Morgunblaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 35 DAGBÓK Félagsstarf Aflagrandi 40 | Hárgreiðslustofa Guðnýjar s. 562 7200 og fótaað- gerðarstofa Hrannar s 552 6760 eru opnar alla daga frá kl. 9–16. Frjáls spilamennska alla daga. Allir vel- komnir. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handa- vinna kl. 9–16.30, leikfimi kl. 9, boccia kl. 9.30, smíði/útskurður kl. 13–16.30, gönguhópur kl. 13.30, púttvöllur kl. 10–16.30. Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, Kl. 9–16.45 hárgreiðslu- stofan opin, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14–16 félagsvist, kl. 14.30–15.30 kaffi. FEBÁ, Álftanesi | Púttæfingar fyrir eldri borgara verða alla miðvikudaga í ágúst kl. 11–12 á púttvellinum hægra megin við Haukshús. Kaffi og meðlæti að loknum æfingum. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Berjaferð „út í bláinn“ fimmtudaginn 25. ágúst. Brottför frá Gullsmára kl. 13.15 og Gjábakka kl. 13.30. Ekin Krýsuvíkurleið í Selvog en þar mun vera gott berjaland. Kaffi- hlaðborð á „Hafinu bláa“. Ekin leiðin Alviðra – Nesjavellir. Gefi ekki til berja verður farið í skemmtilega útsýnis- ferð „út í bláinn“. Skráningarlistar í félagsmiðstöðvunum. Félag eldri borgara, Reykjavík | Mið- vikudagur: Göngu–Hrólfar ganga frá Hlemmi kl. 10. Dagsferð 30. ágúst: Krýsuvík, Selvogur, Flóinn. Komið við í Krýsuvík, Herdísarvík, Strandarkirkju og Þorlákshafnarkirkju, söfnin og kirkjan á Eyrarbakka skoðuð, stoppað hjá Þuríðarbúð á Stokkseyri, farið að Baugsstöðum. Uppl. í síma 588 2111. Félagsstarf Gerðubergs | Hvern vik- an dag er opið fólki á öllum aldri frá kl. 9–16.30. Fjölbreytt dagskrá m.a. vinnustofur, spilasalur, kórstarf, sjálf- boðaliðar o.m.fl. Unnið er að gerð vetrardagskrár. Óskir og ábendingar vel þegnar. Allar uppl. á staðnum og í síma 575 7720. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin. Kl.. 9 hárgreiðsla, kl. 10 boccia og pútt, kl. 12 hádegismatur, kl. 12.15 ferð í Bónus. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Brids kl. 13. Pútt á Hrafnistuvelli kl. 14–16. Hvassaleiti 56–58 | Boccia kl. 9.30– 10.30. Böðun virka daga fyrir hádegi. Hádegisverður. Helgistund kl. 13.30 í umsjón séra Ólafs Jóhannssonar. Fótaaðgerðir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Púttvöllur alltaf opinn. Listasmiðja og Betri stofa 9–16. Morgunkaffi, hádegisverður og síð- degiskaffi. Dagblöðin liggja frammi. Gönguhópurinn Sniglarnir kl. 10–11. Bónus kl. 12.40. Bókabíll kl. 14.15– 15.00. Snæfellsnesferð 18. ágúst. Uppl. 568 3132. Norðurbrún 1, | Námskeið hefst aftur í leirvinnslu miðvikudaginn 31. ágúst kl. 9. Myndlist verður á mánudögum kl. 9–12 og postulínsmálning kl. 13– 16.30. Á föstudögum verður myndlist kl. 9–12, innritum er hafin í síma 568 6960. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9–15.30 handa- vinna. Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13–16 frjáls spil. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, handavinnustofan opin, hár- greiðsla og böðun félagsvist kl. 14. Skráning stendur yfir í námskeið sími 411 9450. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9. Garðasókn | Í dag, þriðjudaginn 23. ágúst, fer „Opið hús“ í vettvangsferð til Hveragerðis. Við skoðum hverinn Grýtu, förum í tuskubúðina og drekk- um kaffi í bakaríinu. Lagt af stað kl. 13.15 og komið til baka um kl. 16.30. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar veitir Nanna Guðrún í síma 895 0169. Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðþjón- usta alla þriðjudaga kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Hjallakirkja | Bæna– og kyrrðarstund þriðjudaga kl. 18. Laugarneskirkja | Kl. 20 12 spora- hópar koma saman í safnaðarheimil- inu. Athugið að kvöldsöngurinn hefst næsta þriðjudag kl. 20. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Salou Súpersól 26. ágúst og 2. sept. frá kr. 24.995 Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • sími 591 9000 Akureyri • sími 461 1099 • www.terranova.is Terra Nova býður síðustu sætin til Salou í ágúst á ótrúlegum kjörum. Salou er fallegur bær á Costa Dorada ströndinni, sunnan Barcelona. Þar er Port Aventura, glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Salou skartar stórkostlegum ströndum, fjölbreyttri afþreyingu og litríku næturlífi. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Kr. 34.990 í 5 daga Kr. 44.990 í 12 daga Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna. Súpersól tilboð, 26. ágúst í 5 eða 12 daga. - SPENNANDI VALKOSTUR Kr. 24.995 í 5 daga Kr. 34.995 í 12 daga Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn. Súpersól tilboð, 26. ágúst og 2. sept. í 5 eða 12 daga. Síðustu sætin „HANN vísar beint til innihalds verkanna á efnisskránni,“ segir Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari um titilinn á tónleikum hennar og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur pí- anóleikara, Stríð og friður, sem haldnir verða í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga í kvöld kl. 20.30. Á efnisskránni eru sem sagt tvær sónötur, Sónata fyrir fiðlu og píanó í F-dúr op. 8 eftir Edvard Grieg og Sónata fyrir fiðlu og píanó nr. 1 í f-moll op. 80 eftir Sergei Prokofiev. „Grieg-sónatan er öll á björtu nót- unum, enda var hann ungur og ást- fanginn þegar hann samdi hana árið 1865. Bjartsýnin réð greinilega ríkj- um við gerð hennar,“ útskýrir Auð- ur. „Sónata Prokofievs var hins veg- ar samin á nokkuð löngum tíma í kringum seinni heimsstyrjöldina, á árunum 1938-1946, og hún ber sterkan keim af þeim hörmungum og átökum sem áttu sér stað þá. Þannig að þetta eru algerlega and- stæðir pólar og gaman að stefna þeim saman.“ Bakgrunnur skilar sér í verkunum Auður segir hinn ólíka bakgrunn sónatanna tveggja skila sér mjög vel í tónmálinu. „Langoftast kemur það mjög sterkt í ljós hvað tónskáldið var að upplifa á þeim tíma sem það skrifaði verkin og gaman er að kynna sér það rækilega þegar mað- ur er að læra verkin. Það gerir þau miklu meira spennandi viðfangs,“ segir hún og neitar því ekki að slík vitneskja geti ef til vill skilað sér að nokkru leyti í túlkuninni. „Það er maður alltaf að vona.“ Tónleikarnir munu þó ekki hefjast með stríði og enda á friði, því Grieg- sónatan verður flutt fyrir hlé og sú eftir Prokofiev eftir hlé. „En Proko- fiev endar með rólegum en drama- tískum bæ,“ segir Auður. „Þannig að tónleikarnir enda kannski með eins konar spurningamerki. Því stríðið endar ekki þó ein styrjöld endi.“ Óskað eftir stormi Auður hefur áður leikið sónötu Griegs, en þetta er í fyrsta sinn sem hún fæst við Prokofiev-sónötuna. „Hún hefur lengi verið draumaverk. Hún er eitt af hans þekktari verk- um, ótrúlega stór biti, með mikilli dramatík og átökum músíklega,“ segir Auður og bætir við að verkið sé ennfremur tæknilega flókið. Són- ata Griegs sé hins vegar ljóðrænni, líkt og sönglög hans. „Ég myndi segja að sakleysið réði þar ríkjum.