Morgunblaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 33
DAGBÓK
RÁÐSTEFNA verður í dag haldin á HótelSögu um bókasafns- og upplýs-ingafræðimál í alþjóðlegu samhengi. Aðráðstefnunni stendur Upplýsing, félag
bókasafns- og upplýsingafræða en Þórdís T. Þór-
arinsdóttir er formaður fagfélagsins og einn aðal-
umsjónarmaður ráðstefnunnar: „Við höldum al-
þjóðlega ráðstefnu í samstarfi við bókasafns- og
upplýsingafræðiskor HÍ. Til okkar koma fjórir er-
lendir fyrirlesarar, þar á meðal fyrverandi og nú-
verandi forseta IFLA, alþjóðasamtaka bókavarða-
félaga og bókasafna en þau samtök vinna að
framgangi bókasafns- og upplýsingamála og vinna
m.a. náið með UNESCO.“
Haldin verða fimm erindi á dagskránni sem
stendur frá kl 9 til 5. Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir menntamálaráðherra og Kristín Ingólfs-
dóttir rektor HÍ flytja ávarp við upphaf ráðstefn-
unnar. Kay Raseroka, fráfarandi forseti IFLA
flytur þá fyrsta erindi ráðstefnunnar. Næstur tek-
ur til máls dr. Alex Byrne, nýkjörinn forsetii IFLA,
þá dr. Martin Nakata frá Tækniháskólanum í
Sydney, og eftir honum dr. Marian Koren frá Fé-
lagi hollenskra almenningsbókasafna. Loks flytur
erindi dr. Sigrún Klara Hannesdóttir lands-
bókavörður.
„Tilefni ráðstefnunnar,“ segir Þórdís, „er að al-
þjóðleg ráðstefna IFLA var haldin í Ósló í siðustu
viku. Samtökin halda ráðstefnur af þessu tagi á
hverju ári, síðast í Buenos Aires í Argentínu og
næsta ár í Kóreu. Við gripum því tækifærið og
fengum þetta fólk í heimsókn hingað til Íslands, þar
sem ekki var langt að fara – en þetta er í fyrsta
skipti sem fulltrúar IFLA koma hingað til lands.
Þetta er mikill viðburður fyrir bókasafns- og upp-
lýsingafræðiheiminn á Íslandi og mikill heiður að fá
þessa mætu gesti.“
Viðfangsefni fyrirlestranna spanna vítt svið. Má
þar nefna erindi Kay Raseroka, sem starfar sem
háskólabókavörður í Botswana, fjallar um læsi og
símenntun en Kay hefur í starfi sínu sérstaklega
beitt sér fyrir bættu aðgengi fólks að upplýsingum.
IFLA samtökin hafa beitt sér fyrir því að allir fái
notið upplýsingabyltingarinnar – en fátækari lönd
með lélegri upplýsingakerfi hafa mörg farið á mis
við þá byltingu. Alex Byrne fjallar í erindi sínu um
hlutverk og mikilvægi samstarfs þegar kemur að
framþróun í upplýsingamálum en hann leggur sér-
staka áherslu á rétt einstaklingsins til að geta aflað
sér upplýsinga um hvað það sem hugur hans girn-
ist.
Loks ber að geta erindis landsbókavarðar en er-
indi hennar fjallar um rödd þjóðbókavarða lítilla
ríkja í alþjóðlegu samhengi.
Um 140 manns hafa skráð sig til þátttöku í dag-
skrá dagsins en það er um þriðjungur félagsmanna
Upplýsingar. Upplýsing er fagfélag sem varð til ár-
ið 2000 við sameiningu fjögurra félaga bókavarða.
Ráðstefnur | Mætir erlendir gestir á ráðstefnu um bókasafns- og upplýsingamál
Bókasöfn og upplýsingasamfélag
Þórdís Torfhildur
Þórarinsdóttir fæddist
9. október 1947 í Litlu-
Tungu í Holtum. Hún
lauk stúdentsprófi
1968 frá Mennta-
skólanum á Laug-
arvatni. Kennaraprófi
lauk hún frá stúd-
entadeild Kennaraskól-
ans 1969. Árið 1979
lauk hún BA-prófi í
bókasafnsfræði og
þýsku frá Háskóla Íslands og 1981 mast-
ersprófi í bókasafns- og upplýsingafræði frá
State University of New York at Albany.
1. f4 c5 2. b3 d5 3. e3 Rc6 4. Rf3 Rf6 5.
