Morgunblaðið - 09.08.2005, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 17
MINNSTAÐUR
AKUREYRI
SUÐURNES
„ÉG bíð mjög spenntur,“ sagði
Sveinn Heiðar Jónsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Trésmíðaverk-
stæði Sveins Heiðars á Akureyri, en
á fundi umhverfisráðs á morgun,
miðvikudag, fer fram úthlutun á rað-
og fjölbýlishúsalóðum til bygginga-
fyrirtækja í Naustahverfi. Þá verður
í dag, þriðjudag, dregið um 17 ein-
býlishúsalóðir í hverfinu en um þær
sóttu 97 einstaklingar.
Sveinn Heiðar sagði að fasteigna-
markaðurinn á Akureyri hefði ekki
verið jafnlíflegur og nú í langan tíma
og það væri vissulega gleðilegt. „Það
selst allt og fólk er jafnvel á biðlista
eftir nýjum íbúðum,“ sagði hann.
Alls bárust 193 umsóknir frá ein-
staklingum og byggingarfyrirtækj-
um um lóðir undir 430 íbúðir í 2.
skipulagsáfanga Naustahverfis, en
umsóknarfrestur rann út í lok júlí.
Í áfanganum sem liggur við suð-
austurhorn golfvallarins er gert ráð
fyrir 18 einbýlishúsum, 95 íbúðum í
raðhúsum og 319 íbúðum í fjölbýli,
alls um 430 íbúðum. Byggingarrétti
á 173 íbúðum þar af var ráðstafað til
5 byggingarfyrirtækja fyrr á árinu,
og gafst þeim kostur á að hafa áhrif á
endanlega mótun deiliskipulagsins,
hverju á sínum reit.
97 einstaklingar
sóttu um 17 lóðir
Lóðir fyrir 259 íbúðir voru því í
raun lausar til úthlutunar og skipt-
ust umsóknir þannig að 97 einstak-
lingar sóttu um 17 einbýlishúsalóðir,
en 69 umsóknir bárust frá bygging-
arfyrirtækjum um 13 fjölbýlishús-
lóðir (216 íbúðir) og 6 raðhúsalóðir
(26 íbúðir). Lóðirnar verða að hluta
til byggingarhæfar 1. nóvember í ár
en að hluta 1. júlí á næsta ári.
Á vef Akureyrarbæjar segir að
samkvæmt vinnureglum bæjarins
um lóðarveitingar hafi einstaklingar
forgang að einbýlis-, par- og tvíbýlis-
húsalóðum en í þessari úthlutun er
ekki um tvær síðarnefndu gerðirnar
að ræða. Við úthlutun einbýlishúsa-
lóðanna verður beitt útdrætti og fer
hann fram að viðstöddum umsækj-
endum eða umboðsmönnum þeirra í
bæjarstjórnarsalnum skömmu eftir
hádegi í dag, þriðjudag, en umhverf-
isráð úthlutar byggingarfyrirtækj-
um rað- og fjölbýlishúsalóðum á
fundi sínum á morgun.
Fjöldi umsókna um lóðir í 2. áfanga Naustahverfis
97 sóttu um 17 lausar
einbýlishúsalóðir
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Vinsælt hverfi Ljóst er að færri fá en vilja þegar dregið verður um lóðir í
2. áfanga Naustahverfis í dag, 97 sóttu um 17 lóðir. Þessi ungi maður er
ekki í þeim hópi, þegar kominn nokkuð áleiðis við húsbyggingu sína.
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur
maggath@mbl.is
UM 7.000 gestir komu
á Handverkshátíðina
sem haldin var á
Hrafnagili um liðna
helgi. Það er heldur
færra fólk en á síð-
ustu hátíð, að sögn
Bjarkar Sigurðar-
dóttur framkvæmda-
stjóra. Síðastliðin tvö
til þrjú ár hafa að
jafnaði um 8.000 gest-
ir komið á hátíðina,
en talan er svipuð
þegar litið er lengra
aftur í tímann.
Alls voru sýnendur
vel á annað hundraðið
og komu sér fyrir í
um 90 básum, í
íþróttahúsi Hrafna-
gilsskóla, á útisvæði
og í kennsluhúsnæði.
