Morgunblaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 21
UMRÆÐAN
HÉR á landi eru nú starfandi álver
með 270 þúsund tonna fram-
leiðslugetu á ári. Ef draumar Fram-
sóknarflokksins verða að veruleika
stefnir í að ál-
framleiðslan verði
1.300–1.400 þúsund
tonn á ári. Með öðrum
orðum, fari úr tvö
hundruð og sjötíu þús-
und tonnum í eina
milljón og fjögur
hundruð þúsund tonn.
Ég tvítek tölurnar til
þess að leggja áherslu
á þá aukningu sem um
er að tefla. Þótt rík-
isstjórnin sé andvara-
laus og fjölmiðlar sýni
þessu furðu mikið fá-
læti, þá verður ekki sagt að þau sofi á
Greiningardeild KB banka. Í ágúst-
bréfi deildarinnar, sem nálgast má á
heimasíðu bankans, er fjallað um
hvað þessi áform þýða og er okkur
sagt að fari fram sem horfir, stefni í
að Ísland verði í hópi helstu álríkja
heimsins með um 5% af heimsfram-
leiðslu!
KB banki beinir sjónum aðeins
að efnahagsþættinum
Allt væri þetta gott og blessað ef
ekki væri verið að fórna dýrmætum
náttúruperlum og ef efnahagslegur
ávinningur væri ótvíræður. Grein-
ingardeild KB banka verður þó ekki
„sökuð“ um að láta stjórnast af um-
hverfissjónarmiðum því á slíkt er
ekki minnst einu aukateknu orði í
álitsgerð deildarinnar. Það eru hinir
efnahagslegu þættir sem deildin
beinir einvörðungu sjónum að. Í
greiningu á efnahagslegum for-
sendum um áliðjustefnuna fæ ég
ekki skilið annað en að felist alvarleg
varnaðarorð. Þar segir m.a.: „Þjóð-
hagslegur ábati stóriðjunnar er því
einkum fólginn í því yfirverði sem ál-
ver greiða til íslenskra fram-
leiðsluþátta, einkum vinnuafls og
orku. Þar skiptir arður af sölu raf-
orku mestu máli. Sú stefna virðist
hafa verið ríkjandi hérlendis að selja
raforku nærri kostnaðarverði sem
endurspeglast bæði í fremur lágri
arðsemi Landsvirkj-
unar og fremur lágri
ávöxtunarkröfu sem
fyrirtækið gerir til
virkjanaframkvæmda.“
Þriðjaheimsríkið Ís-
land – viljum við
það?
Það sem hér er verið
að segja okkur, eftir því
sem ég fæ best skilið, er
að Íslendingar eru með
ærnum tilkostnaði (að
því er einnig vikið í álits-
gerð bankans) að búa
sig undir framtíðina að hætti fá-
rækra þriðjaheimsríkja sem selja
fjölþjóðarisum aðgang að dýrmætum
auðlindum fyrir lítinn fjárhagslegan
ávinning.
Fyrr á tíð byggðist virkjunar- og
stóriðjustefnan hér á landi á þeirri
hugsun, að vegna sölu á raforku til
stóriðju gætum við virkjað stærra og
meira en ella og það myndi gagnast
samfélaginu öllu að selja stóriðjufyr-
irtækjum hluta af rafmagninu frá
þeim virkjunum sem á annað borð
væri ráðist í. Rétt er að halda því til
haga að alla tíð var það gagnrýnt að
stóriðjufyrirtækin fengju raforkuna
á nánast kostnaðarverði, eða minna,
á meðan almenningur og íslensk fyr-
irtæki greiddu mun hærra verð. En á
þennan hátt var þetta réttlætt. Öðru
máli hlýtur að gegna þegar ráðist er í
virkjanir sem eingöngu eiga að þjóna
stóriðjufyrirtækjum eins og reyndin
er með Kárahnjúkavirkjun. Þá hljóta
að gilda önnur rök. Þá hlýtur að vera
spurt um arðsemi virkjanafram-
kvæmdanna og raforkusölunnar með
tilliti til þess hvað stóriðjufyrirtækin
greiða fyrir rafmagnið, þar sem þau
eru eini kaupandinn.
Framkvæmdir með
lága arðsemiskröfu
Og það er hér sem Greiningardeild
KB banka talar um „lága arðsemi“
og „lága arðsemiskröfu“. Vissulega
skapast störf en það eru dýrkeypt-
ustu störf sem orðið hafa til í landinu
og vert er að vekja sérstaka athygli á
því sem fram kemur hjá KB banka
að rangt sé að gera mikið úr ávinn-
ingi stóriðjustefnunnar með tilliti til
svokallaðra „afleiddra“ starfa því
þau hefðu orðið til einnig þótt at-
vinnuuppbyggingunni hefði verið
beint inn í annan farveg.
