Morgunblaðið - 09.08.2005, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
SUMARSLÁTRUN á sauðfé er hafin. Guð-
mundur Svavarsson, framleiðslustjóri hjá
Sláturfélagi Suðurlands, sagði að SS myndi
slátra einu sinni til tvisvar í viku út ágúst-
mánuð. Hann sagði að kjötið sem fór á mark-
að af nýslátruðu hefði
selst upp í fyrstu vik-
unni.
Góð sala hefur verið
í lambakjöti undanfar-
in misseri og er
birgðastaða mjög lág.
„Það er orðið lítið til í
frystigeymslunum.
Raunar hefur birgða-
staðan aldrei verið
svona lág síðan ég kom
að þessum rekstri,“
sagði Guðmundur.
Sumarslátrun hefur að jafnaði hafist í end-
aðan júlí. Guðmundur sagði að nokkuð vel
gengi að fá lömb til slátrunar, enda væru
margir bændur farnir að miða sinn rekstur
við að láta hluta af lömbunum snemma í
slátrun. Verðið væri einnig mun hærra fyrir
lömb sem slátrað væri svona snemma. Guð-
mundur sagði að auk þess væru lömbin stað-
greidd. SS staðgreiðir einnig fyrir skrokka
sem fara til útflutnings, en það er nýjung.
Sumarslátr-
un hafin
STÓR gröf hefur fundist í kirkjustæðinu við
Hrísbrú í Mosfellsdal en gröfin var undir gólfi
kórsins í kirkjunni og í henni hafa fundist leifar
af timbri. Jesse Byock, sem stýrir uppgreftr-
inum við Hrísbrú, segir ljóst að timburleif-
arnar séu úr líkkistu en miðað við stærð graf-
sögu. Í öðru lagi benda allar lýsingar Egils-
sögu til þess að Egill hafi verið mun hærri en
flestir samtímamenn sínir og er hann meðal
annars sagður „vel í vexti og hverjum manni
hærri“.
Jesse er þó ekki tilbúinn að fullyrða að þarna
hafi Egill legið og bendir á að ekki sé hægt að
segja að allt sem standi í Egilssögu sé rétt.|6
arinnar er talið að líkkistan hafi verið meira en
tveggja metra löng.
Ýmislegt bendir til þess að þetta hafi verið
gröf Egils Skallagrímssonar, þó að vitaskuld sé
ekki hægt að fullyrða það.
Fyrir það fyrsta er talið að gröfin sé frá því í
kringum árið 1000 og ef rétt reynist fer sú
tímasetning ágætlega saman við frásögn Egils-
Morgunblaðið/Þorkell
Jesse Byock stýrir uppgreftrinum og er hér í kirkjustæðinu við Hrísbrú. Fremst á myndinni má sjá gröfina sem fannst í síðustu viku.
Stór gröfin bendir til Egilssögu
Eftir Árna Helgason og Þóri Júlíusson
SAMKVÆMT nýjum búnaðarlagasamningi
ríkisins og Bændasamtakanna, sem tekur
gildi um næstu áramót, mun ríkissjóður
greiða 3 milljarða króna á árunum 2006–2010
vegna ráðgjafarþjónustu, búfjárræktar og
þróunarverkefna. Stærstur hluti, rúmlega 1,2
milljarðar, fer til leiðbeiningaþjónustu.
Samningurinn var gerður í maí í vor, en
hann undirrituðu Geir H. Haarde fjármála-
ráðherra, Guðni Ágústsson landbúnaðarráð-
herra og forystumenn Bændasamtaka Ís-
lands. Sambærilegur samningur var gerður í
mars 2002 og átti hann að gilda út árið 2007.
Endurskoðunarákvæði voru hins vegar í
framlögin að standa í stað eða lækka milli
ára. Í lok samningsins er hins vegar getið um
að framlög vegna leiðbeiningastarfsemi og
búfjárræktar skuli taka mið af launavísitölu.
Þetta þýðir að framlög fyrir árið 2006 verða
ekki 560 milljónir, eins og kemur fram í meg-
intexta gamla samningsins, heldur 612,7
milljónir að því er fram kemur í nýja samn-
ingnum.
Engin fréttatilkynning var gefin út um
undirritun búnaðarlagasamningsins í vor, en
þegar mjólkursamningurinn milli ríkisins og
bænda var undirritaður á síðasta ári var efni
hans kynnt á blaðamannafundi.
samningnum, en hann er gerður með vísan til
ákvæða í búnaðarlögum frá árinu 1998.
Með samningnum er greitt fyrir leiðbein-
ingaþjónustu á vegum Bændasamtakanna á
skrifstofu þeirra í Reykjavík og leiðbeininga-
þjónustu á vegum búnaðarsambanda. Þar er
einnig gert ráð fyrir framlögum til búfjár-
ræktar, þróunarverkefna, Framleiðnisjóðs
landbúnaðarins og markaðssetningar búvara.
612,7 milljónir á næsta ári
Nýi samningurinn felur ekki í sér neina
skerðingu á framlögum miðað við eldri samn-
ing. Samkvæmt gamla samningnum áttu
Nýr búnaðarlagasamningur tekur gildi um áramót
Framlög verða þrír
milljarðar á fimm árum
SAMKVÆMT heimildum Morg-
unblaðsins ríkir mikil óvissa um
áframhaldandi samstarf um
Reykjavíkurlistann. Mikið mun
væntanlega ráðast á fundi við-
ræðunefndar flokkanna þriggja,
sem standa að R-listanum, síð-
degis í dag.
