Morgunblaðið - 09.08.2005, Qupperneq 27
Angur í hjarta, angur í strengjum
einmana grætur fallandi dag.
Hann veit að út er runnið
á endatón fegursta lag.
Pálmi Almarsson.
Að hryggjast og gleðjast
hér um fáa daga,
að heilsast og kveðjast.
– Það er lífsins saga.
(Páll J. Árdal.)
Látinn er eftir stutta en snarpa
baráttu við krabbamein mágur minn
og vinur Kristján Guðmundsson. Ég
kynntist Kidda þegar hann og Dúna
systir mín fóru að búa saman.
Við áttum ýmislegt sameiginlegt,
bæði ættuð vestan af Snæfellsnesi,
og þekktum því bæði fólk og staði
sem við gátum rætt um og ekki
spillti að maðurinn minn var ættaður
frá Akranesi en þar var Kiddi fædd-
ur og bjó þar í nokkur ár.
Kiddi var mikill náttúruunnandi
og veiðimaður, þekkti landið sitt vel
og var fróðleiksbrunnur um fugla og
dýralíf, og reyndar lönd og þjóðir ef
út í það var farið enda vel lesinn,
greindur og athugull.
Fátt vissi Kiddi betra en að
skunda á Þingvöll og kasta fyrir sil-
ung í fallegu veðri, með Dúnu sína á
bakkanum og nesti í körfu.
Kiddi var afar bónþægur og taldi
ekki eftir sér að snúast fyrir þá sem
leituðu til hans. Okkur varð vel til
vina og þegar Villi maðurinn minn
lág banaleguna heima í Hlaðbrekku
á sl. ári var ekki ósjaldan sem Dúna
og Kiddi kíktu við hjá okkur síðla
kvölds og þá sat Kiddi oft hjá Villa og
þeir rifjuðu upp staðhætti og liðna
atburði ofan af Skaga og gat oft
teigst vel úr þeim stundum, báðum
til ánægju og yndisauka.
Kiddi var konu sinni mikil stoð og
stytta, sérstaklega eftir að sjón
hennar tók að hraka og er hennar
missir meiri fyrir bragðið.
Elsku systir, innilegar samúðar-
kveðjur frá mér og minni fjölskyldu
og einnig til sona Kidda, systra hans
og fjölskyldna þeirra. Guð blessi
okkur öllum minningarnar.
Hægur er dúr á daggarnótt.
Dreymi þig ljósið, sofðu rótt!
(Jónas Hallgrímsson.)
Erla Bergmann.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 27
MINNINGAR
HINSTA KVEÐJA
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Guð geymi þig, elsku
langafi.
Jóhann Karl,
Gunnar Árni og
Anna María.
maki Gísli Garðarsson. Börn
þeirra eru Sigríður Eygló, Krist-
inn og Garðar. 6) Hrefna, börn
hennar eru Þórarinn, Aðalheiður
Valdís og Gunnar Dagur.
Gunnar vann almenn sveita-
störf í æsku. Hann stundaði nám
við Íþróttaskólann í Haukadal
1937–1938 og Héraðsskólann á
Laugarvatni 1939–1940. Fór á
vertíð til Vestmannaeyja og til
Grindavíkur, einnig nokkur sum-
ur á síldarvertíð við Norðurland.
Árið 1942 lá leiðin til Suðurnesja.
Þar hóf hann skipasmíðanám við
Dráttarbrautina í Keflavík 1943–
1947, þar sem Egill Þorfinnsson
frá Spóastöðum var meistari
hans. Árin 1944–1947 var hann í
Iðnskólanum í Keflavík og lauk
sveinsprófi í skipasmíði 1948.
Lærði einnig húsateikningar í
Iðnskólanum 1951. Í gegnum tíð-
ina vann hann við skipasmíði,
húsasmíði og innréttingasmíði.
Einnig var hann í prófnefnd
skipasmíða í nokkur ár. Gunnar
var verkstjóri hjá Dráttarbraut
Keflavíkur 1964–1971. Þá réðst
hann til starfa hjá Byggingaverk-
tökum Keflavíkur, og starfaði þar
til 75 ár aldurs. Gunnar hafði
ætíð mikinn áhuga á söng og var
einn af stofnfélögum Karlakórs
Keflavíkur.
Útför Gunnars verður gerð frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
ina þína. Alltaf vildirðu hafa nóg að
gera, hvort sem það var við að stækka
sumarbústaðinn seinna meir, gróður-
setja tré og plöntur eða annað tilfall-
andi.
En ekki var bara verið að vinna, því
þú gafst þér líka tíma til að gera
margt með okkur systrunum. Í því
sambandi rifjast upp smá ferðalag
sem við fórum með þér á litlum árabát
sem þú smíðaðir og fengum við syst-
urnar að sitja í honum á meðan þú
íklæddur vöðlum dróst hann á eftir
þér.
Ekki sat mamma heldur auðum
höndum með okkur litlar, saumaði út
og margar lopapeysurnar voru prjón-
aðar. Á kvöldin heima, sastu líka mik-
ið inni í stofu við að skera út alla þessa
fallegu hluti sem nú prýða heimili
okkar.
Einnig hafðir þú mjög gaman af því
að renna fyrir lax, því ekki var langt
að sækja hann í Iðuna. Virtist þú allt-
af vita hvar laxinn héldi sig í ánni, því
yfirleitt var einn eða fleiri með þér
þegar komið var til baka. Oft kom fyr-
ir að þú værir sá eini sem fékkst lax,
því ána þekktirðu vel. Laxinn virtist
synda til þín.
Þegar mamma lést sagðir þú að þú
hefðir misst mikið, þú hefðir misst
þinn besta vin. En núna hittist þið
loksins aftur.
Blessuð sértu sveitin mín,
sumar, vetur, ár og daga.
Engið, fjöllin, áin þín,
yndislega sveitin mín,
heilla mig og heim til sín
huga minn úr fjarlægð draga.
Blessuð sértu, sveitin mín,
sumar, vetur, ár og daga.
(Sig. Jónsson frá Arnarvatni.)
Guðrún Bríet, Kolbrún
og Hrefna.
Elsku afi minn, nú ertu farinn frá
okkur. Þegar ég hugsa til þín hugsa
ég um laxveiði, trjárækt, tréskurð og
sönginn. Afi minn á Iðu, laxveiðina
stundaði hann, snjall var hann við tré-
skurð, enda fjölhæfur karl. Oft blístr-
aði hann tóna, vanur karlakórshljómi.
Gróður lék um hendur hans eins og
fegurstu blóm. Þetta eru minningar
mínar um afa minn. En mikið var afi
dapur eftir að amma dó, maður sá
það, mikill var söknuðurinn.
En nú ert þú hjá ömmu og Badda
frænda ásamt öðrum góðum ættingj-
um.
Guð blessi þig, afi minn. Hvíldu í
friði í Guðs ljósi. Amen.
Erla Björk Vilhjálmsdóttir.
Hver minning dýrmæt núna er
sem geymi ég næst hjarta mér.
Ég rifja upp hvað það var,
og hlutina sem þú sýndir mér þar.
Þér var svo margt til lista lagt.
Iðu undrið og það allt.
Það sem við lærðum var svo margt,
og hjarta okkar kært.
Hugleikið var mér handbragðið,
er lagðir þú á það smiðshöggið.
Perlur sem minna á þig.
En nú er komið að kveðjustund
er þú ferð á vina fund.
Far í farsæld og friði, elsku afi.
Aðalsteinn og Gerður Beta.
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Sverrir
Einarsson
Bryndís
Valbjarnardóttir
Oddur
Bragason
Guðmundur
Þór Gíslason
Ástkær frænka okkar og mágkona,
GUÐFINNA JÚLÍUSDÓTTIR,
lést fimmtudaginn 21. júlí síðastliðinn.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Vigdís Sigurðardóttir, Árni G. Guðmundsson,
Hanna Pétursdóttir,
Auður Jörundsdóttir,
Rita A.M.T. Júlíusson,
bræðrabörn og fjölskyldur.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
GEIR JÓHANN GEIRSSON
vélstjóri,
Hagamel 30,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 2. ágúst.
Útför hans fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn
9. ágúst kl. 13.00.
Eybjörg Sigurðardóttir,
Nína Geirsdóttir,
Þorvaldur Geirsson,
Geir Helgi Geirsson, Helga Guðjónsdóttir,
Lovísa Geirsdóttir,
Valgerður Geirsdóttir, Viktor Arnar Ingólfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir minn og bróðir okkar,
BJARNI ÁGÚSTSSON,
Dúfnahólum 4,
Reykjavík,
frá Urðarbaki, Þverárhr.
V-Húnavatnssýslu,
lést laugardaginn 30. júlí sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sigursteinn Bjarnason,
Ásta Ágústsdóttir,
Héðinn Ágústsson,
Heimir Ágústsson,
Marsibil Ágústsdóttir.
Elskuleg eiginkona mín,
ÁSA SIGRÍÐUR INGVARSDÓTTIR,
Hrafnistu í Hafnarfirði,
áður Hjarðarhaga 42,
Reykjavík,
andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn
6. ágúst.
Útför fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn
12. ágúst kl. 11.00.
Gunnar H. Ólafsson.
Elsku hjartans maðurinn minn, bróðir, pabbi
okkar, tengdapabbi og afi,
HANNES ÞÓRÐUR HAFSTEIN,
lést sunnudaginn 7. ágúst.
Útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni
mánudaginn 15. ágúst kl. 13.00.
Blóm afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er
bent á Krabbameinsfélagið.
Ragnheiður Hafstein,
Sigurður Hafstein,
Ásgerður Katrín Hafstein og Carl Heggli,
Ásta Ragnheiður Hafstein og Jón Kristinn Guðmundsson,
Valdimar Tryggvi Hafstein og Birna Anna Björnsdóttir,
Soffía Lára Hafstein og Árni Þór Árnason,
Hannes Ingi, Valdimar Kristinn, Margaux,
Christina, Alexandra, Eva Örk og Tara Sól.
Elskulegur frændi okkar,
SIGURÐUR KARLSSON,
Unnarbraut 28,
Seltjarnarnesi,
lést á heimili sínu mánudaginn 25. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Karl G. Kristinsson, Jón Gunnar Guðmundsson,
Kristín B. Kristinsdóttir, Kristinn Ó. Guðmundsson,
Sólveig H. Kristinsdóttir, Ólafur S. Guðmundsson,
Anna Karen Kristinsdóttir, Guðrún H. Guðmundsdóttir.
Móðir mín, fyrrverandi tengdamóðir og amma,
BETTY DURHUUS,
lést á elliheimilinu Grund föstudaginn 22. júlí
síðastliðinn.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Kaj Durhuus,
Kristín Jóhanna Helgadóttir,
Jóhann Betty Durhuus,
Helgi Durhuus.