú til að bora tvær holur.“ Katrín segir að hitaveita myndi tvímælalaust hafa jákvæð áhrif á búskilyrði á svæðinu. „Síðan erum við með þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum, en þar væri gríðarlega gott mál ef kæmi hitaveita,“ segir Katrín. „Þangað koma um 100.000 manns á sumri og því væri mjög gott fyrir þjóðgarðinn að fá hitaveitu. Hann yrði trúlega stærsti notandinn í sveitinni. En þetta er allt á tilraunastigi. Það er eftir að bora og kanna hvort við séum svo heppin að hitta á vatnið, en þetta er líklegra en ekki.“ Orkuveita Húsavíkur hyggst bora eftir heitu vatni fyrir hitaveitu í Kelduhverfi Búbót fyrir samfélag- ið og þjóðgarðinn Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hljóðaklettar við Ásbyrgi. Í þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum koma um 100.000 manns á ári. SÉRSTÖK akrein fyrir strætisvagna eftir Miklubraut verður tekin í notkun á næstu dögum. Akreinin hefur verið rauðmáluð en hún hefst á móts við Kringluna og liggur í vesturátt alveg að Lönguhlíð. Ásgeir Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Strætó bs., segir að í samkomulagi sem var gert við stofnun Strætó hafi m.a. verið talað um mikilvægi þess að auka og efla forgang fyr- ir strætisvagna í umferðinni. „Það er yfirlýst stefna sveitarfélaganna að greiða leið strætisvagna,“ segir Ásgeir og bætir við að nú hafi verið kjörið tækifæri til þess í tengslum við endurskipulagningu gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Miklubraut- ar. Ásgeir segir einnig að tillögur hafi verið lagðar fyrir borgarráð um að setja sérstaka strætóakrein í báðar áttir eftir Lækjargötunni frá Austur- stræti og að Vonarstræti. Þær verði líklega afgreiddar á næsta borgarráðs- fundi. „Við keyrum núna Lækjargötuna í báðar áttir en með nýju leiðakerfi hættum við að aka um Aðalstræti og Hafnarstrætisendastöðin var lögð af,“ útskýrir Ásgeir. Einnig hefur verið rætt hvort strætisvagnar eigi að fá frekari forgang um Hverfisgötu en engar tillögur hafa verið lagðar fram. Ásgeir segir þó að þegar lagst verði í endurbætur á Hverfisgötunni muni Strætó bs. leggja á það ríka áherslu að tekið verði tillit til strætisvagna enda eru margir far- þegar sem fara þessa leið. Morgunblaðið/Sverrir Strætisvagnar munu brátt aka eftir sérakrein vestur Miklubraut. Tillögur eru um að setja strætóakrein í Lækjargötu. Sérakrein fyrir strætó á Miklubraut FJÖLDI þeirra stangveiðimanna sem hafa farið utan til veiða á vegum Stangveiðifélagsins Lax-á á þessu ári er í kringum 140. Þar af eru um 25 Ís- lendingar og er það svipaður fjöldi og árið áður. Hins vegar er áætlað að um 350 veiðimenn fari utan á vegum fyr- irtækisins á næsta ári en eftirspurnin eftir ferðum sem þessum hefur aukist ár frá ári, að sögn Hörpu Hlínar Þórð- ardóttur, framkvæmdastjóra sölu- sviðs hjá Lax-á. „Erlendir veiðimenn sem koma hingað til lands á vegum fyrirtækisins eru í meirihluta þeirra sem nýta sér þjónustuna en fjöldi íslenskra veiði- manna í þessum ferðum hefur þó ver- ið að aukast,“ að sögn Hörpu en á meðal þeirra landa sem Lax-á býður veiðiferðir til eru Argentína, Rúss- land og Skotland en einnig er boðið upp á ferðir til Kúbu og Bahama-eyja. „Ástæðan fyrir að við hófum að bjóða upp á erlend veiðisvæði var eft- irspurn okkar föstu viðskiptavina eft- ir veiði utan veiðitíma hér á landi. Nú teljum við okkur vera vel í stakk búin að fara að sinna þessu af fullum krafti en við höfum fengið til liðs við okkur danskan reynslubolta, Steffen Juhl, sem hefur skipulagt ferðir til Rúss- lands í fjölda ára. Nú þegar höfum við bókað fjölda fólks til Rússlands og það er fyrirséð að 2006 verður algjört metár hjá okkur í fjölda bókana á er- lendu veiðisvæðin.“ Metásókn í erlend veiðisvæði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.