Morgunblaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 226. TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Stígvél, shiffon og brúnir tónar Helstu áherslurnar í haust- og vetrartískunni | Daglegt líf 19 Grálúsugur tökufiskur Góð veiði í ám víða um land og eldri met í hættu | Stangveiði 12 Íþróttir í dag Fylkir í fimmta sætið eftir sigur á Fram  Þrjú töp í röð hjá U-21 Helgi Valur aftur til Start ÞORVALDUR Örlygsson, knattspyrnuþjálf- ari frá Akureyri og fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður, gefur í dag þriggja ára gam- alli dóttur sinni, Ísabellu, annað nýrað úr sér. Ísabella fæddist með nýrnasjúkdóm og þarf nú á nýju nýra að halda og faðir hennar reyndist heppilegasti gefandinn. Hann hætti störfum sem þjálfari 1. deildarliðs KA fyrir nokkrum vikum til að geta einbeitt sér að dóttur sinni og nýrnagjöfinni, sem hefur verið í undirbúningi síðan í vor, en aðgerðin verður framkvæmd á Landspítala – háskólasjúkra- húsi. „Þetta er verkefni sem tekur sinn tíma og það var ekki hægt að gefa af sér á fleiri stöð- um á meðan þannig að fótboltinn varð að víkja í bili,“ segir Þorvaldur í viðtali við Morgun- blaðið í dag. Hann er hins vegar staðráðinn í að taka upp þráðinn að nýju í þjálfuninni þeg- ar þetta er að baki. Þorvaldur kveðst hafa minnstar áhyggjur af sjálfum sér hvað að- gerðina varðar, það sem öllu máli skipti sé að dóttir hans öðlist betri heilsu. | B2 Morgunblaðið/Jim Smart Þjálfarinn gefur dóttur sinni nýra „ÞAÐ er ekki verið að bjóða okkur neitt sem við eigum ekki,“ segir Karólína Snorradóttir, formaður Félags gæslukvenna, varðandi sína stöðu og 21 gæslukonu sem hefur verið sagt upp störfum frá og með 1. september nk., en þær störfuðu á sex gæsluvöllum í Reykjavík. Í uppsagnarbréfi sem þær fengu í sumar kom fram að gerður yrði við þær starfslokasamn- ingur en Karólína bendir á að það sem þeim standi til boða sé enginn sér samningur heldur sjálfsögð réttindi sem þær eigi inni skv. kjara- samningum. Hún segir gæslukonurnar því Sigurjónssyni, sviðstjóra stjórnsýslu- og starfsmannasviðs Reykjavíkurborgar, koma fram kröfur gæslukvennanna. Þess er m.a. krafist að staðið verði við samþykktir mennta- ráðs og gengið verði frá málum þannig að allir megi vel við una. Hafður verði til hliðsjónar samningur sem gerður var við starfsmenn Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar við sölu hennar, en þar hafði Reykjavíkurborg frum- kvæði að því að starfsmenn sem misstu störf sín fengju þrjá mánuði umfram áunnin réttindi. Einnig er farið fram á að tryggt verði að þeir starfsmenn sem hefji störf hjá borginni á vinnusvæði Eflingar geti áfram verið í Starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar. krefjast þess að gerður verði við þær starfsloka- samningur skv. samþykkt menntaráðs Reykjavíkur frá 31. mars og 24. júní sl. „Þeir tala um það að þetta sé starfslokasamningur af því að við þurfum ekki að vinna uppsagnarfrestinn,“ segir Karólína og bendir á að í uppsagnarbréfinu hafi einungis verið vísað í grein- argerð í kjarasamningum. „Þetta er kjara- samningur en enginn starfslokasamningur.