Morgunblaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 39
400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningar merktar meðrauðu
Miðasala opnar kl. 17.15Sími 551 9000
Sýnd kl. 8 og 10.30 Sýnd kl. 5.30 B.i 10 ÁRA Sýnd kl. 10.15 B.i.14 áraSýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 16 Sýnd kl. 6 Í þrívídd
VINCE VAUGHN OWEN WILSON
VINCE VAUGHN OWEN WILSON
KVIKMYNDIR.IS
I I .I
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 B.i 10 ára
Sýnd kl. 5.30 og 8 B.i 10 ára
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15
OFURHETJURNAR ERU MÆTTAR
Í EINNI STÆRSTU MYND ÁRSINS
WWW. XY. IS
WWW. XY. IS
KVIKMYNDIR.COM
RÁS 2 Ó.H.T
S.K. DV
KVIKMYNDIR.IS
KVIKMYNDIR.COM
RÁS 2 Ó.H.T
S.K. DV
KVIKMYNDIR.IS
BESTA GRÍNMYND SUMARSINS
„FGG“ FBL.
BESTA GRÍNMYND SUMARSINS
„FGG“ FBL.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15 B.i 16 ára
H.J. / Mbl.. . l.
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA OG ÍSLANDI
H.J. / Mbl.. . l.
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA OG ÍSLANDI
☎553 2075
-S.V. Mbl.
„EKTA
STÓRSLYSAMYND“
-Ó.Ö.H, DV
-KVIKMYNDIR.IS
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 39
FENJASVÆÐIN í Louisiana, rétt
utan við New Orleans, háborg
woodoo-galdra og hoodoo-töfra, eru
firna góður bakgrunnur hryllings- og
ofstopamynda (Angel Heart, Sout-
hern Comfort). Enn erum við stödd
„on the bayou“, í fygld með breska
leikstjóranum Softley, sem gerði
góða mynd um Bítlana á Hamborg-
arárunum, nýstirnunum Hudson Gol-
diedóttir (Almost Famous) og Peter
Sarsgaard (Boys Dońt Cry) og gömlu
brýnunum Rowlands og Hurt.
Við þurfum ekki að kvarta undan
félagsskapnum, svo mikið er víst, það
sem á vantar er betra og þéttara
handrit. The Skeleton Key virkar líkt
og samsuða upp úr The Innocents
eftir Henry James (og Clayton kvik-
myndaði með ógleymanlegum ár-
angri), og Suðurríkja-galdrahrolli,
sem gæti verið hið besta mál en nið-
urstaðan minnir á mislukkað gúm-
bóstú á kreólskum matsölustað. Hrá-
efnin eru freistandi, ilmurinn góður
en bragðið er ófullnægjandi og eft-
irkeimurinn lítill.
Hin bráðefnilega Hudson leikur
hjúkrunarkonuna Caroline, sem tek-
ur að sér að annast dauðvona mann
(Hurt), sem býr ásamt roskinni eig-
inkonu (Rowlands), á hvítmáluðu,
sjúskuðu sveitasetri í fenjunum
miðjum. Stúlkan kemst að því að eitt-
hvað meira en lítið gruggugt er við
veikindi húsbóndans, léttgeggjaða
húsmóðurina og ekki síst þetta nið-
urnídda stórhýsi, öll mega þau muna
sinn fífil fegurri.
Caroline uppgötvar herbergið í ris-
inu, þar sem hjú bjuggu á árum áður
og höfðu það bágt en kunnu ýmislegt
fyrir sér í galdri …
Þó svo að framvindan sé full af
þversögnum og álappalegum ólík-
indum er alls ekki réttlætanlegt að
fara lengra því þrátt fyrir allt má hafa
lúmskt gaman að The Skeleton Key,
sem lúrir meira að segja á dágóðum
lokakafla sem getur örugglega komið
mörgum gestum á óvart.
Leikararnir standa fyrir sínu en
Softley og handritshöfundurinn eru
betur heima í bítlafræðum en í dul-
mögnun Suðursins, textinn er los-
aralega hnýttur saman, of oft bros-
lega glompóttur á kostnað
hrolláhrifanna. Hudson valsar um fá-
klædd eða á danskjólum, sem
ástæðulaust er að býsnast yfir, en
búningarnir þjóna ekki alltaf sögunni
og aðstæðunum. Hurt og Rowlands
gefa verkinu nauðsynlega vigt og
þegar upp er staðið sleppur The
Skeleton Key sem léttkryddaður
hryllingur.