Bb2 e6 6. Bb5 Bd6 7. Bxc6+ bxc6 8. 0-0
Dc7 9. d3 Rg4 10. De2 0-0 11. Rbd2 f6
12. Hae1 Bd7 13. Rh4 f5 14. Rhf3 Be8
15. h3 Rf6 16. Re5 Rd7 17. Rxd7 Dxd7
18. Df2 Bh5 19. Dh4 Df7 20. Rf3 Bxf3
21. Hxf3 Hae8 22. Df2 Dc7 23. Dd2 e5
24. fxe5 Bxe5 25. Ba3 Bd6 26. Hef1
De7 27. Df2 De5 28. g3 Hf6 29. Kg2
Hef8 30. c4 dxc4 31. bxc4 Hb8 32. Hc1
Hg6 33. Hc2 Bc7 34. Bb2 Dd6 35. Hd2
h5 36. h4 Ba5 37. Hd1 Bc7 38. Bc3 Hg4
39. Be1 Df6 40. Kh3 Hb2 41. Hd2 Hb1
42. He2 Dg6 43. Hb2
Staðan kom upp í landsliðsflokki
Skákþings Íslands sem lauk fyrir
skömmu í Háskólanum í Reykjavík.
Sigurður Daði Sigfússon (2.344) hafði
svart gegn Ingvari Ásmundssyni
(2.299). 43. – Hxh4+! 44. Kg2 hrókur-
inn var friðhelgur vegna mátsins á g4.
44. – Dg4 45. Hxf5 Dh3+ 46. Kf3
Dxf5+ 47. Kg2 Dh3+ 48. Kf3 Dh1+ og
hvítur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.
◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
533 4200
eða 892 0667
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5 105 Rvk
533 4200
Hef kaupanda að vönduðu einbýlishúsi
á stór-Reykjavíkursvæðinu
Seljendur vinsamlega hafið samband
í síma 533 4200 eða 892 0667
Nýi söngskólinn
Tónlistarhúsinu
Ými
Ný söngdeild - þvert á stíl;
pop-, jazz-, söngleikja-, kvikmynda-
og klassísk tónlist.
Einsöngsdeild,
unglingadeild,
áhuga-/undirbúningsdeild.
Innritun stendur yfir í allar deildir á skrifstofu
skólans, í símum 552 0600 og 893 7914 og á
www.songskoli@vortex.is.
Inntökupróf þriðjudaginn 30. ágúst.
Skólasetning fimmtudaginn 1. september kl. 18.00.
Nánari upplýsingar um skólann og kennara
á www.songskoli.is.
„Hjartansmál“
Rangar kynningar
og ljótt orðbragð
ÞAÐ er leitt til þess að vita að ríkis-
útvarpið ranghermi þegar kynnt eru
íslensk lög og ljóð. Það kom fyrir ný-
verið að ljóð Huldu, Lindin, við
indælt lag Eyþórs Stefánssonar, var
sagt vera eftir Benedikt Gröndal.
Það er ranghermi. Þetta ljóð er eitt
frægasta kvæði skáldkonunnar
Huldu sem var Unnur Bjarklind.
Þetta má ekki líða. Ríkisútvarpið
verður að vanda betur kynningar á
ljóðum og lögum. Þá ber að víta
óþverraorðbragð sem heyrist í út-
varpssögunni eftir Kristínu Marju
Baldursdóttur, sem er lesin nú dag-
lega. Það er óprýði á sögu hennar að
tala um rassgat. Slík orð eiga helst
ekki heima í dagskrá ríkisútvarpsins.
Það má hrósa höfundinum fyrir
margt en ekki þetta.
Með góðri kveðju,
Pétur Pétursson þulur.
Göngubraut meðfram
Hringbraut?
ÉG vil taka undir það sem óánægður
íbúi skrifar í Velvakanda 17. ágúst sl.
um að ekki sé gert ráð fyrir gangandi
vegfarendum. Ég bý í Hlíðunum og
geng mikið niður í bæ en það er orðið
mjög erfitt því það þarf að fara alls-
konar krókaleiðir. Að ganga úr
Vesturbænum upp í Hlíðar er ekki
auðvelt, maður finnur bókstaflega
enga leið meðfram nýju Hringbraut-
inni. Því vil ég spyrja: Verður lögð
göngubraut meðfram nýju Hring-
brautinni svo að hægt sé að ganga
milli Vesturbæjar og Hlíðahverfis?
Íbúi í Hlíðunum.
Strætókerfið mikil mistök
ÉG var að lesa Velvakanda 17. ágúst
sl. Þar skrifa tvær aldraðar konur
um strætómál og er ég þeim alveg
sammála.
