Morgunblaðið - 09.08.2005, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 09.08.2005, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 41 EWAN McGREGOR SCARLETT JOHANSSON Sýnd bæði með íslensku og ensku tali. Þrælskemmtileg rómantísk gamanmynd um dóttur sem reynir að finna draumaprinsinn fyrir mömmuna. ÁLFABAKKI KRINGLAN KEFLAVÍKAKUREYRI „Island er afar vel heppnuð með góðu plotti, mæli með að þið fáið ykkur stóran popp og kók og njótið bestu myndar Michaels Bays til þessa.“ -Ragnar H. Ragnarsson Mbl. Málið „The Island, virkilega vel heppnuð pennumynd, skelfileg en trúleg framtíðarsýn!!“  S.U.S XFM l , i il l , l il l í !!  Kvikmyndir.is  S.V. Mbl. „The Island er fyrirtaks afþreying. Ekta popp og kók sumarsmellur. “ -Þ.Þ. Fréttablaðið.- . . l i . THE ISLAND kl. 8 - 10.40 KICKING & SCREAMING kl. 8 THE PERFECT MAN kl. 10 THE ISLAND kl. 8 - 10 KICKING AND SCREAMING kl. 4 - 8 DARK WATER kl. 10 MADAGASCAR m/ísl.tali. kl. 6   með ensku tali      DV  Ó.H.T. RÁS 2 ÞEIR VILJA EKKI AÐ ÞÚ VITIR HVAÐ ÞÚ ERT! THE ISLAND kl. 3 - 4 - 6 - 7 - 8.40 - 10 - 10.45 THE ISLAND VIP kl. 4.30 - 10.45 KICKING AND SCREAMNG kl. 2 -4 -6 -8 -10 MADAGASCAR m/ensku.tali. kl. 2-4-6-8-10 MADAGASCAR m/ísl.tali. kl. 2 - 4 - 6 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 2 THE ISLAND kl. 3 - 5.30 - 8.30 - 11.15 B.i. 16 THE PERFECT MAN kl. 4 - 6 - 8 - 10 MADAGASCAR m/ísl.tali. kl. 4.30 - 6.30 BARMAN BEGINS kl. 8.30 - 11.15 B.i. 12 Hvað myndir þú gera ef þú kæmist að því að þú værir afrit af einhverjum öðrum? 06.08. 2005 4 9 2 5 1 4 2 5 7 1 7 7 12 21 22 35 03.08. 2005 9 15 16 32 41 45 38 48 26 VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4539-8618-0017-6940 4741-5200-0012-5404 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. Hverjir skipa sveitina? Friðrik S. Friðriksson (bassi), Haraldur Leví Gunn- arsson (trommur), Jón Þór Ólafsson (gítar) og Stefnir Gunnarsson (gítar og söngur) Hver er heimspekin á bak við hljómsveitina? Það vitum við ekki. Hvenær var hún stofnuð og hvernig atvikaðist það? Lada Sport var stofnuð í byrjun sumars 2002 þegar Haraldur og Stefnir höfðu verið að spila saman í ein- hvern tíma og fengu svo bara fleiri með sér sem endaði með því að skipanin varð eins og hún er í dag. Hvaða tónlistarmenn eru hetjur ykkar? Frikki: Brian Eno, Daniel Gildenlöw, Brian Warner, John Lennon, Geddy Lee, Bob Dylan o.fl. Halli: John Bonham, Arnar Þór Gíslason, Tony Hajjar og Arnar Ingi Viðarsson. Jón Þór: Damon Albarn og Kolbeinn Hugi Höskuldsson. Stefnir: Heimir Gestur Eggertsson og Íris Sif Ragnarsdóttir. Eru einhverjir innlendir áhrifavaldar? Það er auðvitað eitthvað innlent sem hefur áhrif á okk- ur, á heildina og á hvern einstakling. Ætli það sé ekki í undirmeðvitund hvers og eins. Hvað finnst ykkur um íslenska tónlist í dag? Það er ekkert smá mikið af góðum böndum sem eru að gera það gott í dag og eru að koma upp á yfirborðið og ef það á að nefna einhver dæmi þá er hægt að segja: Isidor, Big Kahuna, Benny Crespo’s Gang, Hölt Hóra og svo margt fleira! Er auðvelt að fá að spila á tónleikum? Það er ekkert mál að plana einhverja litla tónleika, en það er ekkert mikið um almennilega tónleika fyrir ís- lensk neðanjarðarbönd hérna á Íslandi. Þeim býðst ekki oft að spila í almennilegu hljóðkerfi og á góðu sviði. Er auðvelt að gefa út? Það er ekkert mál fyrir íslensk bönd að gefa út í dag fyrir lítinn pening, maður þarf bara að hafa eitthvert smotterí til að leggja í púkk til að gera eitthvað skemmti- legt, hlutirnir geta líka verið skemmtilegri eftir því sem þeir kosta minna. Það eru svo margir sem geta tekið upp sjálfir í dag og þá geta þeir gert þetta ennþá ódýrara eins og við gerðum með okkar ep-plötu. Segið eitthvað um lögin sem þið eruð með á Rokk.is? Þau eru mjög skemmtileg að okkar