“ Í bréfi sem þær sendu 12. ágúst Birgi Birni Gæslukonur krefjast starfslokasamnings Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is Karólína Snorradóttir SKÓLASTARF hófst í flestum grunnskólum í gær og víða mátti sjá börn og unglinga með stundaskrár í höndunum og bros á vör. Það eru reyndar ekki allir jafnspenntir þegar skól- inn hefst á haustin að sumarfríi loknu, en þeir nemendur sem blaðamaður og ljósmyndari rákust á voru flestir nokkuð ánægðir með að fara í skólann og hitta félagana aftur. uðu helst hlýrra veðurs og þess að geta sofið út. Þær voru sammála um að heimilisfræði væri skemmtilegasta fagið en kváðust lítt hrifnar af stærðfræði. Þær voru búnar að kaupa skólavörurnar og sögðu vissa stemmningu alltaf fylgja þeim kaupum. Örtröðin í ritfangaverslunum fannst þeim þó fullmikil. | 4 Í Vogaskóla er bekkjum blandað þegar á unglingastigið er komið og eru krakkarnir í 8. bekk ME líka með nýjan kennara. Haustið virtist leggjast vel í krakkana, enda er skemmtilegur tími framundan í nýjum hópi. Vinkonurnar Hera Matthíasdóttir og Sunn- eva Bjarnadóttir (fremst fyrir miðju) sögðu skólann skemmtilegri en sumarfríið, en sökn- Morgunblaðið/Jim Smart Iðandi líf að loknu sumarfríi Bagdad. AP, AFP. | Sjítar og Kúrdar í Írak hafa náð samkomulagi um drög að nýrri stjórnarskrá og ætla að leggja þau fyrir þingið gegn mótmælum súnníta. Hafa þeir meira en nægan þingstyrk til að fá þau samþykkt en sameinist súnn- ítar gegn þeim, geta þeir fellt þau í þjóðaratkvæðagreiðslu í október. Jawad al-Maliki, einn samn- ingamanna sjíta, sagði, að stjórn- arskrárdrögin yrðu lögð fyrir mótfallnir því en eru sagðir hafa samþykkt það til að geðjast sjít- um. Óttast er, að við það muni staða kvenna í Írak versna mikið. Saleh al-Mutlaq, helsti samn- ingamaður súnníta, hvatti í gær alla súnníta til að fella væntanlega stjórnarskrá. Í lögum segir, að verði hún felld í þremur héruðum með auknum meirihluta, sé hún þar með fallin. Súnnítar eru í mikl- um meirihluta í þremur héruðum. landshlutum er einnig að finna mestu auðlindina, olíuna. Bandaríkjastjórn hefur þrýst mjög á um stjórnarskrána og virð- ist hafa fengið Kúrda til að falla frá ýmsum kröfum sínum. Þeir kröfðust ekki aðeins sam- bandsríkis, heldur sjálfstjórnar í raun, og þeir voru andvígir þeirri kröfu sjíta, að íslam yrði megin- uppspretta allra laga í landinu. Bandaríkjamenn voru líka mjög þingið og þar yrðu þau samþykkt hvort sem súnnítum líkaði það betur eða verr. Sagði hann, að þó yrði reynt til þrautar á næstu þremur dögum að fá súnníta til að samþykkja drögin. Súnnítar geta ekki fellt sig við, að Írak verði sambandsríki þar sem þeir óttast, að þeir verði þá eins og á milli steins og sleggju, milli Kúrda í norðurhlutanum og sjíta í suðurhlutanum. Í þessum Drög að stjórnarskrá án samþykkis súnníta ♦♦♦ Aþenu. AFP. | Eitt hundrað þrjátíu og sex Frakkar neituðu í gær að fara um borð í flug- vél frá gríska flugfélaginu Alexandair en hún átti að flytja þá frá Heraklion á Krít til Par- ísar. Kváðust þeir ekki treysta öryggismál- unum hjá félaginu. Einn farþeganna, David Sereo, sagði, að fólkið hefði neitað að fara með vélinni, McDon- nell Douglas MD82, vegna þess, að hún hefði mátt nauðlenda í Mílanó í síðustu viku, hefði tvisvar tafist vegna bilana auk þess sem flug- stjórinn væri aðeins 21 árs gamall. Ljóst þykir, að eftir tvö mikil flugslys á skömmum tíma, í Grikklandi og Venesúela, er fólk farið að hafa varann á gagnvart flugfélög- um með vafasaman feril í öryggismálum. Treystu ekki flugfélaginu TALIÐ er að í olíulindum, sem finna má undir hafsbotni við Grænland, geti verið allt að átta milljarðar tunna. Kemur þetta fram í dagblaðinu Jyl- landsposten og þar segir einnig að olíu- ævintýrið, sem Grænlendingar standi frammi fyrir, fái „það norska til að blikna í samanburði“. Vegna þess muni Græn- lendingar brátt hafa fjárhagslega getu til að segja endanlega skilið við Dani. Ýmis fyrirtæki hafa leitað olíu við Grænland og kanadíska olíufyrirtækið EnCana ætlar að hefjast handa við eig- inlegar boranir 2008. Olíuævintýri á Grænlandi? ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.