Þá var að venju
markaðssvæði utan-
dyra þar sem boðinn
var til sölu fjöl-
breyttur varningur.
Handverkshátíðin var
haldin í þrettánda
sinn og sagði Björk
að mjög gott hljóð hefði verið í
sýnendum eftir hana.
Þema hátíðarinnar að þessu sinni
var hafið og var leitast við að móta
umgjörð sýningarinnar og dagskrá
með það að leiðarljósi.
Efnt var til átta námskeiða fyrir
handverksfólk um helgina og voru
leiðbeinendur fjórir, þrír norrænir
listamenn og einn íslenskur. „Það
var mjög góð þátttaka á námskeið-
unum, þau hafa vakið athygli og
fólk vill endilega auka þekkingu
sína þegar því býðst að taka þátt í
svona námskeiðum,“ sagði Björk.
Sigga á Grund sem var með nám-
skeið í að skreyta í spón og heil
horn, gamalt þjóðarhandverk sem
nú er að falla í gleymsku, hefur
hug á að bæta við námskeiði, því
færri komust að en vildu á þau tvö
námskeið sem hún bauð upp á um
helgina.
Um 7.000 gestir á
handverkssýningu
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Eldsmiður Theresa Johansson var
önnum kafin við vinnu sína í
Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit en
hún bauð líka upp á námskeið í eld-
smíði sem voru vel sótt.
Mótmæli | Íbúar og húseigendur í
Hrísey hafa mótmælt áformum
Norðurorku um að setja rennsl-
ismæla á inntök hitaveitu Hríseyjar.
Fjallað var um málið á fundi bæj-
arráðs í gær. Varðandi breytt sölu-
fyrirkomulag á heitu vatni í Hrísey
vísar bæjarráð til umræðna í að-
draganda sameiningar Hríseyj-
arhrepps og Akureyrarbæjar 2004
um samræmingu skatta og þjón-
ustugjalda. Bæjarráð óskar eftir því
að stjórn og stjórnendur Norður-
orku hf. boði til kynningarfundar
þar sem íbúum í Hrísey verði kynnt-
ar fyrirhugaðar breytingar. Jafn-
framt óskar bæjarráð eftir að
fulltrúi Norðurorku hf. mæti til
fundar við bæjarráð næsta fimmtu-
dag og upplýsi um stöðu mála.
Vogar | Fjölskyldudagurinn var
haldinn í Vogum á föstudaginn sem
leið og gerðu bæjarbúar sér margt
til gamans. Meðal atriða á fjöl-
breyttri dagskrá fjölskyldudagsins
var veiting umhverfisviðurkenninga
fyrir snyrtilegar lóðir, glæsilega
garða og frágang bygginga, íbúum
Voga til hvatningar.
Fyrir glæsilegan og vel við hald-
inn garð í stöðugri endurnýjun
hlutu þau Guðjón Sverrir Agn-
arsson og Eyrún Antonsdóttir, eig-
endur Aragerðis 16, viðurkenningu.
Í umsögn dómnefndar sagði m.a.:
„Garðurinn er ævintýraheimur út af
fyrir sig með skemmtilegum heima-
gerðum listaverkum úr ýmsum
nytjahlutum og fjölbreyttum
gróðri.“
Alice Lid, eigandi Vatnsleysu,
hlaut viðurkenningu fyrir fallegan,
gróinn garð sem ræktaður er við
mjög erfið skilyrði. Garðinn prýðir
fjöldi harðgerðra plantna og hefur
honum verið vel við haldið í áratugi.
Þá hlutu Oddgeir Arnar Jónsson
og Halldór Viðar Jónsson, eigendur
verktakafyrirtækisins Sparra ehf.
og fasteignafélagsins Bola-
fótar, viðurkenningu fyrir
skjótan frágang húsbygg-
inga og góða umgengni á
byggingarstað við Brekku-
götu 23, Austurgötu 2 og
Mýrargötu 1. „Húsin hafa
risið á mjög skömmum tíma
og um leið hefur umgengni
á lóð verið til fyrirmyndar,“
segir m.a. í umsögn dóm-
nefndar. Byggingarleyfi
fyrir Austurgötu 2 var veitt í maí og
nú eru hús og lóð fullfrágengin og til
stakrar prýði, að sögn dómnefndar.