Við breytingarnar á leiðarkerfi
strætós misstum við, sem búum í
gamla vesturbænum og við Hring-
braut, leið nr. 2 sem þjónaði þessu
hverfi mjög vel og var hægt að fara
með henni um allan bæ. Þetta var
stórkostleg þjónusta fyrir Vestur-
bæinga. Hér í hverfinu er dvalar-
heimili aldraðra, heilsugæsla og hér
býr mikið af eldri borgurum sem
komast ekki eins auðveldlega í
strætó og áður. Ég gat áður fyrr not-
að leið 2 og komist flest það sem ég
þurfti að fara með þeim vagni en nú
þarf ég að taka leigubíl hvert sem ég
þarf að fara.
Kona í Vesturbænum.
Gullarmband týndist
GULLARMBAND týndist laugar-
daginn 30. júlí, líklega á Ruby Tues-
day, á Stuðmannatónleikunum í
Húsdýragarðinum eða í Broadway.
Finnandi vinsamlega hafi samband í
síma 691 0757.
Blár gári týndur
BLÁR gári, tæplega ársgamall,
slapp út um glugga á Laugavegi 135
sl. föstudag. Hann er gæfur og söng-
elskur. Ef hann hefur gert vart við
sig einhvers staðar þá vinsamlega
hringið í síma 699 0492.
Köttur í óskilum
GRÁBRÖNDÓTT
fress settist að við
hús í Sigtúni föstu-
daginn 19. ágúst.
Kisi er enn hálf-
gerður kettlingur,
væntanlega um
hálfs árs gamall,
og virðist óvanur
því að vera úti.
Hann er með gráa
endurskinsól með
bjöllu, en ekkert
merki um heimilisfang. Eigandi
hringi í síma 849 8264.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Hlutavelta | Þessar brosmildu vin-
konur, Hulda María og Maren Erla,
héldu hlutaveltu nýlega og söfnuðu
3.173 kr. til styrktar Kattavinafélagi
Íslands.
Hlutavelta | Þessir duglegu krakk-
ar, Úlfar, Hendrik og Guðlaug, héldu
hlutaveltu nýlega og söfnuðu 2.346 kr.
til styrktar Rauða krossi Íslands.
Morgunblaðið/Golli
70 ÁRA afmæli. Í dag, 23. ágúst,er sjötug Ingibjörg Aradóttir.
Hún tekur á móti gestum föstudaginn
26. ágúst kl. 20 í Samkomuhúsinu á
Garðaholti, Garðabæ.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Varnarþraut.
Norður
♠Á952
♥ÁKG942 S/Allir
♦62
♣8
Vestur Austur
♠K4 ♠1083
♥D ♥8753
♦Á754 ♦DG3
♣ÁG10954 ♣K62
Suður
♠DG76
♥106
♦K1098
♣D73
Spilið í dag er frá undanúrslitaleik
Pólverja og Frakka á HM ungmenna.
Pólverjinn Buras varð sagnhafi í
fjórum spöðum eftir þessar sagnir:
Vestur Norður Austur Suður
J. Grenthe Araskiewicz G. Grenthe Buras
– – – Pass
1 lauf 1 hjarta Pass 1 spaði
2 lauf 4 spaðar Allir pass
Jerome Grenthe í vestur hóf vörn-
ina með hjartadrottningu, sem Buras
drap og spilaði spaðaás og spaða á
drottninguna heima og kóng vesturs.
Nú er aðeins ein vörn til og hún er
þessi: Vestur þarf að spila laufi und-
an ásnum yfir á kóng makkers og fá
tíguldrottningu um hæl. Ekki bein-
línis augljóst og Jerome leist betur á
að taka laufásinn og spila tígulás og
tígli.
Eins og Jerome varðist þurfti hann
aðeins tígulkóng frá makker, en hann
græðir því aðeins á að spila undan
laufásnum að austur sé með laufkóng
og DG í tígli. Svo kannski er vörnin
skiljanleg.
En vörn er samleikur en ekki ein-
leikur. Austur getur hjálpað til með
því að láta lægsta hjartað í fyrsta
slag (þristinn) og fylgja svo lit í spað-
anum neðanfrá. Þannig segir hann
makker að hann eigi styrk í laufi, eða
vilji alla vega ekki að makker spili
tígli.
Hliðarkallið er ein mikilvægasta
samskiptaregla varnarinnar, en fá
pör kunna að nýta sér regluna til
fulls.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Fréttir í
tölvupósti