Morgunblaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING 10. sýn. sun. 28/8 kl. 16 nokkur sæti laus 11. sýn. fim. 1/9 kl. 19 nokkur sæti laus 12. sýn. sun. 4/9 kl. 16 sæti laus Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, 105 Rvík. www.lso.is - lso@lso.is Þriðjudagstónleikar 23. ágúst kl. 20.30 Stríð og friður Sónata í F-dúr op. 8 eftir Grieg og Sónata nr. 1 í f-moll op. 80 eftir Prokofiev. Auður Hafsteinsdóttir fiðla og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Einari Há- konarsyni listmálara: „Vegna yfirlýsingar Eiríks Þor- lákssonar, forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur, í Morgunblaðinu laug- ardaginn 20. ágúst. Ekki vil ég þreyta lesendur með því að birta þau bréf sem hafa farið milli mín og menningaryfirvalda Reykjavíkurborgar. En ef einhver hefur áhuga á að lesa bréfin eru þau örugglega geymd í skjalasafni borg- arinnar. Fullyrðingar Eiríks um að ég hafi ekki staðið rétt að málum með umsókn mína um sýningaraðstöðu í sölum borgarinnar er ekki rétt. Flest öll mál sem borgararnir leita með til borgaryfirvalda eru stíluð á borg- arstjórn eða borgaráð, sem þá vísa erindinu til viðeigandi nefnda eða ráða. Þar er fjallað um erindið og það afgreitt. Fundargerðir þessara nefnda fara síðan aftur til borgarráðs. Ef ekki eru gerðar athugasemdir þar eða síðar á fundum borgarstjórnar telst erindið samþykkt eða því synj- að. Ég hélt að ekki þyrfti að tyggja þessa einföldu hluti ofan í Eirík. Í mínu tilfelli skrifaði ég borg- arráði bréf 7. nóvember 2004 og tók sérstaklega fram að ég skrifaði borg- arráði vegna þess að Eiríkur hefði ekki svo mikið við að svara svona er- indum. Ég hafði fyrir mér reynslu nokkurra málara sem það höfðu reynt án árangurs. Óskaði ég eftir sýningaraðstöðu annað hvort að Kjarvalsstöðum eða í Hafnarhúsi haustið 2005 eða síðar. Mér barst fljótlega orðsending frá skrif- stofustjóra borgarstjórnar um að er- indinu hefði verið vísað til þáverandi menningarmálastjóra, Signýjar Páls- dóttur. Liðu nú nokkrir mánuðir án þess að svar bærist og hringdi ég þá í Signýju, sem sagði mér að hún hefði leitað umsagnar Eiríks Þorlákssonar, forstöðumanns Listasafns Reykjavík- ur. Ég óskaði eftir að mér yrði sent skriflegt svar og var því lofað. Og enn leið tíminn og þolinmæði mín á þrot- um, svo ég hringdi aftur í Signýju, en þá voru tæpir fimm mánuðir liðnir síðan ég sendi mitt bréf til borg- arráðs og ég nýkominn frá Tékklandi. Var mér þá aftur lofað svarbréfi, sem mér barst svo loks í hendur dag- sett 4. apríl 2005. Ekki veit ég hvers vegna Signý heyktist svo á að senda mér niðurstöð- urnar af umfjöll- un hennar og for- stöðumanns Listasafns Reykjavíkur, Eiríks Þor- lákssonar, um erindi mitt. Ég hafði búist við því að erindi mínu yrði vísað til menningarráðs borgarinnar vegna fyrrnefndar kvörtunar minnar um að Eiríkur svarði ekki slíkum erindum. Ég hef talið að embættismenn borg- arinnar störfuðu eftir ákvarðanatöku stjórnmálamannanna. Og trúi enn á lýðræðið þó svo borgaryfirvöld velji sér einvalda til að drottna og stjórna í sínu nafni sýningarmálum Reykja- víkurborgar. Í athugasemdum Eiríks og Signýj- ar er hvergi farið fram á að kynna sér nánar þá myndlist sem ég hafði hug á að sýna. Í staðinn er verið að reyna að hrekja þær staðreyndir, sem ég set fram í umsókn minni, um þrönga stefnu í sýningarmálum Listasafns Reykjavíkur. Ég hef ekki verið í náð- inni hjá listsagnfræðingum vegna gagnrýni minnar á störf þeirra í