Morgunblaðið - 23.08.2005, Page 6

Morgunblaðið - 23.08.2005, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur í samvinnu við teiknistofuna Nexus gert tillögu að skipulagi Miklatúns, en í henni er gert ráð fyr- ir að í garðinum verði leiksvið og tónleikapallur, bátapollur og skauta- svell, boltavellir, gæsluvöllur, hjóla- brettasvæði, golfflöt, tennisvellir og bíótjald. Guðlaugur hyggst leggja tillöguna fyrir skipulagsráð Reykja- víkurborgar, til samþykktar eða synjunar. Hann segir að tillagan sé byggð á hönnun Reynis Vilhjálms- sonar landslagsarkitekts sem upp- haflega hannaði Miklatún. Guðlaugur segir að að hans frum- kvæði hafi verið skipaður vinnuhóp- ur í júní 2001 til þess að fara yfir garðana í borginni, með það fyrir augum að huga að betri nýtingu þeirra. Vinna hópsins hafi farið vel af stað en á þessu kjörtímabili hafi ekkert gerst. Síðan hafi Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi R- listans, komið fram með gamla til- lögu um kaffihús í Hljómskálagarð- inum. Aðalatriðið að nýta garðinn Guðlaugur segir að hann hafi því ákveðið að gera sínar eigin tillögur um nýtingu Miklatúns. Hugmyndin sé sú að garðurinn nýtist öllum; allir eigi að geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi. „Tillögurnar eru byggðar á hugmyndum Reynis Vilhjálmssonar sem hannaði garðinn árið 1965, en garðurinn var aldrei kláraður, hann er rétt fokheldur.“ Guðlaugur segir garðinn bjóða upp á ýmsa möguleika; þar sé þegar frábært listasafn, Kjarvalsstaðir og gott kaffihús. Þá starfsemi eigi að vera hægt að tengja annarri starf- semi. Auk þess segir hann að garð- inn mætti nýta á mismunandi hátt eftir árstíðum, s.s. með skautasvelli á veturna en bátapolli á sumrin. Guðlaugur ætlar, eins og áður sagði, að leggja þessar tillögur fyrir skipulagsráð borgarinnar á miðviku- dag. „Ef aðrir hafa einhverjar betri hugmyndir um garðinn er það sárs- aukalaust af minni hálfu,“ segir hann. „Aðalatriðið er að nýta þessa perlu sem ég tel að garðurinn sé.“ Leggur fram tillögu um nýtingu Miklatúns Áhersla lögð á að allir finni þar eitthvað við sitt hæfi Eftir Örnu Schram arna@mbl.is NEYSLA á skelfiski sem hefur ver- ið tíndur að sumri eða hausti getur verið varasöm en á þeim árstíma er mikið um eitraða þörunga í sjónum. Skelfiskur, þ.m.t. kræklingar, not- ar þörungana sem fæðu og ber því eitrið í sér án þess að verða sjálfum meint af. Í framhaldi af umfjöllun Frétta- blaðsins í gær þar sem Úlfar Ey- steinsson segir að besti tími til kræklingatínslu sé nú runninn upp sendi Umhverfisstofnun frá sér fréttatilkynningu þar sem það er ítrekað að besti tíminn til skel- fisktínslu sé á veturna og vorin. Grímur Ólafsson, sérfræðingur á matvælasviði hjá Umhverf- isstofnun, segir að þegar magn eit- urþörunga í hafinu sé yfir ákveðnu marki sé veruleg hætta á að skel- fiskur sé óhæfur til neyslu. Haf- rannsóknastofnun hefur vaktað magn svifþörunga á nokkrum stöð- um en magn eitraðra þörunga get- ur verið yfir hættumörkum frá maí og fram í október. Grímur segir að um þrenns kon- ar eiturefni sé að ræða en algeng- ast hér á landi er svonefnt DSP-efni sem getur valdið magakveisu. PSP hefur einnig fundist í sjó hér á landi en það getur valdið tímabundinni lömun og m.a. lamað öndunarfæri og jafnvel leitt til dauða. Þriðja teg- undin, ASP, hefur ekki fundist við strendur Íslands en það er tauga- eitur