Morgunblaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Við hittum Þorstein síðast í Skál-holti laugardaginn 30. júlí sl. Sólvar hátt á lofti, blíð gola, hiti.Skálholt skartaði sínu fegursta.
Auk þess sóttum við yndislega tónleika sem
voru einskonar undirspil við fegurð um-
hverfisins, bæði í næsta nágrenni og fjar-
lægð.
Hekla eins og bátur á hvolfi við naust
tímans.
Og í þessum dýrlega fögnuði töluðum við
um það sem er, en einkum það sem verður;
framtíðina.
Bjartsýni og gleði Þorsteins féllu vel að
umhverfinu, ég hafði sjaldan séð hann jafn-
léttan í bragði. Hvorugur okkar vissi þá að
hann átti ekki nema teyming eftir að bana-
þúfu sinni.
Í texta sem vinur hans, Reynir Axelsson,
snaraði og sunginn var af smekkvísi og inn-
lifun í kirkjunni nokkru síðar segir að því
hærra sem sólin stígur, því fyrr rennur hún
skeið sitt á enda og því nær er hún því að
setjast, eins og þar segir.
Sól Þorsteins var hátt á lofti þennan dag
og hin síðustu misseri, en við vissum ekki
hvað hún átti eftir að setjast bratt.
Hitt er annað mál að hann skilur eftir sig
aðra birtu, ekki síður mikilvæga; þau góðu
verk sem runnu úr penna hans eins og
lækjarsytra; tær og ómenguð í því mengaða
umhverfi sem nú er hvarvetna boðið upp á í
atlögunni að íslenzkri tungu.
Og svo auðvitað alla samdrykkjuna sem
minnti einna helzt á andrúm Aþenu hinnar
fornu.
Það var mikil upplyfting að eiga slíkar
stundir með Þorsteini.
h
sí
g
ve
ve
fy
se
u
si
pl
þ
Í minningu Þorstein
SAMGÖNGUR eru einn mikilvægasti þátturinn
í grunngerð nútímasamfélags. Mikilvægi þeirra
hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og
ekkert lát virðist á þeirri þróun. Atvinnulífið hef-
ur breyst verulega og krefst þess að möguleikar
á að fara á milli staða með skjótum og öruggum
hætti séu fyrir hendi. Einnig er
augljóst að góðar samgöngur hafa
mikla þýðingu fyrir þróun byggðar
í landinu og mikilvægt er að verja
fjármunum til að bæta samgöngur
til staða sem gegna mikilvægu
efnahagslegu hlutverki fyrir þjóð-
félagið. Þá eru úrbætur í sam-
göngumálum ekki síst mikilvægar
til að tryggja aukið umferðarör-
yggi. Samgönguframkvæmdir eru
þegar á heildina er litið hag-
kvæmar fyrir þjóðfélagið og draga
þegar allt kemur til alls úr rekstr-
arútgjöldum hins opinbera, fyr-
irtækja og almennings. Eðlileg
ályktun af þessu er sú að nauðsynlegt sé og
skynsamlegt að veita enn meira fjármagni til
samgöngumála í framtíðinni.
Þessi þróun hefur orðið til þess að kröfur um
endurbætur í vegakerfinu hafa orðið æ hávær-
ari, en þrátt fyrir það hafa fjárveitingar til fram-
kvæmda verið skornar niður miðað við fyrri
áætlanir. Samkvæmt samgönguáætlun 2005–
2008 eiga fjárveitingar þó að aukast aftur árin
2007 og 2008. Athyglisvert er að þeirra fram-
kvæmda sem eru hvað brýnastar, þ.e. Sunda-
brautar og vegarins á milli Selfoss og Reykjavík-
ur, er varla getið í nýsamþykktri
samgönguáætlun. Samtök sunnlenskra sveitar-
félaga hafa þó á undanförnum árum lagt mikla
áherslu á að í framkvæmdir við Suðurlandsveg
verði ráðist og er algjör samstaða um málið með-
al sunnlenskra sveitarstjórnarmanna, raunar
hafa þeir sett þá framkvæmd fremst í forgangs-
röðina. Á aðalfundi samtakanna í nóvember 2004
var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Samtökin
leggja til að á næstu fjórum árum verði gerður 3
akreina vegur á milli Selfoss og Reykjavíkur
með mislægum gatnamótum á mótum Suður-
landsvegar og Þrengslavegar. Við þá uppbygg-
ingu verði gert ráð fyrir að hægt verði að fjölga
akreinum í fjórar á næstu 12 árum. Við endur-
skoðun 12 ára samgönguáætlunar verði gert ráð
fyrir áframhaldandi vegbótum á leiðinni; 4 ak-
reinum, nýrri brú yfir Ölfusá og lýsingu veg-
arins.“
Þróun umferðarinnar
Ef þróun umferðarinnar er skoðuð frá árinu
1992 þá hefur umferðin á milli Selfoss og Hvera-
gerðis aukist um 81%, yfir Hellisheiðina um 72%
og við Litlu kaffistofuna um 60%. Það er fyr-
irsjáanlegt að þessi þróun mun halda áfram.
