Morgunblaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 16
Árnessýsla | Hún Sarah Hope frá Essex-héraði í Bretlandi heimsótti á dögunum Úlfljóts- vatn ásamt móður sinni. Þær mæðgur ferðuðust um landið og skoðuðu náttúru Íslands. Kváð- ust þær hrífast mjög af nátt- úrunni og sérstaklega hinu ferska lofti. Sarah hefur mikinn áhuga á íslenskum hestum og er á reið- námskeiði heima í Englandi. Hana langar að fara einhvern tíma á hestbak á íslenskum hesti, enda henta þeir betur smáfólkinu en hinir arabísku frændur þeirra sökum stærðar. Sarah tyllti sér á þennan stóra stein til að hvíla lúna fæt- ur og ekki var annað að sjá en að vel færi um telpuna í hásætinu. Morgunblaðið/Alfons Sarah Hope við vatnið. Áð við Úlfljótsvatn Hásæti Landið | Austurland | Akureyri Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Það er nauðsynlegt að bregða sér af og til af bæ. Horfa í kringum sig og virða fyrir sér umhverfið. Maður þarf ekkert endi- lega að fara langt, það getur verið nóg að skreppa út fyrir pípuhliðið og heilsa upp á heiminn. Kíkja í skógræktina eða rölta upp á fjall. Hafa með sér nesti og nýja skó og anda að sér hreinasta lofti í heimi.    Það er einmitt það ég ákvað að gera í sumar. Ég lofaði sjálfri mér að fara oft út fyrir pípuhliðið og kanna heiminn. Og ég skellti mér loksins á tindinn. Í tuttugu stiga hita rölti ég í góðra vina hópi upp á Búlandstind sem ég hef horft á í þau sex ár sem ég hef búið hér. Ég sat á toppnum með níu ára gömlum syni mínum og horfði á litla þorpið mitt svo agnarsmátt úr þessari hæð. Að springa úr stolti yfir að hafa tekist að klífa eitt þúsund sextíu og níu metra hátt fjall. Og lofaði sjálfri mér að hér eftir færi ég á tindinn á hverju ári!    En ég fór lengra en á Búlandstindinn. Ég ákvað að heimsækja góða vini í Serbíu. Vinir mínir hafa búið lengi á Djúpavogi en eru yfirleitt í Serbíu á sumrin. Mér finnst gaman að ferðast og mér finnst gaman að læra eitthvað nýtt. Og ég lærði mikið í Serbíu. Lærði að lífið er dýrmætt. Lærði að það er augnablikið sem skiptir öllu máli. Ég kynntist mönnum með stórt hjarta og opinn faðm. Hlustaði á sögur úr stríði og reyndi að skilja þessa menn sem ég þekkti ekki neitt. Drakk með þeim svartasta kaffi í heimi og heimabruggað brennivín. Og þeir sögðu mér hundrað sinnum að lifa líf- inu núna.    Mér fannst fólkið í Serbíu fallegt. Kannski var það vegna þess hve allir voru gestrisnir. Það var sama hvert ég fór, alls staðar mætti ég brosandi andlitum og út- réttum örmum. Og ég fór heim með fangið fullt af hamingju. Þakklát fyrir að búa á Ís- landi og sannfærð um að það er nauðsyn- legt að skreppa stundum út fyrir pípuhlið- ið til að læra að meta það sem maður hefur. Úr bæjarlífinu DJÚPIVOGUR EFTIR SÓLNÝJU PÁLSDÓTTUR FRÉTTARITARA haustin. Þessi skotmennska og um- hyggja fyrir smáfuglum er byggð á misskilningi. Smyrlar eru réttmætir þegnar þessa lands þótt lífshættir þeirra séu þannig að þeir þurfi að veiða sér til viðurværis. Smyrlar hafa um aldaraðir lifað í sátt við umhverfi sitt og því ólíklegt að þeir hafi ein- hver afgerandi áhrif á smáfugla- stofna.“ BÓNDINN á bænum Kálfafelli 2 íFljótshverfi, Lárus Helgasonheyrði á dögunum smáhögg á stofuglugganum og strax á eftir all- mikinn dynk. Fór hann að athuga hvers kyns var og kom þá í ljós að þúfutittlingur hafði á æsilegum flótta undan smyrli dauðrotast á rúðunni. Smyrillinn hafði einnig í ákafanum að ná bráðinni flogið á gluggann og vankaðist nokkuð um stund við áreksturinn. Lárus gat því farið aftur inn í húsið og sótt myndavél og geng- ið alveg að fuglinum og náði þá þess- ari mynd. Umhyggja byggð á misskilningi Í bók Ævars Petersens Íslenskir fuglar segir: „Smyrlar lifa nær ein- vörðungu á fuglum og eru ýmsar teg- undir spör- og vaðfugla þýðingar- mestar í fæðunni, til dæmis þúfu- tittlingur, skógarþröstur, heiðlóa, lóuþræll og hrossagaukur. Smyrlar eru alfriðaðir en fyrir kemur að þeir séu skotnir í leyfisleysi. Stundum er það gert í þeim tilgangi að stoppa þá upp en einnig til að koma í veg fyrir að þeir veiði smáfugla í húsagörðum á Morgunblaðið/Lárus Helgason Dauður þúfutittlingur og vankaður smyrill eftir áreksturinn við gluggann. Æsilegur flótti þúfutittlings Einar Kolbeinssonveltir vöngumsíðla kvölds: Þegar mannlífs meinin hrjá, myrka sálarheima, er freistandi að fara á, fyllerí og gleyma. Allt sem þannig á sér stað, – oft mig hefur grunað – er geigvænlegur galli að, geta ekki munað. Út af þessu er alveg „lost“, að mér vöflur streyma. Má þá telja meiri kost, að muna eða gleyma? Morgunblaðið birti fregnir af því að fjár- málafyrirtækin keyptu dýrustu laxveiðileyfin í ár. Hreiðar Karlsson velt- ir vöngum yfir því: Sterk er sú hefð, að einn komi öðrum verri, enginn nennir að rétta smæl- ingjans hag. Þetta sem Finnur forðum bannaði Sverri fjármálasnillingum leyfist að gera í dag. Af vangaveltum pebl@mbl.is Kópavogur | Stjórn Íbúasamtaka vestur- bæjar Kópavogs hefur boðað til aðalfundar í kvöld kl. 20 í Kársnesskóla við Kópavogs- braut. Þar munu verða rædd skipulagsmál á Kópavogstúni og í vesturbæ Kópavogs, en stjórnin hefur lýst yfir áhyggjum af fyr- irhuguðum skipulagsbreytingum í bæjar- hlutanum á næstu misserum. Samkvæmt hugmyndum bæjaryfirvalda er fyrirhugað að auka íbúafjöldann um 3.000 manns og leggja af stóran hluta at- vinnustarfsemi á Kársnesinu. Sérstaklega harmar stjórnin skort á umræðum um mál- ið. Samþykkt hefur verið að hefja uppbygg- ingu 1.700 manna byggðar í bryggjuhverfi norður af verksmiðju ORA og segir Pétur Eysteinsson, formaður íbúasamtakanna, fyrirsjáanlegt að þessi nýja byggð muni hafa áhrif á alla iðnaðar- og atvinnustarf- semi á norðan- og vestanverðu Kársnesi. Þessi breyting sé þegar hafin með því að nokkrir húseigendur á svæðinu hafi óskað eftir því að breyta iðnaðarhúsnæði í íbúð- arhúsnæði. „Talið er að þessi breyting muni á skömmum tíma fjölga íbúum um a.m.k. 200-300 manns,“ segir Pétur. „Íbúa- samtökin settu sig ekki upp á móti þessum framkvæmdum, heldur bentu á að þörf væri á nýjum íbúðum á svæðinu, því marg- ir eldri íbúar vildu gjarnan búa á nesinu en ættu ekki kost á húsnæði við hæfi. Eins gæti þessi byggð stuðlað að því að breyting yrði á iðnaðarsvæðinu þannig að það gæti orðið íbúum Kópavogs til sóma. Stór hluti íbúa vesturbæjar Kópavogs var þó annarr- ar skoðunar og skrifuðu fleiri hundruð manns undir mótmælaskjal gegn fyrirhug- uðum framkvæmdum.“ Skipulagsyfirvöld hafa nú kynnt að fjar- lægja eigi nær allar byggingar af Kópavog- stúninu og byggja þar 1.100 íbúa byggð. Við það mun mikil atvinnustarfsemi hverfa úr bæjarhlutanum og segir Pétur að ekki virðist vitað hvað verði um líknar- og þjálf- unarstarfsemi sem rekin er á svæðinu. Alls gerir Pétur ráð fyrir því að allar þessar fyrirhuguðu breytingar muni fjölga íbúum á svæðinu um 3.000 manns og leiða til þess að nánast öll atvinnustarfsemi hverfi af Kársnesinu. Frestur til að skila inn athugasemdum um skipulag Kópavogstúns rennur út á morgun, miðvikudag, kl. 15. Á aðalfundi íbúasamtakanna verður borin upp tillaga um að frestur til athugasemda við skipulag Kópavogstúns verði lengdur fram yfir íbúaþing, þannig að íbúar Kópavogs fái tíma til að ræða þessar miklu breytingar. Aðalfundur Íbúasamtaka vesturbæjar Kópavogs í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.