Ég skora á fjölmiðla að fara í
saumana á þessum málum. Það
stefnir í að álframleiðsla verði uppi-
staðan í efnahagsframleiðslu hér á
landi, tæplega fimm sinnum meiri en
nú er, án þess að Íslendingar fái
nokkuð fyrir sinn snúð – og látum við
náttúruspjöllin þá liggja á milli hluta,
rétt á meðan þessi þáttur er ræddur.
En þarf ekki að ræða hann? Þarf
ekki að stöðva fólk sem framkvæmir
gegndarlaust á kostnað skattborg-
arans án þess að hafa snefil af bisn-
issviti?
Áskorun til fjölmiðla
Ögmundur Jónasson
fjallar um fyrirhugaða
álframleiðslu hér á landi ’Íslendingar eru meðærnum tilkostnaði að
búa sig undir framtíðina
að hætti fátækra þriðja-
heimsríkja sem selja
fjölþjóðarisum aðgang
að dýrmætum auðlind-
um fyrir lítinn fjárhags-
legan ávinning.‘
Ögmundur Jónasson
Höfundur er formaður
þingflokks VG.
MORGUNBLAÐIÐ hefur nú tví-
vegis (í leiðara 28. júlí og Stakstein-
um 20. ágúst) kallað eftir því að
Náttúruverndarsamtök
Íslands fordæmi aðgerð-
ir mótmælenda gegn
Kárahnjúkavirkjun og
álveri Alcoa sem blaðið
segir vera ævintýra-
mennsku spennufíkla.
Staðreyndin er að f.h.
Nátturúvernd-
arsamtaka Íslands
gagnrýndi undirritaður
harðlega í þættinum Ís-
landi í dag (15. júní)
skyrslettuaðgerð mót-
mælenda á Nordica hot-
el. Sömuleiðis gagn-
rýndi ég hvers konar skemmdarverk
í nafni náttúruverndar (Spegillinn 4.
ágúst) og þá einkum það að mála
slagorð á Alþingi (kvöldfréttir RÚV
12. ágúst). Þess konar aðgerðir eru
engum hjálplegar. Málstaður nátt-
úruverndar verður ekki varinn með
skemmdarverkum.
Aðalatriðið er þó að réttur al-
mennings til mótmæla og andófs-
aðgerða er ótvíræður. Lögregla og
Útlendingastofnun hafa hins vegar
farið út yfir allt velsæmi í aðgerðum
sínum gagnvart því fólki sem skipu-
lagði mótmæli gegn Kárahnjúka-
virkjun og álveri Alcoa í Reyðarfirði.
Þau mótmæli ógnuðu engum og
meiddu engan. Ekki er heldur kunn-
ugt um að nokkurt þeirra sem mót-
mæltu austur þar hafi verið ákært,
hvað þá fengið á sig dóm.
Hafi markmið lögreglu og dóms-
yfirvalda verið að fæla frá erlenda
mótmælendur eru yfirvöld á miklum
villigötum. Mótmæli af því tagi sem
áttu sér stað fyrir austan eru alsiða
alls staðar þar sem lýðræði er í há-
vegum haft. Þess konar mótmæli
hafa valdið hvað mestu um að bann-
að var að brenna eiturefni á hafi úti,
bannað var að losa
geislavirkan úrgang í
hafið og hætta skal
losun hvers kyns eitr-
aðs úrgangs í hafið frá
landstöðvum – þ.m.t.
Sellafield – fyrir 2020.
Íslensk sjávarútvegs-
fyrirtæki standa því í
mikilli þakkarskuld
við þau alþjóðlegu um-
hverfisverndarsamtök
sem hafa sérhæft sig í
slíkum aðgerðum.
Þegar Greenpeace
International fékk
leyfi til að opna skrifstofu í Beijing
urðu samtökin að gangast undir það
jarðarmen að standa ekki fyrir mót-
mælaaðgerðum af neinu tagi. Slíka
menningu þola ekki arftakar Maós
formanns. Ekki heldur, að því er
virðist, íslensk stjórnvöld.
Í þessu sambandi er nauðsynlegt
að minna á æfingu NATO á hálendi
Íslands sumarið 1998 sem snerist um
að bæla niður mótmæli umhverf-
isverndarsinna. Enn ber að minna á
að ríkisstjórn Íslands hefur alfarið
lagst gegn fullgildingu Árósasamn-
ingsins um rétt almennings á að-
gangi að upplýsingum, þátttöku al-
mennings í ákvarðanatöku og
aðgang að réttlátri málsmeðferð í
umhverfismálum. Því miður bendir
margt til að íslensk stjórnvöld þráist
við að hin tvö síðast nefndu rétt-
arákvæði samningsins verði hluti
EES-samningsins og þar með lög-
fest hér á landi.