mati. Útvarps- útgáfan af „Summertime in outer space“ er þarna sem við tókum upp í Stúdíó Sýrlandi tímana sem við unnum okkur inn á Músíktilraunum 2004. Og svo er annað lag sem heitir Royal Suits & Wine sem við tókum upp sjálfir í stúdíóinu hans Halla og fengum við gestasöngkonu í lagið, hana Katrínu Mogensen úr hljómsveitinni Mamm- út sem gerir lagið afar skemmtilegt. Hver er mesti gleðigosinn í sveitinni? Bassatromman Hvað er á döfinni hjá ykkur? Nú erum við bara að hanga inni í æfingarhúsnæði að semja ný lög, taka upp demó og æfa okkur vel þannig að það verði nú eitthvað skemmtilegt að sjá okkur á sviði þegar við förum að spila aftur! Svo er það breiðskífa þeg- ar við erum komnir með gott efni í hana. Eitthvað að lokum? Það er til eitt eintak af ep-plötunni okkar í Skífunni á Laugaveginum sem ætti að vera seinasta eintakið til sölu! Og þið sem hafið áhuga á tónlistinni okkar, fylgist með heimasíðunni okkar (http://www.lada-sport.com) og kíkið á tónleika með okkur! Það verður veisla von bráðar! Hljómsveitin Lada Sport er Hljómsveit Fólksins að þessu sinni. HLJÓMSVEIT Fólksins þessa vikuna er Lada Sport, en Morgunblaðið og mbl.is velja Hljóm- sveit Fólksins á tveggja vikna fresti. Tilgangurinn er að kynna og styðja við grasrótina í ís- lenskri tónlist, beina athyglinni að nokkrum af þeim fjölmörgu íslensku hljómsveitum sem gera almenningi kleift að hlaða niður tónlist þeirra á netinu, án endurgjalds. Hljómsveit Fólksins er í samstarfi við Rás 2 og Rokk.is, en hægt er að lesa viðtalið á Fólkinu á mbl.is. Þar eru einnig tenglar á lög sveitarinnar sem geymd eru á Rokk.is. Lag með Lada Sport verður spilað í dag í Popplandi á Rás 2, sem er á dagskrá kl. 12.45–16 virka daga. Hljómsveit Fólksins | Lada Sport ÞAÐ runnu tvær, gott ef ekki þrjár, grímur á hörðustu fylg- ismenn bandarísku nýrokks- sveitarinnar Weezer þegar for- smekkurinn að þessari fimmtu plötu hennar tók að heyr- ast. „Bev- erly Hills“ reyndist hressilegur slagari, sem sór sig hvað helst í ætt við það allra fyrsta sem sveitin gerði, „Buddy Holly“, og önnur grípandi og meinlaus rokklög. Þannig er nefnilega að síðan þá hafði sveit- in siglt á dýpri og erfiðari mið. Strax á annarri plötunni, Pink- erton, lá ljóst fyrir að sveitin vildi gera annað og meira en tyggjórókk fyrir MTV-glápara og við það stóð hún á þriðju og fjórðu plötunum. En hér á Make Believe erum við aftur komin á byrjunarreit. Tólf lauflétt og næsta naív popplög, hvert öðru meira grípandi og hressilegt með gelgjulegum textum um sjálfsvorkunn, bíla og stelpur. Allt eins og þeir vildu hafa það Weezer-piltar er þeir voru sjálf- ir á gelgjunni og hlustuðu á Cars og Cheap Trick. Verst bara hvað allt saman ristir grunnt og virkar óekta. Vonandi eru þeir bara að þykjast. TÓNLIST Erlendar plötur Weezer – Make Believe  Skarphéðinn Guðmundsson Bílar og stelpur Mikil aukning hefur orðið í eft-irspurn eftir krabbameinsleit í brjóstum á meðal ástralskra kvenna eftir að söngkonan Kylie Minogue greindi frá því fyrr á þessu ári að hún hefði greinst með brjósta- krabbamein. Eftirspurn eft- ir krabbameins- leit í brjóstum jókst að með- altali um 40% í landinu fyrstu tvær vikurnar eftir að greint var frá veikindum söngkonunnar samkvæmt könnun sem greint er frá í blaðinu Medical Journal of Australia. Eftirspurn eft- ir slíkri leit meðal kvenna, sem ekki höfðu áður gengist undir slíka rann- sókn, jókst hins vegar um 101%. „Aðstæður hennar snertu greini- lega mjög marga og vöktu konur sem ekki höfðu áður gengist undir krabbameinsleit til umhugsunar,“ segir Simon Chapman, prófessor við Sydney-háskóla, sem stjórnaði rann- sókninni. Söngkonan gekkst undir tvær skurðaðgerðir vegna meinsins í maí og telja læknar batahorfur hennar góðar. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.