Ennfremur hlutu eigendur hest-
húsanna í Fákadal, Vogum, þau
Gunnar Andersen, Róbert Ander-
sen, Heidi Andersen, Guðný Snæ-
land, Hafsteinn Snæland, Jóhann S.
Þorbjörnsson, Ólafur Guðmundsson,
Helga Ragnarsdóttir og Guðrún
Kristín Ragnarsdóttir viðurkenn-
ingu fyrir snyrtileg hesthús og um-
hverfi þeirra, ásamt uppgræðslu á
svæðinu. Heildarsvipur götunnar
þykir til fyrirmyndar.
Umhverfisviðurkenn-
ingar veittar í Vogum
Fallegir
garðar og
vel frá-
gengin hús
Ævintýraheimur Garður hjónanna Guðjóns Sverris Agnarssonar og Ey-
rúnar Antonsdóttur, Aragerði 16, þótti glæsilegur, en í honum má finna
fjöldann allan af áhugaverðum nytjamunum sem nú eru listaverk.
Sérstakur garður Garður Alice Lid
á Vatnsleysu þykir fallegur og afar
vel gróinn miðað við aðstæður.
Keflavík | Húsfyllir var í Stapanum á
föstudagskvöldið þegar Guðmundur
„Mummi Hermanns“ Hermannsson
hélt upp á fimmtugsafmælið með út-
gáfu hljómplötunnar „Í tilefni dags-
ins,“ en þar syngur Mummi lög sín við
ljóð fjölda skálda.
Þannig var í senn um að ræða af-
mælisveislu og útgáfutónleika þar
sem Mummi flutti lög sín við frábær-
ar undirtektir, studdur af ellefu
manna stórsveit sem prýdd var ýms-
um landsliðsmönnum, þar á meðal
Sigurði Flosasyni saxófónleikara,
Sigurgeiri Sigmundssyni gítarleikara
og Hafsteini Valgarðssyni bassaleik-
ara. Að sögn blaðamanns Víkurfrétta
„lék Stapinn á reiðiskjálfi í fjörugustu
lögunum,“ en inn á milli voru lögin þó
rólegri. Tónleikagestir kunnu vel að
meta flutning Mumma og félaga hans
og fóru þeir fögrum orðum um tón-
listina að loknum tónleikunum.
Skemmtihaldi var þó hvergi nærri
lokið þótt Mummi væri stiginn af svið-
inu og hélt hann áfram að sinna gest-
um sínum fram eftir nóttu.
Kennir ýmissa grasa
Mummi Hermanns kveðst sjálfur
afar ánægður með viðtökurnar. „Ég
var alveg í skýjunum með þetta,“ seg-
ir Mummi, sem er nú í fyrsta skipti að
gefa út undir eigin nafni, þó hann hafi
oft leikið og sungið með öðrum tón-
listarmönnum og hljómsveitum.
„Þessi tónlist er af öllum toga. Þarna
er bossanova, jass, hugljúf popplög,
rokk og fönk og jafnvel eitt klassískt
líka. Þarna eru allar stíltegundir.
Þetta er mikið samið við ljóð eftir hin
ýmsu ljóðskáld og þaðan kemur
grunnurinn að laginu. Síðan reyni ég
að endurspegla ljóðin í lögunum. Það
má jú segja að ég sé að mála nokkurs
konar landslagsmyndir.“
Mummi tekur undir að það hafi
ekki verið seinna vænna að gefa út
sólóplötu á löngum ferli sínum sem
tónlistarmaður. „Ég er búinn að vera
í tónlistinni frá því fyrir tvítugt og
kominn tími til,“ segir Mummi að lok-
um.
Mummi Hermanns með sólóplötu
Semur lög við ljóð
kunnra skálda
Víkurfréttir/Þorgils
Alsæl Mummi ásamt konu sinni,
Sveindísi Valdimarsdóttur.