Með sama áframhaldi þá verður umferð framhjá
Litlu kaffistofunni komin í 8.100 bíla á sólar-
hring árið 2008. Til samanburðar og vegna þess
að tvöföldun Reykjanesbrautar stendur nú yfir
þá keyra rúmlega 8.000 bílar Reykjanesbrautina
á dag framhjá Straumi sunnan Hafnarfjarðar.
Yfir sumarmánuðina er nánast enginn munur á
meðaldagsumferð á þessum leiðum.
Samkvæmt tölum frá Vegagerðinni jókst um-
ferðin á leiðinni Selfoss-Reykjavík árið 2004 um
7–12%, eftir vegköflum, sem er ótrúlega mikil
aukning á einu ári. Þannig hefur umferðin á milli
Selfoss og Hveragerðis aukist um 12% á milli
ára og nú fer 6.181 bíll að meðaltali á hverjum
degi þessa leið og hefur fjölgað um 658 bíla á dag
að meðaltali. Umferðin yfir Hellisheiðina jókst
um 8,2%. Þar fóru um veginn að meðaltali árið
2004 5.638 bílar á dag að með-
altali, aukning um 426 bíla á dag
að meðaltali. Við Litlu kaffistof-
una var aukningin 6,7%, Um-
ferðin var 6.666 bílar á dag og
hafði aukist um 420 bíla á dag frá
árinu áður.
Gríðarlegur vöxtur er nú á Ár-
borgarsvæðinu, íbúum í Hvera-
gerði og Árborg hefur fjölgað
um samtals um 858 frá árinu
2000, þar af um 325 á síðasta ári.
Sumarhúsum í uppsveitum Ár-
nessýslu fjölgar einnig mjög
mikið. Raunar er sumarhús
rangnefni, því fólk dvelst í þess-
um húsum um helgar allan ársins hring. Þá
fjölgar ferðamönnum stöðugt bæði innlendum
og erlendum. Atvinnusvæði höfuðborgarsvæð-
isins hefur einnig stækkað umtalsvert á und-
anförnum árum. Nýleg könnun sýnir að tíundi
hver vinnufær maður í Árborg vinnur á höf-
uðborgarsvæðinu, allar líkur eru á að það hlut-
fall sé hærra í Hveragerði. Verulegur hópur af
höfuðborgarsvæðinu vinnur einnig fyrir austan
fjall. Allt þetta kallar á aukna umferð og sterkar
vísbendingar eru um að þessi þróun haldi áfram.
Strandflutningar lögðust endanlega niður í fyrra
og því hefur akstur flutningabíla aukist verulega
með tilheyrandi álagi á vegakerfið. Þá má nefna
til viðbótar Hellisheiðarvirkjun Orkuveitu
Reykjavíkur, en fyrirtækið áætlar að á milli
250–300 þúsund gestir muni heimsækja virkj-
unina árlega. Það er því augljóst að umferð á
leiðinni á milli Selfoss og Reykjavíkur mun stór-
aukast á næstu árum.
Hvað er framundan?
Nú er unnið að framkvæmdum við nýjan kafla
vegarins yfir Svínahraun að Litlu kaffistofunni,
en á þeim kafla verða mislæg gatnamót Suður-
landsvegar og Þrengslavegar. Um 3 akreina veg
með miðjuvegriði verður að ræða. Ekki er vafi á
að sú framkvæmd mun skila miklum ávinningi,
en betur má ef duga skal. Í nýsamþykktri sam-
gönguáætlun fyrir tímabilið 2005–2008 er gert
ráð fyrir 300 milljón króna framlagi til vegarins
árið 2007 og er ljóst að sú upphæð mun duga
skammt við nauðsynlegar endurbætur. Á kom-
andi Alþingi verður væntanlega endurskoðuð 12
ára samgönguáætlun og þá er nauðsynlegt að
tryggja að nægilegir fjármunir verði settir á
áætlun til að gera veginn þannig úr garði að
hann anni umferðinni og bæti umferðaröryggi
verulega.
