Morgunblaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 15 ERLENT Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 utflutningsrad@utflutningsrad.is • www.utflutningsrad.is M IX A • f ít • 5 0 8 4 7 Útflutningsráð Íslands vinnur nú að undirbúningi viðskiptasendinefndar til Póllands í samvinnu við sendiráð Íslands í Berlín. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, frú Valgerður Sverrisdóttir, fer fyrir sendinefndinni. Dagskrá verður með hefðbundnu sniði, þ.e. haldin verður viðskiptaráðstefna og fyrirtækjastefnumót, þar sem lögð verður áhersla á að auka viðskiptatengsl milli landanna. Ferðin er fyrst og fremst sniðin að þeim fyrirtækjum sem hafa áhuga á aukinni markaðssókn á þennan fjölmenna markað og/eða hafa í hyggju að stofna til nýrra viðskiptasambanda í Póllandi. Samstarfsaðilar Útflutningsráðs á þessu svæði munu, í samráði við Útflutningsráð, sjá um að útvega viðskiptasambönd og skipuleggja viðskiptafundi fyrir þá þátttakendur sem þess óska. Fyrirtæki sem hafa áhuga á þátttöku vinsamlega hafi samband við Vilhjálm Guðmundsson, vilhjalmur@utflutningsrad.is eða Theodór A. Bjarnason, theodor@utflutningsrad.is. Ath. Tekið er við skráningum til 26. ágúst. Viðskiptasendinefnd til Póllands 16.-19. október n.k. Frábært tilboð til Benidorm í sumar á frábærum tíma. Nú getur þú notið fegursta tíma ársins á þessum vinsæla áfangastað í sólinni og búið við frábæran aðbúnað. Þú bókar núna og tryggir þér flug og gistingu og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú býrð. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Benidorm 31. ágúst eða 7. sept. frá kr. 29.990 Verð kr. 29.990 í viku Verð kr. 39.990 í 2 vikur M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. Netverð á mann. Verð kr. 39.990 í viku Verð kr. 49.990 í 2 vikur M.v. 2 í stúdíó/íbúð. Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. Netverð á mann. Munið Mastercard ferðaávísunina Bordeaux. AFP. | Athafnasöm hús- móðir í Frakklandi hefur opnað neyðarmiðstöð sem býður upp á skrásetningu leikfanga franskra barna. Auk þess hefur hún komið upp neyðarlínu sem opin er öllum stundum, alla daga vikunnar, þar sem hægt er að tilkynna um glötuð leikföng, svæfla og annað sem börnunum er kært. Magali Himbert er fimm barna móðir, en hún segist hafa komið neyðarþjónustunni á laggirnar því að það sé „börnum svo mikið, sál- rænt áfall þegar þau týna uppá- haldsleikfanginu sínu“. Hún hefur einnig til sölu sér- útbúna pakka þar sem finna má merkimiða, sem sauma má á bangsann eða svæfilinn, þar sem tilgreint er gjaldfrjálst símanúmer neyðarlínunnar og sérstakur kóði sem gefur til kynna hver eigandinn er. Þannig getur sá sem finnur leik- fangið tilkynnt fundinn hjá neyð- arlínunni, sem hefur uppi á eigand- anum, sem að vonum verður glaður. Neyðarlína fyrir bangsa „PÍANÓLEIKARINN“, sem svo var kallaður, maður, sem fannst á flæk- ingi í Bretlandi og virtist ekki vita hver hann væri, hefur nú verið látinn laus af geðsjúkrahúsi. Nú er ljóst, að hann er þýskur að þjóðerni og er því haldið fram í sumum fjölmiðlum, að hann hafi vitandi vits verið að blekkja. Maðurinn fannst í reiðileysi í apríl síðastliðnum og var strax komið fyrir á geðsjúkrahúsi í West Kent. Gat hann ekki tjáð sig, aðeins dregið upp mynd af stóru píanói, og var því strax slegið föstu, að hann væri píanósnill- ingur. Var meira að segja haft eftir starfsfólki á sjúkrahúsinu, að hann hefði sýnt snilli sína við píanóið og sá, sem annaðist hann á sjúkrahúsinu, segir, að svo sé píanóinu að þakka, að loksins hafi farið að rofa til hjá hon- um. Nú er því þó haldið fram í Daily Mirror, að hann hafi í raun aldrei slegið nema eina nótu. Blaðið segist hafa það eftir heim- ildum á sjúkrahúsinu, að síðastliðinn föstudag hafi hjúkrunarkona komið á stofu „Píanóleikarans“ og sagt sem svo: „Jæja, ætlarðu nokkuð að tala við okkur í dag?“ og þá hafi hann svarað: „Jú, ætli það ekki.“ „Píanóleikarinn“ hefði síðan sagt á sér full deili og einnig, að hann væri samkynhneigður og hefði verið kom- inn að því að stytta sér aldur er hann fannst. Kvaðst hann vera frá Bæjara- landi þar sem faðir hans væri bóndi. Þar ætti hann tvær systur. Margar getgátur komu fram um manninn. Til dæmis, að hann væri franskur götuspilari eða tékkneskur konsertpíanisti og einu sinni reyndi Norðmaður að ræða við hann vegna þess, að „Píanóleikarinn“, sem er lík- lega um eða yfir þrítugt, hafði bent á Ósló á korti. Þegar hann fannst renn- blautur hafði norskt skip verið í höfn skammt frá. 880 ábendingar Alls komu fram 880 ábendingar um manninn að því er segir á fréttasíðu BBC, breska ríkisútvarpsins. Sænska dagblaðið Aftonbladet sagði í gær, að „Píanóleikarinn“ væri nú kominn til síns heima í Þýskalandi og hefði viðurkennt fyrir breskum yf- irvöldum, að hann hefði allan tímann verið með tóman leikaraskap. Daily Mirror sagði, að „Píanóleik- arinn“, sem ekki hefur verið nafn- greindur, hefði áður unnið með geð- sjúkum og nýtt sér þá reynslu sína við að blekkja bresku læknana. Segir blaðið, að nú séu bresk yfirvöld að íhuga málssókn á hendur manninum enda er búinn að kosta þau mikið fé. Leikaraskapur hjá „Píanóleikaranum“? Bresk yfirvöld íhuga að fara í mál vegna blekkinganna AP „Píanóleikarinn snjalli“. Nú er sagt að hann hafi í raun aldrei slegið nema eina nótu. Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is MIKLAR rigningar hafa verið í Sviss að undanförnu með tilheyrandi flóðum og skriðuföllum. Ár og fljót hafa brotist úr farvegi sínum, vegir og járnbrautir hafa farið í sundur og víðtækt rafmagnsleysi hefur verið í mið- og vesturhluta landsins. Hafa tveir menn týnt lífi í skriðuföllunum og meira en 1.000 manns urðu að flytja í burt vegna flóða í Emme-fljóti. Myndin er frá bænum Littau í miðhluta Sviss og sýnir bílasölu, sem er að hálfu komin í kaf. Í gær rigndi enn mikið en vonast var til að upp stytti með kvöldinu. Reuters Mikil flóð í Sviss AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.