Morgunblaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 29
MINNINGAR
valt að vísu á stöðu batteríanna í
heyrnartækjunum hvað útvarpið var
hátt stillt, en að öðru leyti gekk maður
inn í fasta veröld sem hraði og áreiti
nútímans og kröfur og heimtufrekja
náðu ekki til. Og væri maður með
þessa nútímakvilla í farteskinu þegar
maður gekk að dyrunum hjá Dóru, þá
einhvern veginn urðu þeir eftir fyrir
utan, svona eins og skóhlífarnar í den
tid.
Halldóra var víðlesin kona sem
fylgdist vel með allt til síðustu stund-
ar. Og þótt líkaminn léti á sjá síðustu
ár var andlegt þrek hennar og minni
með ólíkindum.
Móðir mín og Dóra voru ekki bara
vinkonur. Á milli þeirra var meira en
einfaldur vinskapur. Samband þeirra
einkenndist af trausti, virðingu, hlýju,
væntumþykju og ekki síst þakklæti.
Og aðstæður höguðu því þannig að
þessar miklu vinkonur veittu mér hin
síðari ár aðgang að og jafnvel smá-
hlutdeild í vináttusambandi sínu. Fyr-
ir það ber mér að þakka. Í því fólst
gjöf sem hvorki er hægt að verðleggja
né kaupa.
Okkur Kristínu þótti vænt um
Dóru. Það var gott að koma til henn-
ar, sitja hjá henni mismunandi stuttar
eða langar stundir, ræða allt milli
himins og jarðar, segja henni frá því
sem við fjölskyldan vorum að gera og
hlusta á hana segja frá. Og stundum
kom hún Charlotta dóttir okkar með
og spurði Dóra hana þá í þaula um
hvernig gengi í skólanum, í íþróttun-
um og um hitt og þetta, sem og um
bræður hennar. Minni hennar var
óbrigðult. Og það var ljóst að henni
Lottu minni leið vel hjá Dóru því
reglulega gekk hún eftir því að fá að
koma með til hennar.
Halldóra Guðrún Jóelsdóttir var
fulltrúi þeirrar kynslóðar sem hélt í
heiðri þær dyggðir sem að mínu viti
eru víkjandi í hraða nútíma efnis-
hyggjusamfélags. Hún var hógvær,
nægjusöm, heiðarleg og þakklát.
Og hún átti alltaf nægan tíma.
Blessuð sé minning hennar.
Ásgeir Björnsson.
Látin er í hárri elli Halldóra Jóels-
dóttir. Aldur er afstæður og mikið til í
því að hugur og líkami eigi stundum
litla samleið í þeim efnum. Hugurinn
hjá Halldóru varð ekkert gamall þó
líkaminn yrði háaldraður.
Halldóra var Reykjavíkurdama,
gekk í Kvennaskólann í Reykjavík og
ól allan sinn aldur við Hverfisgötuna
og Barónsstíg, en var fædd í Skugga-
hverfinu. Eins og fólk af hennar kyn-
slóð lifði hún mikla breytingatíma.
Hún minntist þess að þegar hún flutt-
ist á barnsaldri með foreldrum sínum
að Hverfisgötu 100 var það í útjaðri
byggðarinnar. En þó hún byggi alla
ævi á sömu slóðunum hafði hún yndi
af ferðalögum og ferðaðist mikið með
Ferðafélagi Íslands, einkum með
bróður sínum Þorgeiri.
Hún fylgdist vel með þjóðfélags-
umræðunni og það var ekki komið að
tómum kofanum hjá henni um sam-
tímamál, eða löngu liðna atburði,
minnið var býsna gott.
Halldóra vinkona okkar átti gott líf
í ellinni þó hún byggi ein og ætti ekki
afkomendur. Heilsan var oftast nokk-
uð góð en dvínandi heyrn bagaði hana
þó allra síðustu árin. Þá raknaði smátt
og smátt einn gildasti þátturinn í lífs-
vefnum: að njóta sígildrar tónlistar.
Hún hafði mikið yndi af tónlistinni og
rifjaði stundum upp kærar minningar
um tónleika á árum áður, einkum hjá
Tónlistarfélaginu sem var henni kær
félagsskapur.
En þó heyrnin færi að gefa sig var
sjónin í lagi. Það var gæfa hennar að
geta alla tíð lesið og þar var hún iðin
við kolann. Íslenskur skáldskapur var
henni kærastur og hún var vel heima í
verkum samtímahöfunda ekki síður
en hinna eldri. Þó aldurinn færðist yf-
ir dofnaði áhuginn á lestri ekki og það
var lærdómsríkt að ræða við hana um
nýjar skáldsögur sem hún hafði lesið.
Hún hafði skarpa sýn á verkin, hafði
sínar skoðanir á þeim og hélt þeim
fram.