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þær Auður og Anna Guðný koma fram saman á tónleikum, en þær hafa átt náið samstarf í Listaháskóla Íslands. „Það hefur staðið til lengi hjá okkur að leika þessi verk, svo það er mjög gaman að kýla á það núna,“ segir Auður. Hún segir alltaf sérstakt að leika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. „Það er svolítið eins og að fara út fyrir borgarmörkin og leika, þegar maður er kominn þangað út í nátt- úruna. Mér finnst alltaf stemning að koma þangað, sama hvernig viðrar,“ segir Auður og hlær. Og óskar hún sér einhvers sérstaks veðurs í kvöld? „Það væri fínt að hafa gott veður í Grieg og svo smá storm í Prokofiev! Ef maður ætti að panta. En það er víst aldrei hægt hér á Ís- landi.“ Tónlist | Auður Hafsteinsdóttir og Anna Guðný Guðmunds- dóttir með tónleika í Listasafni Sigurjóns í kvöld Af stríði og friði Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Tónleikar Auðar Hafsteinsdóttur og Önnu Guðnýjar Guðmunds- dóttur hefjast í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar í kvöld kl. 20.30. Morgunblaðið/Jim Smart Auður Hafsteinsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir á æfingu. HEIMILDARMYNDIN „How do you like Iceland?“ er komin út á DVD-diski. Myndin var sýnd í Ríkissjón- varpinu fyrr á árinu en henni er leikstýrt af Kristínu Ólafs. Viðfangsefni mynd- arinnar er ímynd ís- lensku þjóðarinnar í vit- und útlendinga og blandar Kristín saman viðtölum, staðreyndum og öðru myndefni til að sýna ís- lensku þjóðina á raunsæj- an hátt. Meðal annars er í myndinni rætt við Damon Albarn söngvara, Terry Jones leikara, Viktoríu Abril leikkonu og Andrei V. Kozyrev, fyrrv. utanrík- isráðherra Rússlands Myndin er seld í helstu bókabúðum og ferða- mannaverslunum. Landkynning Dagskrá Kirkjulistahátíðar Þriðjudagur 23. ágúst 9.00-11.45: Hallgrímskirkja. Meistaranámskeið með David Sanger. 10.30: Fyrirbænaguðsþjónusta. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. 12.00: Tónlistarandakt. Þátttakendur á meistaranám- skeiði Davids Sanger leika á orgel. Sr. Sigurður Árni Þórðarson. 14.00-16.00: Langholtskirkja. Meistaranámskeið með David Sanger, framhald. 18.00: Yfir landamæri. Tónlist barokktímans. Noémi Kiss sópran og tónlistarhópurinn Ensemble L’Aia flytja verk eftir Johann Joachim Quantz, Georg Philipp Telemann, George Frider- ic Handel og André Campra. Miðaverð: 2000 kr. Trúlega Tarkovskí I: Bæjarbíó Hafnarfirði. Tvær klassískar kvikmyndir eftir Andrej Tarkovskí. 19.30: Æska Ívans (Ivanovo det- stvo, 1962). 22.00: Fórnin (Offret, 1986). Stuttar innlýsingar fyrir sýning- arnar. Kvikmyndirnar eru með enskum texta. Sýningarnar eru fyrri hluti dag- skrár um kvikmyndaskáldið Tar- kovskí. Málþing er haldið næsta kvöld í Hallgrímskirkju. Í samstarfi við Kvikmyndasafn Íslands og rann- sóknarhópinn Deus ex cinema. Miðaverð: 1000 kr. (ein sýning), 1500 kr. (báðar sýningarnar). MEÐAL dagskrárliða á Kirkju- listahátíð í dag eru tónleikar hóps- ins Ensemble L’Aia sem halda bar- okktónleika í Hallgrímskirkju kl. 18. Hópinn skipa Georgia Browne á flautu, Ian Wilson á blokkflautu, Tuomo Suni á fiðlu, Nicholas Milne á víolu da gamba, Noémi Kiss sópr- an og Cvetanka Sozovska á sembal. Á efnisskrá eru verk eftir Quantz, Telemann, Handel og Campra. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Barokk í Hallgrímskirkju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.