op- inberum stofnunum og ég hef látið þá skoðun í ljós að kjörnir fulltrúar fólksins hafi afhent þeim alltof mikil völd. Ég veit að stjórnmálamönnum finnst þægilegt að geta sent svona er- indi í kerfi svokallaðra sérfræðinga, þar sem hver silkihúfan er upp af annarri. Og allt er afgreitt sem „fag- legt mat“ sem í mínum huga þýðir einfaldlega haltu kjafti. Listsagnfræðin er nú einu sinni undirgrein hinnar almennu sagn- fræði og menn öðlast ekki visku til að segja til um hvað sé list og hvað ekki. Ekki frekar en þeim sé kennt að leysa lífsgátuna sjálfa. En hægt er að nálgast einhverja innsýn í hlutina með áhuga og ástundun án þess að blindast af listpólítík líðandi stundar. Um tuttugu ára skeið í tíð Gunnars B. Kvarans og Eiríks Þorlákssonar hefur verið rekin sú stefna að bjóða listamönnum, sem hafa verið þeim og þeirra sjónarmiðum þóknanleg, að sýna á vegum Reykjavíkurborgar þeim að kostnaðarlausu, en það er umtalsvert í peningum talið. Það er í raun ámælisvert að nota skattpen- inga almennings til slíks ójafnaðar, þegar vitað er um hina hörðu sam- keppni sem ríkir meðal myndlist- armanna, en ágætt vopn í höndum þeirra sem vilja hafa þá sundraða. Ég er viss um að menn í skyldum atvinnurekstri, við skulum segja bókaútgáfu, myndu rísa upp, ef ein- um þeirra væri kippt út og Reykja- víkurborg greiddi allan kostnað við útgáfufyrirtæki þeirra og allt saman væri réttlætt með því að um „faglegt mat“ væri að ræða. Ég hef áður nefnt að málverkið hafi ekki átt upp á pallborðið hér und- anfarin ár, þrátt fyrir að það blómstri um alla Evrópu samhliða hug- myndalistinni, en aðaláherslan hér á landi hefur verið á hugmyndalistina eins og allir vita. Menn eru farnir að rugla hér mikið með tungumálið og hugtakið máluð mynd á flöt, sem hingað til hefur verið kallað málverk, er nú farið að nota um einhverja allt aðra hluti. Það skýrir kannski fjölda málverkasýninga sem Eiríkur Þor- láksson segist hafa staðið fyrir í Listasafni Reykjavíkur. Ég nenni varla að fara í þrætur við Eirík um hina miklu aðsókn sem hann segir vera að sölum borg- arinnar, staðreyndin er sú að mjög fá- ir sækja þá nú orðið nema kannski við opnanir þegar veitingar eru í boði, annars eru þeir meira og minna tómir enda ekki mikið gert miðað við það sem áður var þegar Kjarvalsstaðir voru fullir af lífi. Kannski Eiríkur birti raunveruleg- ar tölur um hvað margir hafi greitt aðgang að sölunum frekar en að vera með áætlaðar tölur um aðsókn sem byggjast aðallega á smöluðum rútu- heimsóknum skólabarna og eldri borgara eða þá þeirra sem þurfa að kasta af sér vatni. Ég er þeirrar skoðunar að mynd- listin þurfi að ná tengslum við hinn al- menna mann að nýju og ég trúi því að málaralistin sé fær um það, að þetta form mannlegrar tjáningar sé jafn merkilegt og list orðsins og tónlist.“ Rétt tilurð sýningar Einar Hákonarson MYNDLIST Fugl, Skólavörðustíg Leikni, myndband og lágmynd Hafdís Helgadóttir Til 28. ágúst. Opið á verslunartíma. LITLAR en athyglisverðar sýn- ingar halda áfram göngu sinni í versluninni Indriða á Skólavörðu- stíg, þar sem Fugl, Félag um gagnrýna list, heldur úti sýning- arhorni. Nú er það Hafdís Helga- dóttir sem sýnir myndband og lágmynd, en Hafdís sýndi hnyttið og markvisst myndband í Gryfju Listasafns ASÍ fyrir ári. Að ein- hverju leyti má greina framhald og tengsl á milli þessara verka. Myndbandið í ASÍ vísaði á óbein- an hátt til félagslegra mynstra en hér er það leikur, í bókstaflegri og yfirfærðri merkingu, sem