sem getur valdið minnisleysi. Umhverfisstofnun beinir því til fólks sem hyggur á kræklingatínslu að fylgjast með á heimasíðu stofn- unarinnar þar sem nýjustu upplýs- ingar um niðurstöður talninga á eiturþörungum er að finna. Skelfiskur getur verið varasamur vegna eitrunar Morgunblaðið/Sverrir PERSÓNUVERND hefur úrskurð- að að notkun falinnar myndavélar í karlaklefa líkamsræktarstöðvarinn- ar Lauga í Laugardal hafi verið ólög- mæt. Vöktun með leynd geti aldrei farið fram nema með úrskurði dóm- ara eða samkvæmt sérstakri laga- heimild. Persónuvernd telur brotið vera alvarlegt þar sem fólk megi vænta þess að njóta einkalífsréttar í búningsklefum. Var myndavélin sett upp af starfsmönnum Lauga til að upplýsa þjófnað sem ítrekað hafði átt sér stað í klefanum. Lögfræðideild lögreglunnar í Reykjavík hafði samband við Per- sónuvernd vegna upptökunnar, sem lögð var fram sem gagn í málinu. Óskaði lögreglan álits Persónu- verndar á lögmæti upptökunnar. Björn Leifsson, eigandi Lauga, segist í samtali við Morgunblaðið hafa verið vel meðvitaður um að upp- takan hafi verið ólögmæt. Þetta hafi hins vegar verið talin eina leiðin til að upplýsa kerfisbundinn þjófnað sem hafði átt sér stað úr skápum í búningsklefanum yfir nokkuð langt tímabil. Starfsmenn Lauga hafi legið undir grun og Björn segist hafa vilj- að útkljá málið með öllum ráðum. Lögreglan hafi meira að segja sagt að þetta væri eina leiðin. Of langan tíma hefði tekið að fá dómsúrskurð og álitsgjöf frá Persónuvernd hefði verið fyrirséð. Þjófurinn hafi fundist, hann verið ákærður og málið væri úr sögunni að hans mati. Einangrað tilvik „Þetta er í eina skiptið sem svona vél hefur verið sett upp og við gerum þetta ekki aftur, enda um mjög ein- angrað tilvik að ræða,“ segir Björn og ítrekar að myndavélinni hafi að- eins verið beint að ákveðnum skáp- um og engin nekt komið fram í upp- tökum. Vélin hafi verið í sinni vörslu og upptakan einungis notuð til að upplýsa þjófnaðinn. Þetta hafi verið kerfisbundinn þjófnaður, eingöngu peningum hafi verið stolið, engum öðrum verðmætum. Persónuvernd telur það engum vafa undirorpið að lögreglu hefði verið heimilt að framkvæma þessa rafrænu vöktun með leynd á grund- velli dómsúrskurðar. Lögregla sagði þetta einu leiðina til að upplýsa þjófnað Persónuvernd telur falda myndavél í líkamsræktarstöð vera alvarlegt brot  Meira á mbl.is/itarefni PERSÓNUVERND hefur jafnframt úrskurðað að notkun eftirlits- myndavéla innan veggja heimavist- ar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki hafi verið óheimil. Er skólanum gert að stöðva notkunina fyrir 1. sept- ember næstkomandi. Íbúi á heimavistinni leitaði til Persónuverndar um hvort notkun vélanna bryti í bága við lög. Vett- vangsrannsókn Persónuverndar leiddi í ljós að notaðar voru 16 myndavélar á 80–100 manna heimavist, á svæðum í nánum tengslum við heimili nemenda. Per- sónuvernd tekur fram að vöktun í öryggis- og eignavörsluskyni sé al- mennt lögmæt en í þessu tilviki hafi hún farið í bága við kröfur laga um meðalhóf, einkum í ljósi fjölda og staðsetningar upptökuvélanna. Persónuvernd telur skólann ná markmiðum um öryggisvöktun með því að setja myndavélar upp í anddyri og utandyra vistarinnar, þannig að myndir náist eingöngu af þeim sem inn á heimavistina fara. Upptaka innan heimavistar óheimil

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.