Síðast en ekki síst skal minnt á
áróðursherferð iðnaðarráðuneyt-
isins og Landsvirkjunar gegn þeim
samtökum og einstaklingum sem
hafa beitt sér fyrir verndun hálendis
Íslands. Tugmilljónum króna var
varið til þeirrar herferðar sem er
svartur blettur á fyrirtækinu og iðn-
aðarráðherra. Í viðtali við Morg-
unblaðið 30. júní sl. lýsir formaður
Landsvirkjunar því yfir að Lands-
virkjun hafi „…lært heilmikið af Al-
coa um samskipti við umhverf-
isverndarsamtök. Alcoa hefur að
ýmsu leyti farið aðra leið en við m.a.
með því að halda uppi virku sam-
bandi við umhverfisverndarsamtök
og ræða öll sjónarmið.“ Því miður
benda atburðir sumarsins til að þessi
lærdómur hafi ekki fest djúpar ræt-
ur hjá ráðamönnum.
Í lögum Náttúruverndarsamtaka
Íslands segir: „Markmið samtak-
anna er að vera málsvari umhverfis-
og náttúruverndarsjónarmiða“.
Þessu markmiði hyggjast samtökin
ná meðal annars með því að veita
stjórnvöldum og framkvæmdarað-
ilum gagnrýnið aðhald. Af þessu
helgast gagnrýni okkar á framferði
lögreglu og Útlendingastofnunar.
Skrif Morgunblaðsins
um mótmælendur
Árni Finnsson svarar Morg-
unblaðinu og útskýrir afstöðu
Náttúruverndarsamtaka
Íslands vegna mótmælanna
við Kárahnjúka
’Mótmæli af því tagisem áttu sér stað fyrir
austan eru alsiða alls
staðar þar sem lýðræði
er í hávegum haft. ‘
Árni Finnsson
Höfundur er formaður Nátt-
úruverndarsamtaka Íslands.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
ÉG GET ekki annað en látið mína
siðferðislegu skoðun í ljós vegna fyr-
irsagnar blaðsins hinn 15. ágúst sl.,
en hún var „Ætlar þú að enda á
kassanum í Bónus?“ Anna Pála
Sverrisdóttir blaðamaður stóð fyrir
þessari grein, sem að mínu mati er
óskaplega ósmekkleg.
Að vinna á kassa í hvaða verslun
sem er hefur sjaldan verið talið nið-
urlægjandi fyrir nokkurn ungling
eða fullorðið fólk, þó svo að það endi
í því starfi. Þetta er yfirleitt ungt
fólk, sem er að byrja sitt ævistarf, og
er að ég hygg oft ungt skólafólk sem
er duglegt og samviskusamt. Þessir
unglingar sem vinna við afgreiðslu í
öllum stórvörumörkuðum í Reykja-
vík og vítt og breitt um landið eru
öllum til fyrirmyndar í lipurð og
áhugasemi, sem allir mættu taka sér
til fyrirmyndar, þ. á m. þessi Anna
Pála.
Að minnast sérstaklega á Bónus í
þessu sambandi er ósanngjarnt,
bæði fyrir fyrirtækið og allt það fólk
sem vinnur á kössum og við almenn
störf í þessum fyrirtækjum.
Nafn Bónus ber hátt þessa dag-
ana vegna hinna vafasömu ásakana
sem stofnendum Bónus eru bornar á
brýn. Ég vona bara að hið sanna
komi í ljós, en eru í mínum huga eru
þeir saklausir og vona að það haldi
sér. Þetta góða fyrirtæki hefur látið
svo gott leiða af sér og gert fólki um
allt land ljóst allt hið óréttláta og
skammarlega vöruverð sem liðist
hefur hér á landi, eða allt þar til að
Jóhannes í Bónus tók sig til og koll-
varpaði öllu í rétta átt.
Ég versla að mestu leyti í Bón-
usverslunum , sem eru eins og allir
vita með langlægsta vöruverðið og
úrval við allra hæfi. Gæðin eru ekki
aðalatriðið fyrir mér, enda getur
enginn dæmt um þau. Það er verðið
sem skiptir flest eðlilegt fólk mestu
máli.
Þessi andstyggilega fyrirsögn,
sem ég minntist á hér í upphafi,
kemur öllum, sem þola ekki hroka, í
illt skap.
Með von um að starfsfólk á kassa
fái upphefð í sínu starfi og að Bónus
komi sem best út úr öllum sínum
miklu málum sem það stendur
frammi fyrir.
UNNAR ÁGÚSTSSON,
Gaukshólum 2, Reykjavík.
Ósmekkleg fyrirsögn
Frá Unnari Ágústssyni:
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni