Morgunblaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 17 MINNSTAÐUR Ströndum | „Ef ég man rétt þá ætlaði ég að verða bóndi, það var alltaf efst í huga mér,“ seg- ir Guðbrandur Einarsson nuddmeistari en hann tók þátt í göngunni Haltur leiðir blindan. Hann gekk ásamt Bjarka Birgissyni hringinn í kring- um landið á 46 dögum eins og kom fram í frétt- um en göngunni luku þeir í byrjun þessa mán- aðar. Guðbrandur er fæddur og uppalinn í Strandasýslu á bænum Broddanesi II þar sem foreldrar hans búa ennþá. „Ég hef alltaf verið mjög tengdur sveitinni og var þar heimilisfastur til ársins 1994 að ég fór að læra og starfa í Reykjavík en það má segja að ég fari norður nánast hverja helgi frá apríl til nóvember ár hvert.“ Stundum er fjölskylda hans eða hluti hennar með í för en dætur hans tvær og kona, Ingi- björg Jensdóttir, sækja í friðsældina á Strönd- um. Guðbrandur segist alltaf hafa verið mikið fyrir dýr en á Broddanesi er búið með kindur og nokkra hesta og á yngri árum keppti Guð- brandur sjálfur á hestamannamótum. „Við höfum líka alltaf haft bát, áttum trillu sem við hættum að nota 1998, svokallaðan fær- eying, og vorum þá fyrst og fremst á grásleppu- veiðum því þá var ekki komin svo mikil þorsk- gengd inn á Steingrímsfjörð eins og síðar varð. Núna róum við á rauðmaga á vorin á plastbáti og erum að verða með þeim síðustu sem veiðum sel og verkum hann en skinnin fara til Eggerts feldskera,“ segir Guðbrandur. Áfall að missa sjónina Guðbrandur er nuddmeistari og stofnaði sína eigin stofu í Reykjavík árið 1999. Hann hefur verið virkur í Félagi íslenskra heilsunuddara og hefur verið þar formaður undanfarin tvö ár. Þá hefur hann kennt við Nuddskóla Íslands þaðan sem hann sjálfur útskrifaðist. „Ég er að hefja fjórða kennsluárið nú í haust og hef haft af- skaplega gaman af því að kenna og miðla af minni reynslu og það er gott að þurfa að rifja fagið upp sjálfur fyrir kennslustundir.“ Það sem varð til þess að Guðbrandur valdi annað ævistarf en búskap í sveit var sú erfiða lífsreynsla að hann missti sjón. „Ég fékk misl- inga um 11 ára aldur og upp frá því kom sýking í augnbotna sem ekki náðist að halda niðri, eftir það fór sjónin að versna og nú er svo komið að ég hef litla sjón. Auðvitað varð þetta mér mikið áfall á sínum tíma en þó háir þetta mér ekki meira en svo að ef ég ætti aðeins eina ósk þá er ég ekki viss um að sjónin væri það fyrsta sem ég bæði um. Lestæki hefur fylgt mér í gegnum tíð- ina og ég hef stækkunarforrit og hljóðgervil í tölvunni og er nú að fá nýtt lestæki sem er á stærð við tölvumús og tengist við tölvuskjáinn.“ Eins og með marga sem lenda í erfiðum áföll- um í lífinu var Guðbrandi gefið ýmislegt annað sem hann hefur nýtt í starfi sínu. Þeir sem þekkja til Guðbrands og hafa komið til hans á stofuna eru vissir um að hann sé á réttri hillu í því að létta fólki lífið, mjög góður hlustandi og hæfur nuddari. „Já, ég hef góða heyrn og þykir starfið bæði gefandi og skemmtilegt. Hluti af starfinu er að hafa þjónustulund, það er ekki nóg að kunna að nudda ef það fylgir ekki með að geta hlustað. Ég er ekki skaplaus en ég mundi aldrei láta það bitna á viðskiptavinum ef ég væri ekki vel upp- lagður.“ Með kjarkinn í blóðinu Íþróttir hafa alltaf verið áhugamál Guð- brands. „Ég stundaði íþróttir meðan ég bjó fyr- ir norðan, bæði frjálsar og síðan var ég á skíðum og skautum. Þá spilaði ég brids og tefldi nokkuð um tíma. Nú fylgist ég með íþróttum og er með samning við Íþrótta- og ólympíusamband Ís- lands og nudda afreksmenn þeirra, þá hef ég nuddað nokkra afreksmenn hjá íþróttasam- bandi fatlaðra en það var einmitt þá sem ég kynntist Bjarka.“ Þeir félagarnir vöktu mikla athygli og við lok göngunnar í sumar sagði framkvæmdastjóri Sjónarhóls að ganga þeirra væri mikil þrekraun og „félagslegt, andlegt og líkamlegt afrek“. Guðbrandur segir margt vera eftirminnilegt frá göngunni: „Við kynntumst þarna íslenskri gestrisni eins og hún gerist best á landsbyggð- inni og fengum alls staðar frábærar móttökur. Margir eru eftirminnilegir af þeim sem við hitt- um, það var til dæmis sérstaklega gaman að kynnast Reyni Pétri Ingvarssyni en hann gekk með okkur stutta leið. Þá hittum við Kjartan Jakob Hauksson en hann gekk með okkur í nágrenni Egilsstaða. Kjartan er að róa á bát sínum kringum landið og er um það bil að verða kominn hringinn. Þarna var bræla og hann gat ekki róið þannig að hann notaði tækifærið og gekk með okkur. Kjartan er ættaður af Ströndum og mikið hreystimenni eins og Strandamenn eru upp til hópa.