„Hráefnin eru freistandi, ilmurinn góður en bragðið er ófullnægjandi og
eftirkeimurinn lítill,“ segir m.a. í dómnum.
Draugasaga úr suðri
KVIKMYNDIR
Sambíóin, Háskólabíó,
Laugarásbíó
Leikstjóri: Iain Softley. Aðalleikarar:
Kate Hudson, Gena Rowlands, John Hurt,
Peter Sarsgaard, Joy Bryant, Isaach de
Bankolé. 105mín. Bandaríkin. 2005.
The Skeleton Key Sæbjörn Valdimarsson
BLÚSSVEITIN The Grinders er á leiðinni til Ís-
lands. Hún leikur á Græna hattinum á Akureyri
á fimmtudaginn í næstu viku og kemur einnig
fram á Ljósanótt í Reykjanesbæ laugardaginn 3.
september. Í broddi Grinders-fylkingar er Krist-
ján Kristjánsson, KK, en aðrir meðlimir eru
John Scott Alexander (einnig þekktur sem Pro-
fessor Washboard), Marc Breitfelder og Þorleif-
ur Guðjónsson.
KK ferðaðist á árum áður víða um Evrópu og
spilaði á götuhornum. Í kringum þessa spila-
mennsku kynntist hann Professor Washboard og
Derrick Big Walker. Saman stofnuðu þeir The
Grinders og léku fyrir fullu húsi í Rosenberg-
kjallaranum alls sex sinnum sumarið 1989. Það
sumar tóku þeir upp plötu sem kom ekki út fyrr
en 15 árum síðar og bar heitið KK – Upphafið.
KK og félagar í The Grind-
ers spila fyrir norðan
Tónleikarnir á Græna hattinum hefjast kl. 21.00 fimmtudaginn 1. september. Miðasala hefst á midi.is kl. 10 í dag og kostar
miðinn 2.000 krónur.
DR. ROBERT Moog lést í gær, 71
árs að aldri. Moog er þekktastur fyr-
ir hljóðgervil, sem kenndur er við
hann og var notaður af hljóm-
sveitum á borð við Pink Floyd,
Uriah Heep, Kraftwerk, Duran Dur-
an og fleiri hljómsveitir. Moog
greindist með heilaæxli í apríl síð-
astliðnum og var í meðferð gegn því
þegar hann lést.
Dr. Moog fæddist 23. maí árið
1934. Hann hóf ungur að árum að
fitla við hvers kyns rafeindatól og
tæki, að því er fram kemur á frétta-
vef MTV. Árið 1954, þá tvítugur að
aldri, skrifaði hann grein um hljóð-
gervla og opnaði verslun skömmu
síðar þar sem hann seldi sérstök
hljóðfæri, sem kölluðust þeramín, og
eru að mörgu leyti forverar hljóð-
gervla. Moog var með gráður í eðl-
isfræði og rafmagnsverkfræði. Í
kjölfar háskólanáms hóf hann að
hanna og þróa sína eigin hljóðgervla,
sem byggðust á þeramíntækinu.
Tónlistarmaðurinn Walter Carlos
vann með honum að hönnun tæk-
isins. Walter, sem nú heitir Wendy
Carlos, útsetti tónverk eftir Johann
Sebastian Bach fyrir Moog hljóð-
gervilinn, og hlaut hann Grammy
verðlaun fyrir útsetningar sínar árið
1969.
Í kringum 1970 bjó Moog til nýja
útgáfu af hljóðfæri sínu. Kallaðist
það Minimoog Model D, enda minni
að smíðum. Það þótti hins vegar enn
betra hljóðfæri enda bauð það upp á
meiri möguleika en sá gamli gerði.
Tóku fjölmargar hljómsveitir að
nota hann í sína þágu.
Þekktustu hljómsveitirnar sem
notuðu Minimoog eru Genesis,
Rush, Uriah Heep, Yes, Pink Floyd
og Emerson, Lake & Palmer, svo
einhverjar hljómsveitir séu nefndar.
Diskósmellur Donnu Summer, „I
Feel Love“ frá 1971, er til að mynda
að mestu samið á Minimoog.
Tónlist | Faðir Moog-gervilsins allur
Dr. Moog
AP
Robert Moog hóf ungur að árum að fitla við hvers kyns rafeindatól og tæki.