Kostnaður við úrbætur
Nauðsynlegt er að vegurinn frá Selfossi til
Reykjavíkur verði breikkaður í 3 til 4 akreinar
eftir aðstæðum. Nú eru tvær akreinar frá Sel-
fossi til Hveragerðis, á 2 km kafla á Hellisheið-
inni og frá Litlu kaffistofunni til Reykjavíkur.
F
H
f
m
le
s
y
f
in
3
a
v
u
u
g
a
in
f
y
a
o
f
b
u
5
s
h
v
m
f
fr
á
a
u
b
s
in
in
e
m
m
m
y
b
á
í
s
ir
á
n
Suðurlandsvegur á m
Selfoss og Reykjavík
ekki kominn tími til a
Eftir Þorvarð
Hjaltason
Þorvarður Hjaltason
FLUGVÖLLUR Á
LÖNGUSKERJUM?
Umræður eru hafnar á milli sam-gönguráðherra, borgarstjórans íReykjavík og flugfélaganna um
að flugvöllur verði hugsanlega gerður á
Lönguskerjum í Skerjafirði ef Reykjavík-
urflugvöllur fer úr Vatnsmýrinni. Sturla
Böðvarsson samgönguráðherra sagði í
samtali við Morgunblaðið fyrir helgi að
sjálfsagt væri að skoða flugvöll á Löngu-
skerjum sem einn kost til framtíðar, ef
það væri mögulegt út frá kostnaðar- og
umhverfissjónarmiði og teldu stjórnvöld
fært að fara þá leið.
Það er út af fyrir sig jákvætt að sam-
gönguráðherra og flugfélögin skuli nú
vera til viðtals um að flugvöllurinn fari úr
Vatnsmýrinni. Því hefur ekki verið að
heilsa hingað til. Það virðist furðu oft
gleymast að íbúar Reykjavíkur hafa í lýð-
ræðislegri atkvæðagreiðslu ákveðið að
flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni eftir
árið 2016. Jafnvel þeir, sem efndu til at-
kvæðagreiðslunnar – til dæmis borgar-
stjórinn í Reykjavík – virðast stundum
gleyma þessu grundvallaratriði.
En burtséð frá þeirri jákvæðu hlið
málsins, að hreyfing er á nýjan leik komin
á umræður um flugvöllinn, er afar vafa-
samt að nokkur skynsemi sé í þeirri miklu
fjárfestingu, sem gerð flugvallar á Löngu-
skerjum væri. Lykilorðin í málinu koma
raunar fram í þeim fyrirvörum, sem sam-
gönguráðherra hefur á því – það eru
kostnaðarsjónarmið og umhverfissjónar-
mið.
Út frá síðarnefnda sjónarmiðinu blasir
við að lítil sátt getur orðið um flugvöll á
Lönguskerjum. Skerjafjörðurinn er mik-
ið nýttur af íbúum Reykjavíkur og ná-
grannasveitarfélaganna til útivistar. Líf-
ríki svæðisins er fjölbreytt, ekki sízt
fuglalífið. Gríðarlegar uppfyllingar, flug-
vallargerð og stöðug flugumferð myndi
spilla náttúru Skerjafjarðar með þeim
hætti, að draga verður í efa að almenn-
ingur myndi sætta sig við slíkt.
Kostnaðarsjónarmiðið vegur ekki síður
þungt. Enn liggja út af fyrir sig ekki fyrir
neinar nákvæmar áætlanir um hvað
Lönguskerjaflugvöllur gæti kostað. Dag-
ur B. Eggertsson, formaður skipulags-
ráðs Reykjavíkur, nefnir í Morgunblaðinu
á laugardag að kostnaðurinn gæti orðið 8–
10 milljarðar. Þá er aðeins horft á fjár-
festinguna og rekstrarkostnaðurinn eftir.
Morgunblaðið hefur áður bent á að Ís-
lendingar hafi ekki efni á að reka tvo stóra
flugvelli á sama svæði. Í Keflavík er vel
búinn flugvöllur. Allt frá stríðslokum hef-
ur rekstur hans kostað ríkissjóð mun
minna en ella, vegna þess að Bandaríkin
hafa greitt stóran hluta kostnaðarins.
Hins vegar eru allar líkur á að viðræðum
Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál,
sem nú eru hafnar, lykti með því að Ísland
verði að axla þann kostnað, sem til fellur
vegna borgaralegs flugs á vellinum, að
langmestu leyti.
Þegar Reykjavíkurflugvöllur fer úr
Vatnsmýrinni, væntanlega eftir einn til
tvo áratugi, er því eðlilegast að gera ráð
fyrir að innanlandsflug flytjist til Kefla-
víkurflugvallar. Það fé, sem ella færi í að
gera flugvöll á Lönguskerjum eða annars
staðar í næsta nágrenni borgarinnar, er
betur nýtt til að bæta samgöngur við
Keflavíkurflugvöll þannig að hann geti
þjónað Reykjavík sem innanlandsflug-
völlur. Þar hefur m.a. verið rætt um veg-
tengingar með göngum milli Álftaness og
miðborgar Reykjavíkur. Vegasamgöng-
ur, sem auðvelda för fólks úr hjarta
Reykjavíkur til Keflavíkurflugvallar,
breyta öllum forsendum fyrir flutningi
innanlandsflugs þangað suður eftir. Það
fer til dæmis ekkert á milli mála hversu
mikið munar um þann hluta Reykjanes-
brautar, sem þegar hefur verið tvöfald-
aður.
Reykjavíkurborg þarf nauðsynlega á
byggingarlandi í Vatnsmýrinni að halda,
ekki sízt ef miðborgin á að geta stækkað
og eflzt. En það virðist engin skynsemi í
því að reka tvo stóra flugvelli á suðvest-
urhorni landsins. Umræður um flugvöll á
Lönguskerjum eru því óraunhæfar.
EFNISTAKA AF SJÁVARBOTNI
OG UMHVERFISMAT
Örlygur Hálfdánarson bókaútgefandihefur á undanförnum vikum gagn-
rýnt hér á síðum blaðsins umfangsmikla
efnistöku á vegum Björgunar hf. af hafs-
botni í Faxaflóa, Hvalfirði og Kollafirði.
Örlygur telur að efnistakan hafi m.a.
stuðlað að landeyðingu í Viðey. For-
svarsmenn Björgunar hf. hafa vísað
þessu á bug og telja efnistöku fyrirtæk-
isins ekki hafa nein áhrif á landbrot við
Kollafjörð eða í Hvalfirði.
Örlygur hefur m.a. gagnrýnt að efn-
istakan hafi ekki farið í umhverfismat.
Hann skrifaði grein í Morgunblaðið í
gær og benti m.a. á að enginn vissi um
óafturkræfar afleiðingar efnisnámsins á
vistkerfi sjávarins. Auðveldara væri að
gera sér grein fyrir áhrifum efnisnáms á
landi en þegar efninu væri dælt af sjáv-
arbotni.
Þetta eru umhugsunarverð sjónarmið.
Í fréttum Morgunblaðsins hefur komið
fram að Björgun hf. var fyrir u.þ.b. ald-
arfjórðungi veitt námaleyfi vegna efn-
istöku í Faxaflóa, til 40 ára. Nú er þetta
leyfi hins vegar úr gildi fallið fyrir
nokkrum vikum í samræmi við lög frá
árinu 2000 um eignarrétt ríkisins að auð-
lindum hafsbotnsins.
Jafnframt hefur komið fram að sam-
kvæmt lögum um mat á umhverfisáhrif-
um séu nýjar efnisnámur háðar um-
hverfismati ef áætluð efnistaka raskar
svæði, sem er meira en 50.000 fermetrar
að flatarmáli eða ef efnistakan nemur
meira en 150.000 rúmmetrum. Um fram-
kvæmdir, sem þegar hafa verið leyfðar,
gilda aðrar reglur. Skipulagsstofnun
skal ákveða hvort framkvæmdin telst
matsskyld.
Aukinheldur liggur fyrir að efnisnám
Björgunar af sjávarbotni nam um 500–
900 þúsund rúmmetrum á ári árin 1985
til 1995 og hefur framkvæmdastjóri fyr-
irtækisins staðfest í Morgunblaðinu að
það hafi aukizt, þótt ekki vilji hann gefa
upp nákvæmar tölur. Ef um nýja námu
væri að ræða þyrfti hún m.ö.o. að fara í
umhverfismat.
Nú er unnið að endurnýjun námaleyfis
Björgunar hf. Enginn vafi leikur á nauð-
syn efnisnáms vegna framkvæmda við
margs konar mannvirki. En liggur ekki
jafnframt nokkuð beint við, miðað við
þær upplýsingar sem fyrir liggja, að
áframhaldandi efnistaka af hafsbotni
eigi að fara í umhverfismat eins og aðrar
stórframkvæmdir? Forsendan fyrir
áframhaldi efnisnámsins hlýtur að vera
að við þekkjum áhrifin á umhverfið og
getum borið þau saman við aðra kosti,
sem í boði eru.