“ Þegar Guðbrandur er spurður að því hvað gefi honum þennan mikla kraft stendur ekki á svari: „Ég er eins og aðrir Strandamenn þrjósk- ur og gefst aldrei upp.“ Eftir Arnheiði Guðlaugsdóttur Kynntumst íslenskri gestrisni eins og hún gerist best Ljósmynd/Arnheiður Guðlaugsdóttir Á heimavelli Guðbrandur Einarsson og Sigríður dóttir hans við nýuppgerðan bát sem smíð- aður var árið 1937 fyrir afa Guðbrands og nafna. Guðbrandur er uppalinn í Strandasýslu. LANDIÐ Borgarnes | Afkomendur borgfirskra vesturfara vitjuðu heimaslóðanna síðastliðinn föstudag en þá var afhjúpað- ur minningarsteinn í Englendingavík í Borgarnesi. Með þessu framtaki vildu Vestur-Íslendingarnir minnast for- feðra sinna sem fluttu til Vesturheims en aldamótaárið 1900 fluttu hjónin Helgi Jónsson og Ásta Jóhannesdóttir vestur til Kanada ásamt dóttur sinni Kristínu. Þau settust að í Winnipeg þar sem þau byggðu sér fal- legt heimili og áttu farsælt líf. Í Kanada eignuðust þau 6 börn til viðbótar, þau Rósu, Jónínu, Jón, Sigríði Sesselju, Magnús og Harald. Á heimilinu og í nágrenni þess var töluð íslenska. Nú, rúmlega 100 árum síðar, voru tíu úr hópi átján barnabarna Helga og Ástu saman komin í Borgarnesi ásamt fjórum mökum og tveimur af fjölmörgum barna- barnabörnum. Hópurinn var í pílagrímsferð til að minn- ast Helga og Ástu og skoða heimabyggð þeirra. Helgi var fæddur og uppalinn í Eskiholti í Borgar- hreppi og Ásta var frá Gufuá í sömu sveit. Með ferð sinni til Kanada viltu þau freista gæfunnar í nýjum heimkynn- um þar sem lítið var um jarðnæði heima á Íslandi og hart var í ári hjá mörgum um þetta leyti. Farsæll rekstur og 19 háskólagráður Fram kom hjá barnabörnunum að Ásta og Helgi hefðu óskað þess að afkomendur þeirra ættu kost á betra lífi í Vesturheimi en hér og hefði það ræst því nokkrir væru með farsælan eigin rekstur og a.m.k. 19 háskólagráður væri að finna meðal afkomendanna. Bæjarstjórn Borgarbyggðar barst í febrúar sl. erindi þessa fólks um að fá að setja upp minnisskjöld um for- feður sína í Borgarnesi. Bæjarstjórnin lítur svo á að með þessu sé ekki einungis verið að heiðra minningu Helga Jónssonar og Ástu Jóhannesdóttur heldur minni þetta framtak líka á þá staðreynd að margir fóru til Vestur- heims úr Borgarfirði á sínum tíma, og þeirri sögu mætti ekki gleyma. Á árunum 1870 til 1914 fluttust alls 556 manns úr Mýrasýslu og 299 manns úr Borgarfjarðarsýslu til Vesturheims. Samtals voru þetta því 855 manns sem fóru úr Borgarfirði á sínum tíma. Á minnisskildinum er ýmis fróðleikur um Helga og Ástu auk myndar af þeim hjónum. Ennfremur er þar orðatiltækið Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Með þessari gömlu tilvitnun vilja afkomendur Helga og Ástu minna á mikilvægi sterkra tengsla milli ættingja á Íslandi og vestan hafs. Sýning á húsalíkönum Safnahús Borgarfjarðar heiðraði hópinn með því að opna sérstaka sýningu sama dag en um var að ræða sýn- ingu á húsalíkönum eftir Borgfirðinginn og Vestur- Íslendinginn Kristján Thorsteinsson, sem fluttist til Kan- ada í upphafi 20. aldar og bjó í Winnipeg. Hann bjó þar á sama tíma og í sama samfélagi og Helgi og Ásta til- heyrðu: meðal landnema þar sem íslenska var aðal- tungumálið í samskiptum milli manna. Sýningin er opin kl. 13 til 18 alla virka daga. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Forfeðranna minnst Vestur-íslenski hópurinn við minningarskjöldinn í Englendingavík í Borgarnesi. Í minningu forfeðranna EFTIRLIT með bílastæðum fyrir hreyfihamlaða Frá 26. ágúst 2005 verður tekið upp sama eftirlit með sérmerktum bílastæðum fyrir hreyfihamlaða á einka- lóðum á Akureyri og hefur verið á opinberum bíla- stæðum. Þeir sem ekki hafa sýnilegt P-skírteini hreyfihamlaðra mega ekki nota stæðin. Þetta á við um allan sólar- hringinn og við lestun og losun og þó að aðeins sé lagt eða stöðvað í stutta stund. Bifreiðastæðasjóður Akureyrarbæjar Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is Jörð til sölu Jörðin Spónsgerði í Hörgár- dal er til sölu, ásamt landi úr Hallgilsstöðum. Á jörðinni er íbúðarhús á tveimur hæðum, byggt 1948, alls 146 m2, fjós byggt 1951 með 19 básum og geldneytahús byggt 1965, fjárhús byggt 1972 fyrir 120 kindur, hlöður 954 m3 byggðar 1946 og 1986. Ræktað land er um 20 ha, greiðslumark í mjólk um 55.000 lítrar, 76 ærgildi í sauðfé, ásamt bústofni og vélum. Rækt- að land úr Hallgilsstöðum er um 20 ha, auk beitilands. Tilboð óskast í alla eignina. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, Óseyri 2, 603 Akureyri, á skrifstofutíma í síma 460 4477 og þang- að skulu tilboð í eignina berast fyrir 15. sept. 2005. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.