er við- fangsefni Hafdísar, leikur sem af- þreying og þeir margvíslegu leikir sem maðurinn fæst við í samfélag- inu, valdaleikir, stjórnunarleikir, pólitískir leikir, íþróttaleikir o.s.frv. Myndbandið gefur einnig í skyn að maðurinn leiki sér að því sem kannski ætti ekki að verða honum að leik, lífinu sjálfu og náttúru jarðar. Verk Hafdísar er einfalt í uppbyggingu, samsett mynd sýnir tvo ramma, annar inniheldur kúluspil sem hendur sjást spila af mikilli leikni, hinn ramminn er sams konar en sýnir ýmis myndskeið, gjósandi hver, manneskjur sem reyna að komast í gegnum ýmsar hindranir, krakka í leik, o.fl. Þessum ramma stýra einnig hendur sem virðast reyna að stjórna því sem gerist inni í rammanum en óljóst er hvort spil- arinn hefur vald yfir atburða- rásinni. Það sem að mínu mati er áhugavert við þetta verk er hrein og sjónrænt vel hugsuð framsetn- ing þess, en aðalatriðið er þó þær hugrenningar sem myndbandið kveikir með áhorfandanum. Ýmsar vangaveltur um hvernig best verði lifað, hvernig maðurinn leitast við að stjórna öðrum mönnum, nátt- úrunni eða eigin lífi og oft við erf- iðar aðstæður þar sem minnstu mistök geta orðið til þess að öllu er lokið, rétt eins og kúlan getur dottið í næsta gat. Það verður að segjast að uppbygging verksins er nokkuð fyrirsjáanleg og hin ýmsu myndskeið bæta ekki miklu hvert við annað, áhorfandinn áttar sig fljótt á því um hvað er að ræða. Þessi endurtekning og sífellt rúllið á kúlunni sýna samt að verkið er meðvitað hugsað á þennan hátt og leitast við að skapa leiðslukennd áhrif frekar en að koma á óvart. Auk myndbandsins sýnir Hafdís lágmynd sem byggð er á uppbygg- ingu kúluspils og er nokkuð skemmtileg, hér hafa götin og hindranirnar verið aðskilin, allar hættur verið fjarlægðar. Ef til vill er það draumurinn, að geta lifað lífinu án þess að þurfa að óttast að detta í næsta gat. Víst er að læknavísindin reyna endalaust að skapa okkur þann heim, sífellt er unnið að meira öryggi á öllum sviðum, tæknilega og heilsufars- lega. Þetta dugir þó ekki nema að vissu leyti í því samfélagi sem við búum við í dag þar sem tækni- legar framfarir hafa ekki aðeins öryggi í för með sér heldur einnig margt annað. Lágmyndin er einn- ig ágætt dæmi um listaverk sem á yfirborðinu minnir á naumhyggjul- ist en inntak þess er þó allt annað en raunverulegt naumhyggjuverk, nokkuð sem algengt er að sjá í samtímalistum, listaverk hafa yf- irbragð listastefna 20. aldarinnar en merking þeirra er af öðrum toga. Margs konar spil hafa oft reynst listamönnum hugleikin og þá kannski einmitt þessi leikur með raunheiminn og spilaheiminn sem Leikni byggist á, en Hafdísi tekst vel að vinna úr þessari ein- földu hugmynd, listaverk sem kemur aftur og aftur upp í hugann eftir að frá er horfið. Hún sýnir enn að hér er á ferðinni hug- myndarík myndbandslistakona sem nýtir sér miðilinn á hugvits- samlegan og persónulegan máta. Ragna Sigurðardóttir Hættuspil Morgunblaðið/ÞÖK Hafdís Helgadóttir: Hún sýnir enn að hér er á ferðinni hugmyndarík myndbandslistakona. DJASS Café Rosenberg Kvartett Benjamins Koppels Benjamin Koppel altósaxófón, Eyþór Gunnarson píanó, Thommy Andersson bassa og Alex Riel trommur. Föstudagskvöldið 19. ágúst 2005. ÞAÐ er alltaf gaman þegar danski orkuboltinn Benjamin Koppel sækir Ísland heim og blæs hér í altóinn sinn. Hann hefur komið hér tvisvar áður með sænska bassistann Thommy Andersen með sér, í fyrra skiptið hljóðrituðu þeir með Eyþóri Gunnarssyni og það