Morgunblaðið - 09.08.2005, Side 33

Morgunblaðið - 09.08.2005, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 33 DAGBÓK Ámiðvikudag verður XX. norræna lækna-söguþingið sett í Reykjavík og er þetta íþriðja skiptið sem ráðstefnan er haldinhér á landi. Atli Þór Ólason, sérfræðingur í bæklunarlækn- ingum, er umsjónarmaður ráðstefnunnar í ár: „Yf- irskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er „Sjúklingur og samfélag í sögulegu ljósi“. Aðalræðumaður um þetta efni er Jan Sundin, sagnfræðingur frá Sví- þjóð sem heldur erindið „Health and Social Change: A Comparison in Time and Space“. Þetta efni er mjög á döfinni hjá sagnfræðingum í heil- brigðissögu og Jan er einn helsti forkólfurinn á þessu sviði og hefur skrifað óhemjumikið um þetta efni.“ Dagskrá ráðstefnunnar stendur til laugardags- kvölds en alls sækja ráðstefnuna gestir frá 15 lönd- um og flutt verða um 60 erindi. Atli á von á um 100 gestum á ráðstefnuna en í Norrænu samtökunum um heilbrigðissögu eru 25 félög með alls um 5.000 meðlimi. „Annað stórt efni á ráðstefnunni er sérstaða norðlægra landa í heilbrigðissögu. Meðal annars mun Haraldur Briem sóttvarnalæknir halda erindi en hann hefur rannsakað efnið mikið og komist m.a. að þeirri niðurstöðu að farsóttir breiðist út með öðrum hætti í norrænum löndum en annars staðar. Við fjöllum um víkinga og læknisfræði þeirra og þar vorum við svo heppin að fá Charlotte Keiser til liðs við okkur. Hún hefur rannsakað heilbrigðismál í Íslendingasögunum og fjórum handritum og borið saman við þá þekkingu sem var til staðar í Evrópu á þessum tíma en Charlotte er talin vera einn fremsti sérfræðingurinn á þessu sviði. Einnig fáum við upplýsingar um sama efni með fornleifarannsóknum en Hildur Gestsdóttir forn- leifafræðingur fjallar um þau mál. Að auki er gam- an að segja frá því að Sigfús T. Elíasson, prófessor í tannlækningum, og Svend Richter gerðu rann- sóknir á höfuðkúpum í Skeljastaða-kirkjugarði og fundu út að glerungur tannanna var mjög eyddur, að þeir halda vegna sýrudrykkju. En þessi tann- eyðing er álíka og sést hjá nútímamanninum vegna gosdrykkju.“ Loks segir Atli að til viðbótar verði fjallað sérstaklega um konuna í heilbrigðissögunni, um heimilislækninn í sögulegu samhengi, um lyfja- fræðinga og tannlækna: „Við verðum með fjöl- breytt og merkilegt efni og sumt sem kemur fram í fyrirlestrunum skrítið og óvanalegt eins og búast má við.“ XX. norræna heilbrigðissöguþingið er öllum op- ið. Þingið verður sett kl. 18 á miðvikudag í Þjóð- menningarhúsinu en fyrirlestrar hefjast í hátíð- arsal Háskóla Íslands á fimmtudag. Heilbrigðissaga | XX. norræna læknasöguþingið haldið í Reykjavík Saga heilsu og lækninga  Atli Þór Ólafsson er fæddur 6. janúar 1949. Hann lauk embættis- prófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1977 og doktorsprófi frá Há- skólanum í Kíl í Þýska- landi 1986. Hann er sérfræðingur í bækl- unarlækningum og starfar á eigin lækna- stofu í Reykjavík. Atli er formaður í Félagi áhugamanna um sögu læknisfræðinnar sem stendur fyrir XX. nor- ræna þinginu um lækningarsögu. Atli er giftur Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur kennara og eiga þau þrjú börn. Höfuðborgarmál FÉKK um daginn sendan plastpoka heim til mín til að setja í rusl, með það að markmiði að umhverfið og borgin mín liti betur út og bæri af öðrum borgum og bæjarfélögum, gott mál. Þar sem ég er velvakandi í um- hverfis- og þrifnaðarmálum borg- arinnar, þá er þar ýmislegt ekki í lagi og ætti borgin að líta sér nær og lag- færa og sinna betur þrifum á ýmsum stöðum. Laugardagsmorgunn í Naut- hólsvík, allar ruslafötur yfirfullar og drasl út um allt. Með fram göngustíg- um borgarinnar eru ruslafötur oftast yfirfullar og drasl út um allt þar í kring, ílátin alls staðar alltof lítil og tæmd of sjaldan. Hreinsunardeildin stendur sig ekki nógu vel eða það þarf að breyta verklaginu og sinna þessu miklu betur. Við sundstaðina, göngustígana, og þar sem fólk hópast saman. Göngustígakerfið í Reykjavík er að verða til fyrirmyndar og hægt að fara á milli hverfa og bæjarfélaga á góð- um stígum, þó er alveg undarlegt að það eru bara drykkjarvatnsbrunnar á 3–4 stöðum á allri þessari leið og eru 3 af þeim í vesturbænum og 1 á Sæ- brautinni Þessa hluti þarf að lagfæra S.G. 061141-4489. Þakkir til hverfamiðstöðvar ÉG fór í sumarbústaðaland mitt sem liggur austan við Reynisvatn og er svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað ég varð undrandi þegar ég var að koma að hliðinu inn í landareign- ina. Óhemju af gömlum gólfteppum, gólfdúk, flísum, svampi og gard- ínuköppum hafði verið sturtað í hrúgu fast við veginn. Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin augum að svona nokkuð gæti gerst. Þarna hefur Reykjavíkurborg verið að planta trjám til að fegra umhverfið. Ég tók á það ráð að fara í þjónustu- miðstöð Reykjavíkurborgar við Þórð- arhöfða og kanna hvort ég gæti feng- ið einhverja aðstoð við að fjarlægja allt þetta drasl. Það er skemmst frá því að segja að ég kom þangað rétt um kl. 12 og hitti þar mann að máli sem sagðist heita Gísli. Ég sagði hon- um frá mínum málum og spurði hvort hann gæti aðstoðað við að fjarlægja þennan ruslabing. Hann tók afar já- kvætt í það og bað mig að koma aftur kl. 13 þegar matarhléi væri lokið. Þegar ég mætti kl. 13 sagðist hann því miður ekki geta komið með mér, en ég ætlaði að vísa honum veginn, en aftur á móti hefði hann sent bíl á staðinn og taldi bílstjórinn sig geta farið eftir rissi af leiðinni sem ég hafði gefið. Þegar ég kom að sum- arbústaðnum var bílstjórinn langt kominn með að hreinsa upp draslið. Sagði hann mér að það væri með ólík- indum hvar fólk reyndi að losa sig við alls konar drasl. Þessi hjálpsemi fannst mér til fyr- irmyndar og vil ég þakka starfs- mönnum Hverfamiðstöðvar við Þórð- arhöfða fyrir þeirra jákvæðni og skilning á svona málum. Ég er ekki viss um að við borg- arbúar þökkum þessum ágætu verkamönnum sem starfa á hverfa- miðstöðvunum sem skyldi fyrir þau verk sem þeir vinna og lúta að því að fegra og bæta hverfin sem við búum í. Bestu þakkir til þín Gísli og þinna manna. Sigurjón Fjeldsted, fyrrv. skólastjóri, Brekkuseli 1. Loki er týndur DÖKKUR svartgrár 3ja mánaða fress með skyggð- ar loppur og eyru týndist í Grjótaþorpinu 26. júlí sl. Hann er ómerktur, afar kelinn og blíður. Hans er sárt saknað. Finnandi vinsamlegst hafið samband við Sverri eða Elínu í síma 551 5802. Fundarlaun. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali 533 4200 eða 892 0667 Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 Hef kaupanda að vönduðu einbýlishúsi á stór-Reykjavíkursvæðinu Seljendur vinsamlega hafið samband í síma 533 4200 eða 892 0667 Afleysingafólk vantar til að bera út Morgunblaðið í flestum hverfum höfuðborgarsvæðisins. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Ef þú hefur áhuga á að fá greitt fyrir að byrja daginn á léttum göngutúr í hverfinu þínu í sumar hafðu þá samband við áskriftardeild Morgunblaðsins í síma 569 1122. Vantar þig aukavinnu? Fáðu borgað fyrir hressandi göngutúr á morgnana! UM ÞESSAR mundir stendur yfir sýning Konunglega breska mynd- höggvarafélagsins (Royal British Society of Sculptors) í skrúðgarðinum sem kenndur er við Harold Martin í Oadby, Leicester. Sýningin er haldin í tilefni af hundr- að ára afmæli samtakanna og er unnin í samvinnu við Háskólann í Leicester sem árlega stendur fyrir högg- myndasýningu í garðinum. Meðal þátttakenda er íslenska lista- konan Guðrún Nielsen en þátttak- endur í sýningunni eru 42 talsins hvað- anæva að. Guðrún er meðlimur í Konunglega breska myndhöggv- arafélaginu en verk hennar á sýning- unni er japanskt tehús í fullri stærð og ber verkið heitið „Memory“. Verkið vann Guðrún í sveitaþorpi í nágrenni Leicester og setti það saman á sýningarstaðnum en sú vinna vakti töluverða athygli gesta og gangandi. Sýningin var opnuð 8. júlí og stendur til 26. september. Íslenskur myndhöggvari í Leicester Séð innan úr tehúsi Guðrúnar Nielsen. Gestir virða fyrir sér tehúsið þar sem það stendur í garðinum í Leicester. LISTAKONAN Alda Sigurðardóttir opnar 12. ágúst sýningu í Galleríi Nordlys við Fredriksborg-götu 41 í Kaupmannahöfn. Sýningin ber yfirskriftina „Land- scape, fictional horizon“ og sam- anstendur af myndum unnum með vatnslitum á striga, með plástrum o.fl. Eins og segir í tilkynningu fjallar sýningin um hinn óspillta sjóndeild- arhring sem fórnað hefur verið til að hlaða rafhlöður verksmiðja. Sér- staklega er tekið fram að sýningin er ekki styrkt af fyrirtækjum í orkuiðnaði og þungaiðnaði. Verk Öldu er til sölu í bútum eða í heild. Stendur sýningin til 10. september og er opið 10 til 17.30 virka daga og 10 til 14 á laugardögum. Frekari upplýsingar á www.sim- net.is/aldasig. Íslenskur sjóndeildar- hringur í Kaupmanna- höfn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.