Halldóra var heilsteypt og vel gefin
kona sem gaf lítið fyrir skrum og yf-
irborðsmennsku, en hafði lifandi
áhuga á því sem henni fannst einhver
veigur í. Hún hafði heitar tilfinningar
en flíkaði þeim ekki og var ekki allra.
Við munum sakna hennar, ekki síst
um jólin, þegar stóllinn hennar verður
auður og umræðurnar um nýjustu
skáldverkin verður fátæklegri. Við
þökkum Halldóru góða og gefandi
vináttu gegnum árin.
Að lifa
er að skynja
nýjan tíma.
Tíðin liðna
er jörðin.
Að deyja
er að lifa
nýjum tíma.
Tíðin framundan
er himininn
opinn nýrri stund.
(Þorgeir Sveinbjarnarson.)
Blessuð sé minning hennar.
Guðmundur og Sigríður.
Elsku afi minn. Takk fyrir að leyfa
mér að búa hjá þér og ömmu, takk
fyrir að gera mér kleift að afla mér
framhalds- og háskólamenntunar,
takk fyrir að hafa tekið Sigga mínum
opnum örmum og vera vinur hans,
takk fyrir að þykja vænt um fjöl-
skylduna mína, takk fyrir allar
skemmtilegu sögurnar og vísurnar
sem þú kenndir mér og takk fyrir að
styðja mig og veita mér umhyggju
alla tíð.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Úr vísum Vatnsenda-Rósu.)
Elsku amma, ég veit hve missir
þinn er mikill og bið Guð um að
styrkja þig og fjölskylduna alla.
Guðrún Sveinbjörnsdóttir.
Margt flýgur í gegnum huga okk-
ar, elsku afi, nú þegar þú hefur feng-
ið friðinn. Ein minning stendur
framar öðrum en það eru Strandirn-
ar og Kamburinn sem var þér svo
kær. Ef við ættum að skilgreina ekta
Strandamann þá varst það þú og
minning þín lifir að eilífu í huga okk-
ar, Strandamannanna þinna. Síðustu
árin óskuðum við þess að hægt hefði
verið að fara með þig á Strandirnar
en ekki var hægt að koma því við
vegna veikinda þinna. Nú getur þú
farið þangað eins oft og þig lystir og
sú hugsun gleður okkar sorgmædda
hjarta, elsku afi.
Vertu sæll að sinni og við biðjum
að heilsa öllum á þeim góða stað sem
þú ert nú á.
Elsku amma, þú færð allan okkar
stuðning og alla okkar ást, Guð veri
með þér og styrki þig á sorgar-
stundu.
Svava Kristín og
fjölskylda.
Elsku afi minn, þegar ég hugsa
um þig og hvernig afi þú varst þá
kemur mér strax í hug bros þitt og
hlátur. Þú varst alltaf svo léttlyndur,
rólegur og svo mikið krútt. Segjandi
sögur og brandara. Það var sama
hvað það var, alltaf varstu svo vand-
virkur og tókst þér góðan tíma fyrir
allt. Hvort sem það var að þvo þér
um hendurnar eftir langan vinnu-
dag, borða matinn þinn eða gera við
saumavélar, og alltaf fórstu svo vel
með alla hluti og allt átti sinn stað.
Allar vísurnar sem þú sagðir mér
kunnir þú utanbókar og skiptu þær
örugglega hundruðum. Sögurnar af
Kambi urðu sífellt vinsælli eftir því
sem leið á ævina og undir ævilok
hafði ég heyrt allar sögurnar frá
Kambi og flestar oftar en einu sinni.
Öll ferðalögin, bústaðarferðirnar
okkar, berjamó, bílaútilega í Kald-
árseli, þær ótalmörgu nætur á milli
ykkar ömmu í Eskihlíðinni og fleiri
góðar minningar koma upp í hugann
þegar ég fer að rifja upp stundir sem
ég átti með ykkur ömmu. Þið amma
hafið alltaf verið mér svo góð og til
staðar fyrir okkur öll, barnabörnin.
Eftir að Thalía Kristín fæddist þá
birti svo yfir þér og það var svo gam-
an að fylgjast með þér horfa á hana.
Þú brostir alveg út að eyrum, hélst í
höndina á henni og gast ekki tekið
augun af henni. Það er sárt fyrir mig
að kveðja þig og ég geri það með
söknuði en ég hugga mig við það, að
nú líður þér betur. Þú ert kominn til
frænku og ástvina þinna og þegar ég
hugsa til þess þá líður mér vel í
hjartanu. Blessuð sé minning þín,
elsku afi.
Þín,
Kristín María Dýrfjörð.
Elsku Guðbrandur afi minn. Þeg-
ar ég hugsa um þig koma einungis
fallegar minningar upp í huga minn.
Nú ertu kominn á góðan stað þar
sem nóg er af fólki sem þykir vænt
um þig og þér líður vel. Og það er
gott að vita til þess að nú ertu kom-
inn til frænku. En ég sakna þín sárt.
Þú varst alltaf svo góður við alla og
þú komst manni alltaf til að hlæja.
Þegar ég hitti þig síðast varstu svo
kátur og talaðir svo mikið við mig og
þú hlóst að litlu Thaliu Kristínu því
þú hafðir svo gaman af henni. Þú
varst eitt stórt bros þetta kvöld, og
ég gleymi því aldrei. Þú varst þekkt-
ur fyrir að vera svo fundvís, þegar
maður týndi einhverju þá fannst þú
það um leið. Þú varst líka alltaf svo
snyrtilegur og gekkst með greiðuna
á þér hvert sem þú fórst. Ef það var
sandkorn einhversstaðar á gólfinu
þá beygðirðu þig til þess að taka það
upp. Svo af því að þú notaðir alltaf
skóhorn þá gaf ég þér einu sinni skó-
horn, stórt og silfrað með hestshaus
á endanum og þá varstu svo ánægð-
ur. Þú hafðir líka svo gaman af fugl-
um og gast hermt eftir öllum fugla-
tegundum. Þú kunnir allar heimsins
vísur og allskyns sögur og þér þótti
svo gaman að tala um strandirnar
því þú ólst þar upp. Við fórum líka
með þér á strandirnar fyrir ekki svo
löngu og sáum Kambinn. Ég á enda-
laust góðar minningar af þér.
Ég mun aldrei gleyma þér, afi
minn, og kveð þig með miklum sökn-
uði.
Blessuð sé minning þín.
Sunna Rós Dýrfjörð.
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Sverrir
Einarsson
Bryndís
Valbjarnardóttir
Oddur
Bragason
Guðmundur
Þór Gíslason
Sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi,
DANÍEL TEITSSON,
Hátúni 12,
Reykjavík,
lést í Hátúni 12 sunnudaginn 21. ágúst.
Jarðarförin auglýst síðar.
Dóra Þórðardóttir,
Þórhallur Teitsson,
Grímar Teitsson, Petrún B. Sveinsdóttir,
Guðmundur Teitsson, Elín Bjarnadóttir
og bræðrabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÆGIR ÓLAFSSON
verslunarmaður,
er lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn
18. ágúst, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 25. ágúst kl. 13.00.
Guðrún Unnur Ægisdóttir,
Gunnar Ingi Ægisson,
Ólafur Friðrik Ægisson, Guðrún Linda Einarsdóttir,
Eva Guðrún Ægisdóttir, Jón Oddur Davíðsson,
Benno Georg Ægisson, Unnur Jóna Sigurjónsdóttir,
Marcela Margrét Ægisdóttir, Helgi Bergmann Ingólfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær sonur okkar og bróðir,
BRAGI HALLDÓRSSON,
lést í Reykjavík laugardaginn 20. ágúst.
Birna Björgvinsdóttir, Halldór Bragason,
Andri Freyr Halldórsson.
Ástkær móðir okkar,
SIGRÚN EDDA JÓNASDÓTTIR,
Snægili 23,
Akureyri,
lést föstudaginn 19. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju föstudaginn
26. ágúst kl. 14:00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Lena Rut, Hrannar Hólm, Heiður Lilja,
Sigmar Þór og Ármann Sigurðsson.
Ástkær bróðir okkar,
ÓLAFUR EIRÍKSSON,
Grjóti,
Þverárhlíð,
lést sunnudaginn 21. ágúst.
Útförin auglýst síðar.
Ingibjörg Eiríksdóttir,
Gunnar Eiríksson.
Elsku afi. Ég mun alltaf
muna sögurnar þínar og hvað
það var gott að koma til þín og
ömmu í Boðahlein, en nú er
amma þar ein. Þú varst búinn
að vera lengi veikur en núna líð-
ur þér vel hjá Guði.
Elsku amma. Guð veri með
þér.
Ykkar
Sonja Lind.
Elsku langafi, okkur fannst
alltaf gaman að koma til þín og
ömmu. Þá fengum við stundum
að smíða og leika okkur með
verkfærin þín og þú fylgdist
með okkur og sagðir okkur
hvernig ætti að nota þau. Þú
varst alltaf svo góður við okkur
og við eigum eftir að sakna þín
mikið.
Elsku langamma, Guð veri
með þér og fjölskyldu þinni.
Daníel Hrafn, Sindri
Guðbrandur og Elmar
Ingi Sigurðssynir.
Elsku Guðbrandur. Ég minn-
ist þín sem góðs vinar sem ég
átti með skemmtilegar stundir.
Oft sátum við og spjölluðum og
þú sagðir mér sögur og fórst
með vísur. Þá var mikið hlegið.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
átt með þér stundir rétt áður en
þú kvaddir þennan heim. Í mín-
um huga varst þú líka afi minn.
Elsku amma í Boðahlein,
megi Guð vera með þér á þess-
um erfiðu tímum. Innilegar
samúðarkveðjur til fjölskyld-
unnar allrar.
Sigurður Gíslason.
HINSTA KVEÐJA