„Menn hafa ekkert nálgast í
sjónarmiðum um hvernig eigi að
standa að þessu framboði. En það
eru auðvitað ekki viðræðunefnd-
irnar sem taka ákvörðun, fram-
haldið verður að ræða á fé-
lagsfundum,“ sagði Árni Þór
Sigurðsson, oddviti VG í borgar-
tímafrest sem nú mun vera að
renna út. Samkvæmt áreiðanleg-
um heimildum munu fulltrúar
Samfylkingarinnar leggja fram
tillögu í dag og telja sig teygja sig
mjög langt. Það velti svo á Vinstri
grænum og því hversu mikið þeir
séu tilbúnir að gefa eftir, hvað
gerist í framhaldinu. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins hjá
Samfylkingunni á efni tillögunnar
ekki að koma á óvart.
Heimildir innan VG segja að
Samfylkingin hafi aldrei fengist
til að tjá sig um jafna aðkomu
flokkanna að samstarfinu og
hafna henni. Jafnræði hafi verið
forsenda aðkomu VG að viðræð-
unum og verði væntanlega áfram.
ar, tveir frá VG auk borgarstjóra
og tveir frá Framsókn. Í raun hef-
ur önnur tillaga ekki komið á borð
nefndarinnar en Vinstri grænir
hafa lýst sig reiðubúna til að ræða
þessar tillögur Framsóknar.
Samfylkingin mun þó hafa tekið
þeim fálega og lagt áherslu á að
samstarfið speglaði hlutföll flokk-
anna.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins lýstu fulltrúar Vinstri
grænna því yfir á fundinum fyrir
fjórum vikum að tilgangslaust
væri að halda áfram viðræðum ef
Samfylkingin hefði ekkert til mál-
anna að leggja. Jafnframt munu
þeir hafa sett fulltrúum Samfylk-
ingarinnar úrslitakosti og gefið
stjórn, í gærkvöldi. „Málið er ekki
útkljáð en mun væntanlega skýr-
ast á allra næstu dögum,“ sagði
Alfreð Þorsteinsson, oddviti
framsóknarmanna. Hann sagði að
persónulega vildi hann sjá áfram-
haldandi samstarf um Reykjavík-
urlistann.
Fundurinn verður sá fimm-
tándi sem viðræðunefndin hittist
á en nær fjórar vikur eru síðan
nefndin öll hittist síðast. Fram-
sóknarmenn lögðu þá fram tvær
tillögur að skiptingu embætta og
borgarstjórnarfulltrúa. Annars
vegar Samfylkingin þrjá fulltrúa
og borgarstjóra en VG þrjá full-
trúa og Framsókn tvo. Hins vegar
fjórir fulltrúar Samfylkingarinn-
Framtíð R-listans í óvissu
Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur
aps@mbl.is
FJÓRÐA dýrasta borg í heimi heitir
Reykjavík. Kemur það fram á nýjum lista
frá Economist Intelligence Unit en á honum
eru alls 130 borgir víðs vegar um heim.
Af 10 dýrustu borgunum er Tókýó efst á
blaði og á líku róli eru síðan Ósló og jap-
anska borgin Osaka. Í fjórða sæti er
Reykjavík og síðan París, Kaupmannahöfn,
Zürich, London, Genf og Helsinki. Neðst á
blaði er Teheran, höfuðborg Írans, og næst
henni koma Manila á Filippseyjum og
Yangon í Myanmar.
Mesta stökkið upp á við taka fjórir borgir
í Austur-Evrópu, í nýjum aðildarríkum Evr-
ópusambandsins, Varsjá, Prag, Búdapest og
Bratislava. Er nú orðið dýrara að búa þar en
í sumum bandarískum borgum, til dæmis
Miami, Boston, Seattle og Atlanta.
Reykjavík er
fjórða dýrust
DREGIÐ verður um
sautján einbýlishúsa-
lóðir í Naustahverfi á
Akureyri að við-
stöddum umsækj-
endum eða umboðs-
mönnum þeirra í
bæjarstjórnarsalnum
skömmu eftir hádegi í
dag. Ekki munu allir
umsækjendur fá lóðir
en 97 einstaklingar
sóttu um lóðirnar.
Á vef Akureyrarbæjar segir að skv. vinnu-
reglum bæjarins um lóðaveitingar hafi ein-
staklingar forgang að einbýlishúsalóðum. | 17
Dregið um
lóðir á Akureyri
♦♦♦
♦♦♦
ÞEIR sem hyggjast keyra um landið með
laust pláss í bílnum eða vantar far á milli
staða geta nýtt sér nýjan vef Samferða, sam-
ferda.net, til að auglýsa eftir samferðamönn-
um sem þá geta deilt með þeim ferðinni og
kostnaðinum.
Fyrirmyndin er fengin frá Þýskalandi en
íslenski vefurinn var tekinn í notkun í vik-
unni fyrir verslunarmannahelgi. | 10
Samflot
í langferðum
♦♦♦