gerðu þeir einnig í þetta skipti og var spilamennska þeirra þremenninga enn sterkari en fyrr því nú var einn mesti djass- trommuleikari Evrópu með í för, sjálfur Alex Riel sem fyrst kom til Ís- lands 1966, þá 26 ára gamall. Þá var hann á heimleið eftir fjögurra mán- aða nám við Berklee-tónlistarskólann í Boston, en kunni illa við sig í Banda- ríkjunum. Kannski hefði honum líkað betur í New York, en fyrsta lagið á efnisskrá kvartettsins var blús eftir Benjamin kenndur við hótelið þar- sem hann gistir er hann heimsækir þá borg:Windermere. Þetta var fínn upphafsópus og Benjamin kröftugur að vanda. Hann er mun skemmtilegri í blúsuðu boppi en þegar hann djass- ar popplög einsog það sem næst var á dagskrá: You are so beautiful eftir Billy Preston. Þá er tónninn dálítið skerandi og blæbirgðalaus. Aftur á móti blés hann einstaklega fallega hæga blúsinn sinn með Georgíufíl- ingnum: Pilot gu- illemone, sem finna má á plöt- unni sem hann gerði með Ey- þóri: The Ice- landic connection. Það voru fleiri blúsar á dagskrá á fyrri hluta tónleikanna: The long away blues for Charlie þarsem Eyþór var Monkskotinn undir lokin og svo var endað á Work song Nat Adder- leys, en um margt eru þeir Benjamin og Cannonball Adderley skyldir og fellur best orkuskotinn boppblúsinn með fönkí undirtón. Eftir hlé blés Benjamin Beatrice, hina klassísku ballöðu Sam Rivers, og síðan sté gestur kvöldsins á svið: Sig- urður Flosason. Hann blés Birks Work eftir Dizzy Gillespie með kvart- ettinum. Það neistaði á milli Benjam- ins og Sigurðar og þeir gripu hug- myndir hvor annars á lofti í sprellfjörugum fjórtaktaskiptum og tvöfölduðu svo hraðann uns allt lék á reiðiskjálfi í Café Rosenberg. Í slíku samspili kristallast töfrar djassins. Eftir að Sigurður pakkaði saxinum niður blés Benjamin ágæta sömbu frumsamda sem hét því skemmtilega nafni Sim-sambala-bim og síðan ástarljóð til konu sinnar: Ann’s bal- lade. Þar var nú burstaleikur herra Riels magnaður og sóló Eyþórs eins tær og hreinn og píanógarmurinn á Rosenberg leyfði. Síðasta lagið á efnisskránni var einnig eftir Benjamin: Icelandic ex- press. ,,Þetta er einsog Hekla sjálf,“ sagði Jón Hlöðver sem hafði hlustað á þá kvöldið áður á Akureyri og Ey- þór var frumlegur og lítt Eyþórs- legur í spuna sínum og trommusóló Alex hrein perla með glissandi saxó- fón Benjamins í bakgrunni. Svo var aukalag, Riverside drive, sem finna má á nýrri geislaplötu tríósins: The Copenhagen incident, sem ber undirtitilinn Nordic design vol. 2. Fyrsta platan í þeirri útgáfu- röð er The Icelandic concert með Ey- þóri. Þegar ég var á Kaupmannahafn- ardjasshátíðinni í júlí léku þeir fé- lagar á Drop Inn, en af þeim tón- leikum missti ég einsog tónleikum Íslendinganna, Hilmars Jenssonar og oktetts Hauks og Ragnheiðar Grön- dal. Það voru áttahundruð tónleikar á tíu daga djasshátíð og maður fer ekki yfir lækinn til að ná í vatn – enda má hlusta á þau Gröndalssystkin með ok- tett sinn á Jazzhátíð Reykjavíkur í septemberlok. En fyrst ég er farinn að minnast á Hafnarhátíðina verð ég að geta þess að Guðmundur Alberts- son tók ljósmyndirnar er fylgdu grein minni um hátíðina í Mbl. 23. júlí. Nafn hans féll burt vegna mistaka – og þess má geta að margar fínar djass- myndir eftir Guðmund má berja aug- um á heimasíðu hans: http://sveifla.my- photoalbum.com/albums.php. Vernharður Linnet Benjamín, Eyþór, Tommi og trommujöfur norðursins Benjamin Koppel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.